Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 Afmæli Hólmfríður Gísladóttir Hólmfríður Gísladóttir, formaður Ættfræðifélagsins, Unufelli 9, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Hólmfríður fæddist á Grund í Eyr- arsveit en ólst upp í Vindási hjá ömmu sinni, Jónínu Guðrúnu. Hún stundaði nám við Kvöldskóla KFUM og K1949-51, við Húsmæðraskólann á Staöarfelli 1952-53 og við Tóm- stundaskólann 1990. Hólmfríður er formaður Ætt- fræðifélagins frá 1991 og hefur unn- ið mikið að útgáfumálum þess, eink- um vegna kirkjubóka Reykjavíkur og Manntals 1910. Hún tók saman rafvirkjatal, vann að samantekt Jámgerðastaðaættar ásamt fleirum og hefur tekið saman íjölda áatala. Fjölskylda Hólmfríður giftist 20.3.1954 Egg- erti Thorberg Kjartanssyni, f. 20.12. 1931, múrara sem stundar ættfræði- störf og hlunnindabúskap. Hann er sonur Kjartans Eggertssonar, f. 1898, d. 1992, b. og kennara í Fremri- Langey, og k.h., Júlíönu Silfu Ein- arsdóttur, f. 1896, húsfreyju. Börn Hólmfríðar og Eggerts eru Kjartan, f. 18.8.1954, skólastj. Tón- hstarskóla Ólafsvíkur, kvæntur Svanhvíti Sigurðardóttur sjúkral. og eru börn þeirra Heiðbjört Tíbrá, Ingrid Örk og Eggert Thorberg; Egg- ert, f. 9.7.1956, lyfjafr. á Seltjarnar- nesi, kvæntur Þorbjörgu Þyrí Valdi- marsdóttur matvælafr. og eru börn þeirra Sæunn, Bergrún og Valdi- mar; Gísli Karel, f. 2.5.1961, sölum. í Reykjavík, kvæntur Steinunni Ás- geirsdóttur vaktstj. qg eru börn þeirra Hólmfríður, Ásgeir Július og Eggert Þorbergur; Snorri Pétur, f. 19.5.1973, nemi í HÍ; Lilja, f. 15.11. 1977, nemi í FB og Tónskóla Sigur- sveins. Systkini Hólmfríðar: Vilborg Guð- rún, f. 16.7.1927, d. 2.6.1979, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Haraldi Þor- steinssyni; Pálína, f. 27.1.1929, kaupm. í Grundarfirði, gift Halldóri Finnssyni; Elís, f. 26.11.1932, skipstj. í Grundarfirði, kvæntur Huldu Valdimarsdóttur. Foreldrar Hólmfríðar voru Gísli Karel Elísson, f. 10.5.1899, d. 25.12. 1973, b. á Grund og verkamaður í Grafarnesi, og k.h., Jóhanna Hall- gerður Jónsdóttir, f. 27.7.1906, d. 4.5.1937, húsfreyja. Ætt Gísli var sonur Elísar, b. á Vatna- búðum í Eyrarsveit, Gíslasonar, b. á Vatnabúðum, Guömundssonar, b. í Naustum, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Guðríður Hannes- dóttir Bjarnasonar og Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslu- manns í Búðardal, langafa Kristín- ar, ömmu Gunnars Thoroddsen. Oddný var dóttir Ketils, prests í Húsavík, Jónssonar, og Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla fógeta. Móöir Elísar var Katrín Helgadóttir, b. á Hrafnkelsstöðum, Jóhannes- sonar og Sesselju Björnsdóttur, b. á Mánaskál á Skaga, Björnssonar. Móðir Sesselju var Elín Guðmunds- dóttir, systir Sigurðar, langafa Huldu Stefánsdóttur skólastj. Móðir Gísla var Vilborg Jónsdóttir, b. í Móabúð, Jónssonar og Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Guðrún Sigurðardóttir, hattara á Ámýrum, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Kolbeinsdótt- ir, pr. og skálds í Miðdal, Þorsteins- sonar. Móðir Guðrúnar Sigurðar- dóttur var Guðrún, systir Halldóru, móður Guðbrands Vigfússonar, doktors í Oxford, og Sigurðar forn- fræðings. Guðrún var dóttir Gísla, pr. á Breiðabólstað á Skógarströnd, Ólafssonar, biskups í Skálholti, Gíslasonar. Jóhanna var dóttir Jóns, b. í Vind- ási, Kristjánssonar, b. í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi, Jónssonar, b. í Akurholti, Finnssonar, sýslum. á Sveinsstöðum, Jónssonar, biskups á Hólum, Teitssonar. Móðir Finns var Margrét Finnsdóttir, biskups í Skál- holti, Jónssonar. Móðir Jóns var Sigurlína Jónsdóttir, b. á Laxár- bakka, Hreggviðssonar, b. á Mið- hrauni, Sturlaugssonar, b. á Kol- stöðum í Miðdölum, Atlasonar, foð- ur Kristínar, ömmu Magðalenu, ömmu Vigdísa forseta. Móðir Jó- hönnu var Jónína Guðrún Jónsdótt- ir, b. á Kothrauni í Helgafellssveit, Jónssonar og Guðrúnar Guðmunds- dóttur, b. á Berserkjahrauni, Jóns- sonar, b. í Saurlátri, Hálfdánarson- ar, b. í Sellóni Helgasonar, prests og skálds á Stað í Hrútafirði, Ólafs- Hólmfrtður Gísladóttir. sonar. Móðir Helga var Þórey Orms- dóttir Jónssonar, bróður Björns, annálaritara á Skarðsá. Hólmfríður og Eggert taka á móti gestum að heimili sínu eftir kl. 17.00 ídag. 90 ára 50ára ÓIi Magnússon, Austurbyggð 17, Akureyri. Sigríðnr Jóhannsdóttir, Byggðavegi 152, Akureyri. 85 ára_______________ Guðrún Ágústsdóttir, Setbergi 10, Þorlákshöfn. 70ára_________________ Ágúst Steindórsson, Hraunbraut 26, KópavogL Inger Johanne Arnórsson, Langagerði 11, Reykjavík. Valgerður Blomsterherg, Brekkuhvammi 9, Hafnarfiröi. 60 ára Erla Stefánsdóttir, Melhaga 1, Reykjavík. Pétur Ragnarsson, Rannveigarstöðum, Djúpavogs- hreppl Jóhann Smári Jóhannesson, húsgagnasmiður. Grenibyggð 31, Mosfellsbæ. Eiginkona Jóhanns Smára er Kol- brún Leósdóttir læknaftdltrúi. Sólveig Kristjánsdóttir, Einilund 4C, Akureyri. Sverrir Jónsson húsgagna- bólstrari, Miðvangi90, Hafnarfirði. Eiginkona hans erMariaJónas- dóttirverslun- armaöur. Þaueruað heunan. Haraldur Levi Árnason, Brekkuhvarami 1, Dalabyggð. Katrin Ágústa Thorarensen, Suðurgötu 50, Keflavík. Hulda Eggertsdóttir, Heigamagi-astræti 53, Akureyri. Stefán Ólafur Kárason, Blöndubakka 20, Reykjavík. Leó Svanur Ágústsson, Réttarholtsvegi 27, Reykjavík. Gestur Þorsteinsson, Tröð, Skarðshreppi. Marteinn Már Jóhannsson, Álfheimum 20, Reykjavík. Karen Emilsdóttir, Giljaseli 8, Reykjavík. Pétur Rasmussen, konrektor Menntaskólans við Sund. Sólheimum 23, Reykjavik. - Kona hans er Auður Ólafsdóttir, framhalds- skólakennari. PéturogAuöur taka á móti gestumáKaffi Jensen i Ár- múlaídagmilli - kl. 17.00 og 19.00. v Þorvaldur Vestmann Magnús- son, Sólbrekku 27, Húsavik. Gyða Thorsteinsson, Bjarmalandi 1, Reykjavík. Amalia Kolbrún Úlfarsdóttir, Köldukinn 24, Hafnarfirði. 40ára Anna Maria Sigurðardóttir, Berghyl, Hrunamannahreppi. Kristjón Kristjánsson, : Sólvallagötu 68, Reykjavík. Lud wig S veinn Alfreðsson, Orrahólum 5, Reykjavík. Björn Gisiason, Grænahjalla29, Kópavogi. Guðmundur M. Kristjánsson, Hlíöargötu 22, Þingeyrarhreppi. Margrét Jónsdóttir, Brekkutúni 15, Kópavogi. Erling Smári Jónsson, Löngubrekku 24, Kópavogi. Þorsteínn Stefán Eiríksson, Stórholti 6A, Akureyri. Sturla Pétursson Sturla Pétursson, fyrrv. skákmað- ur, Hrafnistu við Kleppsveg í Reykjavik, verður áttræður í dag. Starfsferill Sturla starfaði m.a. á Hagstofu ís- lands, Skattstofunni í Reykjavík, hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Sam- einuðum verktökum á Keflavíkur- flugvelli og Hamiltonfélaginu í Keflavík. Hann var ritari hjá Yfir- skattanefnd, Tryggingastofnun rík- isins og á skrifstofu borgarstjóra. Þá stundaði hann sjómennsku um árabil. Sturla tefldi á Engels-mótinu 1936 (4.-7.), varð efstur á úrtökumóti fyr- ir ólympíuskákmótið í Stokkhólmi 1937 og tefldi þar á 5. borði, varð fjórði á úrtökumóti fyrir ólympíu- skákmótið 1939, keppti um árabil í efsta flokki á Skákþingi íslands frá 1940, á Skákþingi Reykjavíkur og haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, varð annar á Skákþingi íslands 1942 og á Skákþingi Reykjavíkur. Sturla ritstýrði Nýja skákblaðinu 1940-41 ásamt Óla Valdimarssyni. Hann hef- ur telft á mörgum helgarskákmót- um tímaritsins Skákar á undaförn- um árum og unnið þar til verð- launa. Sturla er heiðursfélagi Tafl- félags Reykjavíkur. Fjölskylda Sturla kvæntist24.4.1942 Stein- unni Guðríði Hermannsdóttur, f. 24.9.1921, d. 27.7.1994, húsmóður. Hún var dóttir Hermanns Hjálmars- sonar og Dórótheu Högnadóttur. Böm Sturlu og Steinunnar: Haukur Dór Sturluson, f. 24.8. 1940, ekkill eftir Ástrúnu Jónsdóttur og em kjördætur þeirra Tinna /---------- Hauksdóttir, f. 14.8.1973, ogTanja Hauksdóttirf.27.1.1975. Dóróthea Sturludóttir, f. 29.8.1942, var fyrst gift Ronald Edwin Meyer en þau skildu og eru börn þeirra Joannf. Meyer-Lorch, f. 10.8.1962, gift Stefen Craig Lorch, en dætur þeirra era Kristen Guðrún Lorch, f. 13.11.1981, og Karrie Elisabeth Lorch, f. 25.5.1984; RobertMichael Meyer, f. 20.3.1964, kvæntur Sheryl Lunn Sollmer en börn þeirra era Nathaniel Robert Meyer, f. 9.6.1990, og Heater Meyer, f. 2.11.1992; Will- iam Rúnar Boyd., f. 7.4.1965, en kona hans er Sara Boyd, en sonur Dórótheu og Hallgríms Einarssonar er David Haukur Hallgrímsson Boyd, f. 9.6.1960, maki Remy De Gudman og eru synir þeirra Zack- ary David Hauksson, f. 20.9.1989, Adam David Hauksson, f. 6.6.1992. Annar maður Dórótheu var Hudson Boyd en þriöji maður hennar er BrianHartford. Pétur Rúnar Sturluson f. 25.4. 1947, var kvæntur Guörúnu Þor- geirsdóttur en þau skildu og eru synir þeirra Þorgeir Pétursson, f. 13.2.1965, kvæntur Málfríði Stellu Skúladóttir og er sonur þeirra Jó- hann Rúnar Þorgeirsson f. 27.11. 1985; Sturla Pétursson f. 14.1.1966; Áki Pétursson f. 28.8.1973, kvæntur Söru Hermannsdóttur og er dóttir þeirraKarenÁkadóttirf. 15.9.1993. Hrafnhildur Oddný Sturludóttir, f. 13.5.1949, var gift Sigurði Ágúst Gunnlaugssyni en þau skildu og eru böm þeirra Sigurður Bjarni Sig- urðsson, f. 10.3.1971, en dóttir hans og Guðrúnar Bjartmars er Karen Ósk Sigurðardóttir, f. 12.11.1994; Ásta Kristín Sigurðardóttir, f. 4.6. Sturla Pétursson. 1976; Hermann Sigurðsson, f. 25.4. 1981; Hrafnhildur Sigurðardóttir, f. 2.6.1982. AlsystkiniSturlu: Hildur, f. 12.10. 1907, d. 26.12.1907; Viðar, f. 24.11. 1908, d. 8.2.1988; Zophonías, f. 17.5. 1910, d. 27.12.1984; Hrafnhildur, 5.2. 1912, d. 13.8.1966; Áki, f. 22.9.1913, d. 10.9.1970; Jakobína, f. 9.2.1917, d. 24.1.1993; Skarphéðinn, f. 11.10. 1918, d. 5.7.1974; Friðrik Gunngeir, f. 28.1.1921, d. 5.9.1991; Pétur Vatn- ar, f. 11.1922, d. 3. febrúar 1927; Helga Guðrún, f. 17.11.1925; Jar- þrúður, f. 27.8.1927. Hálfsystkini Sturlu, samfeðra: Jóhanna Soffia, f. 3.11.1904, d. 13.6.1970; Ingólfur, f. 21.12.1906, d. 9.6.1985; Svanlaug Thorlacius, f. 27.12.1910, d. 3.2.1991. Foreldrar Sturlu voru Pétur Zop- honíasson, f. 31.5.1879 í Goðdölum Skagafirði, d. 21.2.1946, qg Guðrún Jónsdóttir, f. 6.2.1886 á Ásmundar- stöðum á Melrakkasléttu, d. 12.11. 1936.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.