Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 15 Sundrungu, takk! íslenskir stjómmálamenn feila sig dálítið oft á því að halda að kjósendur þeirra séu fábjánar. Núna er að renna upp slíkt tíma- bil. Þess vegna eru svokallaðir vinstri pólitíkusar enn einu sinni byrjaðir á þvi að hjala um það við flokksmenn sína að þeir ættu nú að sameinast í einum stórum flokki. Æringjasaga Fyrir þremur áratugum var Jón Baldvin í Alþýðubandalaginu. Þá var Ólafur Ragnar í Framsókn eða í eðalnámi úti í Bretlandi, Jó- hanna í Alþýðuflokknum og Össur í barnaskóla. Svo liðu nokkur ár. Þá gekk Jón Baldvin í Samtök frjálslyndra og vinstri manna til að sameina sós- ana í Alþýðubandalaginu og kratana í Alþýðuflokknum, Ólafur Ragnar gekk úr Framsókn og bjó til Möðruvallahreyfinguna í sam- einingartilgangi, Jóhanna var um kyrrt í Alþýðuflokknum og Össur var kominn í Háskólann. Enn liðu nokkur ár. Jón Bald- vin hélt áfram að sameinast og gekk í Alþýðuflokkinn, Ólafur Ragnar gekk í Samtök frjálsl. og vinstri manna, Jóhanna varð ber að íhaldssemi og var áfram í Al- þýðuflokknum og Össur hélt áfram f Háskólanum. Svo vildi Ólafur meiri sameiningu, klauf sig frá Samtökunum og gekk í Al- þýðubandalagið og Össur lauk námi og gekk til liðs við villta vinstrið. Og enn liðu árin. Jón Baldvin varð formaður í Alþýðuflokknum, Ólafur formaður í Alþýðubanda- laginu og kallaði sig félagshyggju- mann, Jóhanna varaformaður Jóns Baldvins og hétu kratar og Össur varð ritstjóri Ólafs Ragnars Kjallarirm Úlfar Þormóðsson rithöfundur og taldi sig róttækan. Sáman beittu þeir sér fyrir stofnun nokk- urra einkafélaga i flokknum sín- um til þess að herða á sameining- unni og buðu fram Nýjan vettvang gegn honum í sama tÖgangi. - En ekki gekk rófan. Þangað til einn góðviðrisdag. Þá hófst sameining- in. Jón Baldvin og Össur sameinuð- ust í Alþýðuflokknum og hétu eft- ir það jafnaðarmenn, Ólafur varð einn eftir í Alþýðubandalaginu og var nú ekki bara félagshyggjumað- ur heldur líka jafnaðarmaður og Birtingur og Jóhanna gekk úr Al- þýðuflokknum til þess að geta sameinast honum sem frjálslynd- ur jafnaöarmaður og stofnaði Sam- tök eitthvað með félagshyggjuöfl- um, vonsviknum stjómmálamönn- um víðs vegar að og jafnaðar- mönnum sem klufu sig frá Alþ'ýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu í sama tilgangi og Jóhanna. Og núna á haustdögum, þrjátíu árum eftir að Jón Baldvin var í framboði fyrir Alþýðubandalagið, lýsir hann sig reiðubúinn til þess að gegna ljósmóðurhlutverki við sameiningarburðinn. Öflugra ástarlff Þessa æringjasögu stjórnmál- anna má rekja með ýmsum hætti. Og það má bæði gráta yfir henni og hlæja að henni. En það má líka biðjast undan framhaldi hennar. Og það geri ég. Það kann svo sem vel að vera að orð sósíalistans Brynjólfs Bjarna- sonar eigi við engu að síður: „Sameining þrátt fyrir allt!“ En það verður langt þangað til. Og. Það verður ekki með því að hlaupa í einu hasti niður í ráðhús til þess að taka á móti króga sem kemur undir sama kvöld og fæð- ingin á að eiga sér stað. Fyrirburð- ir eru náttúruslys og aldrei ætlun foreldra. Hitt er annað. - Það gæti ef til vill fæðst burðugur krógi ef menn gæfu sér óralangan tima í tilhuga- lif, annan eins tíma í forleik fyrir ástarlífið sjálft og næði til þess að fylgjast með vexti afkvæmisins I móðurkviði áður en kallað er á yf- irsetukonu til verka. Og ég held að það sé betra að hún sé lærð ljós- móðir en ekki slátrari. Þess vegna segi ég blygðunarlaust: Ekki meiri sameiningu, takk! Þegar ég var með öllu því fólki f -flokki sem nú er komið til liðs við ýmsar aðrar hreyflngar var mér farin að leiðast stöðug návist þess. Og það var líka hundleitt á mér. Nú, þegar það er farið á brott, finnst mér gaman að hitta það. Þess vegna bið ég um sundrungu þrátt fyrir allt. - Enn um stundir. Á meðan getum við rætt um hermangið, ESB, mútur og með- gjafir, sósíalismann, velferðina. Og sölu eyðijarða. Hver í sínum flokki. Úlfar Þormóðsson Jón Baldvin og Össur sameinuðust í Alþýðuflokknum og hétu eftir það jafnaðarmenn. Ólafur Ragnar Gríms- son, félagshyggjumaður og Ifka jafnaðarmaður... „Það gæti ef til vill fæðst burðugur krógi ef menn gæfu sér jafnlangan tíma í til- hugalíf, annan eins tíma í forleik fyrir ástarlífið sjálft og næði til þess að fylgjast með vexti afkvæmisins í móðurkviði áður en kallað er á yfirsetukonu til verka.“ Felagslega húsnæðiskerfið Stundum hringir fólk til Leigj- endasamtakanna að kvarta undan félagslega húsnæðiskerfinu svo- nefnda og stjórnendum þess. Kvartanir koma héðan úr Reykja- vik og ekki síður utan af landi, en þar standa auð hús sem minnis- varðar um ráðamenn sem ætluðu að skapa atvinnu í plássinu með því að byggja hús. Nú eru sveitarfélögin að kikna undan kaupskyldunni. Lítið þýðir að kvarta til húsnæðisnefndar sveitarfélagsins þar sem hún er rekstraraðili „verkamannabústað- anna“. í DV 28.8. sl. birtist grein eftir Jóhann Pál Símonarson, þar sem hann rekur viðskipti sín við kerfið og talar um eignaupptöku sem hann útskýrir með dæmum. Slíkar kvartanir heyrast býsna oft. Samvalin klíka Á undanförnum árum hefur stundiun verið reynt að breyta þessu kerfi, en þær breytingar hafa mistekist og eftir stendur lít- ið annað en hringl með nöfn og vexti, sem fólkið er hætt að skilja. Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti form. Leigjendasamtakanna Stjórnendur kerfisins koma fram sem samvalin klíka til þess ráðin af almættinu að ráðskast með fólk. Þeir hlusta ekki á neina gagnrýni og leggja að jöfnu hug- myndir þeirra sem ekkert vilja með félagslegar lausnir hafa og hinna sem vilja breyta þessu og bæta það. Þeir hafa komist upp með þetta í skjóli illa upplýstra valdsmanna. Búseturéttaríbúðir Eignarhald fólks í þessu hús- næði er lítið annað en nafnið. Fólk verður að greiða fasteignagjöld, tryggingar og viðhald sem aðrir eigendur án þess að hafa venjuleg- an eignarhaldsrétt. Mér sýnist rétt að viðurkenna þetta og hef því lagt til að eignaríbúðum verði breytt í búseturéttaríbúðir. Helstu kostir þess eru eftirfar- andi: 1. Fólk myndi sleppa við greiðslumat og lántöku. 2. Sveitar- félögin myndu losna við kaup- skylduna. 3. Ríkissjóður myndi spara sér það fé sem nú fer til end- urfjármögnunar. 4. Ekki yrði hægt að veðsetja íbúðirnar, sem vinnur gegn skuldasöfnun sem nú sligar mörg heimili. 5. Fólk fengi húsa- leigubætur og hefði fúll umráð yfir húsnæði sínu. 6. ÁUur kostnaður yrði innifalinn í búsetugjaldinu og ekki um neina eignaupptöku að ræða. 7. Búseturéttargjald er end- urgreitt við brottför. Þetta eigna- form hefur notið vinsælda bæði austan hafs og vestan og því ekki að koma því að Hér. Jón Kjartansson „Eignarhald fólks í þessu húsnæði er lítið annað en nafnið. Fólk verður að greiða fasteignagjöld, tryggingar og viðhald sem aðrir eigendur án þess að hafa venjulegan eignarhaldsrétt.“ Með og á móti Drög að nýjum búvörusamningi Nauðsynlegt „Ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að breyta núgild- andi búvöru- samn ingi. Við stönd- um frammi fyrir því að verði samning- ur inn látinn standa óbreytt- ur mun stuðn- ingur við minnka mjög mikið vegna þess að skráði markaðurinn hefur dregist svo mikið saman. Þessi tengsl viljum við rjúfa og jafn- framt styrkja markaðsstöðuna. Rökin fyrir breytingum eru fyrst og fremst þau að sá samn- ingur sem við búum við hefur ekki reynst nógu vel. Tekjur sauðfjárbænda hafa lækkað mik- ið og því er rétt að huga aö því hvort samningurinn sé í takt við nútímann. Þær breytingar sem rætt er um felast aðallega í því að aðlaga samninginn breyttum tímum og tryggja afkomu sauð- fjárbænda og þar með framtíð greinarinnar. í því sambandi þarf bæði að taka tillit til þeirra sem ekki hafa aðra atvinnu- möguleika og þeirra sem hafa þetta sem hlutastarf og byggja af- komu að verulegum hluta á. í nútímasamfélagi er þörf á að hafa breytilegt verðlag eftir markaðsaðstæðum hveiju sinni. Stefnt er að því að taka mið af þessu og auka sveigjanleikann í verðlagningunni. “ Ofstjórnun „Ég er mjög á móti þessum búvörusamn ingi. Það á aö minnka fram- leiðsl una um þrjú þúsund tonn með því að taka bein- greiðslur áf ákveðnum bóndi Syðra- hópum, t.d. "****■ öldruðum bændum og með upp- kaupum. Takist það ekki meö uppkaupum á að skerða greiðslumark hvers bónda um 20 til 30 ærgildi. Síðan stendur til að bæta þeim sem hafa 200 ærgildi og meira þetta upp með 10 til 12% í greiðslumarki. Þannig geta þeir sem stærri eru í greininni staðið nokkuö sléttir á eftir. Þetta er geysilegt kák og mikil ofstjórn- un. Heppilegast væri að breyta beingreiðslunum þannig að þær komi á jarðir óháð framleiðslu. Til þess að það sé hægt verður að gefa verðlagið algjörlega frjálst því það má búast við mik- ilíi framleiðslu og átökum á markaðinum. Og til að losna viö umframbirgðir verður aö nota hluta þeirra 2,7 milljarða sem ríkið leggur til sauðfjárbúskap- arins. Út á þessa fjármuni mætti taka útflutningslán til 5 ára og hreinsa borðið þegar haustiö 1996. Með þessum hætti mætti tryggja bændum val, hvort held- ur menn vilja hætta framleiöslu, snúa sér að einhverju öðru eða draga tímabundið úr framleiöslu en halda þó stuöningnum. Þá væri ekki verið aö reka neinn úr stéttinni eins og nú virðist stefnt að. Bændaforystunni væri nær að draga úr ofstjóminni í fram- leiðslustýringunni en í stað þess leyfa þessu að þróast með frjálsu vali bændanna." -kaa Arnór Karlsson, formaður Lands- samtaka sauðfjár- bænda. sauðfjárræktina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.