Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MIDVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 33 Iþróttir r>v Bjarki meiddur Daníel Ólaisson, DV, Akranesr Ovíst er aö Bjarki Gunnlaugsson, landsl- jðsmaöurinn snjalli hjá Skagamönnum, leiki með þeim í 1. deildinni í knattspyrnu á föstudaginn. Hann tognaði i siðasta leik, gegn Grindavik. Hann og Arnar fóru á mánudagsmorguninn tíl Niimberg 1 Þýskalandi til að ganga frá sínum málum ins til að fá ráðleggingar hjá honum. • Bjarkl Gunnlaugsson. 1. deild í bann Tiu leikmenn úr 1. deild voru úrskuröaðir í leikbann hjá aganefnd KSÍ í gærkvöldi. Þetta eru þeir Dragan Manojlovic, ÍBV, Valsmennirnir Hörður Már Magnússon og Steward Beards, Izudin Daði Dervic, KR, Valur F. Gísla- son, Fram, Petr Mrazek, FH, Keflvíkingarnir Helgi Björgvinsson og Óli Þór Magnússon og Blikamir Gústaf Ómarsson og Rastíslav Laxorek. Þá voru fjölmargir leikmenn úr neöri deildum og yngri flokkum dæmdir í leikbann. Þyngstu refsingamar fengu þeir Jósef Hreinsson, sem leikur með 3. deildar liði Fjölnis, fjögurra leikja bann vegna brottvísunar, og Axel Gomes, mark- vörður Leiknis, sem fékk þriggja leikja bann vegna brottvísunar. Aðstoðarframkvæmdastjóri Raith Rovers um Skagamenn: „Þurfum að spila vel til að vinna Akranes“ - Akranes mætir Raith Rovers á þriðjudag í Evrópukeppninni „Ef við náum að spila okkar besta leik þá getum við unnið lið Akraness. Ef við náum hins vegar ekki góðum leik mun- um við lenda í miklum vandræðum," segir Martin Harvey, aðstoðarfram- kvæmdastjóri skoska liðsins Raith Ro- vers, sem Skagamenn mæta í 1. umferö UEFA-bikarsins næsta þriðjudag. „Við erum með gott lið en Akranes hefur innan sinna raða tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni sem eru í láni hjá félaginu frá hollenska liöinu Feyeno- ord. Þeir eru mjög snjallir leikmenn. Akranes er með gott lið og árangur þess undanfarin ár talar sínu máli,“ sagði Harvey ennfremur við DV. Steve Crawford er sá leikmaður sem Skagamenn þurfa að gæta sín mest á þegar þeir leika við Raith Rovers. Crawford er aðalmarkaskorari Raith og skoska 21-árs landsliðsins en í fimm leikjum Skota í Evrópukeppninni í þeim aldursflokki hefur Crawford skorað 5 mörk. Hann spilár með liðinu gegn Finn- um á morgun en vinni Skotar þann leik komast þeir líklega áfram í keppninni. Crawford er snöggur og baráttuglaður sóknarmaður og mörg topplið hafa fylgst með honum að undaníornu. Þar má nefna ensku meistarana í Blackbum og skosku meistarana Glasgow Rangers. Þá hefur Tony Rougier, sem Raith keypti frá Uði úr Karíbahafmu í sumar, vakið athygli í síðustu leikjum. Rougier, sem er blökkumaður, er eldfljótur kant- maður og skoraði glæsimark úr auka- spyrnu gegn Celtic í deildabikarnum í síðustu viku. Flest bendir til þess að sterkasti varn- armaður Raith, Steve McAnespie, geti spilað gegn ÍA. Hann gekkst undir að- gerð á hné fyrir þremur vikum en leikur reynsluleik með varahðinu í kvöld. - hjá Amari Gunnlaugssyni og Val Óskar Jónsson skrifar: Arnar Gunnlaugsson frá Akranesi setti nýtt met í 1. deildinni í knatt- spyrnu þegar hann skoraði þrjú mörk fyrir ÍA gegn Grindavík í 15. umferöinni á sunnudaginn. Arnar hefur nú skorað í síöustu 9 léikjum sínum í deildinni, öllum fimm í sum- ar og hann skoraði í síðustu fjórum leikjunum sem hann lék í deildinni árið 1992 áöur en hann gekk til liðs við Feyenoord. Fyrra metið átti annar Skagamað- ur, Þórður Guðjónsson, en hann skoraði í átta leikjum í röð sumarið 1993. Þessar tölur eru miðaðar viö þann tíma sem 10 lið hafa leikið í 1. deildinni eða frá og með 1977. Valurnýtti 19. vítaspyrnuna í röð Valsmenn settu einnig met í 15. um- ferðinni þegar þeir skoruðu úr tveimur vítaspyrnum gegn KR í fyrrakvöld. Þeir hafa nú skorað í síð- ustu 19 vítaspyrnum sínum í 1. deiid, allt frá árinu 1985. Fyrra metið áttu Þórsarar sem skoruðu úr 18 vítaspyrnum í.röð á árunum 1981 til 1987. Haraldur með flestar stoðsendingar Skagamaöurinn Haraldur Ingólfsson hefur átt flestar stoðsendingar í 1. deildinni í sumar, það er að segja flestar sendingar á samherja sem hafa skorað. Haraldur hefur þannig lagt upp 8 mörk ÍA í sumar. Næstur kempr Eyjamaðurinn Ingi Sigurðs- son með 6 stoðsendingar en síðan þeir Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV, Pétur Björn Jónsson, Leiftri, og Gunnar Öddsson, Leiftri, með 5 stoð- sendingar hver. Met í rauðum Allt bendir til þess að met verði sett í rauðum spjöldum í 1. deildinni í sumar. Metið hefur þegar verið jafn- að, 21 leikmanni hefur verið vísað af leikvelli í sumar en á öllu síðasta tímabih fór rauða spjaldið 21 sinni á loft. Aganefnd KSÍ á fundi í gærkvöldi: Tíu leikmenn úr Glæsilegt gengi hjá Skagamönnum - ógna nú mjög meti Framara frá árinu 1918 Það er ekki ofsögum sagt að Skaga- menn hafl boriö ægishjálm yfir önn- ur íslensk knattspyrnulið undanfar- in ár. í fyrrakvöld urðu þeir íslands- meistarar fjórða árið í röö og ef sigur þeirra í 2. deildinni árið 1991 er talinn með hafa þeir verið samfleytt á toppnum í fimm ár. Á þessum fimm árum hafa þeir leikið 87 deildaleiki, þar af 69 í 1. deild, og unnið 67 þeirra, gert 10 jafn- tefli og tapað 10 sinnum. Markatalan er glæsileg, 231 mark skorað gegn aðeins 70. Um leið hafa Skagamenn náð besta árangri íslensks félags í Evrópu- keppni frá upphafl en af 10 Evrópu- leikjum á þessum tíma hafa þeir unnið 6, gert eitt jafntefli og aðeins tapað þrívegis, gegn stórliðunum Feyenoord og Kaiserslautern. Það er aðeins í bikarkeppninni sem Skagamenn hafa ekki náð aö sýna yfirburði því þeim hefur einungis einu sinni tekist að hefja Mjólkurbik- arinn á loft á þessu tímabili, Það eru liðin 50 ár síðan íslenskt félag hefur orðið meistari íjögur ár. í röð en Valsmenn léku þann leik á árunum 1942-1945. Valur gerði það einnig árin 1935-1938 og KR árin 1926-1929. Það er hins vegar Fram sem á enn íslandsmetið, vann sex sinnum í röð á árunum 1913-1918. Reyndar unnu þeir án keppni tvö fyrstu árin því KR-ingar neituðu að spila á móti þeim! Metin féllu I 15. umferðinni Sabatini vinsæl á opna bandaríska í tennis Gabriela Sabatíni tryggði sér sæti í undanúrslitunum í kvennaflokki á opna bandaríska meistaramótinu i tennis í gær með sigri á Mary Joe Fernandes, 6-1 og 6-3. Sabatíni nýtur mikilla vinsælda hjá aðdáendum mótsins í New York og er tahn npög sigurstrangleg á mótínu. Fernandes, sem er bandarísk, hafði komið á óvart í umferðinni á undan þegar hún lagði Arantxa Sanchez Vicario, sem varð meist- ari á mótinu í fyrra. Bandaríkjamaðurinn Jim Courier tryggði sér sæti í 8 manna úrslitum í karlaflokki í gær með góðum sigri á Frakkanum Thomas Muster, 6-3, 6-0 og 7-6. Courier hefur átt í erfiðleikum á tennisvöllunum undanfarin 2 ár en virð- ist nú vera að ná sér upp á nýjan leik. Sigurinn í gær var sætur fyrir hann en Muster sigraði á opna franska meistara- mótinu og er sem stendur í 3. sæti á heimslistanum. Couri- er mun mæta landa sínum Michael Chang í 8 manna úrsht- um en Chang hefur leikið geysivel á mótinu og vann and- staeðing sinn auðveldlega í gær. Óvænt úrslit urðu þegar Zimbabwebúinn Byron Black sigraði Þjóðverjann Michael Stich, sem sigraði á Wimbledon mótinu 1991, 6-4, 6-4,3-6, 2-6 og 6-3, í gær og Black komst þar með óvænt í 8 manna úrslit. SindrigegnÍBV Sindri og ÍBV leika tvo leiki um laust sæti í 1. deild kvenna i knattspymu og verður fyrri leik- urinn á Homafirði i dag klukkan 18. Sá seinni verður í Eyjum á sunnudaginn. Seintáföstudag Leik Fram og ÍA í 1. deild karla í knattspymu hefur verið flýtt frá laugardegi yfir á föstudagskvöld. Hann verður leikinn óvenju seint eða klukkan 21. Leiknum er flýtt vegna Evrópuleiks ÍA í Skotlandi á þriðjudag. PejicþjálfarStoke Mike Pejic hefur tekið við stööu þjálfara hjá enska knattspyrnufé- jaginu Stoke sem þeir Þorvaldur Örlygsson og Lárus Orri Sigurðs- son Jeika með. Lou Macari fram- kvæmdastjóri mun í staðinn ein- beita sér að stjórnunarstörfum. HddentilStoke? Macari hyggst styrkja lið Stoke, sem er við botn 1. deildar, og búist er við aö hann kaupi útherj- ann Rick Holden frá Oldham á næstu dögum. Schmeichel bestur Peter Schmeichel, hinn 31 árs gamli markvörður Manchester United, hefur veriö valinn besti markvörður Evrópu af Alþjóöa knattspymusambandinu. Þá var Daninn vahnn annar í röðínni yfir bestu markverði heims en þar var Jose Luis Chilevert, landsliðsmarkvörður Paraguay, valinn sá besti eftir frammistöðu sína í Ameríkukeppninni. McAteervinsæll Jason McAteer, félagi Guðna Bergssonar hjá Bolton, er með vinsælli leikmönnum í ensku knattspyrnunni þessa dagana og nú þykir orðið líklegast að Li- verpool kaupi hann og láti tvo leikmenn til Bolton í staðinn. Villa vill kaupa Mardon Aston Villa ætlar aö kaupa varnarmann í vikunni og er mjög líklegt að liðið kaupi Paul Mar-_ don, fyrirliða W.B.A. Brian Little, stjóri Villa, hefur lengi haft auga- stað á Mardon sem er 25 ára gam- ah. Líklegt er talið að kaupverðið verði um 200 milJjónir króna. Hótaðlífláti Eric Cantona, framherji Man. Utd„ og Alex Ferguson fram- kvæmdastjóri hafa fengið lífláts- hótanir að undanfómu. Nafnlaus aðili hringdi tiíblaðsins Football Monthly eftir aö blaöið haföi birt brot úr ævisögu Ferguson þar sem hann lýsir aðdáendum Leeds sem skelfilegum áhorfendum. Iþróttir Ólafur B. Schram gefur kost á sér áfram sem formaður HSÍ: Skuldastaða HSÍ er um 14 milQónir - stefnir í tveggja milljóna króna halla á síðasta reikningsári Stefán Kristjánsson skrifar: „Það má búast við því að halli veröi á rekstri HSÍ á síðasta reikn- ingsári. Þaö skýrist af því aö þegar við fórum inn í áriö og vorum með okkar áætlanir um fjáraflanir þá rákumst við á það nokkuð fljótt aö almenningur og fyrirtæki gerðu sér ekki almennilega grein fyrir því að það var munur á milli almenns reksturs HSÍ og HM. Við tókum því þá ákvörðun þegar þar var komið sögu að hafa hægt um fjáröflun HSÍ í eitt ár,“ segir Ólafur B. Schram, formaður Hansknattleikssam- bandsins, í samtali við DV. „Kostnaðaráætlanir hafa alger- lega staöist en ávinningurinn ekki. Staðan er viðunandi og hallinn ekki mikill á síðasta reikningsári, sjálfsagt innan við 2 milljónir," seg- ir Ólafur ennfremur. Risavaxinn fjárhagsvandi HSÍ hefur oft verið umfjöllunarefni fjölmiöla. Mestur varð hallinn fyrir nokkrum árum og losaöi þá 80 mihjónir króna. Þegar Ólafur B. Schram og félagar hans í stjórn HSÍ tóku við stjórnartaumunum var hallinn um 24 milljónir. Umtals- veröur árangur hefur því náðst í fjármálum sambandsins á síðustu árum þrátt fyrir að skuldir HSÍ nemi enn um 14 milljónum króna en skuldastaðan var 12 milljónir fyrir síðasta reikningsár. Segja má að heldur betur hafi rofað til hjá HSÍ eftir ógnarlanga skuldahala sambandsins til margra ára, enda hefur tekist að lækka skuldirnar um 66 milljónir á fáum árum, úr 80 í 14 milljónir. Mun lengra reikn- ingsár, þar sem maí, júní, júlí og ágúst bætast nú viö í þetta skipti, gerir árangurinn í fjármálum sam- bandsins enn meiri. Þessir fjórir mánuðir hafa alltaf verið erfiðastir í rekstri sambandsins og aldrei skilað tekjum, einungis verið um kostnað að ræða. Ársþingi HSÍ var frestað um tvær vikur á dögunum. Um það segir Ólafur B. Schram: „Dagsetningin var upphaflega ákveðin fyrir 16 mánuðum svo það er ekki alvarlegt mál þótt skeiki tveimur vikum eftir allan þann tíma. Það hafa hins veg- ar verið alls kyns getgátur á lofti sem ekki eiga við nein rök að styðj- ast,“ segir Ólafur. - Ætlar þú að gefa kost á þér áfram sem formaöur HSÍ? „Við erum alltaf að leita aö góð- um mönnum og allar uppástungur eru vel þegnar." Samkvæmt öruggum heimildum DV mun Ólafur gefa kost á sér áfram sem formaöur HSÍ á ársþing- inu síðar í þessum mánuði. - Ef við snúum okkur eilítið að HM í lokin, þá sagðir þú við DV fyrir HM í sumar að stefnt væri að því keppnin skilaði HSÍ einhverj- um sjóði sem myndi nýtast til upp- byggingar íþróttinni í framtíðinni. Skilaði þessi sjóður sér? „Þessir peningar eru ekki til í dag. Það er hins vegar til staðar mjög mikil reynsla og mikið af nýju fólki. Þetta er fjársjóðurinn okkar en veraldlegur auður er ekki mik- ill. Þaö að þetta stóðst ekki kemur til af því að þegar þú talaðir við mig á sínum tíma var ósamiö viö RÚV og við reiknuðum aldrei með aö þurfa sjálfir aö standa undir kostnaði varðandi upptöku leikja i keppninni. Þegar upp var staðið þurftum við hins vegar að greiöa þeim 42 milljónir króna. Það væri gott aö hafa þá aura í dag á milli handanna," sagöi Ólafur. Afall fyrir Njarðvíkinga í körfu: ísaker hættur ísak Tómasson, eirin réyndasti leik- maður landsins í körfuknattleik og leikmaður með meistarahði Njarð- víkinga th margra ára, hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna á hilluna og hætta að leika körfuknattleik. Þetta er niikið áfall fyrir íslands- meistarana en ísak hefur verið leik-. stjómandi liðsins nær óslitið frá ár- inu 1981. ísák á að baki tæplega 600 leiki með meistaraflokki Njarðvík- inga og hefur um árabil verið einn traustasti hlekkur liðsins. „Ég var ákaflega þreyttur eftir síð- asta tímabil enda spilaði ég um 60 leiki á tímabilinu. Mér þykir líkleg- ast að ég sé alveg hættur og það er alveg öruggt að ég leik ekki með Njarðvíkingum næstu mánuðina. Ég og kærastan mín eigum von á barni eftir nokkrar vikur og í kjölfarið á þeim viðburði ætlum við í sumarfrí. Það má því segja aö ég verði í pabba- hlutverkinu og sumarfríi þegar keppnistímabilið hefst í úrvalsdeild- inni. Ég á alls ekki von á því að byrja að leika aftur í úrvalsdeildinni. Ef fiðringurinn verður hins vegar óbærilegur þegar kemur fram í ís- landsmótið verður maður bara að sjá til. En eins og staðan er í dag er ég hættur," segir ísak sem er 31 árs. Njarðvíkingar standa frammi fyrir nokkrum vanda hvað hlutverk leik- stjórnanda varðar. Sverrir Þór Sverrisson, sem gekk til Uös við Njarðvíkinga eftir síðasta tímabil, mun þó líklegur í hlutverkið ásamt hinum gamalreynda Friðrik Ragn- arssyni. Rondey kemur á morgun Hinn geysisterki leikmaður, Rondey Robinson, kemur til landsins á morg- un og byrjar þá strax að æfa með Njarðvíkingum. Heyrst hafði að hann kæmi ekki aftur til félagsins en slíkar sögur eru algerlega úr lausu lofti gripnar, að sögn eins af forráðamönnum körfuknattleiks- deildar Njarðvíkur sem DV talaði við í gærkvöldi. Reynir og Grdtta í 3. deild Grótta og Reynir frá Sandgerði trýggðu sér í gærkvöldi sæti í 3. deild að ári þegar síðari undanúrslitaleikir 4. deildár fóru fram. Grótta sigraöi KS, 1-2, á Siglufirði. Kristinn Kjærnested og Heimir Kristjánsson skoruðu mörk Gróttu en Bjarki Már Flosason gerði eina mark Siglfirðinga. Grótta sigraði því samanlagt 4-2 í viðureignunum. Reynir Sandgérði gérði i-l jafntefli gegn Sindra á Hornafirði og það dugði Sandgerðingum því þeir unnu 2-0 í fyrri leiknum á laugardag og því saman- lagt 3-i. Trausti Ómarsson skoraði mark Reynis. Grótta og Reynir leika til úrslita um 4. deíldar bikarinn. hætta eftir tæplega 600 leiki með Njarðvikingum. ísak ð mörgum verðlaunagripum fyrir Njarðvik' en hann var fyririiði liðsins á árunum 1986 til 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.