Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 Sviðsljós___________________________________________________________ Antonio Banderas drepur á áttunda tug manna í nýjustu myndinni sinni: Ofbeldið svo yfirgengi- legt að það er hlægilegt Spænski leikarinn og hjartaknúsar- inn hennar Melanie GrifBth, Antonio Banderas, veöur blóðiö upp að öxlum í nýjustu myndinni sinni, Desperado, sem var frumsýnd viö mikla hylli áhorfenda fyrir rétt rúmri viku. Hvorki íleiri né færri en 81 maður er drepinn í myndinni og flesta þeirra drepur Banderas sjálfur. Spánveijinn hefur þó ekki áhyggjur af viðbrögðum Bobs Doles öldungadeildarþing- manns sem hefur skorið upp herör gegn ofbeldiskvikmyndum. „Myndin er svo yfirgengilega of- beldisfuR að maður fer bara að hlæja. Þetta er eins og teiknimynd, ekki end- urspeglun á ofbeldi eins og það er í raunveruleikanum. Ég tel ekki að þetta komi til með að skaða neinn,“ segir Banderas. Desperado er framhald myndarinn- ar E1 mariachi, sem naut gífurlegra og óvæntra vinsælda árið 1992, myna sem gerð var fyrir smápeninga, jafn- vel á íslenskan mælikvaröa, hvaö þá á mælikvarða þeirra í Hollywpod. í nýju myndinni leikur Banderas mann sem er að eltast við nýjasta eit- urlyflakónginn í Mexíkó, þótt Robert Rodriguez, handritshöfundur og leik- stjóri, hafi nú ekkert ofreynt sig við gerð söguþráðarins. Banderas flakkar um og skilur eftir sig hauga af líkum. „Mér finnst þetta góð kvikmynd. Hún er frískleg, rómantísk, breið og svo er þetta hasargamanmynd. Hún er stundum mjög fyndin og stundum er hún ofboðslega ofbeldisfull," segir Banderas. „Til er fólk sem gagnrýnir ofbeldisfullar kvikmyndir og það finnst mér vera sanngjamt. En ef við ætlum að ræða um það af alvöru ætt- um við þá líka að banna Shakespe- are? Hvað um Camus, Mozart eða Goya?“ Leikarinn bendir á að góð leið til að draga úr ofbeldi á götum úti sé að uppræta fátækt í þjóðfélaginu. Banderas hefur verið kallaður „lat- neskur elskhugi" en er lítt hrifinn af þeirri nafngjft. Antonio Banderas og Salma Hayek ganga sallaroleg trá stórsprengingu sem þau ollu i myndinni Desperado. Simamynd Reuter Það er mög út vinnirtg á númi Berðu hann saman við uppsaf happatölur, sem birtast í DV 1. september og 2. október. Fylgstu einnig með happatölunum í DV, þriðjuda föstudaga. Glæsilegu VINNINGASKRÁNA finnur Saga Pamelu á myndbandi Nú geta aðdáend- ur baðstrandar- kroppsins Pamelu Anderson hugsað gott til glóöarinn- ar. Út er komið eld- heitt myndband þar sem saga henn- ar sem fyrirsætu er sögð á 30 minútum. Ekkierdvalið lengi við frumspor henn- ar í fyrirsætu- bransanum en hún byrjaöi ung. Kem- ur að sögn fljótlega að eldheitun sen- um sem fá þá harðsvíruðustu til að standa á önd- inni. Þá munu vera senur úr heima- myndbandstæki Pamelu og eitthvað af stuttum við- tölum. Póstþjónustan í Englandi mun hafa í nógu að snúast þessa dagana enda margir sem vilja skoða Pamelu í krók og kima. Nú má sjá sögu fyrirsætunnar Pamelu Anderson á myndbandi. Larry Hagman af sjúkrahúsi Gamli góði vinurinn okkar hann Larry Hagman er farinn af sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem ný lifur var grædd í hann fyrir skömmu. Larry, sem flestir þekkja og hata sem hinn slæga JR úr Dallas-þáttunum, var greindur með skorpulifúr fyrir nokkrum mánuðum. Hann drakk víst mikið, kallinn. fyrir Bosníu Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, hefur slegist í lið með öðrum frægum poppurum sem ætla að syngja til styrktar ungum fórnarlömbum styrjaldarátak- anna í Bosníu. „Þetta sannar fyr- ir íbúum Bosniu að okkur stend- ur ekki á sama,“ sagði Paul sem syngur nýja útgáfu Bítlalagsins Come Together á styrktarplöt- unni sem gefa á út. Charlie Sheen fínnurhrúði Ungu folarnir í Hollywood eru ekkert frábrugðnir þeim eldri. Þeir mega ekki veróa skotnir í píum án þess að ganga að eiga þær. Charlie Sheen er að minnsta kosti þannig. Hann hitti fyrir- sætu fyrir sex vikum og giftist henni um helgina. Hún heitir Donna Peele. lausu herbergi Kevin Costner brá sér í sturtu á hótelherbergi sínu í Atlanta um daginn, eða svo hélt hann. Raul- andi, meö liandklæðið um sig miðjan, steig út úr sturtunni og kíkti inn í herbergiö þar sem hann sá haug af kvenmannsfót- um á rúminu. „Ég tók bara til fótanna," sagði Kevin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.