Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 41 Fréttir Mesta bleikjuveiöiá landsins: Hreint frábær bleikjuveiði í Fljótaánni Um 5000 bleikjur hafa veiðst „Þaö má segja aö þetta hafl gengið vonum framar í sumar þrátt fyrir aö þrjár vikur hafi dottið framan af veiöitímabilinu vegna mikilla snjóa- laga. Það hafa veiðst um 5000 bleikjur í ánni þaö sem af er. í fyrra veiddust 7000 bleikjur þannig að enn er góöur möguleiki á að bæta veiðina frá því í fyrra enda er veitt til 1. október," sagði Trausti Sveinsson, bóndi að Bjarnargili i Fljótum, en hann er leigutaki að Fljótaá í Fljótum sem telja verður mestu bleikjuveiðiá landsins. „Meðalveiði undanfarna daga hef- ur veriö um 50 bleikjur á stöng á dag. Síðasta holl í ánni veiddi 249 bleikjur og 4 laxa en veitt er á fjórar stengur tvo daga í senn. Hollið þar á undan var meira í laxinum og veiddi 10 laxa og 80 bleikjur. Bleikjan er þetta frá tæpu pundi og upp í 2 pund. Stærsti laxinn í sumar úr ánni vó 16 pund. Laxveiðin nær varla meðalári en nú hafa veiðst 90 laxar en 79 laxar komu á land allan veiðitímann í fyrra,“ sagði Traustí Sveinsson. Mest hefur veiðst af bleikjunni á flugu en maðkurinn stendur alltaf fyrir sínu. Að sögn Trausta hefur ekkert verið gert tíl þess að auka bleikjugengd í ána: „Áin sér um þetta sjálf og hér er ekki þörf á kvóta. Það veiða allir vel og bleikjan er mjög góður matfiskur. Áin er þéttsetin bleikju þrátt fyrir að búið sé að veiða um 5000 fiska í sumar og ég á fast- lega von á því að metið frá í fyrra verði bætt í sumar,“ sagði Trausti ennfremur. Fljótaá er 7 km löng og veitt er á íjórar stangir. Áin er svæðaskipt, sérstakt bleikjusvæði og svo svæði þar sem bæði er von á laxi pg bleikju. Stöngin kostar frá 6 til 16.000 krónur dagurinn á dýrasta tíma en innifalið í verðinu er mjög góð gistiaðstaða. Þess má geta að þessa dagana er hópur manna frá Samveri á Akur- eyri við ána að vinna að gerö mynd- ar um ána fyrir Ríkissjónvarpið. Hressir krakkar með góða bleikjuveiði við Hólsá. DV-mynd Örn Bleikjan farin að veiðast í Hólsá Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum: Þegar blaðamaður Dy var á ferð í Siglufirði fyrir skömmu rakst hann á nokkra krakka sem voru að veiða á stöng í Hólsánni framan við bæinn. í samtali við hina ungu veiðimenn kom fram að þeir áhugasömustu væru að veiða liðlega 30 bleikjur yfir daginn og að fiskurinn væri af stærð- inni hálft tíl eitt og hálft pund. Þeir hörðustu sögðust koma í ána daglega eftír að bleikjan byrjaði að veiðast að ráði sem er um 20. ágúst ár hvert. Hólsáin er ekki leigð út og ekkert veiðifélag er um ána og því er frjáls veiði í henni sem líklega er ekki al- gengt hér á landi. Þetta kann ungvið- ið á Siglufirði svo sannarlega að meta og þrátt fyrir að aldrei hafi veiöst lax í Hólsánni (að sögn eldri veiðimanna) virtíst sú staðreynd ekki skyggja neitt á veiðiáhuga krakkanna. Hólsáin er talsvert löng og í henni eru nokkrir ágætír hyljir og einmitt við einn slíkan voru krakkarnir að fá ágæta veiði um síð- ustu mánaðamót. Eitthvað mun um að eldri veiðimenn renni færi í ána. Grænfriðungurinn gaf ellef u laxa Veiðimenn, sem voru á ferð við laxveiðiá á Suðurlandi á dögunum, komust rækilega aö raun um það hve laxinn getur tekið fluguna Grænfrið- ung af mikilli áfergju en hún er eftir Kristján Gíslason. Veiðimennirnir veiddu 18 laxa. Af 16 löxum sem veiddust á flugu komu 11 á Grænfriðunginn og voru allar tökurnar afar tilkomumiklar. Veiði- mönnum, sem veitt hafa á Grænfrið- ung, ber mörgum saman um hve tök- urnar séu kröftugar og er engu líkara en að eitthvað í útliti flugunnar fari mjög í taugarnar á laxinum. Laxarn- ir 11 sem tóku Grænfriðunginn voru frá 6 til 21 pund. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta stendur yfir til 30. september. Fimm sýningar aðeins 7200 kr. Stóra sviðið kl. 20.30 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Frumsýning sunnud. 10/9 kl. 14, fáein sæti laus, laugard. 16/9 kl. 14. Miðasala hafin. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fimmtud. 7/9, fáein sæti laus, föstud. 8/9 miðnætursýning kl. 20.30, laugard. 9/9, upp- selt, fimmtud. 14/9, föstud. 15/9, örfá sæti laus. Stóra sviðið kl. 20.00 VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo, laugard. 16/9. Miðasalan verður opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið er á móti miðapöntunum í sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÍSLENSKA ÓPERAN __iiiii Rokkóperan LINDINDIN eftir Ingimar Oddsson í flutningi leikhópsins Theater kl. 20. Sýning fös. 8/9, sun. 10/9. Miðasala opin frá kl. 15-19 alla daga, til kl. 20 sýningardaga. Miðapantanir i síma 5511475, 551 1476 og 552 5151. Tilkynrtingar ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR 6 leiksýningar Verðkr. 7.840 5 sýningar á stóra sviðinu og 1 að eigin vali á litla sviðinu eða smíðaverkstæðinu EINNIG FÁST SÉRSTÖK KORT Á LITLU SVIÐIN EINGÖNGU, 3 leiksýningar kr. 3.840. Almenn miðasala hafin á Taktu lagið, Lóa! Fyrstu sýningar leikársins 15/9 og 16/9 kl. 20.00 á smíðaverkstæðinu. Miðasalan er opin frá kl. 13-20. Einnig simaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Simi: 5511200 VELKOMIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! TJARJSARBÍÓ Söngleikurinn JÓSEP og hans undraverða skrautkápa eftirTim Rice og Andrew Lloyd Webber. Fjölskyldusýningar (lækkað verö) kl. 17.00 laugard. 9/9 og sunnud. 10/9. Einnig sýningar föstud. 8/9, laugard. 9/9 og sunnud. 10/9 kl. 21.00. ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! Miðasala opin alla daga i Tjarnarbioi frá kl. 16-20 og sýningardaga kl. 21.00. Miðapantanlr, simar: 561 0280 og 551 9181. „Það er langtsiðan undirritað- ur hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi. “ Sveinn Haraldsson, leiklistargagnrýnandi Mbl. með hljóðfæraleikurum og söngvurum og hefur verið ráðin sem Feldenkrais- kennari fyrir hljómsveitir og kóra og heldur einnig námskeið fyrir almenning. Allar nánari upplýsingar um nám- skeiðið fást á skrifstofu Kvennakórs Reykjavíkur, Ægisgötu 7, í síma 562-6460 og hjá Margréti Pálmadóttur í síma 551-5263 frá kl. 10-12. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Danskennslan byijar laugardaginn 9. september í Risinu kl. 13 fyrir byrjendur og kl. 14.30 fyrir lengra komna. Kennari er Sigvaldi S. Þorgilsson. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 552-8812. Félagsstarf aldr- aðra í Gerðubergi Eftir hádegi í dag, miðvikudag, verður keramik og spilamennska, vist og bridge. Kl. 15 kaffitimi í teríu. Á morgun, fimmtudag, kl. 10.30 verður helgistimd. Umsjón Halla Jónsdóttir kennari. Eftir hádegi verður spilamennska, vist og bridge, perlusaumur, fjölbreytt föndur o.fl. Feldenkrais-námskeið Dagana 11.-15: september nk. verða haldin Feldenkrais-námskeið á vegum íslensku tónlistarkonunnar Sybil Ur- bancic í húsi Kvennakórs Reykjavíkur. Feldenkrais er kennsluaðferð sem kennd er við rússneska eðlisfræðinginn Moshé Feldenkrais sem fæddist í Rúss- landi 1904. Þetta er hreyfitækni sem auðveldar fólki að skynja hvað það gerir og hvern- ig, hjálpar til að nota líkamann sem áreynsluminnst og skerpir vitund um eigið líf og líðan. Feldenkrais-hreyfmgar eru auðveldar, rólegar og þægilegar og höföa til hvers og eins. Þær miða m.a. að því að draga úr vöðvaspennu, t.d. í öxlum, hnakka og baki. Sybil Urbancic fæddist í Graz í Austur- ríki árið 1937 en fluttist til íslands með foreldurm sínum ári síðar. Hún lagði stund á kirkjutónlist og orgelleik í yín en starfaði síðan aðallega sem kórstjóri. Hún kennir viö Tónlistarháskólann í Vínarborg. Sybil ákvaö aö leggja Feldenkrais- kennslu fyrir sig eftir að hafa kynnst henni af eigin raun. Hún vinnur aðallega Tapað fundíð Tapað - fundið Dökk gleraugu með silfurlitum spöng- um, hvítum á endunum, fundust á göngu- stíg við Dalveg í Kópavogi í gærmorgun. Upplýsingar í síma 564-4023. Tapað - fundið Dökkrauð budda með einu hóffi tapað- ist 1. september annaðhvort í aftursæti leigubíls frá BSR eða þar sem hann stans- aði fyrir utan göngudeild geðdeildar Landspítaians. Buddunnar er sárt sakn- að af eigandanum. Sá sem kynni að hafa fundið hana er beöinn að skila henni til BSR, Skógarhlíð 18, eða á göngudeildina. 'UöwmTowí iflmniuömívm m\L\m í Borgarleikhúsinu föstudagskvöldið 8. september'95 klukkan 20.00 v Miðaverð kr. 14Q Miðasala hafinn AÍllA 904-1700 Verð aðeíns 39,90 mín. 1[ Fótbolti l2l Handbolti 3 [ Körfubolti 4 [ Enski boltinn 5 j ítalski boltinn lé] Þýski boltinn . 7 [ Önnur úrslit 1 NBA-deildin [Íj Vikutilboö stórmarkaðanna gg Uppskriftir 1 Læknavaktin 2 | Apótek 31 Gengi ; jj Dagskrá Sjónvarps 2 [ Dagskrá Stöðvar 2 : 3 [ Dagskrá rásar 1 j 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 ; 5 j Myndbandagagnrýni 6] ísl. listinn -topp 40 7 j Tóniistargagnrýni 8 ; Nýjustu myndböndin msm AJ Krár Dansstaðir Leikhús Leikhúsgagnrýni Bíó Kvikmyndagagnrýni innmgsnumer m m L°ttó 2 j Víkingalottó 3[ Getraunir £>Í1IJ| vllfirm. DV 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.