Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995
Afmæli Dagblaðsins
DB og DV vettvangur tjáskipta fyrir aðra en flokksgæðinga:
Véttvangur frjálsrar
og óháðrar umræðu
hafa reynt að færa almenning og ráðamenn hverja nær öðrum
Ætla má aö vel á annan tug þús-
unda kjallaragreina hafi birst á und-
anförnum 20 árum í DB og DV. Aö-
send bréf og símtöl, sem lesendasíöu
blaðanna hafa borist á sama tima,
skipta hins vegar tugum þúsunda
eða á annaö hundrað þúsundum.
Aðal blaöanna frá öndvegi hefur ver-
iö að bjóöa upp á vettvang frjálsrar
og óháörar þjóðfélagsumræðu og
markar DB einhver dýpstu spor í
blaöaútgáfu hér á landi hvaö þetta
varðar.
Þótt sum dagblöð hafi svarið af sér
öll flokkstengsl í dag þá var staö-
reyndin önnur fyrir 20 árum. Líklega
hafa flestir komiö skoðunum sínum
á framfæri í þeim blöðum sem gefin
voru út fyrir tilkomu DB en að öllu
jöfnu fengu flokksgæðingar betra
pláss í sínum blöðum en „svörtu
sauöirnir".
Á fimm ára afmæli DB, þegar vel
á þriðja þúsund kjallargreinar höfðu
birst í blaðinu, stóð jafnframt skrifað
að gagnrýnin hugsun almennings
væri ein helsta forsenda lýöræðis.
„Hin ytri form lýðræðiskerfisins
duga ekki ef umræða um þjóðfélags-
mál fer aðeins fram í fámennum hóp-
um án þátttöku almennings. Þau
duga ekki ef almenningur lætur sig
þessa umræðu litlu skipta. Þjóðfélag-
ið er sífellt að verða flóknara og tor-
skildara venjulegu fólki. Þessu þarf
því að fylgja aukin gagnrýni í hugsun
almennings ef ekki á að myndast
hyldýpi milli ráðamanna annars veg-
ar og almennings hins vegar." DB
og DV hafa alla tíð haft að leiðarljósi
að upplýsa almenning um þau þjóð-
félagsmál sem eru í brennidepli og
færa þannig almenning og ráðamenn
hverja nær öðrum. Þetta hefur blaðið
reynt hverju sinni með því að „kafa
djúpt undir slétt og fellt yfirborð
þjóðfélagsins. Með þeim hætti er
unnt að sýna almenningi raunveru-
leikann á bak við silkitjöldin.“ Þrátt
fyrir örar breytingar eiga þessi orð
úr DB fyrir 15 árum jafn vel við í dag.
Auk kjallaragreina, sem sérfræð-
ingar og áhugamenn á hverju sviði
skrifa reglulega í blaðið, hefur hinn
þögli meirihluti fundið sinn vettvang
á lesendasíðu blaðsins. Ekki er þörf
á að setjast niður við langar skriftir
né röksemdafærslur. Örfá orð á blað
eða jafnvel símtal er oft allt sem þarf.
-PP
Sigurður A. Magnússon rithöfundur um kjallaragreinar DB:
Blaðið var vettvangur
fyrir óheftar skoðanir
„Fram til þess tima er DB kom fyrst
út voru öll blöð flokksmálgögn eða
þóttu höll undir ákveðinn málstað.
Menn fengu inni í þessum blöðum
ef þeir voru á svipaðri línu og þau
en sumar fréttir af starfsemi félaga-
samtaka fóru beint í ruslafötuna ef
starfsemi þeirra var ekki þóknanleg
ritstjórnarstefnu blaöanna. Með til-
komu Sjónvarpsins og Dagblaösins
breyttist þetta að miklu leyti. Allt
varð opnara og ýtt var undir gagn-
rýni þar sem ekki var lengur hægt
að stimpla menn sem héldu skoðun-
um sínum á loft. Áður hafði það ver-
ið þannig að menn voru stimplaöir
kommar skrifuðu þeir í Þjóðviljann,
íhaldsmenn skrifuðu þeir í Moggann
og Vísi og svo framvegis," segir Sig-
urður A. Magnússon rithöfundur um
þær breytingar sem urðu á áttunda
áratugnum í pólitískum skrifum í
blöð.
Sigurður var einn fyrstu kjallara-
höfunda í DB. Hann segir að árin
fyrir útkomu DB hafi verið umróts-
tímar í þjóðfélaginu og í heiminum
öllum. Segja megi að DB hafi upp-
fyllt þörf sem hafði myndast á mark-
aðnum fyrir frjálsan og óháðan vett-
vang fyrir skoðanir manna. Önnur
DV-mynd Sveinn
un þeirra meinsemda sem svo víða í
þjóðfélaginu æxlast og dafna í skjóh
kunningsskapar og flokkshollustu,
leyndar og þagnar.“
Hann segir fjölmiðlum ekki hafa
tekist að fjalla um mál á þ'ennan
máta. Fjölmiðlar hér á landi taki of
miklum silkihönskum á málum. Lík-
lega sé það eitthvað í þjóðfélaginu frá
nýlendutímanum sem geri það að
verkum að menn geta læst aö sér og
neitað að gefa upplýsingar. Þetta sé
einkennandi í vestur-norrænum
löndum, sem eru miklu lokaöri held-
ur en Svíþjóð og Finnland, þar sem
allt sé opið upp á gátt.
„Með tilkomu DB breyttist mikið í
dagblaðaheiminum. Dagleg umræða
breyttist mjög til bóta og það var ekki
snúið aftur þótt DB sameinaðist seinna
Vísi í DV, enda var sama merki haldið
áfram á loft. Önnur blöð gátu ekki held-
ur snúið við þeirri þróun sem DB
markaðiíupphafl.“ -pp
Sigurður A. Magnússon rithöfundur.
blöð haíl síðan fylgt í kjölfarið -
nauðug viljug.
„Ég hafði verið ritstjóri Samvinn-
unar í sjö ár - til ársins 1974 - og hún
hafði veriö vettvangur ýmissa ungra
rótækra sjónarmiða. Það haföi verið
mikil umræða í þjóöfélaginu og Sam-
vinnan varð vettvangur fyrir allan
þennan óróleika á þessum árum. DB
var þannig ekki fyrsti vettvangurinn
sem opnaðist. Það festi hann frekar
í sessi og átti þátt, ásamt fleirum, í
beina öðrum á rétta braut. Það lá í
loftinu að það yrði að losa um þessi
gömlu höft sem verið höfðu í landinu
í áratugi," segir Sigurður.
Silkihanskar fjölmiðla
í kjallaragrein sinni í DB 9. sept-
ember 1975 gagnrýndi Sigurður
harðlega máttleysi fjölmiðla. „Þeir
hafa hvergi nærri verið nógu árvök-
ulir eða nærgöngulir þegar um var
að ræða öflun upplýsinga og afhjúp-
fyrir þig
LÍFSSTÍLL
///////////////////////////////
Aukablað um
LÍFSSTÍL
Miðvikudaginn 20. september mun aukablað
um lífsstíl fylgja DV.
Lífsstíll er nýtt aukablað sem mun fjalla um heilsu
og ýmislegt sem viðkemur mataræði, barneignum,
stofnun heimilis og námsvali.
Einnig hvernig hægt er að bregðast við
tímabundnum fjárhagsörðugleikum ásamt
ýmsu öðru spennandi efni.
Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni
í blaðið er bent á að senda upplýsingar til Þuríðar
Kristjánsdóttur á ritstjórn DV fyrir 14. sept. í síðasta
lagi. Bréfasími ritstjórnar er 550-5999.
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í
þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við
Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hiðfyrsta
í síma 550-5722. Bréfasími 550-5727.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 14. sept.
ATH.I Bréfasími okkar er 550-5727.
DV