Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Blaðsíða 29
r MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 Gestir Kaffileikhússins á einum af sögukvöldum þess sl. vetur. Sögukvöld Kaffileik- hússins í kvöld verður fyrsta sögu- kvöld vetrarins í Kaffleikhúsinu í Hlaðvarpanum. Sögukvöldin urðu fastur viöburður þar á bæ síðasta vetur og var ætíð mikil aðsókn að þeim. Sagnamenn og konur kvöldsins verða Einar Kárason rithöfundur, Friörik Þór Friðriksson kvikmyndaleik- stjóri, Úlfhildur Dagsdóttir skáldkona og Þrándur Thorodd- sen kvikmyndamaður. Maríuvesper í Garðakirkju Þriðju tónleikar Aftansöngs Maríu meyjar verða í Digranes- kirkju í kvöld klukkan 20.30. Korpa í Ásláki ITC Korpa í Mosfellsbæ efnir til fyrsta fundar vetrarins í Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld kl. 20. Námskeið í Hinu húsinu Kynningarfundur um Menn- ingar- og upplýsingamiðstöð ungs fóllks verður haldin í Hinu húsinu í dag kl. 14. Leitast verð- ur eftir að veita upplýsingar um Samkomur hvaðeina sem snertir áhugamál ungs fólks, atvinnu- og skóla- mál, styrki, ferðamál og tóm- stundir. Spilavist Spilavist verður í Húnabúð, Skeifunni 17, kl. 20.30 í kvöld. Allir velkomnir. Frönsk samtímalist í kvöld heldur Daniel Abadie, forstöðumaður Jeu de Paume nútímalistasafnsins í París, fyr- irlestur á Kjarvalsstöðum um franska samtímalist. Fyrirlest- urinn verður íluttur á ensku og hann er öllum opinn. Hann hefst kl. 18. Göngugarp- ar á ferð Að venju rífur Hafnargöngu- hópurinn sig upp úr sófunum og ter nú í gönguferð þangað sem tveir merkir atburðir eru að gerast. Farið verður frá Mið- bakkatjaldinu við Hafnarhúsið kl. 20 í kvöld. Eftir að hafa þeg- Útivist ið sýrudrykk eða kaffisopa verð- ur haldið suður í Vatnsmýri. Þar mun Maggi Jónsson arki- tekt sýna líkan að og segja frá fyrirhuguðu Náttúrufræðihúsi Háskóla íslands sem þar á að risa. Þaðan veröur síðan gengið vestur í Ánanaust í Héðinshús- ið. Gunnar M. Eggertsson segir þar frá og sýnir víkingaskipið sem þar er í smíðum. Að því loknu getur fólk valið um röska göngu út í Örfirisey og með hafnarbökkum til baka eða fara beint að Miðbakkatjaldinu. Allir eru velkomnir. RúRek í Leikhúskjallaranum í kvöld: Spila með læriföðurnum Philip Catherine leikur meö tríói Bjöms Thoroddsens í Leik- húskjallaranum í kvöld klukkan 21.30. Catherine leikur á gítar og hefur Bjöm látið hafa það eftir sér að hann hafi fyrst farið að leika djass eftir að hann heyrði í honum. Catherine kom hingað til lands með Nils Henning Örsted Peder- sen 1978 og lék í Háskólabíói. Djassáhugamenn ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Gunnar Hrafnsson, á bassa, og Skemmtaiúr Gunnlaugur Briem, á trommur, leika með Birni og Catherine í kvöld. RúRek verður einnig með uppá- komur á Horninu, þar sem kjall- arahljómsveit Péturs Grétarssonar leikur, og á Jazzbarnum þar sem Kvartett Frits Landesbergen og gestir leika. Philip Catherine er lærifaðir okkar bestu grtarleikara og hann leikur í Leik- húskjallaranum í kvöld. Víða hraða- takmarkanir Helstu þjóðvegir á landinu eru greiðfærir þessa dagana en víða eru hraðatakmarkanir vegna vegafram- kvæmda. Á nokkrum stöðum er vegavinna og því ástæða til að sýna þar sérstaka varúð. Ný klæðning er víða á veginum frá Reykjavík, um Færð á vegum Suðurland og austur að Höfh. Þar má búast við steinkasti. Á Mývatns- öræfum eru vegaframkvæmdir og einnig á Vopnafjarðarheiöi. ÁSnæ- fellsnesi og í Dölunum eru vegafram- kvæmdir og vegna þess hraöatak- markanir. Allir hálendisvegir landsins eru færir, sumir þó aðeins fjallabílum. Steinadalsheiði er lokuð vegna þess að brúin þar yfir er ónýt. Ástand vega 0 Hálka og snjór ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir LokaörSt°ÖU ® Þungfært Fært fjallabílum Stór stúlka Stóra stúlkan á myndinni fædd- ist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 18. júlí sl. klukkan 6.30. Barn dagsins Daman var 52 sentímetrar við fæðingu og vó 3535 grömm. Foreldr- ar hennar eru Eva Berglind Lofts- dóttir og Steinar Már Björnsson. Hún er fyrsta bam þeirra. ÚH VlNOf? SEM i RfidN eF'í’WItT-/ / í? Gene Hackman hefur leikið í yfir 60 myndum Gene Hackman: Einn sá vinsælasti Gene Hackman leikur Captain Ramsey, bandarískan sjóliösfor- ingja frá Alabama, í myndinni Grimson Tide sem verið er að sýna í Bióborginni og Saga-bíói þessa dagana. Hackman er einn ástsælasti leikari okkar tíma og hefur leikið í yfir 60 myndum frá því að hann kom'fyrst fram í myndinni Lilith árið 1964. Hann Kvikmyndir hefur tvívegis unnið til- ósk- arsverðlauna sem besti leikari í myndinni The French Connect- ion og sem besti karlleikari í aukahlutverki í The Unforgiven. Þrívegis hefur hann hlotið út- nefningu fyrir Mississippi Bum- ing, I never Sang for My Father og Bonnie and Clyde. Nýjar myndir Háskólabíó: Casper Laugarásbíó: Major Payne Saga-bíó: Ógnir í undirdjúpum Bíóhöllin: Casper Bíóborgin: Ógnir í undirdjúpum Regnboginn: Dolores Ciaiborne Stjörnubíó: Einkalíf Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 213. 06. september 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Toligengi Dollar 65,790 66,130 65,920 Pund 102,160 102.680 102,230 Kan. dollar 49,150 49,450 49,070 Dönsk kr. 11,5080 11,5690 11,5690 Norsk kr. 10,2110 10,2670 10.2540 Sænsk kr. 9,0040 9,0530 9,0210 Fi. mark 15,0210 15,1090 15,0930 Fra. franki 12,9430 13,0170 13,0010 Belg. franki 2,1675 2,1805 2,1824 Sviss. franki 54,2700 54,5700 54,4900 Holl. gyllini 39,8100 40,0400 40,0800 Þýsktmark 44,6400 44,8600 44,8800 it. lira 0,04029 0,04054 0,04066 Aust. sch. 6,3410 6,3800 6,3830 Port. escudo 0,4290 0,4316 0,4323 Spá. peseti 0,5206 0,5238 0,5246 Jap. yen 0,66600 0,67000 0,68350 Írsktpund 104,060 104,710 104,620 SDR 97,65000 98,24000 98.52000 ECU 83,3900 83,8900 84,0400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 7 r- W r r~ 7 8 to~ I mmm J L II vr i 14 Isr 7T Tr \ io j .1 Lárétt: 1 skyggna, 8 tré, 9 eldsneyti, 10 r bönd, 11 bál, 13 umdæmisstafir, 15 þver- hnýti, 17 hnöttur, 19 þungi, 20 samtals, 21 sefi. Lóðrétt: 1 bergmái, 2 skekkja, 3 sveifla, 4 aur, 5 fuglar, 6 börkur, 7 rödd, 10 vilsu, 12 stamp, 14 geðvonska, 16 þakskegg, 18 belti. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hnignun, 8 villan, 9 asmi, 10 gum, 11 státins, 14 siður, 16 at, 17 tau, 19 nóri, 21 fura, 22 sög. Lóðrétt: 1 hvasst, 2 nisti, 3 ilm, 4 glit, 5 nagir, 6 ununar, 7 næm, 12 áður, 13 stig, 15 una, 18 au, 20 ós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.