Þjóðviljinn - 09.06.1953, Page 1

Þjóðviljinn - 09.06.1953, Page 1
 Kosningaskrifstofa Sósíalistaflokksins í Hafnar- firði að Strandgötu 41 er opin alla daga kl. 10—22, sími 9521. Kjörskrá frammi. Iiggur l>ar J’riðjiidagur 9. júní 1953 — 18. árgangur — 126. tölublað Undirritað samkomulag um fangaskipti og síð- asta ágreiningsatriðinu þarmeð rutt úr vegi En Syngman Rhee hófar að halda stríðinu áfram í gærmorgun ki. 5 eítir íslenzkum tíma (14,00 eftir staðartíma) var undir- ritað í Panmunjom samkomulag um fangaskipti, og þar með rutt úr vegi síðasta verulega ágreiningsatriðinu milli deiluaðilja og það því tryggt, að sam- komulag um vopnahlé verði undirritað einhvern næstu daga. Þessi tíðindi hafa vakið fögnuð um allan heim, nema í herbúðum fasista- stjórnar Syngmans Rhee. Hún lýsti yfir í gær, að hún mundi halda stríðinu áfram, énda þótt samið yrði um vopnahlé í Panmunjom. Byggl á indversku tillögunum Samkomulagið, sem undirrit- að var í gær, byggist á tillög- um IndVerja, sem samþykktar voru á þingi SÞ í vetur, og til- lögum þeim, sem Norðanmenn lögðu fram á fundi samninga- nefndanna 7. maí s. 1. Samkv. því eiga báðir aðiljar að senda heim alla þá fanga, sem fúsir eru heimferðar, í síðasta lagi tveim mánuðum eftir gildistöku vopnahlés. Nefnd fimm hlut- lausra ríkja: Svíþjóðar, Sviss, Tékkóslóvakíu, Póllands og Ind- lands annist gæzlu þeirra fanga, sem sagðir eru ófúsir heimferð- ar. Indland skipi formann nefndarinnar og láti í té það herlið, sem nauðsynlegt er til að framkvæma gæzluna. Hvért hinna ríkjanna sendi í hæsta lagi 50 'fulltrúa til Kóreu. Sendir til hlutlauss lands I þrjá mánuði, að þessum 2 mánuðum liðnum, fái fulltrúar deiluaðilja að ræða við þá fanga sem sagðir eru ófúsir heim- ferðar og reyna að leiða þeim fyrir sjónir, að þeim sé fyrir 'beztu að smia heim. Slíkir full- trúar verði ekki fleiri en sem svarar 7 á hvert 1000 fanga. Friðarráðstefna komi saman að þessum þrem mánuðum liðn- um, og verði mál þeirra fanga, sem ekki hefúr verið ráðstaf- að innan 3 mánaða, tekið fvrir á ráðstefnunni.. Ef engin lausn hefur fengizt á málum þeifra eftir einn mánuð, skal þeim sleppt úr haldi og fluttir til hlut lauss lands, sem það kjósa, en hinir látnir lausir í Kóreu sjálfri. . . Enn ósamið iim marka- línu Einsog áður er sagt, er með þessu samkomuiagi eina veru- lega ágreiningsatriðinu, sem eftir var, rutt úr vegi. Ennþá er þó ósamið um nokkur át- riði, og er helzt þeirra, hvar markalínan skuli liggja á milli lierjanna.. I nóvember 1951 varð samkomulag um að hún skyldi fylgja víglínunni í höfuð- atriðum, en víglínan hefur breytzt nokkuð síðan og þarf því að endurskoða markalínuna. ic Sjá ágrip ai sögu vopuahléssamninganna á 5. síðu. Þótttokan urn 90 kosningunum Talning atkvæða hafin, en allt óvíst um iírslit Kosningarnar til beggja deilda ítalska þingsins fóru íram á sunnudaginn og 1 gær. Þátttaka var dræm fyrst í stað, en áður en lauk höfðu 90% kjósenda greitt atkvæði og er það svipað hlutfall og í síðustu fkosningum, 1948. Úrhellisrigning var um allt landið báða dagana, ^n ekki er það talið hafa dregið úr kjör- sókn, heldur frekar orðið til að auka hana, þar sem færri borg- arbúar fóru að heiman en venja er til. Eínstaka atkvæðatölur höfðu borizt í gær, en ekki var talið að hægt væri að byggja nokkuð á þeim um úrslit kosn- inganna. Búizt var við, að slíkar tölur bærust með morgninum. Hin mikla kjörsókn er talin iauka sigurmöguteika flokkasam- steypu de Gasperis, sem hefur gert sér vonir ura að fá helming atkvæða eða meira og tryggt með breytingu kosningalaganna, að það gæfi samsteypunni 64% Framhald á 11. síðu.' Sanminganefndirnar koma sam- an á fund í dag til þess. Harri- son, forínaður bandarísku samnáuganefndarinnar, sagði í gær, að nokkur at'riði væru enn eft'ir og líklegt að það þyrfti a'ð halda nökkra fundi til að gangn frá þeim enlanlega. Fréttaritarar í New Yoi'k skýrðu á hinn bóginn frá því, að þar væri búizt við að sam- komulag úm vopnahlé yrði und- irritað þegar á fundinum í dag. Pekingútvarpið sagði í gær, að nú þegar sainkomulag hefðl- orðið um fangaskiptin og geng- Framhald á 5. siðu. « Hver hefur hag af að Syng- man Rhee sé rutt úr vegi? Dularfull árás var gerð í gær á bústað Syngmans Rhee í Seúl. Var sagt, að flugrvél hefði varpað sprengjum að bústaðnum, en ekki hefði tekizt að greina einkennis- merki vélarinnar og því ekki vitað af hverjum hún ‘ vaif senld. í annarri fregn sagði^ að sprengingar hefðu orðiði víða um borgina, m. á. við* biistað Rhees,' bandariska. sendiráðsbústaðinn og aðal- bækistöðvar Bandarikjainannai í borginni. KappræSufundur Æskulýðsfylkingar- ínnarog Heimdallar er í kvöld kl. 8.30 Heimdallur hyggst oð ,taka' húsið en alþýSu- œskan mun svara me3 því oð fjölmenna Bjarni Benediktsson. Magnús Kjartansson. Það er í kvöld kl. 8,30 sem Æskulýðsfylkingin, félag ungra sósíalista og Heimdallur, félag ungra sjálfstæð smanna leiða sam- an liesta síiia á kappræðufundi í Holstein. Æskulýðsfyliiingin lagði til að þessi kappræðufundur ungra sósíalista og ungra íhalds- maiuia, liöfuðandstæðinganna í kosningabaráttunni sem nú er liáð yrði haldinn undir beru lofti til þess að tryggja að almenningur í bæiutm ætti kost á að fylgjast með málflutningi og rökræðum. Þessu neituðu Heimdellingar með öllu og þess vegna er fundurinn lialdinn í húsi sem ekki tekur nema lítinn liluta þess fólks er að öðrum kosti hefði sótt fundinn. jFundarhúsið verður opnað kl. 8.- Ræðumenn Æskulýðsfylking- arinnar verða Magnús Kjartans- son, ritstjóri, Bjarni Benedikts- son, blaðamaður og Ingi R. Helgason, lögfræðingur. Ræðu- menn Hewndallar verða Geir Hallgrímsson, Gunnar Helgason og Ólafur H. Ólafsson. Fundar- stjóri verður Valgarð Briem. Það sýnir bezt hve Heimdell- ingar telja málstað sinn veikan að þeir skyldu aftaka með öllu að halda útifúnd. Hins vegar Ingi R. Heigason. hefur frétzt að þeir hafi veru- legan undirbúning lil þess að „taka“ fundarhúsið, þ. e. reyna að útiloka að aðrir en trylltir og sanntrúaðir Heimdellingar komist þar inn. Þarf ekki að efa að alþýðuæska Reykjavíkur og annað frjálslynt og róttækt æskufólk svari þvi á viðeigandi hátt: Með þvi að fjölmenna á fundinn og gera ha'nn að eimun glæsilegasta þætti þeirrar sóknar gegn íhaldinu og hernámsflokk- unum öllum sem öll framsækin og þjóðholl æska sk puieggur nú í sambandi við alþingiskosning- arnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.