Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.07.1953, Blaðsíða 8
. £) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 15. júlí 1953 Hálfsjötugir menn eru oft orðnir ellibeygðir, bæði á lík- ama og sál. lE’kki er þó elli- bragurinn á orðum né athöfn- tun próf. Alexanders, en svo •er hann venjulega nefndur meðal háskólamanna, að minnsta kosti í íslenzkudeild- inni. Fróðar bækur segja hann fæddan að Gili í Borgarsveit, Skagafirði, 15. júlí 1888, en íor- eldrar hans voru Margrét Guð- mundsdóttir og Jóhann Davið Ólafsson sýslumaður. Þau hjón voru systkinabör.n, og voru börn þeirra fimm alls. Alexander varð stúdent 1907, sigldi siðan til Kaupmannahafn- ar og varð magister í þýzkurn fræðum við Hafnarháskola 1913 og doktor í Halle 1915. Hann hefur frá fyrstu tíð ver- ið mikill aðdáandi liefðbundirin- ar þýzkrar háskólamenningar, enda stóðu Þjóðverjar um þess- ar mundir öðrum framar í ger- mönskum málvísindum, en ger- mönsk og indóevrópsk málfræði várð aðalvi'ðfangsefni A'ex- anders þegar frá unga aidri. — 1915 gerðist hann einka- Grennari við Háskóla Islands og hóí ritstörf af kappi því og eldmóði. sem einkennt hefur hann alla tíð. Síðar varð hann aúkakennari við háskólann. dósent 1925 og prófessor 1930. Rektor háskólans hefur hann verið kjörinn oftar en nokkur annar, og mun þar bera til frámkvæmdasemi hans og ó- drepandi dugnaður. Hann var fyrst rektor 1932, 1939, 1942, 1948—’51, og var kjöri.nn 1951 rektor til ársins 1954. Eitt kennslumisseri (1935) ■kenndi hann sem sendiker.nari við háskólann í Utrecht í Hol- landi, en prófessor þaðan, van Hamel, kenndi hér á meðan. Rithöfundur, er próf. Alex- ander afkastamikill, og verður hér aðeins minnzt á lítið: Frumnorræn málfræði, það er r'.áIfræði norrænu rúnaristanna allt frá fám öldum. eftir Krists burð fram um 800, kom út 1920. ísleiizk tunga í forniild, málfræði íslenzks fornmáls, kom út 1924. Hugur og tunga, alþýðlegt fræðirit um uppruna ýmissa orða og breytingar á vörum almennings, 1926. Um frumtungu Indógermana og frumheimkynni 1943. Auk þess hefur hann • ritað fjölmargar greinar í innlend og erlend timarit, einkum um málfræði og íslenzk efni (í þýzk tíma- rit), séð um útgáfu rita, gert margar þýðingar og svo fram- vegis. Meðal annars hefur hann ritað um viðskeyti í Í3- lehzku, lengd linhíjóð (media geminata), en yngst rita har.s er allstór orðsifjabók íslenzkr- ar tungu (um uppruna íslenzkra orða og skyldleika við önnur mál), sem nú er nær hálfkom- in út á þýzku í Bern. — I Skrá um rit háskólakennara 1940 1948 og 1952 er nákvæm skrá um rit hans og ritgerðir, nær tíu síður í fetóru broti. Kunnur er prófessor Atex- ander fyrir kenningar sínar um uppruna tungumála, en um þau efni hefur ha.nn ritað miicið. Eitt fyrsta rit hans um það er Urn frumtungu Indógermana og frumheimkynni, en hið sein- asta er þrjár ritgerðir á ensku (Gestural Origin of Language), er út kom í fyrra. Segja má, áð kenning Alexanders byggist á þeim grundvelli, að frum- maðurinn hafi byrjað að læra að mynda málhljóð, þegar hann gerði þá uppgötvun, að hægt var að líkja eftir útliti hlut- anna með hreyfingum talfær- anna. Ekki hafa kenningar þessar hlotið almenna viður- kenningu málfræðinga, en próf. Alexander gengur að því með sinni ódrepandi elju að greina frumrætur fornra tungna sund- ur í flokka og fella þær inn í kerfi sitt. Þetta var nokkur upptalning, en þó segir hún eiginlega lítið um prófessor Álexander. Það er erfitt að ímynda sér, hverciig umhorfs væri austan íþrótta- vallarins í Reylcjavík nú, þar sem háskólahverfið er, ef hans hefði ekki notið við. Það er á engan haliað, þótt sagt sé, að enginn einn maður hafi átt meiri þátt en hasin í að reisa þær byggingar, er þar standa og vera skulu miðstöð íslenzkr- ar háskólamennirigar í framtíð- inni. Hann hefur verið formað- ur bygginganefnda allra bygg- ioganna þar, Atvinnudeildar há- skólans, stúdentagpnðanna beggja og hóskólabyggingarinn- ar sjálfrar, íþróttahúss háskól- ans og Þjóðiriinj'i safnshússins. Fjáraflamaður góður hefur hann verið fyrir háskóians hönd, var meðal annara for- maður stjórnar happdrættisi.ns 1934—1940 cg í stjórn þess frá upphafi. Eitt aðaláhugannl próf. Ai- exanders sambandi við fé- lagsmál háskc'ar.s er íþróttir. Þa'ð mun vera. verk hans mei: en nokkurs annars, að sarakv. lögum hefur leikfími verið eina greinin, sem stúnentum — a. m. k. sumra de'l.dn — er skylt. að sækja tíma. i til að fá að þreyta próf. Og að minnsta kosti er það verk Alcxanders, að þetta ákvarði er komið í framkvæmd. Yissi hann raunar, eins og aðrir að þetia hlaut að verða eir. hin óvinsælasta ákvörðun meðat þeirra, sem þykjast hafa annað þarfara við tímann að gera en eyða honum líkamsrækt. En sínar hug- myndir uefur 1 'tnn um það hvað ungi f.’.llci méð bóknt- iðju er fy.Ti’ b;7. u. Allir neme.ndur Alexanders muna vel eftir kennslustundum hjá hotium, þótt kennsla hans sé stundum nokkuð laus í reip- um og ekki sniðin eftir ströng- um kennslufræðireglum. En þó að hugsun hans taki stundum heljarstökk, þsgar hann ræðir um endurgerðar indóevt'ópskra.r rætur málsins eða það, hvern- ig fyrstu forfeður okkar lærðu að tala, er það sofandi maður eða lokuð sál, sem hrífst ekki af e’dmóði og fjöri kennarans. ■ Einhvern tíma var íslenzkum náttúruvísindamanni hrósað (ekki af málfræðingil fyrir að geta hlustað á fræðilcgt erindi um málfræði án þess að geispa, en þess var ekki getið, að fyr- irlesarinn mun hafa verið Al- exa.nder. Neita ég þó, að nokkr- um sæmi léiðindi yfir málfræði. Hvað segir svo öll þéssi saga? Hú.n sýnir okkur mann, sem hefur brotizt í ýmsu og barizt fyrir mörgu. Leiðir af sjálfu sér, að ekki ér allir Strandli sýnir hvílíkur aíbiirSamaðnr hann er Guðmimdur Lárasson náði góðam iima á 400 m Það sem ef til vill vakti mesta ■at'hygli á þessu móti var Það, hve fáir höfðu komið til að horfa á þessa keppni. ÍR hafði fengið bezta sleggjukastara heimsins til að sýna listir sín.ar, sem hann og ,gerði með ágætum árangri. Þetta dugði ekki til. Aðeins 375 áhorfendur komu. Víst er það, að 1 frjálsum íþróttum haf.a orð- ið tíð „stjörnuhröp" síðustu árin, en að tryggð fólksins við góða íþróttagrein hafi verið bundin við þessar „stjömur" okkar eru vissulega mikii vonbrigði öllum þeim, sem að þessum málum standa. Frjálsíþróttamenn verða því að ráða ráðum sínum til að vinna þetta upp .aftur, ekki á fáum stjörnum, heldur á fjöld- anum og gleyma því aldrei, að bak við afreksmennina verður að standa stór hópur ungr.a manna, sem ekki mega .gleym- :ast. Stofnandi ÍR, J. A. Bertelsen setti mótið og bauð h.ann Strandli velkominn til íslands og til keppni hér. Afhenti hann Strand- li fagran blómvönd. Aðalkeppni kvöldsins var sleggjukastsýning Str.andli, og voru köst hans undra jöfn og að sjálfsögðu þau beztu, sept kastað hefur verið á vellinum hér. Hann kastaði 6 köstum, og v.ar lengd þeirra þessi: 56,43 — 57,61 — 56,97 — 57,38 — 57,76 o,g 57,88. Var síðasta kastið bezt. Hraði hans í hringnum er furðuiegur og tækni hans mikil og geta kastarar okkar mikið af alltaf sammála honum. En hvar sem próf. Alexander kemur fram og ýtir áhugamál- um í framkvæmd, er maður á ferð, sem vill ekki vamm sitt vita í einu né neinu, og aðra vill hann ala, móta og ala upp í þeim anda. Það er ekki nema eðlilegt, að skaprikur ákafa- maður geti litið þannig á málin, að hneykslun verði þeim sem aðra skoðun hafa. Kona próf. Alexanders er Heba, dóttir Geirs vígslubisk- ups Sæmundssonar. — Hóf- semdarmaður er hann lilrin mesti, en sannur hrókur fagn- aðar, hvar sem kemur Nokkrir nemendur og vinir afmælisbarnsins hafa komið sér saman um a'ð he:ðra hann á þessum degi með því að birta til hans afmælisrit sem kemur út í dag með greinum og grein- arkornum fimmtán manria. — Það þurfa alltaf að vera merk- isafmæli prófessora islenzku- deildarinnar við háskólann, til þess að eitthvað hirtist eftir íslenzka málfræðinga. Verði afmælin sem flest og lifi afmælisbörnin sem lerigst! Og prófessor.-; Alexanders Jó- hannessonar minnumst við sér- stalklega í dag með heillaóskum um bjarta og atorkusama fram- tíð. Ariri llóðvarsson. honum lært. Strandli tók líka þátt í kúluvarpi og varð þar nr. 3, kastaði 13,68. f 400 m hlaupinu náði Guðm. Lárusson góðum árangri miðað við aðstæður. Þátttakan í því hlaupi var aðeins tveir menn, og var það lítið. Þórir Þorsteins hljóp líka vel, svo ungur sem h,ann er. 1500 m hlaupið var skemmti- legt, en þar áttust við allan tím- ann Sigurður Guðnason og Kristján Jóhannsson. Kristján hafði forustuna til að byrja með, en eftir nokkurri tíriia tekur Si.g- urður hana af Kristjáni, en þegar 500 m eru eftir tekur Kristján aftur forustuna og heldur henni þar til um 60 m eru eftir. Sig- Bétfaríaiíð á Islandi Framhald af 1. síðu. geta unað því að á sama tíma og erlent herveldi flytur inn ótak- m.arkað byggingarefni — AL- GERLBGA TOLLFRJÁLST — og byggir yfir tu.gi þúsunda manna, skuli íslenzkir fjölskyldu- menn vera sóttir til sektar fyrir þann „glæp“ að koma þaki yfir sig og fólk sitt. Vestmannaeyingar, hv.ar í flokki sem þeir standa, eru því mjög reiðir yfir þessari síðustu atför ,,réttvísinnar“ á hendur þeim mönnum er lagt hafa á si,g mikið erfiði til þess að geta búið í eigin húsi. Lögreglustjón glæpa- raamiaienngi Framhald af 5. síðu . setta vörð laganna, vel rök- studdar. Svo mikið er víst að Bertaux var vikið úr lögreglu- stjórastöðunni og rannsókn fyrirskipuð í máli hans sam- dægurs og Valentin flutti vitn- isburð sinn gegn honum. urður hafði aldrei sleppt Krist- jáni frá sér, og nú á beinu braut inni neytir hann alls sem hann á, tekst að komast fram fyrir Kristján og koma -2/10 úr sek. á undan í mark. Aðeins 2 (B lceppendur) komu til leiks í 3000 m hlaupi, þó 5 væru skráðir. Annars var árangur heldur slæmur og ramminn utan um mótið þ e. áhorfendur dauflegur. Fyrri daginn urðu úrslit þessi: 400 m: 1. Guðmundur Lárus- son Á, 49,6. 2 Þórir Þorsteins- son Á, 51,6. Stangarstökk: 1. Baldvin Árna- son f'R, 3,10. Vilhjálmur Þorláks- son UMFK, 2,90. 3000 m: Eiríkur Haraldsson Á, 9:42,0. Marteinn Guðjónsson ÍR, 10:22,8. 1500 m: Sigurður Guðnason ÍR, 4:6,0. Kristján Jóhannsson ÍR, 4:6,2. Hörður Guðmundsson UM FK, 4:33,8. Kúluvarp: 1. Guðm. Hermanns- son KR, 14,17. 2. Friðrik Guð- mundsson KR, 13,69. 3. Sverre Strandli Noregur,. 13,68. 100 m hlaup: Hilmar Þorbjörns son Á, 11,4. 2. Einar Frímanns- son Self., 11,9. 3. Sigurður Frið- finnsson FH, 12,3. Sleggjukast: Sverre Str.andli Noregur, 57,88. 2. Þorv.arður Ar- inibj-arnar. UMFK, 44,98. 3. Sig- urður Ingason Á, 44,71. Langstökk: Garðar Árnason U MFK, 6,33. 2. Einar Frímansson Self., 5,98. Þriggja herbergja íbúð i Kópavogi til leigu strax. Tilboð sendist skrifstofu Ragnar Ólafsson, hrl, Vonarstræti 12, upplýsingar ekki geíriar í síma 2. vélstjóra vantar á línuveiöarann Ármann sem er í flutningum. j Upplýsingar um borð* í bátnum sem liggur við Loftsbryggju. T0RALF TOLLEFSEN: Harmonikuhljómleikar í Austurbæjarbíó/ í kvöld klukkan 7 e.h. Aögöngumiðar seldir í Hljóöfæ’-ahúsinu og Hljóö- færaverzlun Sigríðar Helgadóttur. ATH. Hljómle/kam/r verða ektói endurteknir í Rvík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.