Þjóðviljinn - 24.07.1953, Qupperneq 8
£)' — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. júlí 1953 -
JOSEPH STAROBIN:
Viet-Nam sækir fram til
sjálfstæðis og frelsis
Eg skildi þessar upplýsingar sem ótvírætt svar við þeim ásölc-
Tjnum franskra blaða að hjálp frá Kína styrkti her Viet-Nam. En
þá hjálp ætlar franska herstjórnin að nota til að útskýra ósigra
sina, en það á einnig að skapa jarðveg fyrir útbreiðslu stríðsins,
hafandi sem átyllu að Kína sé þegar þátttakandi í stríðinu.
Auðvitað hefur Viet-Nam verið viðurkennt af Kína, Sovét-
r kjunum og mörgum öðrum alþýðuríkjum. Það hefur haft við-
skiptasamband við Kína síðan 1950, þannig að það hefur getað
skipt á skógarframleiðslu sinni og því sem það vildi kaupa. En
..aðallega“ eins og Giap lagði áherzlu á er birgða aflað meðan á
bardögum stendur og æskan fórnaði lífi sínu og fórnirnar hafa
verið miklar til að koma upp vopnabúrum og vopnaverksmiðjum.
Næsta dag átti ég að sjá eina af þessum „verksmiðjum í skóginum“
<og rannsaka sprengjuvörpur og skriðdrekabyssur framleiddar í
Yiet-Nam.
Hann sagði hreinlega að sinn her hefði engar flugvélar eða
Æinnur þung vélahertæki. Nokkrar flugvélar og þungir skriðdrekar
háfa verið teknir herfangi, en það hefur ekkert haft að segja fyrir
hernaðaraðgerðir alþýðuhersins fram til þessa. Allt annað hefur
herinn útvegað sér í baráttunni. „Þar sem við á undanförnum árum,
þc-gar okkur skorti allt, gátum sigrazt á örðugleikunum“, sagði
Giap sannfærandi, „munum við einnig sigrast á þeim nú.“
,En loftárásirnar á vegina?“
Auðvitað valda þær tjóni en það hefur enga úrslitaþýðingu,"
svaraði hann. Hann sagði gamansögu af Ho íorseta, þegar hann
heimsótti bændurna, sem gerðu við vegina, einmitt þá, sem ég
hafði ekið um. „Þið hafið hakana“, sagði forsetinn „og þeir hafa
flugvélarnar, en vagnar okkar komast samt í gegn, ekki satt?“
Bsendurnir létu í Ijós ánægju sína.
rauninni", hélt hershöfðinginn áfram „erum við neyddir til að
foera allar nauðsynjar á bakinu. Þegar um er að ræða stuttar
vegalengdir, geíur einn bóndi birgt upp einn hermann." Hann
sneri sér aftur að landabréfinu og leit yfir norð-vestur svæðin.
„Hér er svæði með tiltölulega stórum fjarlægðum í landi eins og
c-kkar. 200—250 km á breidd, þrjár ár .... við verðum að.komast
--f:r Tærá, Svartá og Rauðá. Við verðum að fara neðst niður
1 dali til að komast í höggfæri við miðstöðvar franska hersins í
Sanla og Nasan. Og til að taka Nghia-lo urðum við að sækja yfir
30 vatnsföll, sum af þeim yfir 200 metrar á breidd og erfiða yfir
há fjöll. Franskir liðsforingjar sögðu okkur síðar, að þeir hefðu
■ekki skilið, hvernig við gátum þetta. Þeir skildu ekki, hvernig
herjum okkar skaut upp við Nasan, hundruðum kílómetra í burtu.
IVanskur liðsforingi tjáði okkur undrun sína yfir að sjá bændur
■okkar bera birgðarnar án þess að nokkur hermaður héfði gát á
þeim. Okkar bændur eru frjálsir bændur, þeir köma langt og
skamrnt að, eftir áskorun Ho forseta
Það sem Frakkarnir ekki skilja, er aðeins einn hlutur —
ckkar siðferðisþrek. í þá daga, þegar 6—10 manna hópar okkar
lágu upp til fjalla, og urðu að telja hvert skothylki .... var það
hið sama: Pólitískur skilningur, siðferðisþrek. Því að okkar
her undir leiðsögn Ho forseta, kemur frá alþýðunni, verndar
lengsl sín við alþýðuna og berst fyrir alþýðuna.
Svo tók hann sér málhvíld. „En þér eigið sjálfur að sjá þetta,
■er ehki rétt?“ Og hann benti til skógarins. „Yður er það velkomið
.... en varúð,“ bætti hann við, „smitizt ekki af mýraköldu.“
Hsnn leit á úr sitt, það var kominn tími til að leggja af stað.
Heimsókn til hersins í írumskóginum. — Leyndar-
dómurinn um hina miklu sigra Þjóðfrelsishersins.
Við urðum fyrst að ferðast í norðvesturátt í tvær nætur til að
komast til 308. herdeildarinnar, sem var í þann veginn að Ijúka
heræfingum. Quang, pólitíski fulltrúinn, fór með okkur. Hann var
35 ára að aldri, hærri miklu en flestir Viet-Nam-búar, svarthærður
■og otureygur. Hann var sjálfkjörinn fox'ingi þessara manna, því
að í hvert sinn sem einhver hindrun varð á veginum eða einhver
töf á ferðinni yfir árnar, litu þeir til hans til að heyra, hvað hann
.legði til málanna. Og þegar hann sagði „dithoi“, en það merkir
höldum áfram, hélt vagninn stynjandi áleiðis. Quang henti gaman
að refsidómunum, sem hann hafði orðið að sæta. Einu sinni var
hann dæmdur í 5 ára fangelsi, en komst undan. Svo fékk hann 10
ára dóm, en þá skall stríðið á. Þá var har.n og dæmdur í ævilanga
þrælkunarvinnu. „Og hér er ég“, sagði hann og brosti.
.................................. ..... .......... . ....... ' ' —
I hlnu frjálsa Viet-Nam er lestrarþorstiim óslökkvandi. Bóka-
þöfn og lestrarsalir eru alltaf troðfull, urigir og gamlir reyna
aJi afla sér þekkingar með lestri blaða og frseðirita.
# ÍÞRÓTT
RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON
Akranes tapaði fyrir B-1903 — 10:0
Það hljómar all einkennilega
í eyrum að heyra að lið Akra-
ness skuli hafa tapað 10:0
gegn þó ekki sterlkara liði en
B 1903 er og það þó vantað
hafi Ríkarð og Þórðana báða.
Sannarlega segir markafjöld-
inn ekki til um gang leiksin3
því eftir honum er þessi sigur
alltof stór. Má þar skrifa á
reikning markvarðanna um það
bil helming markanna. Þó vant-
að hafi þrjá menn í sóknar-
línu Akraness er athyglisvert
að liðinu tekst mjög oft með
ágætum hröðum samleik að
komast fram að vítateig
B-1903 en þar vactaði sýni-
lega Þórð og Ríkarð. Aftur á
móti var vörnin sundurlaus og
skipulagslaus, og það var fyrst
og fremst hún sem ekki stóð
í stöðu sinni, og kunni ekki að
loka markiau. Öftustu vörnina
vantaði gagnkvæman skilning á
staðsetningum. Framverðirnir
lögðu of mikið í sóknina fóru
of langt fram, og þá inn á
svæði inmberjanna. Þar við
bættist að bæði innherjar og
framverðir voru seinir aftur.
Máður trúir varla að vörn eins
meistarafl.-liðs geti misst svo
gjörsamlega tök á leiknum að
það fái 8 mörk í einum hálf-
leik. Rétt er það að sókn er
bezta vörn og með Ríkarði og
Þórði hefði þetta farið öðru-
vísi en það sýnir sig að þessi
veila er fyrir í liðinu og virð-
ist hin skipulagslega hlið varn-
arinnar hafa verið vanrækt og
það kom Akranesi í koll í þess-
um leik. Þessi úrslit eru nokk-
urt áfall fyrir okkar ágætu
Akurnesinga, en af reynslunni
læra menn.
Eftir á má segja að sjálf-
sagt hefði verið að styrkja
liðið, en eins og sagt hefur
verið var það ekki sóknin sem
bilaði nema að því leyti að
gera mörk, og hefði því fyrst
og fremst átt að styrkja vörn-
ina, og hefði það þótt dálitið
skrítið. Nei þama kom alvar-
lega -fram veila í liðinu sem
raunar alltaf hefur verið mokk-
uð kunn en kom betur fram nú
er á reyndi en nokkru sinni
fyrr. Sennilega hefði telcizt bet-
ur að verjast mörkum ef þeir
í tíma og ótíma hefðu sparkað
löngum og háum spyrnum, en
þeir gerðu það aldrei, þeir
reyndu að ná samleik og á
þana hátt komast í gegnum
vörn B 1903. -
Hvað samleik og leikni snerti
var þetta ■ bezti leikur þessar-
ar heimsóknar og mun meiri
samleikur og leikni sýnd en
áður í þessum leikjum og í
þessu umhverfi og leikaðferð
náðu Danir því sem þeir bezt
áttu og við það bættist að það
gaf möi’k í tíma og ótíma.
Byrjun Akraness lofaði ekki
góðu þar sem þeir áttu skot í
stöng og svo ónýttist þeim
vítaspyrna sem Sveinn Teits
skaut beint á markmann. Ann-
að skot til áttu þeir síðar í
stöng.
Halldór Sigurbjörnsson lék
miðherja og gerði það nokkuð
vel. Sveinn Teits var innherji
en framvörður var nýr maður,
Jón Leósson sem átti oft góð
tilþrif og lofar góðu hvað kraft
snertir. Hægri útherji var Guð-
mundur Jónsson og vinstri Jón
Jónsson annars var liðið ó-
breytt. Er stutt var komið
út í annan hálfleik skiptu
Akurnesingar um markmann
og kom inn ungur maður sem
sýnilega á mikið ólært og gekk-
honum sízt betur en Magnúsi.
Fengu þeir á sig sín 5 mörkin
hvor.
Beztu menn Dananna voru
miðframvörðurinn og miðfram-
herjinn sem er mjög hreyfan-
legur og vinstri innherjinn.
Annars var liðið sem heild
hreyfanlegt og náði oft ágæt-
um leik.
Áhorfendur voru um 4000
og fóru allir nokkuð vonsvikn-
ir heim. Dómari var Haukur
Óskarsson og dæmdi vel.
B1903 leikur við styrkt
Víkingslið í kvöld
CARX ERIK HANSEN, liægri út-
herji B-1903.
Danska knattspyrnuliðið B-
1903 hefur nú háð þrjá leiki
hér á landi, unnið, tapað og
gert jafntefli, og samtals sett
13 mörk en fengið 4.
Fjórði og síðasti leikur Dan-
anna verður háöur á íþrótta-
vellinum í kvöld og leika þeir
þá við Knattspyrnufél. Víking,
sem bauð þeim hingað til lands.
Víkingar munu styrkja lið sitt
með nokkrum lánsmönnum úr
öðrum félögum og eftir því sem
Þjóðviljinn hefur fregnað verð-
ur hið styrkta lið Víkings
væntanlega þannig skipað (tal-
ið frá markmanni) : Ólafur Ei-
ríksson, Guðmundur Samúels-
son, Sveinbjörn Kristjánsson,
Gissur Gissurarson, Helgi Ey-
steinsson, Sæmundur Gíslason
Fram, Hörður Felixson, Val,
Bjöm Kristjánsson, Gunnar
Gunnarssori Val, Halldór Hall-
dórsson Val og Reynir Þórð-
arson.
Danski dómarinn Aksel As-
mundsen dæimr leikinn, en
hann kom hingað með knatt-
spyrnuflokki B-1903 og er í
fararstjórninni.
á
■ ' ;
' '< t 1
>r v - * m ^ M s
Á
: A: ■ :*. ■
v, ■;
y'iit.
1 , f