Þjóðviljinn - 29.10.1953, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. október 1953
iMÓOyiUINN
Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.), Sigurður Guðmundsscn.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmuiidur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfús'son, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Framsókn og húsnæðismálin
Eitt allra merkasta nýmælið sem leitt var í lög af ný-
rköpunarstjórninni var heildarlöggjöfin sem samþykkt
var 1946 um aðstoð ríkisins við byggingar íbúðahúsa.
Samkvæmt 3. kafla laganna var bæjar- og sveitastjorn-
um lögð sú skylda á herðar að láta fara fram rannsókn
á því hve mikið væri um heilsuspillandi íbúöir í kaup-
stöðum og kauptúnum. Að rannsókninni lokinni skyldi
samin áætlun um útrýmingu hins heilsuspillandi húsj
næðis og að því stefnt aö henni yrði lokið á fjórum árum.
Var ákveðið 1 lögunum að ríkið legði að verulegu leyti
fram fjármagn í þessu skyni, og bæjarfélögunum þar með
gert að skyldu að hefjast handa um lausn þessa mikla
og aðkallandi vandamáls.
Þaö varð eitt af fyrstu verkum afturhaldsstjórnarinnar
sem Stefán Jóhann myndaði í ársbyrjun 1947, meö þátt-
töku Framsóknar og íhalds, að eyðileggja þessa merku
löggjöf og koma í veg fyrir að hún yrði framkvæmd.
Þetta var ekki gert meö beinni lagasetningu heldur á
þann hátt sem oft hefur tíðkazt er afturhaldiö telur sig
þúrfa að hindra framkvæmd góðra og nytsamra laga-
ákvæða. Samstjórn Alþýðuflokks, Framsóknar og íhalds
fékk' samþ-/kki þingmeirihluta síns fyrir frestun á fram-
kvæmd laganna. Viö þaö hefur setið síöan þrátt fyrir harö
vítuga baráttu Sósíalistafl. þing eftir þing fyrir því að
. ríkiö stæði við gefin fyrirheit þessa merka lagabálks. Af-
ieiðingarnar hafa orðiö þær, að í stað þess aö útrýma
heilsuspillandi íbúðum á fjórum árum, eins og stefnt var
að meö lögunum, hefur því fólki farið stórlega fjölgandi
sem neytt hefur veriö til að búa í óhæfu og heilsuspill-
andi húsnæði. Þannig hefur t.d. íbúum bragganna 1
Reykjavík fjölgað úr 1300 upp í 2400 á þeim sjö árum
sem liöin eru síðan þetta skemmdarverk var unnið á Al-
þingi.
Sósíalistar hafa á hverju þingi flutt tiílögur um að
felíá' frestunarákvæðið frá 1947 úr gildi. Og þeir hafa
enáfremur við meöferð og afgreiðslu hverra fjárlaga lagt
fram tillögur um að veita fé úr ríkissjóði til þess að gera
’ögin franxkvæmanleg. Allar þessar tillögur sósíalista
hafa verið drepnar af samfylkingu afturhaldsflpkkanna
á Alþingi. Framsókn, íhald og Alþýðuflokkur hafa þannig
sameiginlega tekið á sig ábyrgðina á því hríðversnandi
ástandi í húsnæðismálum alþýðu sem ríkjandi er í land-
inu, sömu flokkarnir sem stóðu aö því óhappaverki 1947
að hindra framkvæmd einnar þeirrar nauösynlegustu
og framsýnustu löggjafar sem sett hefur verið á síðari
áratugum.
Það er eftirtektarvert í þessu sambandi hver gjörbreyt-
jng verður á afstööu Alþingis til útrýmingar heilsuspill-
andi íbúða og nauösynlegra ráöstafana í því skyni við
það aö Framsóknarflokkurinn verður stjórnarflokkur í
staö Sósíalistaflokksins 1947. Það er vissulega eins og
svart og hvítt. Það kemur því úr hörðustu átt þegar mál-
gagn Framsóknarafturhaldsins, Tíminn, leyfir sér að við-
hafa þau ummæli í gær að „kommúnistar séu betur
fallnir til að tala um mál en framkvæma þau“. Á Tím-
inn þar við húsnæðismálin í tilefni af flutningi hins
stórmerka byggingamálafrumvarps Einars Olgeirssonar
og ýtarlegrar framsöguræöu hans fyrir málinu, sem birt-
ir hafa verið kaflar úr hér í blaðinu síðustu daga. Mál-
gagn flokks, sem hefur á samvizkunni eyðileggingu hús-
næöislöggjafar nýsköpunarsáranna, að ógleymdum öðrum
syndum Framsóknar í húsnæöismálunum, svo sem bygg-
ingabanninu og afnámi húsaleigulaganna, ætti að kunna
þá list að skammast sín og spara sér hnútukast til þeirra
sem alla forustu hafa haft á hendi í baráttunni fyrir lausn
þessa mikla þjóöfélagsvandamáls.
Og fyrir afturhaldskurfa Framsóknarflokksins væri
pað áreiðanlega hyggilegast, að Tíminn gæfi sjaldnar en
hann gerir tilefni til samanburðar á framsýni og stórhug
nýsköpunarstjórnarinnar í byggingámálunum og skamm-
sýni og vesaldómi afturhaldsstjórnanna, sem Fi'amsókn
héfur tekið þátt 1 síðan. Sá samanburður talar sínu máli
um mismuninn á stefnu og vinnubrögðum Sósíalista-
.flokksins og Framsóknarflokksins, og verður aldrei Tím-
anum eða flokki hans til álitsauka eða framdráttar.
Franskð stjornisi er voniaus umsigur í
Indo Kfna og langar að semja frlð
Þorlr þvi jbó ekki fyrir Bandarikjamönn-
um, sem heimta að barizt sé áfram
Síðan vopnahléð komst á í
Kóreu í sumar hefur at-
hygli manna beinzt æ meira
að annarri styrjöld í Austur-
Asíu, styrjöldinni í Indó Kina.
Þar hefur nú verið barizt lát-
laust í sjö ár síðan franskur
her lagði til atlögu gegn her
lýðveldisins Viet Nam, sem
stofnað var í þéttbýlasta hluta
Indó Kína eftir að hernámslið
Japan þar gafst upp í lok
héimsstyrjaldarinnar síðari. Af
hálfu Viet Minh, sjálfstæðis-
hreyfingar Viet Nam, hefur
lengst af fyrst og fremst verið
um skæruhernað að ræða, stór-
orustur á samhangandi víg-
stöðvum eins og þær gerðust í
Kóreu hafa ekki átt sér stað.
i
Tlfljanntjón hefur þó verið mik-
ið í styrjöldinni í Indó
Kína, til dæmis hafa ungir
franskir liðsforingjar fallið þar
næstum jafn ört og frönsku
herskólarnir útskrifa þá. Þrátt
fyrir ríílégan styrk í vopnum
og fjármunum frá Bandaríkj-
unum hvílir herkostnaðurinn í
Indó Kína þungt a ríkissjóði
.Frakklands. Þegar við það bæt-
ist að nýlendugróði franskra
stórfyrirtækja af Indó Kína má
heita horfinn vegna afleiðinga
hins langvinna striðs er það
engin furða að þær raddir
verða sífellt háværari í Frakk-
landi sem krefjast þess að ein-
hver leið sé fundin til að binda
endi á þá látlausu blóðtöku
sem st.vrjöldin er fyrir Frakka.
Raddir þessar hafa aldrei lát-
ið skýrar til sín heyra en
í umræðum franska þingsins
um Indó Kína, sem lauk í fyrri-
nótt. Lengi vel voru kommún-
istar ein; flokkurinn í Frakk-
landi sem krafðist friðar í Indó
Kína. í þessum síðustu um-
ræðum snerust sósíaldemókrat-
ar á sömu sveif og lögðu til
að leitað yrði hófanna um frið
við Hó Sjiminh, forseta lýð-
veldisstjórnar Viet Nam. Er
hér um að ræða algera stefnu-
breytingu, því að þegar styrj-
öidin í Indó Kína var hafin
fóru sósíaldemókratar með mál
Indó K"na í frönsku stjórninni
og forsætisráðherrann var úr
þeirra hópi. Auk þess að
kommúnistar og sósíaldemó-
kratar fylgja nú friðarsamn-
ingum í Indó Kína hefur tö’.u-
verður hópur þingmanna
frönsku borgaraflokkanna tek-
ið sömu afstöðu. Ekki mátti
miklu muna að sjónarmið
þessara aðila yrðu ofan á við
atkvæðagreiðslu eftir umræð-
urnar. Ríkisstjórnin varð að
grípa til þess ráðs til að merja
meirihluta með ályktun sinni
að taka upp i hana óljóst orð-
aðan kafla þar sem sú von er
látin í Ijós að friðsamleg lausn
íáist á 'Styrjö’dinni i Indó Kína.
17'rönsku blöðin hafa ekki
-*■ farið dult með það undan-
farið að meira að segja innan
frönsku ríkisstjómarinnar eru
menn að kömast á þá skoðun
að affarasælast sé að reyna að
binda endi á vopnaviðskiptin
með samningum. Engir sem
málunum eru kunnugir vé-
fengja lengur þá skoðun, sem
Guy Mollet, aðalritari sósial-
demókrata, setti fram í viðta’.i
við Parísarblað nýlega, sem sé
að útilokað sé að her sjálf-
stæðishreyfingarinnar í Indó
Kína verði sigraður. Ihalds-
blöð n Le Montle og Figavo í
París staðhæfa að ríkisstjómin
Erlend
I tíðindi
sé því hlynnt að haldin verði
fimmveldaráðstefna Banda-
ríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands, Kina og Sovétríkjanna
um máleíni Austur-Asíu og
voni að skk ráðstefna yrði til
þess að friður kæmist á i Indó
Kína.
að hefur mjög dregið úr
stríðshug franskra ráða-
manna að þeir eru hætt'r að
geta ráðið v;ð leppstjómir þær,
sem setfar voru á laggirnar í
Indó Kína í þeirri von að þær
gætu fengið einhvem hluta
landsbúa til að veita Frökkum
stuðning. Konungur Kambods-
íu hefur hótað að hvetja þegna
sína til að grípa til vopna gegn
Frökkum ef f ullveldi lands
hans verði ekki viðurkennt. í
Viet Nam völdu Frakkar Bao
Dai af hinni fornu keisaraætt
landsins fyrir lepp sinn. Nú í
haust sá Bao Dai sér ekki
annað fært en að bera fram
kröfur svipaðar þeim sem komu
frá Kambodsíukonungi. Til
þess að sýna að hann hefði
stuðning frá almenningi á yf-
irráðasvæði Frakka kallaði
Bao Dai saman 200 forystu-
menn ýmissa fjöldasamtaka á
fund í Saigon. Var þarna um
að ræða yfirpresta kaþólskra
manna og búddista og fleiri
trúfélaga og forystumenn
starfsgreinasamtaka og þeirra
stjórnmálasamtaka sem Frakk-
ar hafa leyft. Bao Dai skipaði
svo fyrir að þetta „þing“ skyldi
sitjá í tvo daga og bannaði því
að aðhafast nokkuð nema til-
nefna 20 menn, sem hann gæti
síðan valið, sex. úr til ráðuneyf-
is sér i samningum vlð Frakka.
TJáðstefnan hafði fyrirmæli
*•*■ Bao Dai að éngu. Hún lét
það vera sitt fyrsta verk að
samþykkja ál.vktun um að
ekk; komi t:l má’a að Viet
Nam sé áfram í tengslum við
Frakkland. Siðan gerðj þing-
heimur þá kröfu til Bao Daí
að samkundunni yrði íaUð að
setja Viet Nam stjórnarskrá
þar sem ekkj vær; hægt að
sæFa sig við það lengrr að
hann færi með alræðisvald inn-
an' þeirra takmarka sem
Frakkar hafa sett honum.
Fundarmenn höínuðu kröfu
Bao Dai um að beir færu hver
til síns heima og . kváðust
myndi fylgjast með sanmingum
Bao Da; og Frakka og gefa
honum fyrinnæli um hvernig
þeim skyldi hagað.
V/'firvöld Frakka í Indó Kína
: ■* og ríkisstjórnin í París
vita varla hvað til bragðs skal
taka. Leysi þau þingi.ð í Saigon
upp með hei-valdi er úti um
þá von að einhver hluti lands-
búa fáist til að berjast með
Frökkum gegn Viet Minh.
!
Framhald á 11. síðu.
Sveit úr her sjáifstæðishreyfuigarir.nar í Indó
Kína á hergöngu í frumskógunum.