Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN ,-t Þriðjudagur 16. marz 1954 Var Hallgrírour úti , alla nóttina En það gerðist, er Hallgrímur var á. fcrð í Mjóafirði, að þeim barst mjög á honum og Her- manni. Var ilit við Hallgrím að fást fyrir kveðskapnum og orðkynnginni, og þóttist Her- mann fara halloka. Hélt nú Haligrímur til Héraðs um Slenjudal og býst að hafa nátt- stað í tóftunum á Þuríðarstöð- um eða húsræflunum uppistand- andi. Leið nú fram á nótt og gerðist heldur ókyrrt. Fór Hall- grímur þá á vit við siæðing þennan, en fylgdarmaður hvíldi kyrr. Var Hallgrímur úti alla nóttina, og var trú að sendingu Hermanns hefði hann komið af sér, en eigi fyrir, og þótti jafn- an verða vart á Þuríðarstöðum eftir þetta. En það bar til nokkrti síðar, að Hallgrímur kom nm Þórdals- heiði frá Reyðarfirði til Skrið- dals. Réðst nú nýr og magnaður draugur á hann frá Hermanni og vildi færa í gljúfur, er nærri voru. Hrakti draugsi Hallgrím mjög og hugðist nú kyrkja hann. Kom þá Hallgrímur skáld- skapnum við: Ertu fjandinn eða hvur eldi granda meinvættur? Mót þér standi mátíugur minn guð andi heilagur. Dró nú mjög af draugsa og komst Hallgrímur til bæja, en nauðuglega. Er það satt að mjög sá á hálsi hans, og þær mcnjar bar hann eftir þessa ferð, að aldrei gat hann rennt niður þurrum bita matar, og varð ætíð að hafa vökva með. [(Austurland II, um Hallgrím í Stóra-Sandf elli). ' i f dag er þriðjudagurinn 16. * marz. Gvöndardagur. — 75. dagur ársins. — Guðmundur hinn góða Hólabiskup. Vika lifir gðu. — Tungl í hásuðrl kl. 22.47. — Árdegisháflæði Id. 3.49. Síðdegis- háflæðl kl. 16.08. err3!R)—-a Söfnin eru opiní Þjöðmlnjasafnið: kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og iaugardögum. Landsbókasafnlð: kL 10-12,- 13-19, 20-22 alla virka daga nema iaugardaga kl. 10-12 og 13-19. Læknavarðstofan er í Austurbsajarskólanum. — Sími 5030. Næturvarzla er í Laugavegsapóteki. Sími 1618. LV Lúðrasveit verkalýðsins. — Æfing í kvöld kl. 6:30. Eliknasjóðuv tslanðs Pramlögum til Ekknasjóðs Is- lands er veitt móttaka í biskup.s- skrifstofunni, í Sparisjóði Rvíkur og nágrennis, hjá Mariu Maack Þingholtsstræti 25. og Guðnýju Gilsdóttur Freyjugötu 24. Siðastliðinn laug- ardag opinberuðu trú'ofun sína ung- frú Ragnhildur Thorlacius, Kárs- » nesbraut 42, og Gunnay. Ax^lsson , Bergstaðastr. 9. Bæjarbókasafnið Lesstofan er opin al’.a virka daga ki. 10:—12 árdegis og kl. 1—10 síð- degis, nema iaugardaga er hún opin 10—12 árdegis og 1—7 síð- degis; sunnudaga kl. 2—7 síðdegis. ÚUánadeildin er opin alla virka daga kl. 2-10 síðdegis, nema laug- ardaga kl. 2-7 síðdegis. Útián fyrir börn innan 16 ára ki. 2-8. Sinfóníuhljómsvcitin flytur á op inberum tónieikum, er hefjast i kvöld, tvö verk eítir Beethov- en, meistara meistaranna eins og sumir hafa kallað hann. Verkin eru Píanókons- ert nr. 4 í G- dúr, og leikur Árni Kristjáns- son þar einleik á píanóið; og Sinfónía nr. 6 í F-dúr, sem frægust er undir heitinu Pastóralsinfónían. Olav Kieiland stjórnar sveitinni í kvöld — og mættu það vera dýrir að- göngumiðar er ekki stseðu fyrir sínu verðl. Félagið Berklavörn Félagsvist og dans í Tjarnarkaffi (uppi) í kvöld kfiukkan 8.30. Dansk kvindeklub heldur fund í kvöld klukkan 8.30. Fundurinn verður í Aðalstræti 12. 'Beethoven Svona svona, komdu nú, Tryggur minn — ég meinti ekkert með því þegar ég sparkaðl í þig á simnudagsnn. Bókmenntagetraun Á sunnudaginn var bírt skrýtin vísa eftir séra Stefán Ólafsson Va'iianesi, sem uppi var á 18. öld sem kunnugt er. Hvað er að tarna? Dags iít ég deyjandi roða drekkja sér norður í sæ; gi'átandi skýin ,.það skoða .. skuggaieg upp yfir hæ. Þögulust nótt áilra nótta, nákyrrð þin ofbýður méí, stendurðu á öndinni af ótta? Eða hvað gengur að þér? Jörð yfir sofandi síga svart-ýrðar iætur þú brýr; tár þin á hendur mér hníga hljótt, en ég finn þau samt skír. Verður þér myrkum á vegi vesturför óyndisleg? Kvíðir þú komandi degi, lsolbrýnda nótt, eins og ég? ÚTBKEIÐED ÞJÓÖVILJANN mamzr-‘ Neytendasamtök Keykjavíkur Skrifstofa samtakánna er í Banka stræti 7, sími 82722,- opin dag- lega kl. 3.30—7 síðdegis. Veitir neytendum hverskonar uppllýsing- ar og fyrirgreiðslu. BlaJð samtak- anna er þar einnig tii sölu. Hekla, flugvél Loftleiða, er vænt an'eg til Rvíkur frá N.Y. í nðtt. Flugvélin heldur 18.00 Dönskuk. H. ffl. 18.30 Enskuk. I. fl. 18.55 Fram- burðark. í ensku. 19.15 Þingfr. ý-l Tónleikar. 20.30 Erindi: Ríki og kirkja (GísH. Sveinsson kirkjuráðsmaður og fyrrum sendiherra). 21.05 Tónleik- ar Sinfóníuhljómsveitarinnar (út- varpað frá Þjóðleikhúsinu). Stj. Olav Kielland. Einleikari Árni Kristjánsson. a) Píanókonsert nr. 4 í G-dúr eftir Beethoven. 22.00 Framhald hljómsveitarleikanna í Þjóðleikhúsinu. b) Sinfóniá nr. 6 í F-dúr (Pastoral-sinfónían) eftir Beethoven. 22.45 Dagskrárlok. -rf :• , áfram eftir skamma viðdvöl til Stafangurs, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Mlnnlngarspjöld Mennlngar- ag minningarsjóðs kvenna fást í Bókaverzlun Braga Bryn- jólfssonar, Bókaverzlun Isafoldar áusturstræti 8, Hljóðfærahúsinu Bankastræti 7. Listasafn Elnars Jónssonar. er iokað yfir vetrarmánuðina. Náttúrugripasaf nið; kl. 13.30-15 á sunnudögum, kl. 14- 15 á þriðjudögum og fimmtudög- ■. Si- $&k Á iaugardaginn yoru -gefin- saman í hjónáband af sr. Jóni Thorarenson ungfrú Inglbjörg Guðrún Magnús- dóttir og Þor- steinn Löve. Heimili þeirra er að Tjarnargötu 3. AFDRIF JÓNS GERREKSSONAR Var Kirkjubólsbrenna suður, er jungkeri Ivar Vigfússon var skotinn til dauða. Var fyrir brennunni Magnús kæ- meistari í Skáilioíti, er sumir sögðu son biskups Jóns. Kann bað fyrst systur Ivars, er Margrét hét, og fekk ekki. Þeirra faðir var Vigfús, er lúrðstjóri hafði verið .... En Margrét komst úr eidinum um ónshúsið, hafði hún getað gert þar holu ineð skærum síuum. VHdi. hún pngan mann eiga nenia þann, sem hefndi bróður hennar. Tók sig þá tii Þorvarður Lo.ftsson frá Möðruvölium í EyjaJiröi og iét drekkja biskupi í Brúará með taug og steini í einum sekk. Giítist haim síðan. Margréti. (IsL annálar). • ÞJÓÐVXLJANN • ÚTBBEH9ID Dagskrá Alþingis þriðjudaginn 16. marz kl. 1.30. Efrldelld Búnaðar-banki Islands. Skipun læknishéraða. Skipun læknishéraða. Neðrideild Skipun jarða í opinberri eigu. Fyrningarafskriftir. Eignarnám, erfðafesturéttindi í Dalvíkurhreppi Fuglaveiðar og fuglafriðun. Vátryggingarfélög fyrir fiskiskip. Atvinna við sigíingar. •Tiá'héffiiniií Eimskip Brúarfoss fór frá Rotterdam 11.3., væntanlegur til Rvíkur kl. 17 i gær. Dettifoss fór frá Hull 12.3. væntanlegur til Rvíkur kl. 21.00 í gærkvöid. Skipið kom að bryggju um kl. 12 i gærkvöld. FjaUfoss kom’til Rvíkur 14.3. frá Flateyri. Goðafoss kom til Rvíkur 13.3. frá N.Y. GulJfoss fór frá R- vík .13.3. til Hamborgar og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fer frá Ventspils 15.—20. þm. til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Siglufirði 14. þm. tSl Hamborgar, Rotterdam, Hull og Rvíkur. Selfoss fer frá Keflavik í gærkvöld til Rvikur. Tröllafoss kom til N.Y. 12. þm. fer þaðan til Rvíkur. Tungufoss ■fór væntanlega frá Santos i gær til Recife. og Rvikur. Vatnajöku’.l lestar i N.Y. um 18. þm. til R- vikur, Hanne Skou lestar í Kaup- mannahöfn og Gautaborg 15,—18. þm. til Rvíkur. Sambandsskip Hvassafell er í Rvík. Arnarfell er i Rvík. Jökulfe’l fór frá N.Y. 12. þm. áleiðis til Rvikur. Dísar- fell er á Þórshöxn. Bkifell er í Rotterdam, fer þaðan í kvöld á- ieiðis til Leith. Litlafell er í R- vík. Ríkisskip Hekla er í Rvík og fer á fimmtu- daginn vestur um land í hring- ferð. Esja fer frá Rvílc kl. 20 i kvöld austur um :and í hring- ferð. Herðubreið er í Rvílc og fer þaðan á fimmtudaginn austur um ■land til Þórshafnar. Skjaidbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er á Breiðafirði á Vesturleið. Krossgáta nr. 822 Lárétt: 1 ritið 4 hróp 5 boðháttur 7 borða 9 atvo. 10 á kind 11 tók 13 ákv. greinir 15 tveir eins 16 afskekktur staður. Lóðrétt: 1 borg 2 býli 3 ónotuð 4 bæjarnafn 6 telgja 7 ennþá 8 vesæl 12 elskar 14 atvorð 15 dúr. Lausn á nr. 321 Lárétt: 1 kústa 4 no. 5 tá 7 all 9 föl 10 orf 11 arf 13 ar 15 ár 16 ásinn. Lóðrétt: 1 KO 2 sól 3 at 4 nefna 6 álfar 7 ala 8 lof 13 rói 14 rá 15 án. Öll nauð og sérhver bölvun, svartidauði, etórabóla, kolbrandur, eyðilegging, krabbi, mýrakalda og rauðir hundar dynji nú þeg- ar á hinum guðlausu Niðurlöndum. Látum okkur ganga, sagði Ugluspogill við Lamba. — Já, strax, svaraði Lambi hinn. ákafasti. Og hann fór að skyggnast um meðal hinna fögru og andagtugu kvenna í þrönginni, en enginn hafði nokkru sinni verið kona hans. Ugluspegill dvaldist nú í kránum, meðal frelsiselskandi manna. Hann sagði: Filipp- us hótar nú að hirta okkur með fallbyss- um — sannarlega konungleg hirting. Þetta þótti mönnum vel að orði komizt, og þeir brostu. Einn dag var líkneskja jómfrú Maríu bor- in í mikilli skrúðgöngu um bæinn, og var þá svivirt af einhyerjum ókunnum þrjóti. Henni var hið skjótasta komið fyrir toak- við grindverkið í Vorrar Frúar kirkju. íiUfí (3 •J mih 4Í.2! 'íR úiíi umzM i' rr --------- i mj Keflavík. Frá fréttaxitara Þjóðviljans. Nýlega flutti bifreiðastöðin hér, Aðalstöðin, í ný og góð húsa kynni. Það var árið 1948, að 12 bif- reiðarstjórar, sem stunduðu leigubifreiðaakstur frá Bifreiða- stöð Keflavikur, réðust í að stofna hlutafélag til þess að reka sjálfir bifreiðastöð. Félag- ið hlaut nafnið: Aðalstöðin h.f. Strax var ráðist i að afla hús- næðis og fékk félágið inni með rekstur sinn í gömlu raftækja- verkstæði, og tveim dögum eft- ir að félagið var stofnað var bifreiðastöðin opnuð. Jafnframt rekstri sjálfrar stöðvarinnar, hefur félagið selt benzín og olíur, frá byrjun í umboði Olíufélagsins h.f. Þá hef- ur það og annast dekkjaviðgerð- ir og séð um þvott á bifreiðum fyrir viðskiptamenn sína. Fyrir tæpum tveim árum voru einnig sett upp frumstæð smurtæki úti. S,l. yor var þafizt handa um bygging hins nj'ja stöðvar- húss við Hafnargötu 86, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á. Húsið er 166,8 ferm., tvær hæðir með valmaþaki, byggt úr steinsteypu. Skyggni ca 70 ferm. er byggt út úr framhlið hússins og yfir benzín- dælur. Neðri hæð hússins er fullgerð, og er að mestu notuð fyrir stöðvarrekstur jfélagsins, að undanskildu einu herbergi, sem leigt hefur verið fyrir rak- arastofu. Afgreiðsluherbergi og -biðstofa eru stór og rúmgóð og öllu mjög haganlega fyrirkom- ið. Geymslur fyrir olíur o. fl. eru inn af afgreiðslu. Bifreiða- stjóraherbergi mjög stórt og rúmgott, búið stálhúsgögnum, og inn af því stór svefnskáli fyr- ir bifreiðastjóra vegna nætur- aksturs. Skrifstofuherbergi er einnig. Snyrtiherbergi eru bæði fyrir viðskiptavini og bifreiðar- stjóra. Efri hæð er óinnrétt- uð, en í framtiðinni er ætlun- in að hafa þar bifreiðavarahluta- lager. Kjallari er undir húsinu aðeins fyrir hitunartæki. Á miðju sumri hófst svo félag- ið einnig handa um byggingu fullkominnar smurstöðvar á lóð sinpi, Er húsið 170 ferm., stein- steypt. Tvær bifreiðalyftur eru af fullkomnustu gérð. Þar er einnig annazt um dekkjavið- gerðir í sérstöku herbergi. Vand- að herbergi er þar fyrir starfs- menn smurstöðvarinnar, svo og snyrtiherbergi. Smurstöðin tók til starfa 16. janúar s.l. Lóð stöðvarinnar er 4500 ferm. og er þar bílastæði, einnig ér fyr- irhugað að reisa þar viðgerða- verkstæði og þvottahús. Árið 1951 bættust 8 nýir fé- lagar í hluthafahópinn, svo að í dag eru þeir 20, og venjulega aka um 20 bifreiðar frá stöð- inni, en þegar allar bifreiðar stöðvarinnar eru í gangi þá eru þær 28. Þegar stöðin tók fyrst til starfa voru starfsmenn félagsins aðeins 2, nú eru þeir 9 talsins. Ætlunin er að hafa í ein- hverri Vnynd útibú á gamla staðnum. Formaður Aðalstöðvarinnar h.f. hefur Haukur H. Magnússon, Keflavík, verið frá stofnun fé- lagsins. Núverandi stjórn skipa með honum: Svavar Sigfinns- son og Gunnar Kristjánsson. Aðrir, sem verið hafa i stjórn, félagsins á undanförnurri árum: Erlendur Sigurðsson, Valgeir Jónsson, Guðmundur Helgason og Björgvin Þorsteinsson. VABIZT SLYSIN nefnist. 16 bís. baéklingur efíir Þórð Run- ólísson, sem gefinn er út á veg- nm búnaðarfræðslu Búuaðarfé- lags ísiands. Er þar bent á aukna slysa- hættu samfara vaxandi véla- vélanotkun við landbiinaðar- störf og sýnt með myndum og frásögnum, hver slýs geta af þvi liiotizt ef trassað er að hafa iiauðsynlegan öryggisútbúnað á vélum. Niðurlagsorð bækiingsins eru þessi: „Leggið ykkur vel á minni þau aðvörunarorð sem þessi bæklingur fljTur ykkur. Gætið þess, að vélar ykkar séu búnar auðsynlegum öryggis- hlífum og haldið hlífunum vel við. Andvaraleysi í þessu efni getur kostað örorku og manns- líf.“ I ðureUendwr ktdrii iðnmémrmmhmtei n sísa.ssrisumr ÚísiiíAþýöing fynr samkeppnishæíni að nofa innlenda og erl. verkfræðiþekkingu Ársþing iðm’ekenda 1954, sem hófst með aðalfundi Fé- lags ísl. iðnrekenda s.l. laugardag, hélt áfram störfum í gær. Á fundi þingsins ki. 5-7 e.h. voni ræddar tillögur laganefnd- ar og samþykktir gerðar i nokkrum málum. Þessar álykt- anir voru gerðar á þinginu í gær: „Ársþing iðnrekcmia 1954 lýsir sérstakri ánægju yfir því að hin nýja. Iðnaðarmálastofnun íslands, í núverandi formi, skuli tekia til starfa og færir ácsþingið Iðnaðarmála- nefnd þakkir fyrir ágætt starf við a.ð koma stofnunimxi upp, þrátt fyrir andstöðu og erfio Aðaifundur Starf sraannafélags Reykjavíkur Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjarikurbæ.jar var haldinn sunnudaginn 7. ma.rz, í Tjarnarkaffi. í upphafi fundarins minntist formaður félagsins, Þórður Ág. Þórðarson, fjögurra látinna fé- laga svo og Hallgríms Bene- diktssonar, fyrrv. forseta bæj- arstjórnar Reykjavíkur, og Knud Zimsen, fyrrv. borgar- stjóra, sem látizt hafði snernma á starfsárinu. Fundar- menn vottuðu hinurn látnu virðingu sína með þvi að rísa úr sæturn. . Formaður bað Sigurð Á. Björnsson að vera fundarstjóra og var nú gengið til dagskrár, a ungi Fiamhald af 12. síðu. fiskar eða 3.8%. Árið 1948, eða 43 árurn síðar voru merktir 692 fiskar af sömu stærð á sömu slóð- um og hafa fengizt aftur af þeim 94 fiskar eða 13.6% þ. e. 3.6 sinnum hærri hundraðshluti en í fyrri merkingunni. Það er einnig athyglisvert að allar end- urheimtur fró merkingunni ,1905 fengust af ísl. skipum, en nú fékkst 31 merkjanna, eða þriðj- ungur, af erlendum veiðiskipum Sókn Islendinga í þennan stofn hefur því aukizt um 240%, en verulegur hluti heildaraukning- arinnar stafar af stóraukinni sókn erlendra veiðiskipa við strendur landsins. Göngur milli íslands og annarra landa Þorskstofninn við ísland er algerlega sjálfstæður og hefur h'til sambönd við önnur lönd. Þó hafa merkingar undanfarinna ára leitt í Ijós, að fiskur alinn upp hér við land hefur gengið til Grænlands, Norður-Noregs og jafnvel í Norðursjó. Komu end- urheimturnar frá N-Noregi mjög á óvart en merkingar næstu ára munu án efa staðfesta hvort hér er um tímafyrirbæri að ræða eða reglubundnar göngur. Framhald af 1. síðu. urn þjóð sína, og bók Askels Snorrasonar í landi lífsgleðinn- ar. Einnig víkur hann að út- gáfu Máls og menningar á rúss- neskum bókmenntum. „Þrátt fyrir það hversu ólík lönd vor eru“, bætir hann við, „bæði að stærð og fólksfjölda, höfum við hinar mestu mætur á íslenzku þjóðinni og dáum ínnilega ríka og forna menningu hennar og list“. Tvær bækur um ísland Enn segir Polevoj írá því, sem áður befur verið skýrt frá, að verið er að undirbúa nýja út- gáfu íslendingasagna þar eystra. Tvær bækur hafa kornið út um ísland, skrifaðar af sovézkum rithöfundum, sem hingað hafa iftBkkurm ORöSENDING frá Sósíalistafélagi Reykjavíkur Athygli skal vakin á að út hafa verið gefin ný skirteini og brejút um fyrirkomulag á greiðslu f’okksgjalda. Nauðsyniegrt er því að flokksícCagar kynni sér þetta strax til þess að auðvelda inn- heimtustarfið. — Greiðið flokks- gjöld ykkar skjlvislega í skrifsíofu félagsins. Þórsgötu 1, opið frá kl. 10-12 og 1-7 al a virka daga. - Stj. komið, og seldust báðar upp á skömmum tíma. Skáldið Sofro- noff og píanósnillingurinn og tónskáldið Nikolajeva hafa í sameiningu gert flokk laga og ljóða um ísland og er hann oft ieikinn í útvarpi og á tónleikunx. Söngvarinn Lisitsían syngur oft íslenzk lög á hljómleikum sín- um. Enn segir Polevoj frá því að Sjálfstætt fólk og Atómstöð- i'n fari senn að koma út, og minnist á leikrit Kiljans í því sambandi. Einnig hefur smásag- an Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík kornið nýlega í tíma- ritinu Ogonjok, „en síðan hefur rignt yfir tímaritið bréfum írá lesendum sem létu í ljós mikinn áhuga á höfundinum og landi þvi sem hann ritar um“. Yiur frá köldu Iandi Lokaorð greinarinnar eru þessi: „Við fórum frá Reykjavik snemma i júni. Loftið var enn svalt, brumhuapparnir á kræki- óttum birkitrjánum i litlu görð- unum í Reykjavík voru enn lokaðir, hafið við strendurnar var ískalt. Sarnt geymdum við í hjörtum okkar yl frá þessari heimsókn, yl sem við viljum færa löndurn okkar um leið og við segjum þeirn frá þessu fjar- læga landi og hinurn atorku- sömu, hugrökku, óbugandi íbú- um þess“. og flutti formaður skýrslu stjórnarinnar. Gjaldkeri skýrði reikninga félagsins, en þeir höfðu áður verið prentaðir og sendir hverjum félagsmanni. Er fjárhagur félagsins með blóma. Stjórnarkosning hófst með því, að formaður, Þórður Ág. Þórðarson, varð sjálfkjörinn, og einnig meðstjórnendur, þau Júlíus Björnsson, Kristín Þor- láksdóttir og Haukur Eyjólfs- son. Fvrir í stjórn voru Kr. Haukur Pétursson, Georg Þor- steinsson og Sigurður Halldórs- son. Varastjórn var nú kosin, en hún hefur ekki verið til i félag- inu unx margra ára bil. Kosnir voru í varastjórn: Þorkell Gísla- son, Helgi Helgason og Berg- sveinn Jónsson, urðu þeir eum- ig sjálfkjörnir, þar sem eigi komu frarn aðrar uppástungc.r. Endurskoðendur félagsins vroru kjörnir einróma: Sigúrður Á. Björnsson og Hallur Þorleifs- son, til v'ara: Sigurður Þor steinsson. Stjórnin skiptir með sér verk- urn og hefur gert það á eftir- farandi hátt: Varaformaður Júl- íus Björnsson, ritari Kristín Þor- ur Pétursson, gjaldkeri Georg Þorsteinsson, fjármálaritari láksdóttir, bréfritari Kr. Hauk- Haukur Eyjólfsson og spjald- skrárritari Sigurður Halldórsson í stjórn styrktarsjóðs var Jak- obína Jósefsdóttir kjörin ein- rórna. í st.jórn eftirlaunasjóðs voru kjörnir: Karl Á. Torfason og Þórður Ág. Þórðarson, til vara: Július Björnsson og Sig- urður Þorsteinsson . Fulltrúar á þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja voru kjörnir: Karl Á. Torfason, Lár- us Sigurbjörnsson, Karl I.árifs- son, Gunnar Halldórsson, Júlíus Björnsson, Helgi Hallgrímsson, Hjálmar Blöndal, Kr. Haukur Pétursson, Karl Bjarnason, Þórður Gíslason, Kristinn Valde- marsson, Sigurður Halldórsson, Jón Þórðarson og Þórður Ág Þórðarson. í félasinu eru nú á sjöunda hur.drað bæjarstarfsmenn. skilyrði. Benda athuganir þær, sem Iðnaðarmálastofnunin hef- ur þegar framkvæmt á einstök- um iotigreinum, eindregið til þess að verksmiðjuiðnaðinum í landinu verði góður styrkur að störfum hennar. Ársþingið telur, að tækni- stofnun af þessu tagi, með all- an verlcsmiðjuiðnað landsmanna sem viðfangsefni, sé gagtunerk tilraun í þá átt, að auka ai- mennt f rs mleiðslua fköst og vöruvöndun og lýfta iðnaðinum á hærra þróunaistig. Að því er snertir innlenda iðnaðinn fyrir heimajnarlcaðinn, leiðir siík starfsemi a£ sér lækkandi verð á neyzluvörxun fyrir almenning, vegna minnk- andi framleiðslukostnaðar. Markmið íslenzks verksmiðju- iðnaðar er ekki einimgis að fuil- nægja imxlendri vöruþörf, held- ur einnig að hefja útflutning í sem flestum iðnaðargreinum. Að alhindrunin þar er hinn hái framleiðslukostnaður inna,n- lands, og til þcss að dra.ga úr honum er leiðbeiningarstarf eins og það, sem Iðnaðarmála- stofnun íslands stefnir að ó- metanlegt. Gagnvart útflutningsiSn- aðinum, eltki sízt fiskiðnað- inum, getur það haft úr- slitaþýðingu um samkeppn- ishæfni á heimsmarkaðnum, að ekkert sé l.átíð ógert til þsas au nýta sem bezt þá verkfræðilegu þekkingu, bæði sem íslendingar hafa yfir að ráða og fáanleg er erlendis frá iðnaðinum tíl aðstoðar. Ársþingið færir því Alþingi og ríkisstjóm þakkir fyrir vel- viljaðaix skilning á þessum mál- um, með því að hafa lagt fram fyrsta skerfinn og grundvöll- inn ao því að iðnaðarmálastofn- un íslands komst á laggirnar. Telur þingið eðlOegt að frainlag ríkissjóðs til þcssarar stofnun- ar í framtíðinni verði í réttu hlutfalli við framlag xákissjóðs á hverjum tíma til Fiskifélags Islands og Búnaðarfélags ís- lands.“ Aðalfmidur Félags járniðnaðarnema Aðalfundur Félags járninð- aðarnema var haldinn 10. þ.nx. í Baðstofu iðnaðarnranna. Kosin var ný stjórn fyrir fé- lagið. Formaður var kosinn Ól- afur Dariðsson (Stillir) og aðr- ii- í stjórn: Ilaraldur Einarsson (Héðinn), Garðar Karlsscn (Héðinn), Gunnar Guttormsson (Landsmiðjan), og Brynjólfur Villxjálmsson (Landsmiðjan). Varastjórn: Gísli Sigurhansson (Héðinn) og Kristmundur Sæ- mundsson (Stálsmiðjan). Einn- ig voru kosnir endurskoðendur og skemmtinefnd. Mildll hugur er í félaginu fyrir a.ð virnxa að bættum kjör- um nemanna. — I félagitiu eru nú 180 nemar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.