Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. marz 1954 — ÞJÓÐVILJINN— (11 Sjómenn fái greiddan sinn hlut Framhald af 7. síðu. á borði, þótt hann sé óvéfengj- anlegur hvað snertir tilkall þeirra til þess arna. Eg tel þess vegna alveg óhjákvæmi- legt að rikisvaldið skerist hér í leikinn og greiði götu þess að þessi vanskil, sem að veru- legu leyti eru ríkisvaldinu sjálíu að kenna og a. m. k. öllum aðilum fremur að kenna en sjómönnunum, beri á því nokkra ábyrgð að ná nú fram réttlæti i málinu. Þess vegna hef ég flutt þá tillögu, sem hér liggur fyrir og að efni til má greina í þrjú atriði, í fyrsta lagi að ríkið viðurkenni rétt sjómanna til þess arna og ákveði að skerast í leikinn um að hiuti sjómanna Verði komið til skila, í öðru lagi kveður tillagan á um það, hver fram- kvæmd í aðalatriðum er nauð- synleg til þess að árangur ná- ist, og í þriðja lagi kveður til- lagan svo á um það, hver eigi að bera kostnaðinn af þessari innheimtu, sem sýnilega. hlýt- ur í>ð verða kostnaðarsöm úr því sem komið er. Eg vil bá, með leyfi hæstvirts forseta, lesa yfir þingsályktun- artillöguna: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að undirbúa og framkvæma svo fljótt sern vei'ða má leiðréttingu þeirra mistaka að sjómenn hafa ekki fengið greiddan hlut sinn úr andvirði þeirra innflutnings- réttinda, sem fjárhagsráð aug- lýsti að boði ríkisstjórnarinnar í Lögbirtingablaðinu 8. marz 1951 og í meginatriðum hafa verið í gildi síðan og almennt nefnast bátagjaldeyrisreglur. Framkvæmd málsins verði í meginatriðum hagað þannig, að sjómannafélögunum verði fal- ið iið safna saman kröfum við- komandi sjómanna, hverju á sínu félagssvæði og frá þeim sjómönnum, sem samningar þeirra ná til. Leggi féiögin síð- an rökstuddar kröfur fyrir rik- isstjórnina eða þá aði'.a, sem hún kann að tilnefna. Rikis- sjóður greiði út hinn vangoldna hlut ásamt 6% ársvöxtum frá þeim tíma þegar eðlileg greiðsla hlutarins hefði ítt að fara fram. Ríkissjóður endur- krefji svo hlutaðeigandi út- gerðarmenn eða útgerðarfélög um þá upphæð er hann greið- _ ir þeirra vegna. Kostnaður all- ur við framkvæmd málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með I talin greiðsla til sjómannafé- laganna fyrir þeirra þátt í , leiðréttingu þessari, og skal sú • greiðsla ákveðin 5% af kröfum þeim, sem þau leggja fram og færa sönnur á, auk áfallins málskostnaðar eftir reikningi. Það er á allra vitorði hvern- ig sjávarútvegurinn er staddur í dag að þvi er varðar ráðn- ingu dugandi manna í skip- rúm. Jafnvel þeir sem til þessa hafa sýnt hina ábyrgðarlaus- ustu framkomu gagnvart hinu vinnandi fólki í landinu og sjómönnum þó alveg sérstak- lega er nú farið að skiljast að eitthvað sé að, þegar þeir líta yfir árangur sinna stjórnar- starfa. í dagblaðinu Vísi var í gær forystugrein, þar ' sem drepið er á ástandið í málefn- um útvegsins og togaraútgerð- in einkum rædd, en þótt skór- inn kreppi þar hvað harðast um þessar mundir, gegnir nokkuð svipuðu máli um báta- útveginn. Vísir veltir ástand- inu fyrir sér, spyr og svarar, með leyfi forseta: „Hvaða meinsemd er að gera vart við sig í atvinnumálum vorum? Ilvað er að fara úr skorðum i atvinnukerfinu, úr því að við getum ekki lengur fengið nógu - marga menn til þess að stunda aðalatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn. Þannig spyrja margir í dag, sem af alvöru reyna að gera sér grein fyrir hinu raunveru- lega ástandi i atvinnumálum. Togarafloti landsmanna stend- ur nú svo höllum fæti að flest skipin munu rekiri með tapi, sum með stórtapi. Slíkt getur ekki stáðið til lengdar. Ein meginástæðan er sú, að flotinn hefur aldrei verið í eins miklu mannahraki og nú. Hafa því flest skipin neyðzt til þess að taka óvana menn, sem ekkert kunna til sjóvinnu, og hafa af- köstin við veiðarnar mikið minnkað af þeim sökum. Þeir sem nokkúð þekkja til útgerð- ar, vita að slíkt getur riðið baggamuninn, hvort skipin bera sig eða tapa. Varla getur leikið á tveim tungum, að hér er að gera vart við sig þjóð- félagsmeinsemð, sem verður að gefa gaum. Hér er um aðvör- un að ræða, sem ekki hefur enn verið alvarlega sinnt. Vér verðum að gera oss glögga grein fyrir, hvaða ástæður liggja hér til grundvallar og leiðrétta misvægið strax, þar sem það er, og á þann hátt lækna meinið, áður en það grefur svo um sig, að alvarleg hætta stafi af. Ef við viljum frekar stunda aðra atvinnu en þá, sem þjóðinni fyrst og fremst er nauðsyn til sjálfs- bjargar, þá verður að leita ástæðnanna til þess. Ástæðan hlýtur jafnan að vera fyrir- brigði, sem er hættulegt efna- hagsþróun landsins, þegar til lengdar lætur“. Þetta voru orð dagblaðsins Vísis, og vænti ég, að enginn væni mig um, að ég sniðgangi þá álit andstæðinga minna um Móðir olckar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Strandarhjáleigu, lézt '13. marz á heimili sínu, Nýlendugötu 13. Jarðarförin fer fram föstudaginn 19. marz og hefst kl. 15.30 í Fossvogskirkju. Ársæll Sigurðsson Jónina Narfadóttir Margrét Ottósdóttár Ingólfur Árnason Tónleikar Erindi Fmmsýning það, hvernig málefnum útgerð- arinnar er komið í dag. Til þess að þeim mönnum, sem að þessum hugleiðingum standa, sjáist síður yfir eitt aðalatrið- ið í þessu vandamáli, því þess eru dæmi, áð jafnvel hinir gleggstu menn láta sér sjást yfir nærtækar skýringar, þá bendi ég hér með á þau bola- brögð, sem sjómenn voru beitt- ir í sambandi við bátagjald- eyrinn, og það í ráðherratíð eins nánasta aðstandanda þess dagsblaðs, sem nú virðist, góðu heilli, sjá þess nokkra þörf, að dugandi sjómannastétt sé til í landinu. Enda þótt skiln- ingurinn virðist nokkuð ein- skorðaður við taps- og gróða- reikning togarafélaganna, skal að óreyndu ekki ætlað, að þeir, sem hugsa í alvöru um þessi mál, 'telji það heillavænlegt, að ríkisvaldið sitji yfir umsömd- um hlut sjómanna. En yfirsjón- ir í stjórnarstörfum eru mann- leg fyrirbrigði, og tjáir ekki um þær að sakast endalaust. Það skiptir hins vegar megin- máli, að þegar staðreyndir hafa sannað, hvað rétt er í hverju máli, þá sé mannlega brugðið við til að leiðrétta það, sem hægt er að laga, og ekki þrjózk- azt við með þrákelkni eða leitun fánýtra afsakana fyrir afglöp- unum. Eg held því engan veg- inn fram, að samþykkt og framkvæmd þessarar tillögu mundi leysa vandamál íslenzka sjávarútvegsins eins og þau eru í dag, því fer fjarri, en spor væri það í áttina að því marki að sannfæra sjómenn um, að störf þeirra væru metin að verðleikum og réttindi þeirra virt af ríkisvaldinu. Austurbæjarbíói, sunnu- aginn 21. marz kl. 3 e.h. LIGGUB LEIBIN Húsið opnaS kl. 2.45. Verður þá leikinn 3. kafli úr píanókonsert eftir Tatjönu Nikólajevu Einleikari: Höfundur Síðan verður leikinn 3. kafli úr fiðlukonsert eftir Rokóv. — Einleikari: Davíð Ojstrak. * Erindi Sigurðar Blöndal Um Sovétkvikmyndir hefst klukkan 3 Að því loknu hefst: FRUMSÝNING í REYKJAVÍK á nýrri kvikmynd „Djarfur leikur" > Mjög skemmtileg fjöl i leikamynd í Agfa-litum TIL > Aðgöngumiðar í bókabúð 'um Máls og menninga ’og KRON og í skrifstof MÍR kl. 5—7. Stjórn MfR Framhald af 1. síðu. sjálfsagður hlutur, eins og efna- hagsmálum og félagsmálum var þá komið á íslandi, er ísland var hluti af danska ríkinu með sam- eiginlega höfuðborg og sameig- inlegan háskóla, að handrítin yrðu geymd í Kaupmannahöfn. ~k Nú er ísland sjálfstætt ríki, á sinn liáskóla og getur sjálft geymt handritin og rannsakað þau. Þessvegna á * fsland að fá eign sína aftur. Danmörk, sem á sjálf í ríkum mæíi söguminjar og söfn um fortíðina, getur okki verið þekkt fyrir annað en að verða við óskum íslenzku þjóðar- innar. Það verður sjálfsögð réttlætisathöfn í garð lítill- ar þjóðar, sem hefur skapað þau verk, sem einna hæzt ber á Norðurlöndum, en á ekki sjálf neinar minjar um for- tíð þjóðar sinnar og söguleg afrek forfeðranna.“ SÉOog LIFAÐ LÍFSREYNSU-M&NNRAUNIRSFINTÝRI Marz-heftið er komið út, 36 síður, 8 myndir, 10 greinar. EFNI: í dagrenningu, smásaga eftir Chaplin. Raunasaga sundkappans og ikonu hans, eftir Bennet Haye. Clfurinn einmana ævisaga Hróa hattar Bandaríkj- anna, eftir Kenneth King. Vinur á raunastund, eftir Georgette Kell. Gamli mað’urinn og hin unga brúður hans. Hvað varð um Clöru Burgh? Græddi milijónir í spilum. Örlög fjárhættuspilarans. Eg- hafði gefið upp alla von, eftir Helen Hayes. Skammbyssa í liendi fagurr- ar konu. Hvernig blaða- maðurinn bjargaði lífi sínu. Svona er listamannalíf stundum. Saga af Ethel Barrymore og manni hennar. Fjöldi smágreina, mynda og annan-a frásagna. — Allt samiar sögur af Hfsreynslu, mannraunum og ævintýrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.