Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJIÍTN — Þriðjudagiír lé. marz *Í954 —— Útgefandi: Sameininprarflokkur alþýðu — Sósíalistaf’okkurirn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, augJýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmriðja Þjóðviljans h.t Játning Þárarins Tímaritstjóra FtTÍr skömmu let’fði Þjóðviljinn sér að vekja á því nokkra athygli hve orð og gerðir Framsóknarforkólfanna. stöngnðust illilega á. Á það var bent með óyggjandi rökum a.ð í síðustu bsejarstjómarkosningum, og ratrnar flestum kosningum sem fram fara í landinu, lagði Tíminn og málsvarar Framsóknar mikla áherzlu á að tel.ia almenningi trú um að Framsókn væri ekki aðeins andstöðuflokkur íhaldsins heldur það afl meðal aml- stæðinga þess sem það óttaðist mest. Jafnframt var sýnt fram á hvemig forkólfar Framsókna.r framkvæma íhaidsandstöðu sina í verki að kosningum loknum. í þremur kaupstöðum af fjórum mögulegum ly-fti oddaaðsta.ða Framsólcnar íhaldinu í valdastólinn þótt kjósendur hefðu afþakkað forsjá þess í sjálfum kosningun- um. Þannig afhenti Framsókn ílialdinu völdin í Vestmannaeyjum, Keíla\ák og Siglufirði. Á öllum þessuni stöðum ræður íhaldið bæjarstjórnuinim þrátt fyrir sína minnihlutaaðstöðu meðal kjós- «nda og í bæjarstjómunum. Það er hin hjálpandi hcnd Fram- sóknar sem hér er að verki alveg á nákvæmlega sama hátt og Framsókn veitir flokki braskaranna og milliliðanna forystu- aðstöðu á sviði landsmálanna j>ótt hann hafi verið í minnihluta á Alþingi síðan 1927 og sé enn. Og í framhaldi af þessu var þeirri spumingu varpað fram hcr í blaðinu hvað Framsókn hefði gert ef svo hefði til tekizt að hún hefði hlotið oddaaðstöðu í bæj- •arstjómarkosningenum í Reykjavik. Af fenginni reynslu varð ekki önnur ályktun dregin en forkólfar Framsóknar hefðu hér eins og víöast annarsstaðar gerzt hækja ílialdsins og fyrirskip- að fulltriia sínum að ganga til samstarfs riö liðskost auðmanna- stéttarinnar í bæjarstjóra. Viðbrögð Tímans rið þessum hógiræru ábendingum urðu með þeim hætti að ekki verður annað sagt en þau staðfesti fuilkom- lega aðvörunarorð Þjóðviljans til þeirra fylgismanna Framsókn- arflokksins sem ætla honum annað hlutverk en að ]>jóna undir spilltustu ihaldsöflin. í svartleiðara Tímans s.J. laugardag, sem fjallar um þetta mál, er ekki gerð nokkur tilra.un til að færa rök fyrir þvi að Framsókn hefði ekki gengið í eina sæng með íliaidinu hefði það þurft á því að lialda. I þess stað segir Þór- arinn Þórarinsson að þótt na.uðsynlegt sé að berjast gegn íh.aid- inu sé hitt. þó langtum mikilsverðara að herða baráttuna gegn sósíalismanum, sem Þórarinn af alkunnri þekkingu sinni og vel- vild, segir lesendum sínum að sé „öflugasta og afturhaldssam- asta íhaldsstefna nútímans“. Eftir þessa játningu Tímaritstjórans þarf enginn að vera leng- ur í vafa um hvað Framsóknarforkólfamir hefðu gert ef íháldið hefði þurft á aðstoð þeirra að halda til þess að verja. valdaað- stöðu sína í Keykjavík. Til riðbótar henni taJa staðreyndimar frá Vestmannaeyjum, Keflavík og Siglufirði sinu skýra og ó- íriræða má!i. öll rök hrJga að því að cirmig hér hefði Framsókn bjargað ihaldinu frá því að þurfa að skila af sór völdunum og þannig komið í veg fyrir þá stefnubreytir.gu og nauðsynlegu hreingerhingu í spillingarbælum íhaldsmeirihlutans sem allir heiðarlcgir íhaldsandstæðinga r telja óhjákvæmilega. Og rökin fyrir þessari afstöðu liggja þegar fyrir. Þau gefur a.ð lita í svartleiðara Þórarins Tímaritstjóra á laugardaginn: Það er hin mikla nauð.-yn að herða umfrom allt annað baráttuna gegn sós- la.Iismanuni og verkalýðshreyfingunni „öflúgustu og afturhalds- sömustu íhaklsstefnu nútímans". Játning Þórarins Þórarinssonar sýnir betur eo flest annað srm hirzt íiofur í Tímanurn um langan tíma bve óralangt nú- veraiídi' forysta Framsóknar er komin frá upphaflegum stefnu- mrnðum flokksins. Hægum en örúggum skreftim þefur verið hald- ið með hútn gamla stéttarflokk íslenzkra bænda inn í.lierbúðir. auðmannastéttarir.nar. Helztu foringjar lians eru tengdir mátt- arstólpum ilialc's og afturhalds trauetum órjúfandi blóðbc-ndum sameiginlegs grððabralls og s’.iipting herfangsins náJcvæmlega skípulögð þannig að báðir mega vel við una. Æðsta boðorð Framsoknar er óbrigðull fjandskapui’ rið íslenzkan verkalýð, samtök hans og frelsisbaráttu alla. Sósíalisminn s’.cipar nú það rúm í hugmyndaheimi Framsóknar sem íba.Idið og „Filistear" skipuðu forðum daga. Slíkar eru afleiöingar þess að vera orönir hluthafar í arðránsa.ðstöðu ]>ess auðmannavalds sem Framókn beindi í upphafi geiri sínum gegn en hefur nú að fullu geflzt upp fyrir. í síðasta þætti vítti ég frétta- þjónustu Útvarpsins i'yrir það að þegja um kosningar í fylki einu í Xndlandi, þar sem kom- múnistar og bandamenn þeirra unnu stórsigra, en halda hins- vegar á loft sem stórfrétt full- yrðingum bandarískra stjórnar- fulltrúa um það, að kommún- isminn væri á undanhaldi í Asíu. Fréttastjóri Útvarpsina hefur gefið út ýfírlýsihgu, þag sem hann segir, að þessi um- mæli mín séu ekki á rökum byggð og tilnefnir dag, er frétt um nefndar kosningar hafi verið flutt í hádegisútvarpi. Ég efa ekki, að fréttastjóri segi hér rétt frá, en éc er einn þeirra mörgu, sem engan vinnudag vikunnar hafa tækifæri til að hiýða hádegisúivarpi. En ég hlýði fréttum kl. hálfníu á morgnana, kl. 20 og 22 á kvöld- in. AUar meiriháttar fréttir eru fluttar í flestum eða öllum fréttatímum dagsins, og fré'tt- ina um röklausa fullyrðingu bandaríska fulltrúans heyrði ég ekki sjaldnar en þrisvar. þótt ég missti af hádegisfrétt- um. í tilefni af yfirlýsingu fréttastjórans um að kosninga- fréttin hafi aðeins verið flutt einu sinni og það í hádeginu, þegar einna fæstir hlusta, leyfi ég mér að leggja fyrir hann eft- irfarandi spurhingar: ). Þótti Frétlastofunni kosn- ingarnar í Indlandi miklu ó- merkari tíðindi en röklaus kjaftháttur bandarísks stjórn- máiafuUtrúa, sem endurtekinn var í hverjum fréttatímanum af öðrum? 2. ílvaða reglum fylgir Fréttastofan um endurtekningu frétta? Endurtekur hún fréttina eftir sjálfstæðu mati á frétta- gildi hennar? Eða endurtekur hún hana jafnmörgum sinnum og brezka útvarpið hefur hana yfir? Eða eru það stjórnaryfir- völdin, sem látin eru segja til um það, hvort fréít, sem ekki er í vil bandarískri stjórnar- stefnu, og þar með íslenzkri, megi segjast einu sinni? Og voru það þá ef til vill mistök, að fréttin um sigur kommún- ista í Indlandi, slapp í gegn? Þó að vísu ekki hættuleg mis- tök, þar sem hún flæktist í há- degisútvarpið, þegar fæstir hlusta. Annars var fréttaflutningur með bezta móti þessa viku. F.n það er meira, en sagt verður um aðra þætti Útvarpsins. Það eitt var ágætt, sem ékki getur verið öðruvísi en ágætt, svo sem lestur útvarpssagnanna, þá einnig móðurmálsþátturinn. Þó er ég ekki að öilu ánægður rneð niðúrstöður af viðræðum þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Friðriks Hjartar um „að halda áíram“ og hvaða fall eigi að fýlgja, Málið er ekki eins einfalt og mér virtust þeir taka það báðir tveir. Agreining- urinn ætti ekki. að vera um það, hvort alllaf skuli vera nefnlfall, heldur hvenær a að vera nefnifall. Persónur halda afram, en persónuléysingjum er haldið áfram. Maður heldur á- fram að berjast, en styrjöld er haldið áfram. Ég mælist til, að þessum uniræðum verði haldið áfram, og ég mælist til, að Bjarni Vilhjálmsson haldi þeim áfram. Utan fastra liða var eitt er- indi ágætt: Fjarlæg lönd og framandi þjóðir eftir Rann- veigu Tómasdóttur. Kynning fjarlægra landa og þjóða hef- ; uí ekki þðru sinni komið f-ram í yndislegra formi og á list- rænni hátp —] Rrindi Péturs! Sigurðssonar var ómerkilegt í alla staði og andstyggilegt með köflum. Ég held, að Pétur Sig- urðsson sé eini maðurinn a íslandi, sem ótvírætt hefur sannað hvað eftir annað, eða nánar til tekið: jafn oft og hann hefur komið í Útvarpið, að hans andlega innrétting er á þá leið, að hann getur aldrei orðið útvarpshæfur. Er mér það því íullkomin ráðgáta, hvernig Útvarpsráði getur dott- ið i hug að hleypa honurn þangað. Ómerkilegheitin eru einkum í því* fólgin, að maður- inn cr alltaf með á vörunum al!t það böl, sem mannkynið þjáir í bráð og lcngd, og býr undir þau úrslit, að hann íinni bót við öllum bölvunum heims- ins með einu lausnarorði. Og svo kemur lausnarorðið. Ef allir menn eru góðir, þa er allt böl leyst. En hver það er, sem á nð gera mennina góða, það er sennilega jafnvandleyst mál og vandinn, sem mýsnar stóðu frammi fyrir í gamla daga, þegar utvega átti mús til að hcngja bjölíuna á kött- ínn. Varla mun-Pétri treystandi. til að endurfæða mannheim til mannkærieika, því að hatur virfiist honum mikil ástríða. Nú mætti svo virðast, að 'svo mikill trúmaður, sem Pétur þykist. vera, gæti fengið hat- ursþörf sinni fullna>gt með því að stefna henni á djöfulinn, hvaðan all.t illt kemur í þenn- an heim. En stéttvísi hans virðist meina honum þær að- gerðir, heldur sér bann það nær að láta Jósep Stalín verða þolanda heiptar sinnar. Verð- ur þáð að teljast fremur til- efnislítið og miður smckklcgt í erindi almenns eðlis, þar sem um er að ræða mann, sem meiri hluti mannkyns mun telja í hópi mestu velgerð'armanna mannkynsins og er auk þess ekki lengur í tölu lifenda. — Ég vildi beina því til Vilhjálms Þ. Gíslasonar, hvort hann vildi ekki draga frá minúturnar, sem hann Pétur talaði, þegar hann telur saman mínútur hins talaða orðs að árinu loknu, og skipa þeim mínútum í nýjan flokk, sem hefði á sér ÓORÐ. Kyöldvaka Búnaðarféiagsinp var hin áheyrilegasta, fróðleg á ýmsan . Iiátt, og skemmtileg. Hún kynnti endúrmínningar um forna menningu, og Guð- mundur Ingi dró skáldlega upp mynd af sveitasælunni. Þegar allar sveitir landsins eiga söng- kór á borð við Biskupstungna- kórinn, þá er söngmálum meða) sveitaalþýðunnar vel komið. —: Á erindi Bændavikunnar hafði ég ekki skilyrði að hlýða nema á laugardaginn. Ef á hverjum degi hafa verið flutt jafnmerk erindi og Unnsteins Ólafssonar, þá hafa þær stundir verið með beztu stundum vikúnnar. Akureyrardagskráin var góð, gott að hlýða söng Ingibjarg- ar Steingrímsdótur og píanó- leilc Margrétar Eiríksdóttur, enda er hún þjóðkunn Lista- kona á þvi sviði. Nú hafa þeir Akureyringár fengið nýjan þul, látlausan, skýran og hressileg- an. En hann þyrfti að afla sér öryggis i að beygja orðið dóttir. Laugardagskvöldið var ákaf- lega angurvært. Leikþátturinn var ekki eins áhrifamikill og manni gæti virzt sakir standa til, og var þó hvorki leikara né leikstjórn um að saka. Saga. Överlands er ágætt lisíaverk, vafamál, að Þorsteinn Ö. hafi öðru sinni lesið betur, og er þá rnikið sagt. Sjúklingum vil ég flytja þakkir fj’rir val margra ágsrira laga, sem gott er á að hlýðn. En gott þætti það fleirum en mér, ef Ingibjörg Þorbergs léti ekki reka lestina það óskalag- ið, sem líkur væri fyrir, að minnstan hljómgrunn retti í brjóstum almennings yfirleitt, og skiptir þar engu máli, hvórt platan hefur metsölu einhvers- staðar úti í heimi. Á sjúkra- lögin hlýða allt aðrir en þeir, sem fíknastir eru í brezka dæg- ursöngvara. G. Ben. er Ölluin þeim nazr og fjœr, sem á síðasta afmœl- isdcai mínum vorkennd-u mér og samhryggöust með mér, hvoft heldur var með styrkiandi blaða- greinum, sniðugum skeytum, hjariahlýjtim bréj- um, rituðum með eigin hendi, gleðjandi símtölum, upplyftandi innlitum, gjöf nirvananálœgjandi drylckja, marglitum blómum, livítum hesti, báii með fiskimanni á (symbólskt) eður smart baró- metri, svipuöu pví, sem er utan á Shéllliúsinu í Ko.upmannahöfn, — tjái ég mínar suðursveitar- legustu þakkir og bið góðan Guð ao endurgjalda þeim öllv.m af ríkdómi sinnar vizku eður síns' kœr- leika eður máttar, allt eftir því, hvaö hann sér liverjum þeirra bezt henta. Gjört fýrir framan barómetriö. 15. marz 1954. Þórbergur Þórðarson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.