Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 5
inmoÍRÍ-Ít -:Ho IibantV. öÍlBÍ ÍV'Í J * ]'* ; ÍJV: r.r sAbí’> ímrúibubi::: ;i(V[ __________________________________________________________________________________________________________ Þriðjudagur 16. marz 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Vestrænt lýðræði í algleymingi: Frakkar senda þýzka naz Danskur vélstfóri kæsir glæpafiamfesði fsaaska. hesslas. fyiir Eauða Is©ssmum @g SameÍEuðu þjéðunum Danskur vélstjóri, Wérner Jakholm, er nýlega kominn heim til Danmerkur, eftir ævintýralegan flótta frá Indó- Kína, en þar barðist hann í stríöinu í frönsku útlend- ingahersveitinni. Hefur hann skýrt frá ógnum stríðsins í blööum og útvarpi, og kært til Rauöa Krossins og sameinuöu þjóðanna glæpaframferöi frönsku hermann- anna þar. B&ns á sk&uiums“ÍÞróttln áh™r vetna marga aoaa- endur, enda er fátt þokkasælla en að sjá skautavals vel dansaðan. Öðrum finnst þó meira tiX þess koma að sjá skautastúlkur hnita hrlnga á svelli. Myndin hér að ofan er af norskrl skautastúlku í Kaupmannaliöfn, en myndin til hægri er frá Danmerkur- keppni í dansi í K.B.-salnum í Kaup- mannahöfn. Hæstiréttur Dana bindur endi á þrætumál jö ára málalerli til að fá dreng ð til móður siunesr Hæstiréttur Danmerkur hefur nýlega dæmt í máli þýzks drengs, Paul Schröter, sem mikla athygli hefur vak- ið þar í landi og víöar, og staðfest dóm undirréttar aö honum skuli skilað til móður sinnar. Hann segir m. a. í viðtali við „Aftenbladet“: „Hermennskuþjálfunin er einsk is virði, en þjálfunin í slags- málum og hrottaskap er skyldu- námsgrein. Sá sem bíður lægri hlut í áflogum, fær refsingu. Franskir borgarar í Norður-Af- ríku líta á menn útlendinga- hersveitarinnar sem eitruð kvik- indi, enda þótt hann sé að berj- ast fyrir Frakkland ... En of- belai og glæpir geta aldrei verið heiðarleg barátta fyrir Frakk- land. . . Þegar við vorum sendir til Indókína til að berjast þar, lögðu liðsforingjarnir áherzlu á að þegar þangað kæmi, væri okkur frjálst að nauðga hverri konu sem við hittum á leið okkar, og drepa hana síðan. Og sá sem ekki væri til í það, hefði ekki hæfileika til þjónustu í útlendingaherdeild. . . Ég sá í Indó-Kína hvernig þeirri skipun var framfylgt. í okkar deild í Mascara í Afríku, þar sem þjálfunarbúðirnar voru, vorum við 300 saman, og um 70%voru ungir Þjóðverjar. Dag nokkum var okkur ekið til her- Hann missti bœSi stúlkuna og peningana Politiken flytur þessa fregn: Indverskur sjómaður, heimil- isfastur í London, sneri sér til lögreglunnar í Ódense og krafð- ist hjálpar hennar til að fá kom- ið í kring óvenjulegri verzlun. Hann heldur því fram að hann hafi keypt 19 ára stúlku þar í borg, fyrir 3000 krónur. Hann dvaldist í Ódense fyr- ir tveimur árum og kynntist þá stúlkunni, en faðir hennar var andvígur ráðahagnum. Síðan hefur sjómaðurinn sent stúik- unni dýrar gjafir og peninga, frá ýmsum stöðum víðsvegar um heim, að verðmæti samtals 3000 krónur og fjölda bréfa sem var þó aldrei svarað. Nýlega kom hann svo sjálfur til Ódense, en hvorki stúlkan né faðir henn- ar vildi heyra hann eða sjá. Lögreglan kvaðst því miður ekk- ert geta í málinu gert. Indverjinn hafði ekki peninga til að kosta farið til London, dn það bauðst faðir stúlkunnar til að greiða, en annars var „kaup- verðið“ uppnotað, og Indverjinn varð að snúa heim við svo búið. flutningaskipsins, og fluttir ti! Indó-Kína. Farið var með okkur í her- búðir um 50 km. frá Saigon. Þar hófust lifnaðarhættir svo auðmýkjandi og smánarlegir, að sennilega verður maður aldrei samur maður. En ég sór, að slyppi ég út úr því helvíti, væri það skylda mín sem manns að berjast upp frá því gegn ofbeldi og spiliingu. Handsprengja í brunn gegn konum og börnum Dag nokkurn var ég í leit- arflokki, sem átti að leita að skæruliðum, fyrirliði hópsins var Spánverji. Við fórum fram- hjá brunni, litum niður í hann og sáum fjórtán fimmtán manns á brunnbotninum, allt konur með böm sín. Þær höfðu flú- ið niður í brunninn undan loft- árás á þorpið, en hann var nærri vatnslaus. Þau voru tekin upp til yfirheyrslu, en gátu ekki annað sagt en að karlmennirnir úr þorpinu, þeir er við leituðum að, hefðu flúið fyrir tveim dög- um. Spánverjinn skipaði kon- unum og börnunum að fara aft- ur niður í brunninn, og var mér skipað að halda vörð við hann. Nokkru síðar kom fyrirliði sveitarinnar þar að, franskur liðsforingi. Hann spurði til hvers ég stæði þarna og ég útskýrði málið. Hversvegna er fólkið ekki skotið? spurði hann. Ég svaraði, að þetta væru allt konur og börn. — Eins og það breyti nokkru, sagði hann. Um leið þreif hann hand- sprengju og henti niður í brunn- inn, sem hrundi saman við ó- skaplega sprengingu. Ég sneri mér undan og kastaði upp. Þá nótt afréð ég að flýja hvað sem það kostaði.“ S.S.-menn og þýzkir stríðsglæpamenn f viðtali sem haft var við Jak- holm í danska útvarpinu 7. þ. m. fullyrti hann að 99% ' af íbú- um Indó-Kína væru -andvígir Frökkum. Hann aðvarar eindregið landa sína að láta blekkjast til að ganga í útlendingaherdeildir Frakka: „Ég lét tælast til þess í trú á þann félagsanda sem þar ríkti, en fann ekkert annað en hrottaskap, drykkjuskap og aðra mannlega niðurlægingu meðal manna sem flestir voru fyrrver- andi S.S.-menn, þýzkir stríðs- glæpamenn og ungir Þjóðverjar, sem flúið höfðu frá Vestur- Þýzkalandi.“ Dönsk kona, frú Ragna Bierkart, hafði fengið drenginn á barnaheimili í Þýzkalandi meðan móðir hans var fangi í 230 milliónir úhfarpstœkja Talið er að um 230 milljónir útvarpstækja séu nú í notkun í heiminum. Þaraf, segir í hag- skýrslum SÞ fyrir 1953, eru 120 milljónir t.ækja í Norður- Ameríku, 70 milljónir í Evrópu, 16 milljónir í Asíu, 5 milljónir í Suður-Ameríku, 3 milljónir í Ástralíu, 2 milljónir tækja í Afríku og afgangurinn í Sovét- ríkjunum. Af 110 milljónum við tækja í notkun í Bandaríkjun- um er talið að 25 milljónir séu í bifreiðum. Haimsékiiir á épiism Aðalforstjóri Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammarskjöld, hefur skipað þriggja manna nefnd til að rannsaka aðferðir til að ákve'ða uppruna ópíums. Hefur það oft hina mestu þýðingu til að hefta út.breiðslu opíums og aiinarra deyfilyfja, að geta. ákveðið með fullri vis^u, hvar opíumið var rækta.ð. I r.ef.nd þessari eiga sæti efnafræðingarnir Dr. Axel Jermstad frá Noregi Di'. P. S. Kristhnan frá Indlandi og Dr. Lydon Small frá Bandaríkjun- um. fangabúðum nazista. Frúin giftist liðsforingja úr þýzka hernum og þegar 1945 fékk barnaverndin danska tilkynn- ingu um að hún hefði komið með dreng frá Þýzkalandi og ættleitt hann. Létu yfirvöldin sér nægja munnlega yfirlýsingu um þetta, en hefði málið verið rannsakað, hefði Paul komizt til móður sinnar á barnsaldri, en hún slapp úr fangabúðunum er naz- istarnir hrökkluðust frá völdum. En i nokkur ár leitaði frú Schröter árangurslaust að drengnum og loks er hún fann hann, neitaði fósturmóðirin að sleppa honum. 7 ára málaferli Úr þessu urðu langdregin málaferli, sem staðið hafa allt frá árinu 1947 til 8. þ. m., að hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Samhljóða dómur var kveðinn upp þegar 1952, en barnavernd Kaupmannahafnar hafði þá skyndilega fengið áhuga fyrir örlögum Pauls litla og beitti sér gegn framkvæmd dómsins, með tilvitnun í þá lagagrein, að ekki megi „án skynsamlegs tilefnis" taka barn af góðu fósturheim- ili. Barnaverndin lét sér ekki segjast og lýsti Paul tekinn í þess vernd og fékk frú Bierkart hann til gæzlu. Hæstiréttur á- taldi þessa ráðstöfun barna- verndarinnar og taldi hana ó- löglega. Drengurinn var tveggja ára þegar hann var tekinn frá móð- ur sinni, en er nú tólf. Lögfræð- higur móður hans segir í viðtali 10 :■ við dönsk blöð að allt verði gert til að fá samvinnu við frú Bierkart svo heimilisskiptl drengsins verði honurn sem auðveldust. Lækniriim sem fann blóSflokkana heiSraðnr í Tékkóslóvakiu var nýlega frumsýning á nýrri kvikmynd, sem fær mjög góða dóma. Nefnist hún „Leyndardómar blóðsins", og fjallar um ævi og vísindastörf dr. Jan Janskys, tékkneska læknisins, sem upp- götvaði tilvist hinna ýmsu blóð- flokka, en sú uppgötvun hefur haft mikla þýðingu í læknavis- indunum, ekki sizt vegna þess að með því var komið í veg fyrir þá hættu sem áður fylgdl blóðgjöfum. Hvert tíunda barn í Banda- ríkjunum þjáist af geðtrufl- unum, segir í skýrslu frá nefnd sem Columbia-háskól- inn setti til að rannsaka sál- arlif bandarískra barna. Verði ekki bægt að kenna foreldrum, börnum og benn- urum að lifa í „samlyndi og virða hvert annað sem ein- staklinga“ er óhugsandi að læknar geti „nokkuð sem heit- ir grynnt á sívaxandi Vand- ræðum af geðtruflnn og vandræðabörnum", segir S skýrslunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.