Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. marz 1954 frá veffíaSarvörudeiId Búðm verSws l@kn§ í nðkksa daga vsgna viSgerSar. vefnaðarvömdeild v___ VÖBUMMMBUIIM Hverlisgötu 26 tilkynnir: Höfum opnað útibú að Hverf isgötu 26. Seljum allskonar niðursuðu- vörur o. fl. Niðursoðnir ávextir, 10,00 heildósin. Sigarettur, 20 stk. pakki, 5,00. Brjóstsykurspokinn 3,00. Konfektpokar frá kr. 6,50. Úrvals appelsínur kr. 6’,00 kg. VÖRtfMAEKABURINN, Hverfisgötu 26 og Hverfisgötu 74. ---mubjm' . “■ w.. BimlGATA G«£IÍIS 5 Þ0RSTEINN ásgrImur - GULLSNÍÐIR - NJÁlSG.'iS-SÍMI 81526 ,ÍllLA*G.r",|l VfSUR Handkuattleiksmót ÍFBN heíst í dag Handknattleiksmót f.F.B.N. hefst í dag kl. 2 að Háloga- landi. Að þessu sinni senda 14 skólar 23 lið til keppni í 5 flokk- um karla og kvenna. í dag verða leiknir þessir leikir: Kvennafl. Kvennask. (A) Flensborg, Gagnfr. verkn. — Verzlunarsk. 4. fl. karla. Gagn frsk. við Lindarg. — Gagnfrsk. Austurb (B), Gagnfrsk. Austurb, (A) — Gagnfrd. Laugánessk. 3. fl. karla. Verzlunarsk. (A) — Gagnfr.sk. Austurb. (A), Verzlunarsk. (B) —Menntask. 2. fl. karla. Samvinnusk. • Iðnsk. í Rvík, Menntask. • Verzlunarsk. Vasrn Fram í úrsiitum 22:18 — Víkingur íéll niður í B-deild IR - Ualur 27:18 Myndin er ekki frá íslandsmeistaramótinu í haridknatt- leik, heldur landsleik Dana og Svía í fyrra mánuði. Aage J-Iolm Pedersen hef ur tékizt a&losa sig við sœnsku varnar- leikmennina og skorar án pess að Brusberg, markmaður Svía, fái að gert. Það mátti sjá á áhorfenda- pöllum að þetta kvöld var ekk- ert venjulegt kvöld þarna í Há- logalandi. Áhorfendur voru ó- venjumargir. Það var fyrst og fremst leikur þeirra Ármanns og Fram sem beðið var með óþreyju. Fram byrjaði vel og efíir 14 mín. stóðu leikar 8:2 fyrir Frarn. En Fram kunni ekki þá list að liafa ró í leik sínum, treysta öryggið fyrst af öilu. Þeir viidu halda áfram að skora en skutu þá oft í tíma og ó- tíma sem varð til þess að þeir misstu knöttinn og þá er hætt- an fyrir hendi. Enda tóku Ár- menningar að sækja sig og ná meiri og meiri festu í leik sinn eftir því sem Framarar urðu órólegri og í hálfleik er svo komið að leikar standa 11:9 fyrir Fram, og á sjöundu mín. höfðu Ánnenningar jafnað 12:12 og nú komst Ármann í forustu. 13:12 en Fram jafnar 13:13 og enn tekur Ármann forustu og enn jafna Framarar. En á 10. mínútu er Hilmaii vikið úr leik en það er meira en liðið þoldi og meðan hann er fjarverandi gera Ármenningar 5 mörk en Fram eitt og þegar hann kom inn aftur stóðu leik- ar 19:15 fyrir Ármann og við þann markamun sat í leikslok. Ármann vann fyrst og fremst á því að hafa meiri ró yfir leik sínum og það þótt illa gengi fyrst til að byrja með. Hand- knattleikur í dag er ekki síð- ur taugaraun en vöðvaátök og fyrir lið, sem eru lík um leikni eru það taugamar sem gera út um það hvernig fer. Hitt er svo lakara þegar áhorfendur taka til að hrópa að leikmönn- um í því augnamiði beinlínis að reita þá til reiði eða gera þá miður sín gjörsamlega að á- stæðulausu. Þetta má ekki henda áhorfendur sem mæta til leiks til að skemmta sér og vilja kalla sig íþróttáunnendur og áhugamenn. íslandsmeistarar Ármanns eru: Eyjólfur . Þorbjörnsson, Kristinn Karlssoei, Jón Erlends- son, Jón Jónsson, 'Karl Jó- hannesson, Þór Steingrímsson, Ólafur Eiríksson, Magnús Þór- arinsson og Stefán Gúnnars- son. IBH - Afturdding 27:23 Leikur þessara sveita varð satt að segja jafnari en búizt hafði verið við. Hafnfirðingar háfa sýnt það góða leiki í vet- ur að meiri yfirburoa hefði mátt vænta. Hitt er líka sýni- legt að Aftureldingu hefur far- ið fram síðan mótið byrjaði enda hafa þeir enga leikæfingu haft í vetur fýrr en í þessu móti, eti með meiri leikjum væri þetta lið mun sterkara. Það óvænta skeði að ÍR vann Val með miklum yfirburðúm. Þeir náðu þegar mun betri tök- iim á leiknum, voru fljótir og skotvissir og sönnuðu að jafn- tefli þeirra við Ármann var ekki allt tilviljun. Þetta ruglaði Valsmenn í ríminu og hafði það þær afleiðingar að leikmenn þeirra voru reknir útaf um tima, tveir í einu og þegar tveir þriðju hlutar fyi-ri hálfleiks voru liðnir, var Val Benedikts- vikið af leikvelli það sem eftir var svo Valsmenn léku enn færri. En það merkilega skeði að þeir unnu síðari liálfleik með einu marki. Þessi sigur ÍR-inga varð til þess að Vík- ingur féll niður í B. deild og mutiu það ein mestu tíðindi þessa móts, þar sem vitað er að þeir eiga einna leiknasta menn í liðum mótsins. Stig félaganna í A-deild urðu: Ármann 8 st., KR 6 st., Fram 6 st., Valur 4 st., ÍR 3 st. og Víkingur 3 st. I B-deild urðu stigin: Þróttur 4 st., IBH 2 st. og Afturelding 0 st. Hátíðahöld Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur í tilefni 55 ára afmælig félagsins hófust á sunnudaginn í íþróttaskál- anum vio Kaplaskjólsveg að viðstöddu fjölmenni, meðal gesta voru forsetahjónin. Setningarhátíðin hófst me'ð því að KR-ingar gengu fylktu liði undir fáná imi í íþrótta- salinn, en á nieðan lék Lúðra- sveit Reykjavikur undir stjórn Paul Pampichlers KR-marz- inn eftir Markús Kristjáns- son. Þessu næst flutti for- maður KR, Erlendur Ó. Pét- ursson, stutt ávarp, Lúðra- sveitin lék nokkur lög, f>'m- leikaflokkur drengja úr KR sýndi leikfimi undir stjórn Þórðar Pálssonar, Karlakór- inn Fóstbræður söng undir stjórn Jóns Þórarinssotiar Á- vörp fluttu þeir Benedikt G. Waage, forseti ÍSl og einn af stofnendum KR, Bjarni Bene- diktsson meijntamálaráðherra og Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri, en á milli ávarpa sýndi flokkur karla úr KR fimleika undir stjórn Bene- dikts Jakobssonar. Þá ílutti Halldór Haiisen yfirlæknir er- indi i>m gildi íþrótta og loks sýndu glímuraenn úr KR ís- Ienzka glímu undir stjórn J>or- steins Kristjánssonar. Hátfðahöld KR halda áfram í kvöld með frjálsíþróttamóti í íþróttaskála félagsins. Badmmtonmót Reykjavíkur fór fram í húsi KR um helgina Á laugardag hófst forkeppni Badmhitonmóts Reyikjavíkur en á sunnudag var svo keppt til úrslita í öllum greinum. Tvénndarkeppnina vann Júlí- ana Isebarn og Einar Jónsson en þau kepptu við Bergljót Wathne og Þorvald Ásgeirsson. Úrslit 15:9 — 10:15 — 15:5. Var leikurinn mjög vel leik- mn og jafn, sérstaklega var fyrsti leikurinn tvísýnn. I tvíliðaleik kvenna áttust við Jakobína Jósefsdóttir og Unn- ur Briem annarsvegar og hins- vegar Júlíana Isebarn og Berg- ljót Watheie og sigruðu þær síð- arnefndu. Úrslit: 10:15 — 15:13 — 15:5. Var þetta skemmtileg- ur leiknr og vel leikinn frá upphafi til enda. I tvíliðakeppni karla sigurðu þeir Þorvaldur Ásgeirsson og Geir Oddsson þá Lárus Guð- mundsson og Ragnar Þorsteins- son. Úrslit: 15:11 — 15:10. Þeir Lárus og Ragnar eru ungir og eftiilegir menn sem lofa mjög góðu. I einliðaleik kvenna vann Jul- iana Isebarn Gerdu Christen- sen 11:8 — 11:5. Juliana er einn elzti keppandi og félagi í T.B.R. og hefur ætið verið í fremstu röð badminton- kvetina. Hún hefur alla tíð lagt mikla stund á að þjálfa sig, og hún hefur gefið sér tíma til þess þótt hún hafi heimili, bónda og bam að hugsa um. Juliana var því vel að þessum sigri komin. Hún er vissulega gott fordæmi hinum ungu stúlk- um hér í bæ sem eru full treg- ar til iðkunar íþrótta og þá ekki síður badminton. Einliðaleik karla vann Einar Jónsson í leik við Geir Odds- son. Úrslit: 15:7 — 9:15 — 15:9. Fyrir leik þennan var mikill ,,spenningur“ því Geir er mjög efnilegur leikmaður sem undanfarið hefur keppt með Snæfelli úr Stykkishólmi. í þeim viðureigaum hefur Geir unnið Einar tvisvar er þeir hafa keppt. Keppnin var mjög jöfn, tvi- sýn og vej leikin. Einar vann fyrsta leik. Geir’næsta en i auka leiknmn varð Geir að láta í mincii pokann fyrir Einari sem harðnaði er til lokasprettsins kom og vann. Var gaman fyrir Einar að vinna þennan leik því ekki er óiíklegt að hann fari að draga sig til baka í ein- menningskeppni. Rösk 40 ár fara að segja til sín. Annars er árangur Einars athyglisverður því hann byrjaði mjög seint að iðlca íþrótt þessa, en þar hefur sterkur vilji til hjálpað, en hann verður að ikynda imdir alstaðar ef árangur á að nást. Dónjarar voru Brandur Brynj- ólfsson og Vagn Ottóson. Mótið gekk vel og fór vel fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.