Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 12
Alagið á ungfiskmn hefur aukizt stórkostlega Atfiagaiiir Í6rss Jéassoaar fisMlræðings á þorskmerkiiujnm hér við laná í síöasta hefti Ægis ritar Jón Jónsson, í'iskifræöingur, grein um göngur íslenzka þorsksins. Eru þar gefnar upp- lýsingar um fiskimerkingar hér viö land á árunum 1948 —53, en á því tímabili voru merktir tæplega 10 þús. þorskar. Fiskur þessi var á ýmsum aldri, allt frá tveggja ára upp í 15—20 ára, en merkingarnar voru flestar geröar á grunnmiðum og innfjarða. Merkingar á fiski eru aðallega framkvæmdar til að kynnast tvennú: göngum fiskanna og álagi veiða á stofninn. Göngrur ungfisks Mjög mikið hefur verið merkt af uppvaxandi ungfiski, sem ekki hefur náð kynþroskaaldri. Sýna þær merkingar að ungfisk- urinn er afar staðbundinn fyrstu ár ævi sinnar, en þegar kyn- þroskaaldri er náð leitar fiskur- inn úr kalda sjónum til hrygn- ingar í heita sjóinn við vcstur- og suðurströndina. Þessu til stuðnings eru í greininni rakin nolckur dæmi um endurheimtur þorska frá mérkingum, sem gerð- ar voru í Garðsjó, Arnarfirði, Skjálfanda og á Bakkaflóa. Göugur kynþroska fisks Vetrarvertíð sunnanlands byggist á því, að fiskur frá öll- um landshlutum safnast þar saman á tiltölulega takmörkuðu svæði til hrygningar. Endur- heimtur frá merkingu, sem gerð var í Skagafirði í maí 1948, sýna svo ekki verður um villzt, að yfirgnæfandi meirihluti fisks- ins ferðast suður með vestur- ströndinni á hrygningarstöðv- arnar sunnanlands. Af þeim 692 fiskum, sem þá voru merktir, hafa 94 eða 13.6% fengizt aftur. 27 km leió á eiuum degi Dagana 14.—20. apríl 1951 voru merkingartilraunir gerðar við Vestmannaeyjar og í Mið- nessjó, og var fiskurinn þá að hrygna eða kominn mjög ná- lægt hrygningu. Langmestur hluti (88%) þeirra fiska, sem heimtust aftur fékkst vestau við merkingarstaðinn, en þá hafa fleStir haldið norður með vest- urströndinni til baka. Ev greini- legt að mikill hraði er á fiskin- um, því að einn fékkst norður á Hala eftir 23 daga og hefur sá farið 27 km á dag, en annar ' fékkst austur af Langanesi eftir 23 daga og hefur einnig farið 27 krþ á dag. í>að er áberandi hve fáar cnd- urheimtur eru frá norður- ströndinni. Eftir að komið er fyrir Horn virðist fiskurinn hverfa, og vekur þetta. þá spurn- ingu, hvað verði af öllum fisk- inum yfir sumarið og haustið. Um það atriði er mjög lítið vit- að, en Jón Jónsson telur lik- legt að fiskurinn haldi sig mið- sævis í hinu ríka dýralífi þar. Stærð stofnsius Á árunum kringum 1930, þeg- ar stofninn var mjög' stór, var hundraðshluti endurheimtanna afar lágur (2.4%), en endur- heimturnar fara vaxandi með minnkandi stærð stofnsins. Þær voru t. d. komnar upp í 15.2% í merkingunni 1936, en þá var stofninn ekki nema rúm 30% af því sem hann var 1932s — Það er ekki vafamál, segir Jón Jóns- son, að hin gífurlega rýrnun stofnsins á árúnum 1932—37 er að kenna mikilli veiði. Merkingarnar geta einnig sýnt okkur hve álagið á ungfiskinum hefur aukizt stórkostlega. Árið 1.905 voru merktir 391 þorskar í Skagafirði og fengust aftur 15 Framhald á 3. síðu. l’örir Danielsson Aðalfundur Sós- íalistafélags Akureyrar Sósíalistafélag Akureyrar hélt aðalfund sinn nýlega. Stjórnin var endurkjörin, að undanskild- um fráfarandi gjaldkera, er var fluttur úr bænum. Stjórnin er þannig skipuð: Þórir Daníelsson formaður, Björn Jónsson varaformaður, Guðmundur Snorrason ritari, Sigtryggur Helgason gjaldkeri. Meðstjórnendur: Guðrún Guð- varðardóttir, Tryggvi Helgason og Jón Ingimarsson. Þriðjudagur 16. marz 1954 — 19. árgangur — 62. tölublað Tekjur manno í Neskaupstað hœkk&iðu verulega s.1. ór Neskaupstað. Frá fréttaritera Þjóðviljans. Fjárliagsáætiun Ne.slíaupstuðar var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar s.l. föstudag. Niðurstöðutölur fjárkagsáætluuarijnnar eru 2 millj. 150 Jms. kr. Helzti tekjuliður er útsvör, 1 milij. 150 þús. kr. og hafa þau hækkað um 495 þús. kr. frá síð- ustu fjárhagsáætlun. Bæjar- stjórnin gerir sér vonir um að hægt sé að jafna þessari upp- hæð niður án hækkunar á út- svarsstiganum, þar setn ástæða er til að gjera sér vonir um að tekjur bæjarbúa á s.l. ári hafi vaxið til mikilla muna. I-lelztu útgjaldaliður eru þess- ir: Stjórn bæjarins Framfærslumál •Vegamál Tryggingar Menntamál Afborganir skulda Sjúkrahússbygging Framlag til 135 þús. kr. 100 — — 175 — — 280 — — 230 — — 400 — -- 150 ágætur fundur Andspyrnuhreyíing arinnar á sunnudaginn var Andspyrnuhreyfingin liélt ágætan fund urstöðvarinnar s.I. sunnudag. samkomusal Mjólk- Þorsteinn Valdimarsson flutti þar ræðu um heimsfriðai'hi'eyf- inguna og komst þar m.a. svo að orði: MlR-fundur í Austurbæjarbíói á sunnudag: Erindi m sovétkvikmyndir, ný myn Híjómieikar rússneskra tóniistarsnillinga Á sunnudaginn kemur heldur MÍR fund í Austurbœj- arbíói par sem mönnum gefst kostur á aö hlusta á rúss- neska músikj m.a. einn snjallasta fiöluleikara heimsins, ennfremur erindi um sovétkvikmyhdir og sjá eina þeirra nýjustu. Húsið verður opnað kl. 2.45. Tónlistin er vitanlega fhxtt af plötum og hefst með því að Tatjana Nikolajeva leikur 3. liluta Píanókonserts eftir sjálfa sig. Tatjana er Reykvíkingum þegar kiuin, en einnig verður ■ leikinn (af plötum) þriðji kafli fiðlukonserts eftir Rakov og leikur David Ojstrak einleik, en Ágœtur skemmtífundur Sóslalistafélags Rvíkur Næst verður spiluð íélagsvist sunnu- daginn 28. marz Mikið fjölmenni var á skemmtun Sósíalistafélags Reykjavíkur í Mjólkurstöðinni i fyrrakvöld, húsið troð- fullt og mikið fjör. Var þar skýrt frá því að næsti skemmtifundur yrði eftir hálfan mánuð, sunnudaginn 28. marz. f upphafi var spiluð félags- vist af miklu kappi, fjórar um- ferðir og gekk á ýmsu, en að lokinni spilamennsku voru veitt verðlaun, bæði þeim sem flesta höfðu fengið slagina og þeim ■sem lengst höfðu setið við sama borð. Þá flutti Jakob Benediktsson jeand. mag. mjög fróðlegt erindi um handritamálið. Rifjaði hann upp livernig á því stóð að hand- ritin lentu í Kaupmannahöfn, rakti baráttu ísiendinga fyrir endurheimt þeirra og minntist á síðustu atburði. Væntir Þjóðvilj- inn þess að geta skýrt nánar frá frásögn hans síðar. Að lokum var stiginn dans af kappi fram til kl. 1. Ojstrak er einn snjallasti íiðlu- leiicari heimsins, þótt Reykvík- ingar hafi lítil kynni haft af snilli hans til þessa. Sigurður Blöndal fljtur cr- indi um sovétkvikmyndir, en Rússar eru nú almeimt viður- kenndir meðal snjallastra lista- manna í kvikmyndagerð. Að lolcum verður svo sýnd ný sovétkvikmynd í Agfalitum.: Djarfur leikur. Aögöngumioar eru seidir í Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21, Bókabúð KRON, iBankastræti 2 og i skrif stofu MlR, Þingholtsstræti kl. 5 til 7 og ættu félagsmenn í MÍR að ná sér í miða í tíma. Ný Sósialistafé- lagsdeild Nýlega var stofnuð ný sósí- alistafélagsdeild í Fnjóskadal. Stjói-n deildarinnar skipa Páll Gunnlaugsson formáöur, Olgeir Iaáthersson ritari og Kristján Valdimarssoíi gjald- keri. „Ile imsfriða rhrcjflngin e r stærsta fjöldahreyfing, sem vakin hefur verið í veröld- inni svo aí ritað sé og síðan lieuni var hrundið af stað á árinu 1949 hefur hún komið svo víða og margvíslega vjð sögu í öllum heimsmáluni, að veraldarsaga þessn tímabils er eldd hvað sízt hemiar saga,“ Vék hann síðar í ræðunni að því hvemig jafnvel æstustu stríðsæsingamenn hafa orðið að beygja sig fyrir friðarhreyfing- unni og almenningsáliti heims- ius, — beygja sig fyrir kröfu maunkynsins um frið. Gunnar M. Magnúss talaði luest um andspymuhrej’finguna og verkefni hennar og flutti kvæði er ungt skáld hafði sent, nefndist það: Vor og vetur. Þá talaði Gísli Ásmundsson, einn- ig um verkefni Andspymuhreyf ingarinnar og framkvæmd þeirra. Að lokum flutti Karl Guð- musidsson leikari kafla úr leik- riti Einars H. Kvaran: Syndir annarra, kaflann um sölu Þing- vaila. Var flutningi hans ákaft fagnað. IngiR. Jóhannssoii hraðskáhmeistari 1954 Hraðskákmótinu lauk á sunnu daghm með sigrl Inga R. Jó- hannssonar og er hann því foæði skákmcistari og liraðskákmcist- ari Reykjavíkur 1954. Ingi lilaut 22% vinning, ann- ar varð Þórir Ólafsson með 19 vinninga og þriðji Jón Pálsson með 18% vinning. — Þátttak- endur voru 33. bæjarútgerðar 150 — —- Til íþróttavallar- gerðar 50 -— — Fulltrúi íhaldsins sat hjá við atkvæðagreiðsluna urn fjárhags- áætlunina, en lét bóka að hann teldi útsvarsupphæðina eftir at- vikum ekki of háa. (Það hefúr vesalings Mogganum víst ekid verið kunnugt um á sunnudag- inn!) Fulltrar Framsóknar og Al- þýðuflokksins fluttu brevtingar- tillogur um að útsvörin skyldu vera 1 millj. og 500 þús., og að tekið skyldi lán til skulda- greiðslu, en gátu hinsvegar ekki bent á neina möguleika til að fá slíkt lán. Vinsiristjórn í Travancore- Cochin Sósíaldemókratar í Travau- core-Cochin hafa samþykkt að taka þátt í fylkisstjórn vinstri- samfylkingu undir . forystu Kommúnistaflokksins. Samfylk- ingin vaan meirihluta við kosu- ingar til fylkisþingsins nýlega en Kongressflokkuiinn tapaði. Globemaster lend- ir á Reykjavíknr- flugvelli Á sunnudaginit var lenti flug- vél af Globemaster-gerð C-124, hér á Reykjavíkurflugvelli og ef það er i fyrsta sinn aö svo stóff flugvél lendir þar. Flugvél þessi er flutningaflug- vél bandaríska hersins og áíti að lenda í Keflavík, en flugvöll- urinn þar var lokaður og fór vélin því hingað. Marflia, kona Ölafs ríkisarfa Noregs, er hættulega veik. ÆFK Félagsfundur verður haJdinn í 7EFR í kvöld klukkan 20:30 í MÍR-salnum, Þing-holtsstræti 27. Dagskrá: 1 Fréttir úr verklýðshreyf- ingunni: Guðmundur J. Guðmundsson. 2 Hag'smunabarátta iðn • nema: Þórólfur Damels- ron, 3 Landneminn: Ingi R. Helgason. 4 Félagsmál, Félagsmálin verða rædd \-tar- lega og ættu sem flestir fé- lagar að búa sig undir umræð- urnar. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. — Stjörnin. V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.