Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.03.1954, Blaðsíða 10
! » ' ó: 'Líj: v(50U - KtQI sxsm .<)] TL'ivsbir^Ö.is --— 10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. marz 1954 ----- --1 - --I--4—0 —< —-O - »■-<’ 1-<* 4 -r--^v—t * --tk— ••*«"» »-*• •»» »»»* •»*•«* a f, - f 'naft í SéLma LagerWf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 45. — ÞaÖ er Karlotta rétt einu sinni. Hún er skelfilega tillitslaus. Hvað heldurðu? Frú Sundler gekk inn til hennar til aö spyrja um líðan hennar og Karlotta not- aöi tækifæriö til þess að klippa af henni háriö við annað eyrað. — Hvaö segir þú, hrópaöi ofurstafi-úin og hló dálítiö illkvittnislega. Fallegu lokkana hennar frú Sundler! Það hefur ekki verið sjón að sjá hana. — Þetta var hefnd, mamma, sagði Karl-Artur. Frú Sundler er löngu búin að sjá gegnum Karlottu. Það var hún sem opnaði augu mín. — Ég skil, sagði ofurstafrúin. Hún sat hugsi nokkra stund. SíÖan sneri hún sér að syninum. — Við skulum hvorki tala um Theu né Karlottu, Karl-Artur. Viö eigum svo fáar mínútur eftir saman. Við skulum tala um þig og ráðagerðir þínar um aö hjálpa oss vesælum manneskjum!---------- Og viö miödegisverðarborðið var ofurstafrúin glöð og kát eins og venja hennar var. Prófastsfrúin og hún kepptust um að segja sögur og skrýtlur. Öðru hverju skotraöi ofurstafrúin augunum aö lú- unni 1 veggnum. Hún var sennilega að velta því fyrir sér, hvernig Karlottu léti einveran. Hún var ef til vill að hugsa um, að unga stúlkan sem ævinlega hafði elskað hana, og tilbeðið, þráði nú nærveru hermar. Eftir máltíöina, þegar ferðavagninn var kominn að dyrunum, vildi svo til að ofurstafrúin var ein inni í borösalnum. f sömu svifum var hún komin að lúunni og opnaði hana. Fyrir framan hana stóö Karlotta, sem allan daginn hafði veriö miöur sín af löngun eftir aö ■ sjá hana, og stóð nú þarna í von um eitt einasta augna- ráð. Ofurstafrúin greip mjúklega höndunum um andlit hennar, dró hana aö sér og kyssti hana hvaö eftir annaö. Milli kossanna hvíslaöi hún aö henni slitróttum setningum. — Elsku vina mín, geturðu þolað að þegja í nokkra daga, nokkrar vikur ennþá? Þetta fer allt vel. Hef ég sært þig mikiö? En ég vissi ekki hvar ég hafði þig fyrr en þú klipptir af henni hárið. Við Ekenstedt skul- um kippa þessu í lag. Geturðu beðið átekta vegna mín og Karls-Arturs? Þú skalt fá hann aftur, bamið mitt. Þú skalt fá hann aftur. Einhver tók í hurðarhúninn. Lúunni var lokað á svipstundu og andartaki síðar sat Ekenstedt ofursta- frú uppi í vagninum. ÓSKABARN HAMINGJUNNAR Schagerström hinn ríki var alveg sannfæröur um, aö hann hefði aldrei orðiö annaö en mannleysa og ónytj- ungur, ef fui-ðuleg heppni hefði ekki fylgt honurn alla tíð. Hann sem var sonur ríkra og voldugra foreldra hefði getað fengiö að alast upp í vellystingum praktuglega. ' Hann hefði getað sofið á hverri nóttu í mjúku rúmi, klæözt fallegum fötum, etið mikinn og margbrotinn mat eins og systkinin. En hann hefði ekki getað notið þess. Hann var þannig geröur. Það skildi hann sjálfur betur en nokkur annar. En svo var hann svo heppinn að vera ófríður og klunnalegur. Foreidrarnir og einkum móöirin höfðu haft horn í síðu hans. Þau gátu ekki skiliö hvaðan þetta barn var sprottið, höfuðstórt, hálsstutt og þrek- 1 vaxið. Sjálf voru þau fríð og glæsileg og öll hin börnin ‘ þeirra voru engilfríð. Þeim fannst Gústaf vera eins og 1 umskiptingur og þau meðhöndluðu hann í samræmi við það. Að vísu hafði ekki verið skemmtilegt aö vera hafður útundan. Schagerström viðurkenndi að hann hefði oft fundið sárt til þess, en þegar hann hafði náð fullum .........t j ....................._ » h " þroska leit hann á það sem rmkíá héþþhi.ö’ÉÍ• iráfön hefði daglega fengiö aö heyra þaö af mumii móður sinn- ar, að hún elskaöi hann, og ef hann heföi haft fullar hendur fjár eins og bræðurnir, þá hefði hann glatazt. En það var ekki þar með sagt aö systkini hans væru ekki góö og gegn. Þau höfðu sennilega verið betur inn- rætt frá upphafi, fyrst þau gátu þolaö meðlætið. Hann hefði ekki getað þolað það. AÖ honum gekk svo illa aö læra latínu, að hann þurfti að sitja eftir í hverjum bekk, taldi hann auövitaö mikla náð hamingjudísarinnar, ef til vill ekki meöan á því stóð, en eftir á. Það var einmitt þetta sem varð til þess, að faðirinn tók hann úr skólanum og sendi hann til Vermalands sem lærling í verksmiðju. Þar haföi hamingjan einnig verið honum hliöholl og hann haföi lent hjá höröum og ströngum yfhmanni sem gat veitt honum viöeigandi uppeldi engu síöur en foreldrarnir. Hann svaf sannarlega ekki á dúnsængum þar heldur. Fyi’ir náð fékk hann að hafa þunna hálm- dýnu yfir rúmfjölunum. Þar lærði hann að eta graut- inn, þótt hann væri sangur og síldina þótt hún væri þrá. Hjá honum lærði hann að vinna kauplaust frá morgni til kvölds en með þeirri öniggu vissu að hann yröi lúbarinn fyrir hina mirmstu vanrækslu. Þetta var vissulega ekki skemmtilegt heldur meðan á því stóð, en Schagerström ríki vissi það, aö hami gat aldrei þakkað, örlögunum nógsamlega fyrir að hafa kennt honum að, sofa á hálmi og lifa á fátækrafæðu. Þegar hann hafði veriö lærhngur í hæfilega mörg ár varö hann verksmiðjubókhaldari og um leið fluttist' hann til Kronbáck í Filipsstaðasýslu, en þá verksmiöju' átti Fröberg verksmiðjueigandi. Þar fékk hann góöan húsbónda, nægan og góðan mat við borð húsbændanna Éff segi ekki aukatckið orS. Kf við þurfum endilega að fara a5 tala skynsamlega, þá get ég aiveg eins þagaS. Hvernig gaztu losnað við hæn-sni nágrannans úr garðinum þin- um? Það var auðvelt. Einn dagimi faldi ég tíu egg í einum i unr- anum. Næsta dag lét ég ná- grannann fyigjast með er ég safnaði þeim saman. Harui hef- ur séð um p u.urnar siðan. Nýja kaupakonnn hafði aldrei verlð í sveit áður. Svo var það eiiin dag að hún fann nokkrai- mjólkurflöskur í grasinu við veglirn. Hún kom hcini alveg í sjöunda himni og kvaðst hafa í’undið kýrhreiður. Og svo var ' óndinn að segja frá afrekum kaupamannsirs-, í gror braut liann tvror rekur. Vinnur hann af svo mikiunr hamagangi? spurði sá er á hlýddi. Nei, hann studdist fram á þær. Nú er Bella loksins gift Marínó. Hvað segirðu, honum sem hún var trúlofuð! eimilisþáttnr KenniS ekks kirfíunum um NÚ er mjög algsngt að mæður spyrji læknana við öll mögu- leg tækifærii ,,1-Ialdið þér ekki að það þurfi að taka úr honum kirtlana?" Mörg böm hafa á veturna .ekki mjög slæmt en la.ngvarandi kvef, sem lýsir sér í nefrennsli og dálitlum hósta. Og þá er skuídirni oft skellt á kirtlána, vegna þess að þeir em rauc-ir. Kirtlarair liaí'a sínu liíut- verki að gegna Auðvitað geta kirt.'.arnir, þessir tveir klumpar aftast í kokinu, orðið svo illa leiknir að þeir orsaki lasleika og þá getur ver- ið .nauðsynlegt að f jarlægja þá. — 'Eh heilbrigðir hálskirtlar hafa þýiinganniklu hlutveiki að gegna, og þvi má ekki fjar- lægja þá, tiema bað sé nauð- synlegt. Þeir bóigna og verða rauöir, þegar baraið ofkælist, því að þeir ofreyna sig í baráttunni fyrir að verja kok og eyru fyr- ir sýkingu. Nefkirtlarnir gcgna samsvarandi hlutverki og bó'gna því líka þegar barnið hefur orðið fyrir alvarlegri of- kælingu. Ekkert sem „tiiheyrir“ Og læknar eru yíirleitt ekkert sólgnir í að fjai’lægja háls- og nefkirtla og lenda stundum í deilum við hina umhyggjusömu móður vegna þess. Hún held- ur að barnið hafi bezt af því að þeir séu teknir og vicnar ef til vill í áð kirtlarnir hafi verið teknir úr henni sem barni. Oft lætur hún beinlínis J \ aðarvara I Póllandi er mikill áhugi á fagurri vefnaðarvöru. Þegar framleidd eru efni er mjög stuðzt við erfðavenjur hins gamla heimiiisiðnaða.r og enn hann dag í dag má sjá vefn- að og mynstur sem ge.ngið hafa að crfðum frá handavinnu einnar kynslóðar til annarrar. En ekki er látið staðar num- ið við það. Smekkurinn breytist á sama hátt og framieiðsluaðferðirnar og skapar nýja möguleika. Og árið 1953 b'árust meira en 400 nýjar efnategundir á markað- inn. Mörg þessara nýju efna eru búin til á aðaltilraunastöð bómullariðnaðarins í Lodz — sem er í rauninni dáiítil sjálf- atæð verksmioja. Þar eru nýju mynstrin teiknuð tilraunavefn- aðiur framkvæmdur, svo að hægt sé að reyr.a efnið og hrá- efnin eru gæðaprófuð á mjög víðtækan hátt. Stór hópur framúrskarandi listamanna vinnur í sambar.di rið þessa tilraur.astöð og gcra sitt til að halda við þvi gcða áliti sem pólsk vefnaðarvara hefur hlotið. í ljós þá skoðun a-5 það ,.tii- heyri“. F.n hér gildir hið sama og í öðrum tilfellum: uppskurö á aðeins að gera sé hann nauð- synlengur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.