Þjóðviljinn - 14.07.1954, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.07.1954, Qupperneq 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 14. júlí 1954 --- Ejnar Petersen frá Kleif: í Mosfellssveit liggur eyði- jörð sem er fáum kunn, þrátt fyrir að þar reynir einn af yngri vísindamönnum þjóðar- innar að leysa einn þátt spurn- ingarinnar hvernig bezt sé að búa á íslandi. Lausn þessarar spurningar er mjög aðkallandi, því að sveit- irnar tæmast nú hröðum skref- um af fólki; í sumum byggðar- lögum er enginn maður eftir, í ennþá fleiri varla annað en gamalt fólk. Til þess að snúa imdanhaldinu í sókn þarf mik- inn yilja og kunnáttu..^.. . Nýi tíminn — vélaöldin — kom mjög seint hingað til lands, og margir munu ekki ennþá hafa gert sér fulla grein fyrir að venjuleg jarðýta ráði fyrir meira afli til verks en bændur heillar sýslu í vöðvum sínum. Lengst af hefur menn skort afl til að koma áformum sínum í framkvæmd. Nú er það aflið yfirfljótanlegt, vegna þess að tekizt hefur að leysa nátt- úruöflin úr læðingi, svo nú er gæfa manna og þjóða komin undir mannviti og manngæzku. Við höfum síðan í stríðsbyrj- un lifað að miklu leyti á stríði og undirbúningi undir það. Samt vonum við að því ástandi linni sem fyrst, en þá þurfum við að breyta um stefnu og reyna að lifa á eigin dug og gæðum lands og sjávar, því maður eða þjóð, sem ekki á til næsta máls, varðveitir ekki frelsið lengi. Um skeið leit út fyrir að ekki myndi hægt að afla fyjir bjýn- ustu lífsnauðsynjum þjóðarinn- ar, en vöruskiptasamningarnir við Austur-Evrópulöndin hafa tryggt okkur það sem við þörfn- umst af nauðsynlegasta mat, olíum og byggingarefni, og er þar með bægt frá dyrum okkar bráðri hættu kreppu og ör- birgðar, og þar með þeirri nið- urlægingu að þurfa að lifa á betli og .sníkjum. 'Við vonum að framhald verði á þessum vöruskiptum báðum tiL hags, því þær þjóðir sem lifa við Sósíalistiskt skipulagskerfi eru nú orðnar fjölmennasta fram- leiðslueíning heimsins. Fram- leiðsluvörur þessara þjóða eru , yfirleitt þær vörur sem við þurfum á að halda við uppbygg- ingu landsins, því þær eru að nema lönd sín, eins og við þurfum að gera, og miðast framíeiðsla þeirra við það gagn sem menn geti haft af henni, en- ekki við það hvað hægt sé að græða á henni. En enda þótt að _ opnuðust ófyliandi markaðir fyrir ís- lenzkar sjávarafurðir myndi það ekkí leysa ö!I vandamál, enrda mjög varhugavert að binda örlög þjóðarinnar við vaiðimennsku eingöngu, þv-í af mörguro ástæðum er það skyn- samlegt fyrir þjóðina að vera sem mest sjálfbjarga með mat sinn, eins og það er fyrir fjöl- skyldu á dalajörð að eiga þann Gagnrýni á gagnrýni — Hví að skrifa ekki fyrr en eftii dúk og disk? — Þakkir forða um veturnætur sem dugar mönnum og dýrum fram á gró- anda. Sem stendur fæðir land- búnaðarframleiðsla ekki þriðja hluta þjóðarinnar, og þó er mjólkurframleiðslan byggð að miklu leyti á innfluttu korn- meti. Enginn efi er á því að með því að beita mannviti og nú- tíma visindum og nota f jármagn á sem hagkvæmastan hátt myndi verða hægt að fá mjög góða vexti af fjármagni og góða borgun fyrir þá vinnu, sem lögð væri í landbúnaðarframleiðslu til útflutnings, því mannkyninu fjöígar mjög ört og margir hugsa með kvíða til framtið- arinnar, því talið er að tvelr þriðju hlutar af mannkyninu lifi nú við stöðugan skort, og fremur lítið útlit er fyrir að ástandið muni batna, því með sömu þróun mun verða 600 milljónum manna fleira á jörð- inni eftir 25 ár en nú er, og það sem kannske er verst: ræktunarland heimsins minnkar stöðugt vegna uppblásturs og gæðarýrnunar. Til dæmis telja búvísindamenn Eandaríkjanna að % hluti.upprunalega ræktan- legs lands þar sé nú orðinn ör- foka, annar þriðji hluti stór- spilltur og aðeins þriðji hlutinn ennþá gott ræktunarland, og búast þeir ekki við að geta flutt út matvæli, eftir nokkra ára- tugi. Svipað mun ástatt víða annarsstaðar utan sósíalistísku ríkjanna, svo allt virðist benda til að eftir þvi sem árin líða verði frumskilyrði fyrir lífi manna æ torfengnari, og verð matarins því hátt samánborið við aðrar nauðsynjar. Hér eru varla ræktuð 2% af því landi sem er vel fallið til búskapar. Veðurfar og jarðveg- ur gera landið einkar vel fallið til grasræktar og samanborið við önnur lönd er uppskera all sæmileg af hverri einingu rækt- aðs lands, og þó vitum við raun- ar ekki hver hún gæti orðið, ef öllú væri til tjaldað með ræktun, - skjólbelti og áburð. Síðastliðið sumarvar uppskeran sem samsvarar 140 hestum af heyi í tilraunum á Akureyri með hækkandi áburðarskammti og ekkert bendir til að hámarki væri náð. ísland stendur á krossgötum, og þess vegna: verðum við að reyna að glöggva okkur á kennileitum og spyrja til vegar. Eitt af því mest aðkallandi er að vita hvaða plöntur eiga bezt við hér á landi, bæði niðri við sjó og uppi til fjalla. En við höfum hér ungan vís- indamann sem hefur sérmennt- un í að finna þær plöntur sem hæfa ákveðnu veðurfari og jarð- vegi, og margt bendir til að hann virðist af vilja gerður til að verða löndum sínum að liði í þessu efni. Búnaðardeild há- skólans hefur látið honum í té til tilraunastarfsemi eyðijörðina Varmá í Mosfellssveit. Og það er í hæsta máta fróðlegt og uppörfandi að skoða þau hundruð af plöntutegundum og stofnum, sem þar vaxa í til- raunareitum, en um leið finnst mér að við, sem njótum eða munum njóta góðs af því verki sem þar er hafið, þyrftum að búa þeim tilraunum betri skil- yrði og kynna okkur betur hvað þar er að gerast. Fátt mun borga sig betur en það fé sem fengið er í hendur þeim tilraunamönnum, er sýnt hafa í verki að þeim er alvara að viðhalda og efla íslenzkan landbúnað. G.G. SKRIFAR: „Kæri Bæjar- póstur. Um leið og ég læt í Ijós ánægju mína yfir hinni ágætu tónlistargagnrýni Þjóð- v:ljans, langar mig til að minnast á annað atriði í því sambandi. — Eg hef oft furð- að mig á því, hve langur drátt ur verður stundum hjá dag- blöðum bæjarins á því að birta gagnrýni um þá hljóm- I3ika, sem hér eru haldnir; iðulega er það ekkr g'ért;fyrr en mörgum vikum seinna. Þetta er mjög leitt, og verð- ur oft til þess að fólk missir allan áhuga á að lesa gagn- rýni -löngu eftir að hljómleik- arnir hafa farið fram. Einnig finnst mér það hljóta að vera betra fyrir gagnrýnandann sjálfan að láta í ljós skoðun sína að nýafstöðnum hljóm- leikum, heldur en löngu seinna. Tónlistargagnrýni ætti að mínum dómi, helst að birt- ast strax daginn eftir hljóm- leikana, eða að minnsta kosti ekki seinna en tveimúr dögum síðar. « SÍÐAST EN ekki sízt er svo sú hliðin sem að listamönnun um snýr. Ekki þykir mér ó- líklegt að þeir séu óþolinmóð- ir að bíða nærri því endalaust eftir gagnrýni dagblaðanna. Satt að segja finnst mér það bæði tillitsleysi og skortur á háttvísi, ekki sízt gagnvart okkar tiltölulega fáu tónlist- armönnum sem hafa lagt á sig mikið erfiði fyrir okkur áheyrendur. — Eins furðar mig á því, þegar um einsöng á hljóm’eikum er að ræða, að í sumum tilfellum skuli jafnvel ekki vera getið um nafn þess er aðstoðar með píanóundirleik, eins og t. d. átti sér stað þegar hin fræga söngkona JBlanche Thebom kom hér fram á vegum Tón- listarfélagsins. Hvort sem sá undirleikur kann að hafa lík- að betur eða verr, þá var vitanlega sjálfsagt að geta undirleikarans engu síður en söngkonunnar; þáttur hans er enginveginn þýðingarlítið at- riði þegar um ljóðasöng er að ræða, eins og allir vita. AÐ LOKUM vildi ég svo láta í ljós þakklæti mitt til for- ráðamanna Tónlistarfélagsins fyrir þann mikla áhuga sem þeir hafa sýnt við útvegun hinna ágætustu tónlistar- manna og kvenna, sem völ hefur verið á víðsvegar úr heiminum. Það er ekki víst að mönnum sé það almennt Ijóst, hvert geisilegt menning- , arstarf félag'ð hefur unnið á tiltölulega skömmum tíma. Þeir, sem unna góðri tónlist, hefðu vist fæstir átt kost á að heyra allt þetta ágæta li3tafólk ef ekki hefði verið fyrir milligöngu Tónlistarfé- lagsms. Því vitanlega eru slík ir listamenn svo eftirsóttir allsstaðar í heiminum, að ekki er á allra færi að komast á hljómleika hjá þeim, svo ekki sé minnzt á kostnaðarhliðina. — Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík 12. júlí 1954. G. G.“ Yfirráðasvæði leppkeisarans Bao Dai í Viet Nam fer alítaf minnkandi ofe upplausnin vex með hverjum degi. Aðeins lít- ill hópur Frakka er nú eftir í Hanoi og Saigon, aðallega braskarar, ráns- menn og ópíum- salár. Til þess að verja keisar- ann og liina frönsku vini hans hefur ver- ið komið upp miklu lögreglu- liði og her, sem daglega veður um borgirnahí og fyllir fang- elsin af nýju og r.ýju fólki. En andspyrnu- hreyfingin er’ einnig sterk á yfirráðasvæði Frakka og ræðst daglega í djarfar framkvæmdir yið nefið á lögregluliðinu og hernum. — Leppkeisarinn hefur reynt mjög að koma sér í mjúkinn hjá almenningi méð því að heimsækja skóla, verksmiðjur og stofnanir. En hann er hættur að gera boð á undan sér því fólkið hverfur í mótmælaskyni þegar það veit að von er á „hans hátign“.------Myndin sýnir leppkeisarann í burð- arstól sínum, umlukinn lögreglu og her, fara um mannauðar götur, þar sem hann sér aðeins byssustingi og hlera fyrir gluggum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.