Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. júli 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
eiðskrnttnr
°g
sokkmböná
/ .
I ár yrkja skáldin um
galdranornir. Bók hins fræga
brezk-bandariska rithöfundar
Aldous Huxley, Djöflarnir frá
Loudun, kom út í danskri
þýðingu. Og bandaríski leik-
ritahöfundurinn Arthur Mill-
er gaf út leikrit sitt Norna-
veiðar, en það hefur hlotið
góðar undirtektir í Danmörku
undanfarið.
Bæði þessi verk Huxleys og
Millers eru ort um söguleg
efni, atburði sem skráðir eru
í sögu galdraofsólcnanna á 17.
öld. En þeir höfðu nút.íðina í
huga. Þeir ætluðu báðir hver
á sinn hátt að skýra og berj-
ast gegn ofsóknaræði því sem
menn víðsvegar um he:m
verða að sæta af hendi þeirra
sem aðhyllast aðrar skoðanir
en þeir.
Þriðja bókin um þetta efni
kom út í Danmörku nýlega.
Það er „Guð nornanna“ eftir
Margaret Murray. Það er
fræðileg líók, menningarsögu-
leg ritgerð um uppruna
gaidranorna og hvað þær
voru í raun og veru. En einn-
ig þessi bók hefur rót í nú-
timanum, er hættuiegar skoð-
anir koma hverjum i koll, og
æístu prestar vopnakapp-
hlaupsins verða með öllum
ráðum að verja sig gegn á-
sökunum um að stefna þe:rra
sé á leiðinni að færa mann-
kynið norður og niður.
Bókin er byggð á þeirri
grundvallarkenningu sem fela
má í orðunum: Guð úreltra
trúarbragða verður djöfull
hinna nýju. Er kristindómur-
inn komst á í Evrópu bægði
hann heiðnum dómi frá opin-
beru trúarlífi. En hann lifði
áfram við hlið kristinnar
kirkju og um aldir börðust
þessi tvenn trúarbrögð um
völdin yfir hugsun fólksins.
Frá sjónarmiði kirkjunnar
var litið á hina gömlu guði
sem djöfla og dýrkendur
þe;rra sem hin verstu flögð,
haldin illum öndum. Það varð
að berjast gegn þeim með öll-
um tiltækilegum ráðum.
Höfundurinn heldur fram
þeirri kenningu að hinar svo-
kölluðu' galdranornir væru á-
hanger.dur he'ðinnar trúar og
hafi fallið sem píslarvætti
fyrir trú sína og hafi vit-
að hvað þær gerðu. Þessi
heiðnu trúarbrögð álítur hann
að hafi verið þau sömu víða
um lönd og á löngum tíma-
bilum sögunnar. Æðsti guð
þeirra var hínn „hyrndi guð,“
en hann hefur fundizt víða
undir mörgum mismunandi
^nöfnum: Mínotauros á Krít,
Hellismálverk frá steinöld hinni fyrri í Cogul, á Norðaust-
ur-Spáni. Hafi Margaret Murray rétt fyrir sér í pví að pað
sýni dans níu kvenna kringum nakinn karlmann, er pað
elzta mynd af „galdranornum“ sem menn pekkja. Skraut-
ið á fótleggjum lcarlmannsins minnir á sokkaböndin, sem
síðar á öldum voru talin töfragripir.
ísku Lappar eiga samkvæmt
þessu að vera einn þessara
frumstæðu þjóða. Þeir búa í
hringtjöldum og moldarkof-
um. Þaðan sé komin hug-
mynain um huldufólk sem býr
í hólum og hæðum. Smám
saman hafi þær hugmyndir
blandazt saman við alls k.on-
ar þjóðsögur um persónu-
gerða náttúruanda: skóganna,
vatnanna og fjallanna.
Hinn lærði höfundur setur
og fram þá kenningu að Tóm-
as Becket, erk'biskup af Cant-
erbury og Jóhanna frá Arc
hafi verið píslarvætti heiðinn-
ar villutrúar, þeim hafi verið
fórnað vegna dularfullra helgi-
siða sem kröfðust þess að
kónginum eða fulltrúa hans
væri fórnað við hátíðleg tæki-
færi. 'En þar liggur önnur
skýring nær. Þar var um’ að
ræða árekstur milli kirkju og
konungsvalds og milli léns-
herranna innbyrðis. Óhæf er
sú skoðun að hin'r fjöimörgu
sem féllu fyrir galdraofsókn-
um kirkju og ríkis á miðöld-
um hafi orðið fyrir þeim ein-
ungis vegna villutrúar sinnar.
Þar kom fleira til: Örvænt-
ingarfull barátta kirkjunnar
fyrir því að trýggja sér ein-
okun yfir sálunum og jarð-
neskum auðæfum þeirra, hin
sígilda nauðsyn valdstéttanna
til að viðhalda valdi sínu og
forréttindum með því að láta
reiði fóiksins yfir ranglæti því
er vald þeirra byggðist á
bitna á emhverjum skotspæni,
en við höfum séð gyðinga,
negra og kommúnista í hlut-
verki þeirra, og þiörf þeirra
fyrir að draga athygli fólks frá
arðráni þeirra með því að
aia á óvild og tortryggni mill-
um þegnanna.
Og til þess að slá hotninn
í þennan p:stil með einhverju
dæmi sem heimfæra mætti
upp á vora tíma þá skulu
hér tiifærð lokaorð ritgerðar
hins danska sagnfræðings
Troels Lund um galdraofsókn-
ir 16. a’dar. „Hverjir voru
mest ofsóttir? Það voru þeir
sem varnarlausastir voru. Það
var aðallinn sem réðist gegn
lægri stéttunum og hélt þvi
fram að sinn hlutur væri bor-
inn fyrir borð. Og innan
borgara- og almúgastéttar
voru það hinir betur stæðu
sem ákærðu þá illa settu.“
Amon í Egyptalandi, Pan á
Grikklandi og Cernunnos í
Frakklandi. Þegar á steinöld
bjuggu menn sér til myndir
af mönnum með dýrahorn og
eru það elztu guðamyndir sem
þekkjast.
Um uppruna þessa guðs er
allt á huldu. Hans mætti þó
e.t.v. leita í hinni útbreiddu
„totem“dýrkun frumstæðra
þjóðfélaga. Hún beindist oft
að dýrum og haft er það fyr-
ir satt að hjarðmenn og veiði-
menn hafi einkum tilbeðið
liinn hyrnda guð. En augljóst
verður það, er málið er athug-
að, að þessi hyrndi guð með
horn og í mannsmynd er eft-
irtakanlega líkur hinum gamla
kölska okkar með hófa, geit-
arskegg og ógnandi höfuðbún-
að. Þegar kirkjan lagði að
jöfnu djöfulinn og æðsta guð-
dóm heiðinnar trúar þá urðu
áhangendur hennar um leið
að dýrkendum djöfulsins.
Margaret Murray sannar
það í hinni ágætu bók sinni
að dýrlcun „þess hyrnda“ hafi
farið fram í lokuoum klíkum
sem talið hafi 13 roeðlimi
hver. Við þessar klíkur verð-
ur hún vör hvarvetna í hin-
um heiðna heimi áður en
> kristnin kom t;l: Rómúlus og
hinir 12 vandsveinar hans,
Hrólfur Kraki og hinir 12
berserkir hans. Og þá vaknar
ósjálfrátt spurningin Jesús og
hinir 12 postular hans? Var
það klíka mynduð á þennan
arfhelga hátt?
Út frá þessu skýrir höf-
undurinn uppruna hinnar
brezku sokkabandsorðu. Ein-
hverra hluta vegna var sokka-
band;ð mikilvægt tákn í hinni
fornu ókristilegu trú. Menn
báru mismunandi skrautleg
sokkabönd eftir þeirri virð-
ingu sem þeir nutu innan
klíkunnar. Hin fræga skrítla
um uppruna orðunnar sé túlk-
uð algerlega rangt. Greifa-
ynjan af Salisbury missti
sokkaband s'tt er hún var
önnum kafin að dansa við
Játvarð konung hinn þriðja.
Þetta fékk á hana, ekki vegna
blygðunarsemi (14. öldin var
ekki of rík af henni), lieldur
vai-ð hún óttaslegin vegna
þess að þetta kom upp um
þátttöku hennar í heiðnum og
forboðnum trúflokki. Og þeg-
ar kóngurinn tók upp sokka-
bandið, batt um fót sér, og
sagði: ..Skömm sé þeim er
þetta taka óstinnt upp" og
stofnaði með því þar á staðn-
um hina riddaralegu sokka-
bandsorðu, þá táknaði þetta
viðurkenningu á trúfreisi
hinna fjölmörgu andkristnu
og heiðnu þegna hans.
1 samræmi við talnagaldur
þann sem áður er minnst á
var það, að hina nýju orðu
skyldu bera einungis tveir
hópar manna, 12 menn út-
nefndir af kónginum og 12 af
prinsinum af Wales. Að þeim
sjálfum meðtöldum urðu þeir
samtals tvisvar 13. Ef menn
efast enn þá ber á það að
líta að á orðuskikkju kóngs-
ins eru 168 sokkabönd, þ. e.
13 sinnum 13 ef reiknað er
með það sem hann hefur sjálf
ur um fótinn.
Óttann við töluna 13, eink-
um við það að 13 sitji saman
til borðs, má skýra út frá
þessum fornu he'ðingjaklik-
Werner Thierry,
danskur maður, ræð-
ir í þessari grein um
Kaldra og fordæðu-
skap fyrr á tímpm
og nú í dag, og bygg-
ir grein sína á bók
sem nýkomin er út í
Danmörku um þetta
eíni eftir Margarot
Murray.
um. Þær komu saman til sam-
eiginlegs borðhalds á hátíð-
um, en ef upp komst, átti
hver þeirra sem hlut átti að
máli gálgann eða bálið yfir
höfði sér. En sú hætta vofði
yfir upp frá því yfir hvar
sem 13 sátu til borðs. Og það
eru einmitt þessar hátíðir sem
gáfu tjefni til útreiðatúra
þeirri sem nú eru óaðsldljan-
lega tengdir orðinu galdra-
norn. Ein elztu skjalfestu um-
mæli um þetta fyrirbrigði
finnast í stjórnartilkynningu
bæjarstjórnarinnar í bæ þeim
sem nú nefni3t Ankara í
Litlu-Asíu og er höfuðborg
Tyrklands. Tilkynningin, er
frá 9. öld og hljóðar á þessa
leið:
„Vissar óguðlegar kvinnur,
sem snúizt hafa til Satans og
vélazt hafa af djöflanna blekk-
ingum og sjónhverfingum,
trúa því og viðurkenna að á
nóttunni ríði þ:er vissum dýr-
um ásamt með Díönu og ó-
tölulegum skara kvenna, þjóti
ómælanlegar vegalengd:r til
að hlýða boði hennar sem
drottningar þeirra um að
mæta henni á vissum stcðum
að næturlagi." Hér sjáum við,
næturreið óguðlegra kvenna í
samhengi við hinn forna lieið-
indóm. En hann er í þessu
tilfelli Díana sem frá fornu
fari naut útbreiddrar til-
beiðslu í Litlu-Asíu.
Síðar verður kústskaftið hið
sígilda farartæki nornanna.
Má vera að það hafi verið í
sambandi við hið almenna
hlntverk sem það hafði að
gegna í húsmóðurstarfi kven-
fólksins. En í þjóðtrúnni var
kústurinn meira en heimilis-
tæki. Hann var upprunalega
trjágrein með strávönd á end-
anum. Tréð var alltaf mikil-
vægt í þjóðtrúnni, (sbr. ask
Yggdrasils). Það gat haft á-
hrif á dauða og æxlun. Á hinu
síðarnefnda byggðist sá siður
aj. brúðhjón, bæði brúður og
brúðgumi, stukku yfir kúst-
skaft til að tryggja sér frjó-
semi. — Af þeim gögnum
sem varðveitzt hafa um
galdrayf:rheyrslur miðald-
anna má ráða að menn
treystu ekki eingöngu á töfra-
trúna heldur smurðu menn
sig með smyrslum, unnum úr
jurtum eins og t. d. freyju-
reið og belladonna. Þeim var
ætlað að valda hjartaóró, ó-
ráði og tilfinningu um að
menn væru að fljúga.
Nornahátíðirnar sem virð-
ast . upprunalega háfa verið
levnilegar máltíðir er hinar
lokuou klíkur nutu á vissum
dögum, fluttust smám saman
t:l fiarlægra cg hárra staða
eins og t. d. Hek’u á Islandi,
Blokkstindar í Þýzkalandi og
Blákulla í Svíþjcð, en margir
staíir, þar sem menn trúðu
að álfar og hrímþursar
byggj’j -nefndust því nafni.
Trú á huidufólk er útbreidd
víða um Vestur-Evrópu, eða
var Jiað að minnsta kos.ti.
Margaret Murray útskýrir
uppruna þe>rrar trúar á þann
veg að huldufólkið sé frum-
stæðir frumbyggjar Evrópu
sem hafi flúið t:l fjalla og
skóga undan núverandi íbúum
álfunnar og haldið þar fast
við gamla trú og lifnaðar-
háttu. Hinir norðurskandinav-