Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 18. september 1954 Guðmundur Arnlaugsson skrifar um Amsterdammótið ísland 1 ¥2 Bretland 2 lh Áðiír T3n við lögðum af stað í Hollandsförina höfðu ýmsir orð ,áfcþví við mig, í gamni og alyöru, að við þyrftum endi- legáýaí komast í neðri flokk- inn p. skákmótinu, því að með þvi móti ynnust fleiri sigrar og jafnvel verðlaun eins og í Buenos Aires 1939. Ég svar- aði þessu litlu, því að satt að segja virtust horfurnar á því að við kæmumst í efri f i okTúnn svo gersamlega hverfandi að ekki væri orð- um að þessu eyðandi. En sjónarmiðið er rangt, það er meira afrek að tryggja sér eitt af 12 efstu sætunum í keppni 26 þjóða en að vinna svo og svo marga sigra á veikari þjóðum, og mönnum okkár ríður meira á því að hár'ðna í keppni við beztu tafímeistara heims en að vinna verðiaun í keppni við þá næstbeztu. Reyndar má ekki skilja þetta svo að ég teldi olikur vissa um verðlaun í rieðri deildinni, því fer fjarri, þar eru margar ágætar skák- þjóðir, ég nefni af handahófi Kanada (með YanofsJíy, Vait ’onis, AndersQn, Bogatyrts- huk og Fox), Columbíu, Sviss, Danmörku og Noreg. Keppnin verður áreiðanlega hörð og tvísýn og ekki þori ég að spá neinu um það liver sigur beri úr býtum. En róðurinn í deild sigur- vegaranna verður þungur; þarna er saman kominn meiri liiutinn af snjöllustu skálc- mönnum Jieimsins, okkur telst svo til að í efri deildinni séu 15 stórmeistarar, en einn í þeirri neðri. Islenzb sveit lief- Oj, ur aldrei lent í jafnþungri lceppni, hér má elcki vænta sigra heldu.r þakka fyrir hvern vinning og hvert jafn- tefli. En vonandi koma okk- ar menn liarðari og lærðari heim úr þessari eldraun. Ég var að velta því fyrir mér á leiíinni niður eftir í gær, þegar átti að draga um röðina í deild sigurvegaranna, að einna sízt mundi ég kjósa að mæta Sovétmeisturunum í fyrstu umferðinni, það er full- mikið af því góoa að tefla við þá tvo daga í röð! Senni- lega hafa fleiri hugsað hið sama, það var að minnsta kosti létt yfir mönnum þegar ég kom heim aftur með frétt- ina um það að við ættum að tefla við Breta í fyrstu um- ferð. Friðrik áttl að hafa» hvítt gegn C. H. O’D Alexander, sem Bretar kalla Alexander mikla, því. að hann hefur lagt svo marga stórmeistara , að velli, þár á meðal héimsmeist- arann sjálfan í frægri skák, og rússnesku stórmeistarana Bronstein og Tolusj á skák- móti í Hastings í vetur. Alex- ander er stærstur í sniðurn brezkra skákmeistara en afar mistækur, þegar honum tekst upp vinnur hann afrek eins og þau sem hér voru talin, en þess á milii getur hann legið að kalla fyrir hverjum sem er. Alexander er myndarlegur maður og mjög geðþekkur, það er auglóst að hann hefur yndi af skák. Það var reglu- lega ánægjulegt að horfa á hann tefla við Friðrik. Alex- ander valdi sitt einkaafbrigði af hollenzkri vörn gegn drottningarpeði fram, og Frið- rik fór þá heldur ekki neinar almannagötur, svo að eftir fá- eina leiki var komin upp ein af þeim taflstöðum þar sem ,,beide sind auf die Resoureen des eigenen Genies hingewies- en“ eins og mig minnir að það sé orðað á því skrautlegasta þýzka skákmáli sem til er, en það mundi útleggjast á þá leið að báðir séu að kanna ókunna stigu en geti lítið sótt til fyrirmynda. Spennan í tafl- inu óx með hverjum leik og virtust báðir kunna þvi vel. Alexander gekk um gólf milli leikja og ljómaði allur af á- nægju, en Friðrik sökkti sér dýpra og dýpra í skákina. Umhugsunartími hans var að verða ískyggilega lítill og ég hafði orð á því við Alex- ander. „En hann á alltaf þrá- skákina", sagði Alexander. Ég vissi það en sagði, að Friðrik mundi vera að leita að einhverju betra. „Það vona ég sé ekki til“ sagði Alexand- er. Honum varð að von sinni, Friðrik varð að halda áfram að skáka og varð skákin jafn- tefli. Alexander var mjög á- Framhald á 11. síðu. „Ef fil nýrrar styr]aldar kemur meS þeim vopnum sem nú eru til, er ekkert öryggi til hvar sem er á hnettinum” í gær tekur Sigurður Bjarna- son, ritstjóri Morgunblaðsins, til við að svara röksemdum sínum og Gunnars Thorodd- sens gegn hernámi landsins. Segir Sigurður að aðstæðurn- ar séu nú allt aðrar en 1945. Hann nefnir þó ekki Kóreu- styrjöldina, sem löngum var ; vitnað í í Morgunblaðinu til réttlætingar hernáminu, enda er nú friðsamlegra í heimin- um en verið hefur áratugum ■ saman. Breytingar þær sem orðið hafa síðan 1945 eru að hans dómi þessar: „Komm- únistastjórnin rússneska lét heri sína í Austur- og Mið- ■ Evrópu hjálpa fámennum ■ fimmtu herdeildum sínum til 1 þess að ræna hverja þjóðina 1 á fætur annarri frelsi sínu“. ! Þetta er álveg ný sagnfræði • og hefur ekki áður heyrzt um v þennan hernað Rússa síðan 1945 eða að þeir hafi yfirleitt 1 átt í nokkrum vopnaviðskipt- \ um í nokkru landi. En nú hrekkur sem sagt ekkert minna til en að búa til nýja mannkynssögu til að réttlæta ; hernám íslands. í [ En það er fróðlegt að rifja upp hver var aðalröksemd Sigurðar Bjarnasonar gegn liernáminu. Hann sagði: „1 fyrsta lagi er sú leið hæpin til aukins öryggis. For- ystumenn stórþjóðanna lýsa því nú síöðugt yfir að ef til nýrrar styrjaklar komi með þeim vopnum sem nú eru til, sé ekkert öryggi til hvar sem er á hnettinum. fslenzka þjóð- in sé jafn öryggislaus í landi sínu, ef til styrjaldar kemur, þótt liún hafi leigt liluta af því undir hernaðarbækistöðv- ar erlends stórveldis“. Ekki hafa þessar röksemdir breytzt á níu árum; þvert á móti hafa þær öðlazt marg- faldan þunga. Síðan hefur vetnissprengjan komið til sög- unnar, margfalt geigvænlegra tortímingarvopn en Sigurð Bjarnason óraði fyrir 1945. Allar þjóðir nema íslending- ar eru að draga ályktanir sínar af þessum staðreyndum. I fjölmörgum brezkum borg- um hafa allar loftvarnir verið felldar niður sem gagnslaust fikt, og gekk Coventry á vað- ið -— sú borg sem harðast var leikin á styrjaldarárun- um síðustu. Bretar eru að flytja herstöðvar sínar frá Súes af sömu ástæðu. Þegar Ismay lávarður kom hingað í haust og var að því spurður hvaða „öryggi“ og „vernd“ væri til gegn kjarnorkuárás- um, lýsti hann yfir því að þeim yrði ekki varizt með nokkru móti. Röksemd Sigurðar Bjarna- sonar frá 1945 er því sú sem hæst ber enn þann dag í dag. Hernámið færir hvorki öryggi né vernd. Þvert á móti kallar það yfir okkur geigvænleg- ustu hættur. Hér er nú verið að koma upp miklum banda- rískum árásarstöðvum — og auðvitað yrðu þær fyrir gagn- árásum þegar í stað ef til styrjaldar kæmi. Með hernám- inu er því verið að kalla yfir okkur hættur sem að öðrum kosti væru ekki til. Þetta eru staðreyndir sem ekki verður haggað, og vill ekki Sigurður Bjamason ræða þetta atriði röksemdafærslu sinnar í blaði sínu í fyrra- málið ? gjaldmæla — Þarí aðeins einn gikk í veiðistöð. UMRÆÐUR um verðlag á leigu- bílaakstri hér í dálkunum virðast hafa hitað mörgum í hamsi. Bæjarpósturinn hefur fengið allmargar upphringing- ar af þessu tilefni, og eru upphringjendur ýmist ánægðii eða óánægðir með skiifin. I fyrradag birtist í Morgunbiaó- inu bréf frá bílstjóra í tii- efni af þessu og er þar ýmiss konar misskilningur leiðrétt- ur. Bréfritari Morgunbiaðstns er þeirrar skoðunar að Bæj- arpósturinn hefði átt að hlíf- ast við að deila á bílstjóra vegna þess að þeir hafi marg- ir hverjir verið duglegi.r að safna í Sigfúsarsjóð. Þaó skal sízt vanmetið ,en Bæjarpóst- urinn fær ekki séð að það komi þessu máli neitt við. Iín hér á eftir birtist bréf frá leigubílstjóra um sama efni, og eru þá komnar frain svp skýrar og greinargóðar upþT:' lýsingar í sambandi við akst- ur, að allur misskilningur ætti þar með að véra úr sögunni. Bréfið er svohljóðandi: ★ „NÆTURHRAFN" skrifar í Bæjarpóstinn þ. 11. þ.m. um mismunandi hátt ökugjald, á ákveðinni leið, og þó ekki nákvæmlega tiltekinni. Um ökutaxta er það í stuttu máli að segja, að leigubílar eru nú allir með gjaldmæla. Mælar þessir eru skoðaðir af löggiltum sérfræðingi einu sinni á ári, hann innsiglar mælana til þess að fyrir- byggja að þeim sé breytt, ef einhver hefði vilja og getu til þess. Þetta gengur jafnt yfir alla leigubíla, svo að um verð- mun á ekki að vera að ræða, hvorki milli bifreiðastöðva eða einstakra bíla. Þetta er búið að vera baráttumál stéttarfé- lags bifreiðastjóra um margra ára skeið, og loks komið í viðunandi horf. Þegar fólk ekur oft sömu vegalengd þá tekur það eftir því að gjaldið er ekki ætíð það sama, enda væri það held- ur ekki rétt, af því að vega- lengdin er ekki nema einn liður í dæminu. „NÆTURHRAFN" segist hafa farið frá gatnamótum Túng. og Garðastr. og inn á Miklu- braut. (Miklabraut alllöng gata) gerum ráð fyrir að hann hafi farið niður Túngötu, Kirkjustræti og suður Lækjar- götu. Þá kemst hann skammt suður fyrir Hljóm- skála fyrir 12 kr., að Mikla- torgi fyrir 14.25 og Löngu- hlíð 15.75 og að Háaleitis- vegi fyrir 19 kr. Þetta er mið- að við að geta ekið svo að segja hindrunarlaust alla leið. Nú vil ég ekki þeint véfengja að Næturhrafn segi rétt frá, þó hef ég ástæðu til að ætla, að bíllinn sem tók 12 kr. hafi ekki verið leigubíll. Það verð er of langt fyrir neðan taxta, að þar hafi getað verið um vanan mann að ræða. Hitt er sennilegra að hér hafi ver- ið á ferð einkabíll sem tölu- verð brögð eru að að aki hér fyrir gjald um nætur. Þeir S æru' æfinlega í-vandræðum með verðlagninguna, . en flestir munu þeir segjast vera frá Hreyfli ef urn er spurt. Um 19 kr. bílinn er ékkert hægt að segja, til þess vant- ar meiri upplýsingar. En ég vil segja Næturhrafni og leigubílafarþegum yfirleitt, að ef þeir hafa fulla ástæðu til að halda að ökugjald sé of hátt, að athuga númer bfr. og kvarta við viðkomandi stöð eða lögregluna, og gefa þá ailar upplýsingar sem máli skipta bæði vel og rétt. Með því væri okkur gerður mik- ill greiði, því það er dálítið leiðinlegt fyrir alla stéttina að liggja undir ámæli ,sem ör- fáir menn geta valdið,í skjóli fjöldans. Þá vil ég leiðrétta það sem Bæjarpósturinn lagði 'sjálfur til málsins. Að „startgjaldið“ var s.l. vetur 8 kr. en ekki 6.00. Ef 8 kr. ferðin hefur verið rétt verðlögð, hafa þessi 2 skilyrði verið fyrir hendi. 1. Farþeginn stigið upp í bíl- inn um leið og hann stanz- aði í Norðurmýrinni. 2. Bíll- inn ekið innan við 250 metra, á tæpum 40 sek. En til þess að slíkur bíltúr yrði 15 kr. þurfti hann að taka mjög nál. 9 mín. Svo getur það eðlilega verið allt þar á milli eftir því sem tíminn styttist. — Leigubílstjóri.“ TONLEIKAR SHVFONIL- HUOMSVEITAUIMAR Til allrar hamingju -tókst, þrátt fyrir óhentugan árstíma og aðra örðugleika, að koma á sameiginlegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og hinna sovézku hljómlistar- manna, sem hér eru staddir. Tónleikarnir fóru fram í Þjóð- ieikhúsinu þriðjudaginn 14. þ. m., og stjórnaði dr. Urbancic hljómsveitinni að þessu sinni. Með sveitinni og stjórnandan- um hafði tekizt prýðilegt sam- starf. Forleikurinn að óperunni „Selda brúðurin" eftir Smet- ana, sem þarna var fyrst *■ efnisskrá, var fluttur af hressi- legu fjöri og þó sérstakri ná- kvæmni. Að afloknum þessum inn- gangi hófst 2. píanókonsert Rachmanínovs. Tamara Gúséva hafði tekizt á hendur einleiks- hlutverkið. Hún staðfesti það nú, sem raunar þurfti ekki staðfestingar við eftir fyrri tónleika hennar hér, að liún er ein þeirra, sem lengst hafa náð 'í píanóleik á vorum tímum. Leikur hennar er af andlegum toga spunninn í óvenjurikum Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.