Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 8
-*> <*>■ 8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. september 1954 Ðansleihur ásamt skemmtiatriðum Fr©d Colfmg: búktal o.fl. Ragsia? BjaEEias©n, dægurlagasöngur Aage Lerange leikuz í neðzi salnum Dansað í báðum sölum — Skemmtiatriöi uppi og niðrí ASgöngumiSasala milli kl. 8 og 9. Athugið: Matargestir eru beðnir að athuga, að koma fyrir kl. 8. Húsinu lokað milli 8 og 10. ....■ ...... ..—-—•, -. , , -----rt <S>--------------------------------———<■ Ifgreiislissf úSktir í þessum mánuoi verður bætt við nokkrum afgreiðslustúlkum í mjólk- urbúðir vorar. Upplýsingar í skrifstofunni. Ákveöiö hefur ■'fwiö aö allsherjaratkvæöagreiðsla skuli viðhöfö urn kjör íulltrúa félagsins til 24. bings Alþýðusambanös íslahös. Atkvæðagreiöslan fer fram 25. og 26. þ. m. Framboðslistar með 4 fulltrúum og 4 til vara ásarnt meðmælum 42ja fullgildra félagsmanna, séu komnir til kjörstjórnar fyrir kl. 18 þriðju- daginn 21. sept. n.k. norsku líst&yninguna í Listasafni ríkisins. ÍÞRÖTT! RITSTJÓRJ. FRlMANN HELGASON Valspiltarnlr sigruðu í fvrsta leiknum í Fréttabréf frá Frimanni Helgasyni, þjálfara flokksins og fararstjóra Hamborg 13.-9.-’54. Það væri synd að segja að veðrið hafi ekki leikið við Vals- menn úr II. aldursflokki, er þeir lögðu af stað í fyrstu för sína til keppni við knatt- sþyrnulið á erlendri grund. Allt Suðvesturlandið lá laugað sól og birtu. Er austar dró tóku Skýhnoðrar að hylja útsýni og svo fór að ekki sást niður á hvíta öldutoppa Atlanzhafsins en í stað þess liöfðum við ann- að haf undir okkur en það var þokuhaf, sem til að sjá virt- ist ógnþrungið og risníikið. Éftir stvitta viðdvöl í Gauta- borg var haldið áfram áleiðis til Hamborgar. Tekið var að dimma. Ljós borga og bæja voru eins og tindrandi „jarð- stjörnur“. En fyrst kastaði tólfunum þegar flogið var yfir Kaupmannahöfn, sem var eitt ljósahaf, þar sem götulýsing myndar vissar æðar í þessu upplýsta ferlíki. Ævintýri sem lengi verður minnisstætt. Til Hamborgar var komið um kl. 10 um kvöldið og var tekið' þar á móti flokknum af for- ráðamönnum knattspyrnunnar í Hamborg, og við boðnir vel- komnir af formanni æskulýðs- deildanna, Fiseher að nafni. Við myndum bráðna á Gullströndinni! Fyrstu næturnar. var gist í æskulýðsheimili einu miklu, sem rúmar um 800 næturgesti og Á íþróttamóti, sem fram fór í Kíeff um síðustu helgi setti sovézka stúlkan Galina Zybina nýtt heimsmet í kúluvarpi kvenna, varpaði kúlunni 16.28 metra og bætti sitt eigið heims- met um 8 sm. Zybina er núver- andi olympíu- og Evrópumeist- ari í kúluvarpi. er oftast fullt um þetta leyti árs. Flestir gestanna eru ung- lingar úr mörgum löndum heims, þ.á.m. áttum við tal við lágvaxinn blökkumann alla leið frá Gullströndinni 1 Vest- ur-Afríku. Hann var að læra verkfræði í 'Evrópu. Hann sagð- ist hafa mjög gaman af knatt- spyrnu og að þeir Gullstrend- ingar iðkuðu knattspyrnu all- mikið. Ekki var honum vel ljóst hvar ísland var, en bjóst við að kalt væri á því landi, og ef við færum í keppnisför tjil Gullstrandarinnar myndum við ;bráðna. Á ssglmgii um '2Í0 km laiíga höfri Hér er ekki tími til að liggja og sofa þótt sunnudagur sé. Kl. 7 er risið úr rekkju, því að kl. rúmlega 8 á að leggja upp í dálitla siglingu um höfnina í Hamborg. Hún er ekkert smá- smíði, eða um 20 km á lengd. Er þetta gert í leiðinni upp til Blankenese, en þar á að keppa við harðsnúna sveit, af- ltomendur gamalla sjómanna, sem þar hafa búið öldum sam- an. Mér dettur í hug sjómanna- blóðið sem Erléndur segir að búi í öllum Vesturbæingum! Við erum ekki fyrr komnir út í skipið en athyglin beinist að öslandi bátum, hægfara prörnmum og stórum úthafs- flutningaskipum, sem allsstað- ar má sjá og þó er sunnu- dagur. íþróttafólkið hefur ekki gleymt sér heldur, víða má sjá smábáta svífa þiöndum segl- um fyrir stinnum suðvestan kalda. Nær landi má sjá ,,pör“ á morgunferð. Þau eru^tvö og tvö í húðkeip og stjaka sér áfram ineð samtaka árat.ogum — og á það ekki að vera svo? Þetta virtist þeim hressandi og skemmtileg ,,morgunganga“. Bátur á hvolfi — menn á kjöl! Kappsiglingabátarnir lögð- ust allmikið í siglingunni en hvergi virtist slakað á kló, og sauð á keipum. Ekki höfðum við lengi farið á þessum „stræt- isvagni“ Hamborgar er athygl- in beindist að einhverju, sem flaut ofansjávar og sátu tveir úaenn á ferlíki þessu. Ilöfðu þau kollsiglt fleytu sinni. Voru þau holdvot klofvega á síðu bátsins en mastur og segl' láu skáhalt niður. Við litum svo á að hér væri um björgun úr bráðum lífsháska að ræða. Rétt í þessu skreið stór bátur að og virtist ætla að bjarga, en þau voru ekkert upp á bát- verja komin, þau vildu bara fá hjálp til að rétta bátinn við og halda svo áfram fyrirhug- aðri siglingu! Velkomin íslenzka æska! Eftir að hafa skotizt í land og fengið að sjá eitt mesta á- vaxtahérað Þýzkalands, þar sem greinar trjánna svignuðu undan þunga ávaxtanna, var haldið til Blankenese. Á bryggj- uiini þar höfðu safnazt fjöldi manns og í broddi þeirrar fylk- ingar var lúðrasveit í hvítum ldæðum sem lék þessum ís- lenzku gestum til heiðurs. Þar var og kominn fulltrúi borgar- stjórnarinnar sem bauð hópinn ýelkominn. Yfir landgönguna hafði verið strengt laufskreytt skilti með órðunu.m Velkomin íslenzka æska! Var síðan gengið til veizlu í svonefndu Ferjumanna- hóteli, sem stóð hátt uppi með yfirsýn yfir Saxelfi. 4:1 Það er dálítið hæpið ao mat- arlystin hafi verið í bezta lagi og hætt við að leikurinn kl. 14:30 liafi gert sitt. í Blank- enese eru um 83 þúsund íbúar svo þetta leit ekki vel út. Það mátti líka sjá fyrstu 10 mínút- urnar að taugar okkar manna voru ekki í bezta lagi, því að þá voru Blankenesmenn mjög ágengir en Grétar varði oft af mikilli prýði og hlaut lof á- horfenda að launum. Eíi smátt og smátt fór að fara úr þeim hroílurinn og leikurinn að jafn- ast, og um miðjan fyrri hálf- leik (40. mín.) tekst Hilmari Pitch að skora. Þjóðverjar höfðu átt nokkur tækifæri en skotin voru oftast himin há. Nú fara tækifæri Valsmanna að verða fleiri og fleiri og úr einu þeirra skorar Guðmundur Aronsson og stóðu leilcar þá 2:0 í hálfleik. Dregið hafði frá sólu síð- ari hluta hálfleiksins og var hitinn um 28 stig og fannst þeim sem von var nóg um. Á fyrstu mín. síðari hálfleiks einleikur Sigurður Ámundason fram og nær að sneiða knött- inn mjög laglegá frani hjá márkmanninum; 3:0. Er nú sókn á víxl og þýzkir all að- gangssamir og fór svo að þeir gerðu eitt mark en nokkru síð- ar á Páll Aronsson ágætan ein- leik fram vinstra megin, ginnir markma.nninn út og skaut svo framhjá lionum í hornið f.jær; 4:1, og þiannig lauk leiknum við mikla ánægju þessa fá- menna íslenzka hóps sem á horfði, og þó áttu Valsmenn enn tvö opin tækifæri sem erfitt var að misnota. Einn leik ur hefur þó unnizt, hvernig svo Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.