Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 12
rs. fwær hyrjar sýnmgar i nœstu viku- SilfurfdnglsS frumsýnt um mánaBamótin Leiksýningar ÞjéSleikhússins hefjast að nýju í næstu viku. Verða fyrst hafnar sýningar á óperettunni Nitouche, sem sýnd var rúmlega 20 sinnum á s.l. vori, en um næstu mánaðamót verður væntanlega byrjað að sýna Silfur- tunglið, hið nýja leikrit Halldórs K. Laxness. Annað ís- lenzkt leikrit verður sýnt í leikhúsinu í vetur. Nefnist það „Þeir koma 1 haust“ og er eftir Agnar Þórðarson. Þá er ætlunin að sýna óperurnar Cavaleria rusticana og Bajazzo um jólaleytið. Upplýsingar þessar gaf Guð- laugur Rósinkranz Þjóðleikhús- stjóri á fundi með blaðamönn- um i gær, en þar skýrði hann frá fyrirhugaðri starfsemi leik- hússins í vetur og leikriturn þeim, sem þegar er ákveðið að taka til sýningar. 100. sýningin á Topaz í Reykjavík Starfsemi Þjóðleikhússins á haustinu hófst í rauninni með leikförinni til Austurlands hinn 22. ágúst s.l., en í þeirri för var leikritið Topaz sýnt 15 sinn- um á 12 stöðum, hvarvetna við húsfylh. Á morgun verður leik- ritið sýnt á Akranesi, en síðar er hugmyndin að fara til Vest- rnannaeyja og haida sýningar þar- og einni j Hlégarði i- Mos- feUssvei1#.: Sýniagar á’ Topaz eru nú orðnar 91, en gert er ráð fyrir að 100. sýningin verði í Þjóðleikhúsinu sjálfu. Nitouche sýnd aftur Sýningar á óperetíunni Ni- . touche verða teknar upp aftur og fyrsta sýningin n.k. miðviku- dag, en óperettan var sem kunn- ugt er sýnd á s.l. vori í rúmlega 20 skipti við góða aðsókn. Sýn- ingar verða þó ekki nema fáar nú. Leikendur verða hinir sömu og áður, en verð aðgöngumiða lækkar hinsvegar frá því sem áður var og verður hið sama og III Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu frarnfærslukostnað- ar í Reykjavík hinn 1. sept. s.l. og reyndist hún vera 159 stig. Það er orðin föst regla ríkis- stjórnarinnar að hækka vísitöl- una á þeim tíma að hækkunin hafi ekki áhrif á kau gjaldið fyrr en mánuoum síðar. Þessi hækkun hefur ekki áhrif á kaupgjaldið fyrr en 1. des. n.k. jst Utanríkisráðherra dr. Krist- inn Guðmundsson, Vilhjálmur Þór, forstjóri og Jóhann Þ. Jósefsson, a’þingismaðtir, fara héðan flugleiðis í dag til Nev/ York til þes.i að sitja fyrir ís- lands hönd, ásamt Thor Thors, sendiherra, factafulltrúa Is- lands hjá Sameinuðu Þjóðunum, 9. allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna, sem hefst 21. þ. m. — (Frá utanríkisráðuneytinu.) á venjulegar leikhússýningar. Silfurtunglið Um næstu mánaðamót verða væntanlega hafnar sýningar á hinu nýju leikriti Ralldórs Lax- ness, Silfurtungiinu. Byrjað var að æfa leikritið á s.l. vori og æfingar síðan hafnar af kappi al’tur hinn 1. sept. Leikstjóri verður Lárus Pálsson. Sönglag, sem heyrist oft i Silfurtunglinu, hefur Jón Nordal samið. Fyrsta þýzka leikritið Næsta viðfangsefni leikhúss- ins- véiður-eftir ungan þýzkan höfund, Woiigdng Borchert, og nefnist í þýðingunni Lokaðar dyr. Verður þetta fyrsta þýzka leikriti’ð, sem Þjóðleikhúsið sýn- ir. Höfundurinn var hermaður í síðasta stríði og barðist við Stalíngrad, þar sem hann var tekinn til fanga. Eftir þriggja ára vist í fangabúðum sneri Borchert aftur til Þýzkalands en kom þá að öllum dyrum lok- uðum. Sækir höfundur efni leik- ritsins í þessa reynslu sína. Indriði Waage setur Lokaðar dyr á svið, en Lothar G.rund mun mála leiktjöldin. Leikrit eftir Agnar Þórðarson Þá er komið að öðru íslenzka leikritinu, sem sýnt verður i vetur. Það heitir Þeir koma í haust og er höíundurinn Agnar Þórðarson, Fjallar leikritið. um afdrif íslendingabyggðanna í Grænlandi. Leikstjóri verður Haraldur Björnsson. Ballettinn Dimmalimm Erik Bidsted baliettmeistari og kona hans Lisa eru væntan- leg hingað til lands á morgun. Munu þau halda áfram kennslu við ballettskóla Þjóðleikhússins eins og undanfarin ár. En auk þess mun Bidsted semja og æfa nýjan ballett, sem byggður verð- ur á ævintýrinu Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson. Karl Ó. Runólfsson hefur samið tónlistina. Gert er ráð fyrir að sýningar á þessum nýja baliett verði hafnar i nóvember, en teikning- ar þær, sem Guðm. Thorsteins- son gerði með ævintýri sínu, verða notaðar sem fyrirmyndir leiktjaida og skreytinga. Tvær óperur sýndar um jóliu Það hefur verið venja leik- a ‘ú j hússinsý hingað til að taka til sýninga um jólin þjóðleg, íslenzk leikrit, í fyrra t. d. Pilt og stúlku. í vetur verður brugðið venju. Sýnd verður óperan Cavaleria rusticana eftir Mas- cagni, en þar sem hún er of stutt fyrir eina kvöldsýningu verður óperan Bajazzo eftir Le- oncavallo sýnd einnig. Báðar þessar óperur eru mjög vinsæl- ar. í þeirri fyrrnefndu verða eingöngu íslenzkir söngkraftar og fara þau Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson og Ketill Jensson með aðalhlutverkin. I Bajazzo verða hinsvegar erlend- ir söngvarar í aðalhlutverkun- um. Leikstjóri verður Simon Edwardsen og hljómsveitarstjóri Dr. Viktor Urbancic. Leiklit eftir Anouilhe og Strindberg Þá er gert ráð fyrir að sýna franska leikritið Antigone eftir Anouilhe í leikstjórn Baldvins Halldórssonar og Phoenix too frequent eftir hinn snjalla enska höfund Christofer Fry. Einnig Vetrarferðin eftir Clifford Odets og Föðurinn eftir Strindberg. Ilinn þekkti sæhski leikari Lars Hansson, hefur lofað að koma hingað' - og fara með aðalhlut- verkið í leikriti Strinabergs, en óráðið er hvenær hann kem- ur. Hækkað verð á aðgöngu- miðum á frumsýningar í vetur verður tekinn upp sá háttur, að selja aðgöngumiða á frumsýnipgar á 10 kr. hærra verði en á venjulegum sýning- um. Gildir sú hækkun um sæti í sal og á neðri svölum. Einnig má búast við að verð aðgöngumiða að söngleikjum verði hærra í vetur en að und anförnu vegna þess hversu hljómsveitarkostnaður hefur hækkað mikið. Laugardagur 18. september 1954 -— 19. árgangur —: 211. tölublað ieiatséfen ssvéinefitdaiiimas: hefur aukið kynni, bróðurhug Iffifefedr nefudanmaiauð faxa fe©im!©Iðss í dag Nokkrir úr sovétsendinefndinni sem hér hefur dvalið á vegum MÍR halda heimleiðis í dag, en listamennirnrr fara síðar og munu halda hljómleika í Þjóöleikhúsinu n. k. mánudag og á þriöjudaginn leika þeir saman í Dóm- kirkjunni sellósnillingurinn Rostropovitsj og dr. Páll ís- ólfsson. Sovétsendinefndin ræddi við blaðamenn í gærmorgun og hafði Sarkisoff, formaður VOKS- nefndarinnar orð fyrir þeim. Kvað hann nefndarmennina hafa hvarvetna átt vinsemd og hlýju að mæta hér og hafa fengið tækifæri til að ræða við ísl’enzka starfsbræður sína. Sjálfur ræddi Sarkisoff við ís- lenzka lækna og flutti erindi. ■Prófessor Markofl’ ræddi við ís- lenzka leikhúsmenn og höíunda, en próf. Markoff setur Silíur- tungl Kiljans á svið í Malileik- húsinu í Moskva. Prófessor Usjakova ræddi einnig við starfsbræður sína og flutti er- indi í Garðyrkjufélaginu og fer nefndin héðan með bréf frá Sturla Friðrikssyni til viðkom- anci stofnana austur þar, þar sem óskað er eftir ýmiskonar fræi til að gera ræktunartil- raunir með hér á landi. Þakkaði Sarkisoff öllum þess- um mönnum og öðrum þeim er nefndin hefði kynnzt og greitt hefðu götu hennar fyrir frábær- ar móttökur. Kvaðst hann sann- færður um að koma nefndar- innar hefði aukið kynni milli landanna og eflt bróðurhug og vináttu milli íslenzku og rúss- nésku . þjóðarinnar. Listamennirnir verða hér nokkra daga enn og' munu hafa hljómieika í þjóðleikhúsinu á .mánudaginn, en á þriðjudagipn halda þeir Rostropovitsj og dr. Páll ísólfsson hljómleika í Dóm- i kirkjunni. Nýir harðir jarðskjálfta- ar íbúamir ieknir að ílýja borgina Nýir haröir jarðskjálftakippir uröu í Orleansvilie í Alsír og í nágrenni borgarinnar í fyrrinótt. í fyrrakvöld urðu margir snarpir kippir í Orleahsville og Einar Olgéirsson kom til ! nágrenni og héldu þeir áfram landsins s.l. miðvikudagskvöld, j alla nóttina. Þetta voru hörð- en hann hefur undanfanð ustu kippirnir síðan í _mikla dvalizt í suinarleyfi ásamt jarðskjálftanum aðfaranótt konu sinni og dóttur í Sovét- fimmtudagsins í síðustu viku, ríkjunum og Þýzkalandi. ! þegar bærinn fór í rúst. Mestu til að auka austurviðskipti Verzlunarmálaráöherra Bretlands, Thorneycroft, birti í gær áskorun til brezkra iöjuhölda um aö notfæra sér í fyllsta mæli þau tækifæri, sem nú gefast til aukinna við- skipta í austurveg. Ráðherrann sagði, að mikil ! brauta heyrir, allar tegundir tækifæri til aukinna viðskipta hefðu .skapazt við samninga hans við bandarisk stjórnar- völd í sumar, sem leiddu til þess, að dregið var úr hömhim á útflutningi til Sovétríkjanna og annarrá ianda í Austur- Evrópu. Eimreiðar og landbúnaðarvélar Ilann sagði, að meðal þeirra vörutegunda, sem nú væri heim- ilt en áður var bannað að flytja austur, væru flestar tegundir eimreiða og armað sem til járn- landbúnaðarvéla og nær öll á- höld, dieselvélar og margt ann- að. Væri mjög óskandi að brezk- ir útflytjendur reyndu eftir megni að notfæra sér þennan nýja markað. Einnig skip Thorneyeroft sagði að brezka flotastjórnin hefði einnig slakað á úUlutningshömlum sem hún hefur sett á viðskipti i austur- veg. Mundi brezkum skipa- smiðastöðvum nú heimilt að smíða minni flutningaskip, dráttarbáta og fiskiskip fyrir Sovétríkin. tjóni olli jarðskjálftinn í fyrri- nótt í bænum Afreville, þar sem mörg hús hrundu. Ekki er vitað um manntjón þar. íbúarnir teknir að flýja íbúar Orleansville hafa hing- að til flestir þraukað í bænum í von um, að jarðskjálftunum létti, en þolinmæði þeirra en nú á þroturn og eru margir þeirra að yfirgefa hann. Allt samband við borgina rofnaði á nýjan leik í fyrrinótt og tvö stórhýsi, sem höfðu ekki alveg farið i rúst í‘ síðustu viku, hrundu til grunna. fl Mikill eldur kom upp í París í gær. Kviknaði í stóru vöru- húsi og barðist slökkviliðið frá 16 slökkvistöðvum við eldinn í margar klukkustundir, áður en útbreiðsla hans var stöðvuð. I námunda við vöruhúsið er eitt af sjúkrahúsum borgarinnar og var það í mikilli hættu um tíma. 200 sjúkrabílar voru látn- ir flytja alia sjúklinga úr því. Skólum í nágreuninu var lokað í gær og stórt svæði umhverfis vöruhúsið var lokað fyrir allri umferð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.