Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 18. september 1954 lÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benedilctsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á iandinu. — Lausasö’.uverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ' Ii&reip þjénusta Eins og gera mátti ráð fyrir stóð Sjálfstæðisflokkurinn við þá hótun sína að hækka rafmagnsverðið í Reykjavík. Hin nýja gjaldskrá Rafmagnsveitunnar var endanlega samþykkt á bæj- arstjórnarfundi í fyrradag, með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö atkvæðum allra minnihlutaflokkanna. Áður en til samþykktar kom á rafmagnshækkuninni voru afgreiddar þær tillögur sem fluttar voru af fulltrúum minni- hutaflokkanna. I fyrsta lagi rökstudd frávísunartillaga, þar sem skýrskotað var til 24.2 millj. kr. rekstursafgangs Rafmagns- veitunnar s.l. fimm ár; í öðru lagi varatillaga um að undan- þiggja heimilisnotkunina hækkuninni, og í þriðja lagi tiliaga Petrínu Jakobsson um kosningu 5 manna nefndar til þess að rannsaka rekstur Rafmagnsveitunnar og koma honum í fastara form og á hagkvæmari grundvöll. Allar voru tillögur þessar drepnar af þeim átta fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem að því afreki loknu samþykktu nær þriðjungs hækkun á rafmagns- verðinu, og ákváðu þar með að leggja nýjan 8 milljóna króna neyzluskatt á Reykvíkinga. í umræðunum sýndu fulltrúar sósíalista og annarra minni- liiutaflokka fram á það með skýrum og óvéfengjanlegum rök- um hve fráleitt það væri að ætla að afla fjár til allra fjár- festingarþarfa Rafmagnsveitunnar með hækkun á rafmagns- verðinu. Rafmagnsveitan hefur skilað miklum rekstursafgangi öll undanfarin ár eins og reikningarnir sýna. Þannig varð rekst- ursafgangurinn á s.l. ári einu nær 10 millj. kr. og var áætlaður rúmar 7 millj.‘ á yfirstandandi ári. Rekstursafkoman réttlætti því á engan hátt þessa stórfelldu verðhækkun. Fjár til um- framkvæmda yrði að afla með lánum sem greidd væru upp á lengri tíma, og réttlátara væri að afla fjárins með útsvörum sem lögð væru á eftir efnum og ástæðum en með neyzluskatti sem kæmi þyngst niður á fátæku fólki og láglaunamönnum, reyndist lántökuleiðin ekki fær. Það upplýstist í umræðunum að Landsbankinn hefur neitað Rafmagnsveitunni um nauðsynleg lán til framkvæmda sem standa í beinu sambandi við hinar nýju virkjunarframkvæmd- ir. Og Gunnar Thoroddsen taldi þá afstöðu eðlilega og rétt- mæta, enda í fuliu samræmi við þá stefnu sem Sjálfstæðis- flokkurinn fyrirskipar bönkunum að fylgja: að neita um lánsfé til nauðsynlegra framkvæmda opinberra fyrirtækja en velta öllum kostnaðinum yfir á bök almennings í síhækkandi af- notagjöldum og neyzlusköttum. Sýnir þetta heldur óskemmti- leg vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins og mætti verða Reykvík- ingum alvarleg áminning um hve háskalegt það er fyrif al- menningshagsmuni að fela þessum ófyrirleitna braskaraflokki forsjá mála sinna. Það er í fullu samræmi við stefnu og markmið Sjáifstæðis- flokksins að velja leið neyzluskattsins í máli eins og þessu. Með þeim hætti tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að láglaunamað- urinn ber jafn þunga byrði og hátekjumaðurinn og auðmaður- inn. Og það telur flokkur auðstéttarinnar bæði réttmætt og eðlilegt. fíann er stofnaður og starfræktur til að gæta hags- muna hinna ríku. Það er ástæðan til þess að Gunnar Thorodd- sen og lið hans í bæjarstjórn getur með engu móti hugsað sér að afla fjár til Rafmagnsframkvæmda með útsvörum þegar Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að loka lántökuleiðinni með því áhrifavaldi sem hann hefur í bankamálunum. Yfir á bök al- mennings skal kostnaðinum velt og þess gætt að auðmennirnir þurfi undir engum kringumstæðum að bera þyngri byrði en þeir fátæku. Svo auðveip er þjónusta Gurinars Thoroddsens og liðs- manna hans í bæjarstjórn við einkahagsmuni auðmannastétt- arinnar. Með nýju rafmagnshækkuninni eru átta milljónir króna lagð- ar á bök almennings í Reykjavík til viðbótar þeim byrðum sem fyrir voru. Og enn breikkar bilið milli kaupgjalds vinnandi fólks og raunverulegs verðlags. Þannig er unnið markvisst að því af stjórnarvöldunum að skerða kjörin og neyða verkalýðssamtökin til þess að grípa til þeirra einu gagnráðstafana sem mögulegar eru og tiltækar, þ.e. uppsagnar samnings og almennrar kauphækk unar. Sjálfstæðisflokkurinn í bæjarstjórn hefur lagt sinn drjúga skerf til þeirrar þróunar með þeirri stórfelldu rafmagnshækk- ■un sem nú á að koma til framkvæmda. Vetnissprengjan hefur breytt öllum viðKodnm i lÉrtiaii Bandariskir stjórnmáiamenn og hiaöa- \ menn ieysa frá skjóðunni Yfirlýsíng V/insíons Churc- hills á þingi í sumar, að reynslan af síðustu vetnis- sprengingum hafi gjörbreytt viðhorfinu í hernaði svo að endurskoða verði allar eldri hernaðaráætlanir, hefur að vonum verið mikið rædd. Með- al þeirra, sem lagt hafa út af orðum brezka forsætisróð- herrans, eru bandarísku bræð- urnir Joseph og Stewart Alsop, sem rita um alþjóðamál fyrir New York Herald Tribune og fleiri bandarísk stórblöð. Þeir bræður hafa árum saman sýnt að þeir eru flestum blaða- mönnum kunnugri ýmsu því í kjarnorkumálunum, sem leynt hefur átt að fara. í grein í síð- asta mánuði komast þeir svo að orði: „Sir Winston Churchill skýrði neðri deild brezka þingsins frá því með miklum alvöruþunga, að „stórkostlegar breytingar hafa orðið á allri hernaðaraðstöðu í heiminum. Þær gera með öllu úreltar hugmyndir, sem voru byggðar á traustum grunni og studdar óyggjandi rökum fyrir ári síð- an“. Það sem hinn gamli af- reksmaður átti við með þessu var sú staðreynd, að vetnis- sprengjan hefur reynzt enn skelfilegra eyðingarvopn en gert hafði verið ráð fyrir. Það er nú komið á daginn að hit- inn og þrýstingurinn geta ver- ið ekki annað en undanfari. langtum stórfelldara fyrirbær- is.“ Alsopbræður halda áfram: „Þetta fyrirbæri er geisla- virka „úrfellið“ sem demdi skaðvænlegri ösku yfir jap- anska fiskiskipið Ileppni drek- inn og margar hinna byggðu Marshalleyja. Sú staðreynd að búast má við þessu skaðvæn- lega úrfelli breytir auðsjáan- lega vetnissprengjunum úr vopni sem getur eytt borgir í vopn sem getur gert heil héruð óbyggileg. Með þessu fyrirbæri réttlætti Churchill það að Bretar yfirgefa nú hina miklu herstöð sína á Súeseiði. í raun og veru var hann að segja að herstöðin á Súeseiði, sem ligg- ur meðfram skurðinum á 160 km löngu svæði, væri nú svo berskjölduð að hún hefði enga raunhæfa þýðingu. . . Munur- inn á þessu kjarnorkuvopni og þeim eldri er að nýja sprengj- an myndar ský úr tiltölulega þungum ögnum. Vegna þess að þær eru tiltölulega þungar detta þær til jarðar við spreng- ingarstaðinn strax meðan þær eru enn lifshættulegar." Ý umræðum á Bandaríkjaþingi 21. júlí í sumar kom það í ljós, að ugg hefur sett að fleirum en Churchill og Alsop- bræðrum við að kynnast áhrif- um nýjustu kjarnorkuvopna. Stuart Symington, öldunga- deildarmaður frá Missouri, var árum saman flugmálaráðherra í stjórn Trumans. Hann hefur því flestum betri aðstöðu til að fylgjast með því sem er að gerast í smíði hinna nýju vopna. Þennan dag hélt hann mikla ræðu um vígbúnaðar- kapphlaupið, þar sem hann taldi að Bandaríkin væru að dragast aftur úr, og kom í því sambandi með athyglisverðar upplýsingar. Symington sagðii m. a.: „Nú er svo komið, að- hægt er að framleiða kjarn- orkuvopn, þar með taldar- vetnissprengjur, í stórum stíL og með litlum tilkostnaði. Skortur á kjarnakleyfum efn-- um setti framleiðslunni áður- skorður. Nú er sá skortur úr- sögunni. Brátt getum við fram- leitt svo mikið af þessum vopnum, að nægja myndi til þess að gereyða svæði, sem er miklu stærra en Banda- ríkin. Þetta er svo afdrifa- ríkt vegna þess að úr því að við getum það geta kommún-- istarnir það líka. FJrátt verður fyrir hendi nóg: af vopnum sem eru nógu aflmikil til þess að gjöreyði- leggja öll skotmörk, sem gætu ógnað okkur eða bandamönn- um okkar, ekki einungis vopna- verksmiðjur og jarðföst hern- aðarmannvirki, heldur her- skipaflota og heri, hvar svo> sem þeir eru niður komnir. Brátt munu kommúnistar hafa.. safnað sér svo miklum birgð— um af þessum gereyðingar- tækjum, að nægja mun til þess að svíða í kjarnorkuloga ekki aðeins borgir okkar og verk— smiðjur heldur sérhverja fer- mílu bandarísks lands. Nú vo"f- ir því yfir okkur takmarkalaus- eyðingarmáttur vetnisvopn- anna. Þetta er ekki alveg ný-- tilkomið. En aldrei hefur verið- skýrt frá því ljóst og hrein- skilnislega, hvað þessi eyðing- armáttur vetnisvopnanna merk— ir. Hann merkir þetta: Dreyf- ing skotmarka, hernaðarlegra. eða annarra, er e'kki lengur- lausn — og nákvæm miðun,. þessara vopna verður sífellt þýðingarminni. Svona tröll- auknar sprengingar á víð og; dreif geta eytt hvaða þjóð jarð— ar sem vera skal.“ Oymington á sæti í hermála— nefnd öldungadeildarinnar. I umræðunum sem fóru á eftir- ræðu hans véfengdi enginn. nefndarmanna, að hann færi... með rétt mál um eyðingarmátt.. vetnisvopnanna. Nefndarfor- maðurinn, Leverett Saltonstall,. mótmælti hinsvegar þeirri á— lyktun hans, að stórauka bærL fjárveitingu til hervæðingar- Bandaríkjanna. Annar af for— ystumönnum republikana í öld— ungadeildinni William Know- land, formaður þingflokksins,, var á öðru máli og samsinnti. öllu sem demokratinn Syming-- ton hafði sagt. Umræðunum lauk með því, og þeir Know- land og Symington lýstu báð- ir yfir að þeir teldu það hrein- ustu fásinnu, að auðvaldsríkin og sósíalistísk ríki geti búiA saman í friði til lengdar. Þótt. þeir segðu það ekki berum orðum var Ijóst hvert þeir voru að fara. Þeir telja að Bandaríkin hafi enn yfirburði í kjarnorkuvopnum en þeir yf- Framhald á 9. síöu- Kort petta birtist í ensku blaði og sýnir hœttusvœðið í Evró-pu, ef vetnissprengja spryngi í Berlín. Innan liringsins er pað svœði, sem helryk myndi falla yfir. Mið- að er við reynsluna af vetnissprengingunni á Kyrraliafi 1. marz síðastliðinn. Hœttusvœðið nœr norður að Þránd- heimi og suður fyrir Neapel ,vestur á írlandshaf og austur undir Moskva.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.