Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.09.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 SkákmótiS i Amsterdam Framhald af 4. síðu. nægður með þessa skák og ætlar að birta hana. Á öðru borði hafði Guð- mundur S. svart gegn Golom- bek, sem er annar kunnasti tafimeistari Breta, höfundur margra skákbóka og starfar í utanríkisþjónustunni brezku eins og Alexander. Guðmund- ur lék óvenjulega glæfralega í byrjuninni og hraktist kóng- ur hans út á taflborðið með- an báðir höfðu nærri fullt lið. Menn sem litu á þetta hristu höfuðið og töldu Guðmund sýnilega alveg fortapaðan, en hættan var ekki eins mikil og í fljótu bragði virtist. Að minnsta kosti tókst Golombek ekki að finna neina leið til vinnings, hættan leið hjá og jafntefli var samið þegar hvorugur átti neinar vinnings- líkur lengur. Á þriðja og fjórða borði tefldu brezkir stúdentar, Barden á þriðja borði en Cíarke á því fjória. Barden þékktu sumir okkar frá Hel- sinki, því að þar hafði hann kynut sig vel og staðið sig vel. eh Ciarke þekktum við að- eins af afspurn. Guðm. Pálma- .son hafði- hvjtt gegn Barden, .SÚ.akáJí. yarð allþung og hafði Guðm. heldur betra. Bárdeh. .bauð peð tihþess að losa um sig og fá færi til sóknar; Guð- mundur tók peðið og varð 'skákin talsvert vandasöm. Guðmundur hefur sennilega átt vinningsfæri á einum stað a.ð minnsta kosti, en eins og skákin tefldist leystist hún smám saman upp í jafntefli. ... Clarke og Ingi sáu ■ fyrir dramatískustu skák kvöldsins. Ingi fékk ágæta stöðu út úr byrjuninni eins og hans er v;indi, Clarke reyndi að fórna skiptamun, Ingi hélt skipta- muninum og varðist allri á- sókn Bretans, gat meira að segja krækt sér í þýðingar- mikið peð á miðborðinu til viðbótar. Þegar svona þung- lega he"fði fór Bretinn að hugsa sig ’e.igur og lengur um hvern leik og loks var svo komið að bæði var taflstaðan þannig að vonlaus mátti kalla og auk þess var viðbúið að hann færi þá og þegar yfir tímátakmörlcin. Eftirlitsmað- urinn var búinn að taka sér stöðu við borðið til þess að fuilnægja öllu réttlæti þegar þar að kæmi. En þiá kom sprengjan. Ingi, sem átti næg- an umhugsunartíma, verður gripinn leikhraða andstæð- ingsins og leikur eftir stutta umhugsun fe'ik er vonandi verður mesti fingurbrjótur ís- lendinga á þessu móti: hann > Jeikur af sér tveimur mönn- um í einum og sama leik. Ég stóð fyrir aftan hann þegar þetta gerðist, ég var búinn að sjá gildruna og ég ætla ekki að lýsa tilfinningum mínum þegar ég sé Inga flana beint í hana. Nú var spurningin tvðeins sú hvort Bretanum tækist að leika þeim leikjum sem hann átti eftir á þeim fáu sekúndum sem eftir voru af tíma hans. Það tókst og þá var ekki um annað að ræða en gefast upp. Varla mátti á milli sjá hvorum varð meira um þennan viðburð, báðir kafrjóðir og Bretinn segjandi aftur og aftur ,,I am sorry, I am sorry". Þannig snerist sá árangur, sem ég var í huganum búinn að bóka sem 21/2 : l1/) sigur, í jafn- stóran ósigur. Því trúir eng- inn fyrr en hann reynir, hve seigelítandi taugastríð kapp- skák er, og því gengur mönn- um oft illa að slcilja að jafn- vel mestu meistarar leika stundum af sér eins og börn. I þessari umferð fengu hin- ir sterku Svíar sömu útreið hjá Sovétríkjunum og við höfðum fengið daginn áou-r, Botvinnik vann Stahlberg ör- ugglega, Luridin sjSriklaði miSlð * géfn Sth'ýsloffen "tap- Framhald af 4. síðu. mæli. Þetta er list, sem geng- ur hlustandanum til innstu hjartaróta. Trauðla verður unnt að gleyma flutningi henn- ar á hinum fagra píanókon- sert Raehmanínovs. Gamli Þjóðleikhússkláfurinn ómaði og söng eins og endurborinn og. orðinn nýr undir snillings- höndum þessarar listakonu. Ágætlega tókst annað verk- ið, sem hljómsveitin flutti ein saman, „Fjögur íslenzk rímna- lög“ eftir Jón Leifs, þetta gamalkunna tónverk, sem allt- af er jafngaman að hlusta á. En að bví loknu hófst „Konsert fyrir knéfiðlu og hljómsveit í h-moll“ eftir Dvorák. Einleikarinn var Mstislav RostropoVitsj. Um tækni hans þarf ekki að fjöl- yrða. Henni virðist enginn hlutur ofviða. En auk hennar er honum ásköpuð sú æðri tónlistargáfa, sem hlotnast að- eins fáum afburðamönnum. Þeir tónar, sem þessi maður fær seitt úr hljóðfæri sínu, eri^ ofar allri fingra- eða liandleggsvöðva tækni. Þökk sé hinum ágætu sov- ézku listamönnum svo og Sin- fóníuhljómsveitinni og stjórn- anda hennar fyrir þessa ó- venju hugþekku hljómleika. B. F. FRAMLFJSI ILL.AR TEGUNDIR AF HÚFUM F aði; Smysloff þáði f órnir Lundins en neitaði alveg að gefa þann höggstað á sér sem Lundin sennilega hefur von- azt eftir. Júgóslavar unnu stóran sig- ur á Hollendingum, 3:1, og Tékkóslóvakía vann V-Þýzka- land einnig 3:1; ísraelsmenn sem við eigum að etja við í næstu umferð unnu Búlgari 3:1. Baráttunni milli Argen- tínu og Ungverja er enn ekk-i lokið, ein biðskák er eftir og á henni veltur hvort Ungverj- ar vinna með 2 yz eða viður- eigninni lýkur í jafntefli. (Ég sleppi þeim möguleika að Ungverjinn leiki stórlega af sér, en þá myndu Argentínu- menn vinna). Guðm. Arnlaugsson. ÖíVl rfi~ Iþróttir Framhald af 8. síðu. sem hinir fara, en þau lið sem þá verður keppt við eru sterk- ari. Á eftir horfðum við á leik toppliðanna í II. deild áhuga- manna og varð þar jafntefli 4:4 milli Blankenese og „Grænt-hvítt 07“. Heimsineistari í heimsókn Eftir leikinn var öllum boð- ið til kaffidrykkju og flutt á- vörp og þakkir eins og venja er. Sungum við íslenzk lög en því var því miður ekki svarað. I hóf þetta kom frægasti knatt- spyrnumaður Þjóðverja í augnablikinu, Posipal, sem lék með Evrópuliðinu gegn Bret- landi og varð einn af heims- meisturunum í sumar. Maður þessi virðist ekki neinn jaki að sjá. Er aðeins 75 kg og 176 sm á hæð, skjótur og snöggur í öllum hreyfingum. Hann er 26 ára, gamall, bragðar ekki áfengi og reykir ekki, álítur að hvorttveggja lami getu og afrek íþróttamannanna. — Ég verð að játa að ég hafði sam- úð með þessum geðþekka manni tímann sem hann var þarna. Hann sem sé sat og skrifaði nafnið sitt fyrir rit- handarsafnara og aðra þá sem vildu eiga nafn þessa fræga manns ritað af hans eigin hendi. Og þegar þessi ,veslings‘ maður kom út, beið hans helj- armikil biðröð ungra drengja sem komizt höfðu á snoðir um að Posipal væri inni, allir með lítil blöð í höndunum. Með brosi og jafnaðargeði „af- greiddi“ hann hópinn, og lét engan verða fyrir vonbrigð- um. Já, það getur stundum ver- ið erfitt að vera frægur! Kærar kveðjur. Frlmann. Menningaitengsi Isiands og EáÓsSiémaníkfamia Kynningazmámiðui — Septembei 1954 Tóxileika-r og Þjóðleikhúsinu mánudagskvöldið 20. sept. ld.9. EFNISSKiA: Einleikur á píanó. Mstisl&v IðstiöpouítSi: Einleikur á selló. íiína Tikomímsva og GennaSí Leáfak: Listdanssýning. Guðiún A Símonai. óperusöngkoria: Einsöngur. Gxsli Magnússon, píanóleikari: Einleikur á píanó. Aögöngumiðar veröa seldir í Bókabúö Máls og menningar, Skólavöröustíg 21, á s u n n u d a g s m o i g u n kl. 9. Engar paeíanir 2 nuðar á imim G>- Síðasta sðn m — 4> fl. í'll, MIKIÐ ÍJRVAL AF HERRAVÖRUM Ingólisstiæti 2, sími 5098. *m*m*ni*p unsmsn.v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.