Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. febrúar 1955 Menningartenggl íslands og Ráðstjórnarríkjanna I FUNDUR og kvikmyndasyning í Stjörnubíói í dag kl. 2 e.h. Sverrir Kristjánsson: LITIÐ UM ÖXL TÍU ÁRA KALT STRÍÐ. ★ Kvikmynd: MAÍ-NÓTT, úkranínsk mynd eftir sögu Gógóls. ★ FRÉTTAMYND Aðgöngumiðar við innganginn — Öllum heimill aðgangur. Stjóm MIB Ritstjóri; Guðmundur Arniaugason Alþfó3askákmófi8 í Belgrad Júgóslafneska skáksambandið efndi til skákmóts í lok október- mánaðar í tilefni þe’ss, að þá voru liðin tíu ár frá þvi að borgin var leyst undan yfirráð- um nazista. Þátttakendur voru 20 frá 9 löndum, þar af 7 stór- meistarar. Fyrstu verðlaun hlaut Bronstein með 13.% vinning (8 skákir unn- ar, 11 jafntefíi, ekkert tap). Ann- ABCDEFGH Þessi tvisýna staða kom upp í skák miUi Smys’offs og Flohrs árjð 1949. Smysloff átti leikinn. 44 Hcl—bl Bg7—e5 45 Df 4—h4! Hann ætlar að svara Hxe3 með 46 Dh5í Kg7 47. Dh6f Kf7 48. g6t! hxg6 49. Df8 mát! 45 — — Be5xg3f! 46 Dh4xg3 Dc7xg3f 47 Kh2xg3 Hd3xe3f 48 Kg3—f4! He3xh3 49 Hb8—c8 Bc6—d5 50 c5—c6 Hótar Hb7f og máti í 2. ieik. 60----- Hh3—f3f 51 Kf4—e5 Hh3—c3 ABCDEFGH 62 g5—g6f!! og mátar. Ef hxg6, þá Hb7, en ef Kxg6, þá 53. Hg8t! Kf7 54. Hbgl og 55. Hgl—g7 mát. ar varð Matanovic, ungur og efniiegur júgóslavneskur meist- ari rríeð 13 vinninga, þriðji- Trif- unovic með 12%, taplaus eins og Bronstein. Fjórði varð Ivkoff, fýrrum heimsmeistari unglinga, og jafn honum Petrosjan. Næst- ir komu þeir Gligoric og Pilnik, síðan Barcza og Djurasevic, Milic, Czerniak, Rabar, Joppen, Janose- vic, Porreca, Nievergelt og Wa- de. Röðin sýnir að hinir erlendu stórmeistarar hafa komizt að því fullkeyptu gegn Júgós’.övunum, og þetta kemur enn betur i ljós, ef nánar er að gætt. Þannig hefur Barcza einungis 4% vinning af 11 mögulegum (gegn Júgóslöf- um) og sá s.terki Petrosjan 5. Bronstein vann örugglega, hann sýndi á sér nýja hlið: of mikill sóknarhugur er hættulegur þeg- ar við jafn sterka andstæðinga er að etja, en hinum megin vof- ir jafnteflishættan yfir, Bron- stein hefur komizt hjá of mikilli einföldun baráttunnar með þvi að taka á sig þröngar stöður á svipaðan hátt og Sleinitz gerði á sínum tíma. Gott dæmi um það er eftirfarandi skák: Porreoa — Bronstein Caro-Canns vörn 1. e2—e4 c7—c6 2. d2—d4 d7—d5 Júgóslavía 12 V2 —Vest- ur-Þýzkaland 7Vz Tíu manna sveitir frá þessum tveim löndum mættust til kapp- ieiks i Piisselheim 20. og 21. nóv- ember sl. Jafntefli varð á fyrstu fjórum borðunum: Unzicer gegn Pirc, Schmid gegn Gligoric og Pfeiffer gegn Trifunovic, en á fjórða borði vann Fuderer Heinicke með 2 gegn 0. Annan tvísigur sá Milic um, hann vann Joppen 2:0. Rabar var sá eini í sveit Júgóslafa, er tapaði. Hann hlaut % vinning gegn Niphaus. Þetta var þriðji kappleikur milli þessara landa eftir styrjöldina. Þann fyrsta unnu Vestur-Þjóð- verjar með 11 gegn 9, þann næsta Júgóslafar með 12 gegn 8, og nú unnu þeir með 12% gegn 7%. .... 4. Rbl-c3 d5xe4.4. Rc3xe4 Bc8-f5 5. ReÞ-g3 Bf5-g6 6. h2 h4 h7-h6 7. Rgl-li3 Bg6-h7 8. Bfl-c4 Rg8-f6 9. Rh3-f4 Rb8-d7 10. 0-0 Dd7-c7 11. Hfl—el Bh7—g8! Mér er til efs að annar eins leik- ur hafi sézt á meistaramóti síðr an Steinitz leið, en hann kunni furðu vel við að hafa, menn sína uppi i borði. Svartur gat auð- vitað ekki leikið e6 vegna fórn- arinnar Bxe6 svo að hann vald- ar reítinn einu sinni enn og læt- ur annars fana vel um sig í sinni þröngu stöðu. 12. Rf4—d3 e7—e6 13. Bcl—f4 Bf8—d6 14. Bf4xd6 Dc7xd6 15. Rg3-f5 Dd6-f8. Sama rólyndið! Hvitur á engin færi, þótt staðan sé falleg. En það þarf hreint ekki lítið ör- yggi og sjálfstraust til þess að leyfa sér svona taflnaennsku! 16. Ddl—f3 0—0—0 17 Rf5—g3 Bg8—h7 18. a2—a4 Bh7xd3! 19. Bc4xd3 Df8—d6 20. a4—aö a7—a6 21. Hal—a3 g7—g5 22. h4—h5 Dd6—f4! , Nú er Bronstein farinn að stýra ferðinni. Sýnilegá verður ekkert úr sóknarætlunum hvíts á drottn- ingarvæng, en svartur sígur á kóngsmegin. Fari hvítur i drottn- ingarkaup einangrast h-peð hans og tapost áður en langt liður. 22. Df3—e8 Kc8—c7 24 c2—c3 Hh8—e8 25. Rg3—e4 Rf6xe4 26. De8xe4 Df4xe2 27. Bd3xe4 Rd7— f6 28. Be4—f3 g5—g4 29. Bf3—dl He8—g8 30. Hel—e5 Hd8—d5 31. Ra3—a4 Hg8—g5 82. Bdl—b3 Hd5xe5 33. d4xe5 Rf6—d7 34. Bb3—dl Rd7xe5 35. Ha4—e4 Hg5xh5 36. Bdlxg4 Re5xg4 37. He4xg4 Hh5xa5 38 Hg5—g7 Ha5—f5 39. g2—g4 Hf5—f6 40. Kgl—g2 Kc7—d6 41. Kg2—-g3 e6—e5 42. Hg7—g8 c6—e5 og hvítur gefst upp OállRIUl Áskorun til MÍR — Pínulitlu blaði fagnað — Kona lýs:ir vandræðum sínum — Hvernig' fer fólk að? KONA NOKKUR hringdi í Bæj- arpóstinn nú fyrir helgina og bað hann að koma á framfæri þeirri áskorun til MÍR að hafa ekki fræðslufundi og kvik- myndasýningar sama sunnu- dag og Filmía sýnir kvikmynd- ir fyrir félaga sína. Kona þessi kvaðst vera í Filmíu og sjá sunnudagssýningar þar, en hún vildi ógjaman missa af kvik- myndum þeim sem MÍR sýndi a fundum sinum, þvi að þær svo KEMUR hér bréf fré konu ákvarðanir um að fleygja aldrei þessu blaði eins og full- orðna fólkið gerir við sín blöð, heldur safna þeim .og geyma þau. En þá væri líka gaman að eiga fallega kápu utan um þau. Það þyrfti ekki að vera merkileg kápa, aðeins þykkur pappi sem hægt væri að skreyta með ýmsu móti. væru yfirleitt mjög fróðlegar og skemmtilegar. Bezt væri ef sýningar þsesara tveggja fé- laga þyrftu ekki að rekast á. Er áskorun þessari hér með komið á framfæri. SJALDAN HEFUR pínulitlu blaði verið fagnað eins ákaft og Óskastund þarnanna, sem Þjóðviljinn hafði að geyma í gær. Krakkarnir urðu óðir og uppvægir, fundu sér skæri og klipptu út blaðið sitt, sökktu sér síðan niður í það með ó- viðjafnanlegum áhuga. Og fyrr en varði voru heimtaðar eld- spýtur og farið að raða þeim á borðið til að leysa eldspýtna- þrautir. Það var vissulega nóg að gera. Og það voru teknar í vandræðum. Hún skrifar: — „Það telst víst varla „pent“ að skrifa í blöðin um það sem mén liggur á hjarta, en allt um það ætla ég að gera það, því að þetta er mál sem snert- ir okkur öll. Það er skorturinn á opinberum salernum í Reykjavík. Mér vitanlega eru þau til tvö fyrir konur, annað í Bankastræti, hitt milli.Aust- strætis og Garðastrætis. En hvernig á maður að fara að ef maður lendir í vandræðum ut- apvið. miðbæinn? Mér er það ráðgáta. Fyrir nokkrum dögum var ég úti með tvær dætur mínar ungaf og við höfðum farið fýluferð í hús inni í Hlíðum. Svo verður þeirri yngri mál og ég verð að segja „Framhald á 10. síðu. RIDDARINN Bidsfzup teiknaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.