Þjóðviljinn - 06.02.1955, Blaðsíða 9
1
ÍÞRÓTTIR
ft/TSTJÖRl FRtMANK HELGASON
Norðmenn urðu sigursœlir é
skíðomótinu í Moskvo
Rússar unnu boðgönguna og
15 km göngu
ÍE('
Á skíðamótinu sem fór fram í
Moskvu um síðustu helgi urðu
Norðmenn sigursælir þar sem
þeir áttu tvo fyrstu menn í tví-
keppni, göngu og stökki. Voru
það þeir Per Gelten með 456
stig og Sverre Stenersen með
440.8 stig. Voru þeir einu nor-
rænu keppendurnir. Þriðji mað-
ur var Pólverjinn Joseph
Ncheptovski, fékk 436.2 stig.
5. var Tékki og .6. Rússi.
Sverre Stenersen vann stökk-
ið sem fór fram í Leninstökk-
brautinni; fékk hann 216 st„
stökk 62.5 og 60 m. Annar varð
Rússinn Nikolai Tursoff, fékk
211.5 st„ stökk 61.5 og 55 m.
Sverre Stallvik frá Noregi varð
þriðji, fékk 210.0 stig, stökk
59.5 og 57.5 m.
Rússinn Jurij Sukotsox ‘ fékk
sama stigafjölda og Stallvik.
Arne Hoel frá Noregi og Bror
Östman urðu nr. 10 með 199.0
stig hvor. Nokkur stormur var
á og gerði það stökkin miklu
erfiðari .
I 30 km göngu urðu þeir
fyrstir og á sama tíma, 2.06.41
Martin Stokken frá Noregi og
Sixten Jernberg frá Svíþjóð.
Þriðji varð' Fjodor Terentéff frá
So vétrík j unum á 2.08.44. í
næstu þrem sætum voru Rússar
en í 7. sæti var Tékki, Edvin
Landsen Noregi varð 12. og
Hallger Brenden frá Noregi í 21.
sæti.
Boðgönguna, 4x10 km vann
Sovétsveitin á 2.28.15. Norð-
menn voru í öðru sæti á 2.28.46.
Var keppni þeirra mjög hörð og
tvisýn og voru þeir Stokken og
Brenden þar harðastir og drógu
mjög inn það sem hinir höfðu
tapað af tíma.
Kúsín var í lokaspretti með
því forskoti sem hann hafði og
varð hann ekki sigraður og
kom hann 3 sek. á undan
Brenden í mark. Þriðja sveitin
var sú sænska og 4. var sveit
frá Tékkóslóvakíu. 5. B-lið
Rússa, 6. Pólland. Þess má geta
að tími Brendens var bezti tími
í einstakri göngu og dró hann
2 mín. og 41 sek. á Kúsín í loka-
sprettinum.
Rússamir urðu ákaflega hrifn-
ir af Brenden og afreki hans og
kom þeim alveg á óvart. Aldrei
fyrr hafði göngumanni tekizt að
draga 2 mín. og 41 sek. á meist-
ara þeirra Kúsín.
Það voru „jakar"
en ekki ..pokar"
Vér erum ekki sammála
„prentsmiðjupúkanum", sem
leyfir sér að skjóta því inn í
grein um Skjaldarglímuna að
Bjarni Sigurðsson hafi verið
með „poka“ í fanginum í glím-
unni. Vér verðum þvi að biðja
„prentsmiðjupúkann1' að fall-
ast á að í þessari glímu hafi
það verið „jakar“ sem gengu
til fangs við Bjama.
f 10 km göngu kvenna áttu
Rússar 6 fyrstu konumar og V.
Tsareva, heimsmeistarinn frá í
fyrra, var fyrst. 2. Luboff Kos-
yreva. Fyrsta norræna konan
var Margret Ashberg-Albrett-
sen. í 15 km göngunni urðu tveir
Rússar fyrstir. Kúsín sem var á
Sunnudagur 6. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Vladímír Kúsin
undan Fedor Terentéff á tímum
52.07 og 53.09. Þriðji var Hall-
ger Brenden frá Noregi á 53.20
og fjórði varð Stokken frá Nor-
egi. Rússinn Nicolas Kosloff
varð fimmti 10 sek. á eftir
Stokken.
f 5 km göngu kvenna voru
rússnesku stúlkurnar í efstu
sætum.
í ■karlagöngum kepptu 109
keppendur frá 7 þjóðum en 45
í kvennakeppnum, þar af 22 er-
lendar, og 55 í karlakeppninni.
Áhugi var mikill og fjöldi fólks
fylgdist með mótinu.
Toivo Salonen setui
finnskt met i 500 m
skautahlaupi
Finnski skautamaðurinn Toivo
Salonen, sem er aðeins 20 ára
setti nýlega finnskt met á 500
m, var tími hans 42.9.
Er Salonen talinn mjög efni-
legur hlaupari því ísinn var tal-
inn slæmur og auk þess svolítil
snjókoma.
Verða hnefaleik-
ar bannaðir í
Svíþjóð?
í neðri deild sænska ríkis-
þingsins kom nýlega fram tillaga
sem miðar að því að banna
hnefaleika, bæði áhugamanna og
atvinnumanna.
Tillögurnar ákveða að stjórn-
in láti rannsaka hver séu hin
hættulegu áhrif hnefaleika og á
hvern hátt sé hægt að fjarlægja
þau eða komast hjá þeim.
Nefnd þeirri sem á að vinna
þetta er einnig falið að semja
ákvæði sem tryggja það að ekk-
ert af þeim peningum sem þing-
ið leggur til íþrótta, fari á einn
eða annað hátt til hnefaleika.
Að tillögu þessari standa fjórir
bingmenn.
Heimsmeistarakeppmn í
listhlaupi kvenna á
skautum hefst í Vín
13. febrnar
Heimsmeistara.keppnin í list-
hlaupi á skautum hefst í Vín
13. þ.m. Bandaríkin senda
þangað 20 keppendur. Frægasta
nafn þessa hóps er talið Hayes
Alan Jenkins frá Colorada og
hefur hún mikinn hug á að ná
titlinum í ár. Tenley Albright
hefur líka hug á að ná aftur
titli sínum en hún tapaði hon-
um í fyrra til þýzku stúlkunn-
ar Gundi Busch, en hún hef-
ur nú gerzt atvinnukona í list-
hlaupi.
Sovétríkin unnu
Svíþjóð í grísk-
rómverskri glímu
Flokkur sænskra glímumanna
í griskrómverskri glímu voru
á ferð um Sovétríkin til keppni
í þeirri íþrótt. Voru það bæði
A- og B-lið sem fóru saman
og kepptu i Moskva og Lenin-
grad. I Moskva fóru leikar svo
að B-lið Sovétríkjanna vann í
öllum þyngdarflokkum eða 8:0
en A-liðið 7:1. Á leiðinni heim
kepptu Svíamir í Leningrad og
töpuðu þar líka 7:1.
Nýju og gömlu
daíisarnir
í G.T.-húsinu í kvöld bl. 9
Sigurður Ólafsson syngux
með hljómsveit
Það sem óselt er af aðgöngumiðum
verður selt kl. 8
SKEMMTIÐ YKKUR ÁN ÁFENGIS
MM
as
Emkaritarlnn
Gamanleikur í prem páttum
eftir CHARLES HAWTREY
Frumsýning í IÖnó á mánudagskvöld, 7. febr. kl. 8
Uppselt
NÆSTA SÝNING þriðjudagskvöld kl. 8
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 á mánudag í Iðnó
Lelkfélag Menntaskólans í Reykjavík
\
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
■•l■■■n.^■■l•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Allstierjar-
atkvæSagreiðsla
um. kjör stjórnar og trúnaðarráðs Félags jám~
iðnaðarmanna fyrir næsta starfsár fer fram laug-
ardaginn 12. og sunnudaginn 13. þ.m. í skrif-
stofu félagsins í Kirkjuhvoli.
Framboðslistum skal skilað í skrifstofu félags-
ins fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn 8. þ.m.
Listumnn skulu fylgja meðmæli minnst 40 full-
gildra félagsmanna.
Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins
Bandylið frá Sovétríkjunum keppir
í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
Undanfarin tvö ár hefur tek-
izt mikil samvinna með bandy-
mönnum á Norðurlöndum og
í Sovétríkjunum, en þessi lönd
munu þau einu sem iðka leik
þenna að staðaldri. í fyrra fóru
flokkar austur og kepptu þar
og lauk þeirri keppni þannig
að Svíar unnu mótið, sigruðu
Rússa 4:3 í úrslitum. I sam-
bandi við mótið voru reglur
leiksins ræddar og lögðu Rúss-
ar fram nokkrar breytingar-
tillögur sem voru samþykktar
einróma.
Rússamir byrja leiki sína í
Noregi þann 8. þ.m. Þeir koma
í dag, 6., febrúar, til Osló. Eftir
leikinn í Osló fara þeir til Svi-
þjóðar og keppa þar landsleiki
13., 15. og 16. þ.m. Fara leik-
imir fram í Stokkhólmi og
Nassjö. I Helsingfors keppa
þeir 20. febrúar.
I sambandi við þessa heim-
sókn Rússa verður haldið
bandyþing í Stokkhólmi.
Bandy er leikið af 11 mönn-
um á ís, lítill knöttur er not-
aður og sleginn með kylfum.
Leikið er á velli sem er á
stærð við knattspymuvöll.
föstudaginn 11. þ.m. kl. 17.30—19.00 og laug- | ardaginn 12. þ.m. kl. 10—12. • ■ Stjórnin s
Beztú itsalan
Síðdegiskjóiar, Bútar
verð frá 200 kr. í mikhi úrváli.
Tyllkjólar, verð frá 300 kr. Pilsefni
Pils, Kjólaefni
verð frá 75 kr. Blússuefni
/
BEZTSTSALAN AVALLT BEZT BE7T
dJjLI Vesturgötu 3
Tilkynning nm þátttöku í Varsjármotinn
Nafn: ...................................
Heimili: ................................
Atvinna: ................................
Fœðingardagur og ár:.....................
Félag: ..................................
(Sendist til Eiðs Bergmanns, Skólavörðust. 19, Bvik)
■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■<