Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 1

Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 1
ílokkunnn Sósíalistaíél. Reykjavíkui 1. ársfjórðungur féll í gjald- daga 1. janúar. Greiðið flokks- gjöld ykkar skilvíslega í skrif- stofu flokksins. Nýtt frumkvœði verklýSsfélaganna til að reyna a<S tryggja Samninga án vinnustöðvana! Verkfölluimm frestað Iram yfir mánaöamét í trausti þess að tiiniim verði notaður til hins ýtrasta til þess að ganga frá samningum Verklýösfélög þau í Reykjavík og Hafnarfirði, er nú hafa sagt upp samningum sínum, tilkynntu í gær atvinnurekendxun þá ákvörðun sína aö láta ekki koma til vinnustöðvunar 1. marz, heldur veita nokkru rýmri tíma til samningaviðræöna. í til- kynningunni er m.a. komizt svo aö oröi: „Verkalýösfélögin veita þennan frest í trausti þesS aö hann veröi notaöur til hins ýtrasta til þess aö koma á nýjum samningum án þess aö til vinnustöðvana þurfi að koma“. Öll þjóöin mun taka undir þessa ábyrgu afstöðu verklýðsfélaganna og þá kröfu aö atvinnurekendur og ríkisstjórn sýni nú hliöstæöa ábyrgöaxtilfinningu, þannig að hver dagnr veröi notaöur til hins ýtrasta til samninga um réttlætiskröfur alþýöusamtak- anna, svo aö ekki þurfi aö koma til framleiöslustöövunar. <*>-—........ ............. Hörmnlegt slys í gær EkiS yfir tvo drengi, 3ja og 5 ára og biSu báSir bana BUstfórinn óh hurt og rar 14 verklýðsfélög í samstarfi - enn ófundinn í gœrheöld 6 manna framkvæmdanefnd Rétt íyrir hádegið í gær varð hér eitt hörmuleg- asta umferðarslys sem hér hefur orðið. Ekið var yfir tvo drengi, annan þriggja ára, hinn fimm ára og biðu báðir bana. Bílstjórinn ók burt og var ófundinn í gærkvöldi, Heitir rannsóknarlögreglan eindregið á alla þá sem geta gefið einhverjar upplýsingar í máli þessu að gefa sig fram. Fréttatilkynning verklýðsfélag- anna um þetta mál hljóðar í heild á þessa leið: „Verkalýðsfélög þau í Reykja- vík og Hafnarfirði, er nú hafa sagt upp samningum sínum, hafa í dag tilkynnt samtökum atvinnurekenda þá ákvörðun sína að láta ekki koma til vinnu- stöðvunar 1. marz heldur veita nokkuð rýmri tíma til samninga- viðræðna. Ástæðan til þessa er m. a. sú að samningaviðræður hafa enn ekki hafizt, er með- fram stafar af því að félögin hafa nú alveg nýverið afhent at- vinnurekendum endanlegar kröf- ur sínar. Verkalýðsfélögin veita þenn- an frest í trausti þess að hánn verði notaður til hins ýtrasta til að koma á nýjum samningum án þess að til vinnustöðvana þurfi að koma. Félögin ganga út frá að unnið verði eftir hinum uppsögðu samningum meðan ekki kemur til vinnustöðvunar eða nýir samningar verið gerðir. Verkalýðsfélög þau sem hér um ræðir héldu sameiginlegan fulltrúafund sl. laugardag til að ræða viðhorfin og skipuleggja samstöðu sína. Þau munu öll til- kynna vinnustöðvun samtímis,' ef til hennar þarf að koma. Fulltrúafundurinn kaus eftir- talda 6 menn í framkvæmda- nefnd fyrir samstarfi félaganna: Benedikt Davíðsson, Björn Bjamason, Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Her- Fyrsti viðræðu- fundurídag Fyrsti viðrœðufundur atvinnurekenda og verk- lýðsfélaganna hefur verið boðaður kl. 2 í dag. —______________________J mann Guðmundsson, Snorra Jónsson. Eftirtalin 14 félög standa að þessu samstarfi: Verkamannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verksmiðjufólks i Rvík, ASB, fél. afgrst. í brauða- og mjólkurbúðum, Félag járn- iðnaðarmanna, Félag bifvéla- virkja, Félag blikksmiða, Sveina- félag skipasmiða, Múrarafélag Reykjavíkur, Málarafélag Reykjavíkur, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Flugvirkjafélag fs- lands, Mjólkurfræðingafélag ís- lands, Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði og Iðja, félag verk- smiðjufólks, Hafnarfirði. Reykjavík, 22. febrúar 1955. F. h. nefndarinnar Eðvarð Sigurðsson“. Sú ábyrga afstaða verklýðs- félaganna að fresta verkföllum fram yfir mánaðamót mun hljóta stuðning allrar þjóðarinnar. Hér á landi hafa tíðkazt mjög skað- leg og kostnaðarsöm vinnubrögð í sambandi við kjaradeilur. At- vinnurekendur og ríkisstjórn hafa yfirleitt ekki verið til við- tals um neina alvarlega samn- inga fyrr en eftir langvinna stöðvun sem kostað hefur þjóð- ina tugi milljóna króna. Er skemmst að minnast hins full- komna ábyrgðarleysis atvinnu- rekenda og ríkisstjóniarinnar í sambandi við sjómannadeiluna í Vestmannaeyjum og farskipa- deiluna. f stað þess að reynt væri að semja í Vestmannaeyj- um þegar í upphafi héldu at- vinnurekendur uppi róðrarbanni í heilan mánuð og höfðu af þjóðinni um 20 milljónir króna í gjaldeyri — og komust samt ekki undan því að bíða eftir- minnilegan ósigur fyrir sjó- mannafélögunum. Farskipin voru stöðvuð í heilan mánuð, en loks þegar gengið var að samn- ingunum af alvöru urðu at- vinnurekendur að semja um allt að 36% kauphækkun hjá mat- sveinum og allt að 39% hækk- un á fastakaupi þjóna. Með frumkvæði sínu láta verklýðssamtökin atvinnurekend- ur og rikisstjórn ganga undir próf sem öll þjóðin mun taka eftir. Er þess að vænta að það færi góðan árangur. í þessu sambandi má minna á að stjórn- arblaðið Tíminn kemst svo að orði sl. sunnudag um þessi mál: „Um næstu mánaðamót munu hefjast verkföll, sem verða enn stórfelldari en þau, sem -staðið hafa yfir undanfarið, nema áður takist að ná samkomulagi. Tjónið af þessum verkföllum, ef til þeirra kemur, mun því verða hið stórfelldasta fyrir alla aðila, verkamenn, atvinnurekendur og þjóðina í heild. Það ber því af þessum ástæðum að leggja á- herzlu á það, að ekki verði leng- ur dregið að hefjast handa um samkomulagsumleitanir milli deiluaðila undir forustu sátta- Framhald á 12. síðu. Litlu drengirnir hétu Stefán Sigurðsson Hólm, Ásvallagötu 27, þriggja ára, og Magnús Vil- hjálmsson, Hringbraut 56, fimm ára. Þjóðviljinn fékk eftirfarandi upplýsingar um þetta hjá rann- sóknarlögreglunni í gærkvöld: „Laust fyrir kl. 12 á hádegi í gær varð umferðarslys á Ás- vallagötu, rétt vestan við gatna mót Blómvallagötu. Ekki er vitað nákvæmlega með hvaða hætti slysið varð, en allar lík- ur benda til þess að bifreið hafi verið ekið þarna á tvo drengi, er báðir létust samstundis. Eini sjónarvotturinn sem enn hefur náðst til er 9 ára gömul telpa, sem segir að bifreið hafi ekið yfir drengina. Að hennar sögn voru þeir kyrrir á göt- unni er bifreiðin ók yfir þá. Þegar að var komið ör- skömmu síðar voru drengirnir báðir örendir, og þeir sem þá voru nærstaddir gátu engar upplýsingar gefið um bifreið þá sem telpan sá aka yfir dreng- ina. Það eru eindregin til- mœli rannsóknarlögregl- unnar, bæði til bifreiðar- stjóra og annarra er voru þarna á umrœddum tíma, laust fyrir kl. 12, að gefa sig þegar fram við rann- sóknarlögregluna“. Því mun ekki trúað að ó- reyndu, að nokkur maður sem upplýsingar getur veitt í máli þessu láti það ógert að skýra frá því sem hann veit og gæti leitt til þess að málið upplýst- ist. Herskipvopnnð eldflaugum Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti í gær, að öll beitiskip sem það lætur smíða hér eftir verði útbúin þannig að hægt sé að skjóta af þeim eldflaugum, bæði gegn flugvélum og öðrum herskipum. Átök við Kina Herstjórn Sjang Kaiséks á Taivan skýrði frá því í gær að flugvélar frá Kína hefðu gert árás á eyna Nangsisjan, hina nyrztu sem er á valdi manna Sjangs. Flugher hans segist hafa sökkt skipum úr flota sem stefnt liafi til eyjarinnar. SÍS dæmt til að greiða verka- marnii 93350 kr. í skaðabætur Hamt slasaðist mikið við uppskipun úk Hvassaíeili í júlí 1950 í fyrri viku dæmdi Hæstiréttur Samband íslenzkra samvinnufélaga til a‘ö greiða verkamanni rúmlega 93 þús. krónur í skaöabætur vegna slyss er hann varö fyrir í júlí 1950. Maður þessi, Páll Guðbjarts- son, var að vinna við uppskip- un á timbri úr ms. Hvassafelli, er slysið varð, stóð á palli vörubifreiðar ásamt öðrum manni og tók á móti timbri. Slóst þá timburlengja í hann og felldi hann ofan af pallin- um með þeim afleiðingum að hann hlaut mikil meiðsl á fót- um. Var varanleg örorka Páls metin 75%. í héraðsdómi var talið að við uppskipunina hefði ekki verið gætt þess öryggis í út- búnaði, sem krefjast yrði, m.a. að hafa öryggispall við hliðar bifreiðarinnar, og var því eig- andi skipsins, SÍS, dæmdur til að greiða Páli Guðbjartssyni 93.350 kr. skaðabætur og 8.500 kr. í málskostnað. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og dæmdi Sambandið auk þess til að greiða 5 þús. kr. í máls- kostnað þar fyrir réttinum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.