Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur' 23. febrúar 1955
ia S@
þJÓOVILJINN I
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Rltatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (fib.)
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annarB staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
_____________________________________________________/
Hægri klíkan einangrast
Framundan er nú mjög víðtæk kjarabarátta verkalýðsfé-
laganna. I þeirri baráttu skiptir öllu máli að samheldni verði
sem mest, að verkamenn skipi sér hlið við hlið hvað sem
líða kann ýmsum pólitískum ágreiningi, að þeir leggi áherzlu
á það sem sameinar en ekki hitt sem sundrar. Til þess að at-
lagan færi sem beztan árangur þarf að undirbúa hana sem
vandlegast í öllum samtökum alþýðunnar, faglegum og póli-
tískum, þannig að samstaða vinnandi fólks geti orðið sem
allra víðtækust og traustust.
En á sama tíma og þessi nauðsyn blasir við öllum er hægri
Jdíka Alþýðuflokksins önnum kafin við undarlega iðju.
Hún virðist ekki hafa mikinn hug á átökum þeim sem fram-
undan eru, afstaða Alþýðublaðsins er reikandi frá degi til
dags, enda lýsti einn af helztu leiðtogum hægri klíkimnar
yfir því fyrir nokkrum árum að kjarabarátta alþýðunnar
væri „glæpur“. I staðinn er hægri klikan önninn kafin við að
reyna að sundra og ofsækir hvern þann mann innan Alþýðu-
flokksins sem berst fyrir einingu fólksins í átökunum við
yfirstéttina.
Eftir Alþýðusambandsþingið samþykkti hægri klíkan sem
■kunnugt er refsiráðstafanir gegn Hannibal Valdimarssyni,
forseta Alþýðusambands Islands. Afbrot hans var í því
fólgið að hann hafði barizt fyrir samstöðu vinstri manna
innan verkalýðssamtakanna og átt þátt í því að agentar
íhaldsins voru einangraðir. Þótti hægri klíkunni þetta þvílíkt
illvirki að hún lýsti yfir því að Hannibal mætti ekki koma
fram á vegum flokksins og kosin fimm manna nefnd til þess
að undirbúa frekari refsingar.
Nú er röðin komin að Alfreð Gíslasyni lækni. Afbrot hans
er alveg hliðsætt. Hann hefur barizt fyrir samstöðu íhalds-
andstæðinga í bæjarstjórn Reykjavíkur og greitt atkvæði
samkvæmt því. Með þeirri afstöðu hefur hann komið í veg
fyrir að íhaldið hrifsaði ennþá meiri völd í nefndum og stofn-
unum bæjarins en það átti rétt á. Og þetta er mikið afbrot
í augum klíkunnar. Fulltrúaráð flokksins er búið að mæla
með brottrekstri, og nú hefur Alþýðuflokksfélag Reykja-
víkur samþykkt að reka þennan bæjarfulltrúa Alþýðuflokks-
jns ef hann hafi ekki gengið að fáránlegum úrslitakostum
2. marz! Hægri klíkan er sannarlega önnum kafin á sinn
hátt.
En hún er ekki samkvæm sjálfri sér. Það eru fleiri menn en
Hannibal Valdimarsson og Alfreð Gíslason sam hafa framið
þiað afbrot að starfa með sósíalistum. Má þar t. d. nefna
. Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði, sem stjórnar bæjarfélaginu
ásamt sósíalistum; Alþýðuflokkinn á Akranesi sem tekur
þátt í samstarfi allra íhaldsandstæðinga, og Alþýðuflokks-
menn víða um land sem stjórna verkalýðsfélögum í ágætri
samvinnu við sósíalista. Stjórn Alþýðuflokksins hefur ekki
orðað neinar refsiráðstafanir gegn Emil Jónssyni og öðrum
slíkum — og þess vegna verða ofsóknirnar gegn Hannibal
iValdimarssyni og Alfreð Gíslasyni vart kallaðar málefnaleg-
ar; þær virðast til komnar af annarlegu persónulegu ofstæki.
Þessi ofsóknaralda mælist mjög illa fyrir meðal allrar al-
þýðu, ekki sízt meðal Alþýðuflokksmanna sem skilja nú í
ee rikara mæli að samvinna vinstri aflanna ein er þess
megnug að tryggja miklar og varanlegur kjarabætur og völd
verkalýðsstéttarinnar. Þess vegna er hægri klíkan í Alþýðu-
flokknum að einangra sjálfa sig meir og meir. Það var að-
eins með herkjubrögðum að henni tókst að merja meiri-
hluta á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, og henni
mun hollt að hugleiða alvarlega mótmæli þau sem borizt
hafa frá Akureyri, Hafnarfirði, Isafirði, Selfossi og Sauð-
árkróki. Fólkið í Alþýðuflokknum er nú að rísa upp gegn
ofstæki hægri klíkunnar. Sú krafa fer eldi um landið að
einnig á stjómmálasviðinu verði tekin upp sú samheldni
eem einkennir kjarabaráttu verkalýðsfélaganna, og gegn
þeirri kröfu verður ekki staðið nema skamma sttmd.
Óafsakanleg framkoma stjjórn-
ar Sjómannafél. Reykjavikur
Það orkar varla tvimæHs, að
sú barátta, sem sjómeiin í
Vestmannaeyjum hafa háð að
undanförnu, hefur vakið óskipta
athygli og ríka samúð allrar
sjómannastéttarinnar og raunar
alls verkalýðs landsins. Krafan
um rétt fiskverð sjómönnum til
handa var ekki aðeins gerð með
hag’smuni sjómanna í Eyjum í
huga, heldur var hér um að
ræða sanngirnis- og réttlætis-
mál allra bátasjómanna hvar
sem þeir starfa á landinu, Það
bar svo ótvíræðan vott um for-
ustuhæfni sjómannasamtakanna
í Eyjum og baráttuþrótt sjó-
manna þar, að þeirra fámennu
samtök skyldu hefja merkið á
loft af, þeim myndarskap og
þeirri festu sem raun varð á, en
ekki hin fjölmennari sjómanna-
samtök, t. d. hér við Faxaflóa.
Sú langa barátta sem sjó-
menn i Eyjum og annar verka-
lýður þar á staðnum varð að
leggja á sig til þess að ná þeim
mikilsverða árangri sem að lok-
um náðist í deilunni kostaði áð
sjálfsögðu hugdirfsku og fórnir.
Það var farið að þrengja að af-
komumöguleikum margra al-
þýðuheimila i Eyjum þegar deil-
an hafði staðið i nær eirm og
hálfan mánuð og öll atvinna á
staðnum legið niðri allan tim-
ann. Samt sem áður hvarfiaði
ekki að verkalýð Eyjanna að
gefast upp, sjómenn og verkíi-
fólk þar skildi vel að hér dugði
ekkert annað en halda út og
sigra, ef sjómenn í Eyjum og
verkalýðshreyfingin i heild átti
ekki að bíða varanlegan og
hættulegan ósigur fyrir ósvífn-
um og voidugum andstæðingi.
Enginn vafi er á því að bar-
átta Eyjamanna átti skilningi
og velvild að mæta meðal allra
réttsýnna og sanngjarnra manna
og þá ekki sízt innan verka-
lýðshreyfingarinnar sjálfrar. Al-
veg sérstaklega beindist athygli
sjómanna hvarvetna um land að
deilunni og gangi hennar. Sjó-
menn skildu að hér var háð or-
usta við volduga stétt gjald-
eyrisbraskaranna, sem matað
höfðu krókinn á kostnað þeirra
sjálfra og að útvegsmenn í Eyj-
um voru aðeins notaðir sem
handhæg verkfæri í þjónustu
þessara skuggalegu braskafla.
Áskorun Alþýðusambands Is-
lands og Fulltrúaráðs verkalýðs-
fólaganma i Reykjavík um að
veita hinni stríðandi sjómanna-
stétt í Eyjum og öðru alþýðu-
fólki þar fjárhagslegan stuðning
til að halda. út i baráttunni fékk
strax ágætar undirtektir ýmissa
verkalýðsfélaga, og það jafnvel
þeirra sem segja má að séu ekki
í sérstaklega nánum tengslum
við útveg og sjómennsku. Þessi
stuðningur var sjálfsagður og
viðkomandi verkalýðsfélögum til
sómá. Hitt vakti athygli ýmsra,
sem með deilunni fylgdust og
vissu hvað í húfi var fyrir alla
sjómannastéttina, að frá lang-
fjölmennasta sjómannafélagi
landsins, Sjómannafélagi Reykja
víkur, heyrðist hvorki hósti né
stuna. Frá því kom enginn fjár-
hagsleg hjálp, og engin stuðn-
ingsyfirlýsing, og hefði slíkt þó
að minnsta kosti verið útláta-
lítið fyrir hina svefnsömu for-
ustu þess.
Þetta afskiptaleysi forustu
Sjómannafólags Reykjavíkur og
raunveruleg neitun hennar að
verða við áskorun Alþýðusam-
bandsins og Fulltrúaráðsins um
að rétta Eyja-sjómönnum hjálp-
arhönd í erfiðri deilu, þar eem
úthald og úrslit gátu oltið á
stuðningi og samhjálp allrar
verkalýðshreyfingarinnar, er
stórlega vítavert. Hefðu ýms-
ir haldið að skömm forustu Sjó-
mannafélags Reykjavikur væri
ærin með því að láta fámenn
félög úti á landi hafa allan
vanda af því að rétta hlut sjó-
mannastéttarinnar, þótt hún léti
ekki þá vesöld henda sig til við-
bótar að neita þeim sem i deil-
unni stóðu um nokkurn fjár-
hagsstuðning, þegar jafn mikið
var farið að kreppa að verk-
faUsmönnum og raun bar vitni.
Enginn efast um að þessi
framkoma stjórnar Sjómannafé-
lags Reykjavíkur er í fullu ó-
samræmi við skoðanir og vilja
starfandi sjómanna innan þess
fólags. Sjömönnum er samkennd
og stéttvísi í blóð borin og eru
jafnan reiðubúnir til að rétta
hvorir öðrum hjálparhönd þegaa'
á móti blæs og aðstoðar er
þörf. Reykviskum sjómönnum
var áreiðanlega ljós skylda sín.
x nýafstaðinni vinnudeilu í Eyj-
um, þótt forustuna brysti mann-
dóm til að koma fram eins og:
vera bar.
Þessi afstaða stjórnar Sjó-
mannafélags Reykjavikur er að
ví§u í samræmi við önnxir vinnu-
brögð hennar. Helzta áhugaefni
hennar er að liggja á réttmæt-
um kröfum sjómanna svo iengi
sem hún telur þá afstöðu færa.
Það er fyrst þegar ekki er sætt.
lengur með nokkru móti sem
forusta S. R. fæst úr sporvmum-
Og þegar í deilu er komið er
það eitt helzta vandamál sjó-
manna að líta eftir sinni eigin
stjórn, að reyna að gæta þess
að hún stefni ekki hagsmunum
starfandi sjómlanna í óefni
vegna tillitsemi sinnar og und-
irgefni við atvinnurekendur.
Verklýðsforusta sem þannig
hagar störfum sínum er orðin
félagsheildinni hættuleg og hags-
munum sjómanna stefnt í óefni
með íramkomu hennar. Þess
vegna er eitt brýnasta vanda-
mál reykvískra sjómanna að
losa félag undan fargi slíkrar
„forustu". Heiður þeirra krefst
þess og hagsmunir allra sjó-
manna á Islandi eru undir því.
-komnir að þetta stærsta sjó-
mannafélag landsins standi ekki
lengur í vegi fyrir þeirri kjara^-
baráttu sem sjómenn verða að
hejoa til að skapa sér mann-
sæmandi lífskjör.
t
Takmörkun leigubifreiða
í Reykjavík og víðar
í dagblaðinu Vísi 18. þessa
mánaðar, birtist greinarstúf-
ur undir þessari fyrirsögn,
undirrituð af Þorkeli Þorkels-
syni frá Valdastöðum.
Þar sem í nefndri grein gæt-
ir nokkurs misskilnings og þó
frekar illgirni í garð okkar at-
vinnubifreiðastjóra tel ég rétt
að setja fram nokkrar athuga-
semdir.
Greinarhöfundur telur að
framkomið frumvarp, sem nú
er til umræðu á Alþingi um
takmörkun leigubifreiða í
Reykjavík og viðar, sé skerð-
ing á „almennum mannrétt-
indum“. Því er til að svara að
akstur leigubíla hefur aldrei
verið almenn atvinnugrein,
hvorki sem aðalatvinna né
aukastarf, og það er hrein
fjarstæða að hugsa sér at-
vinnugrein, sem gæti orðið al-
menn. Því er það herfileg
rangtúlkun að segja að nefnt
frumv. sé sett fram í þeim til-
gangi að hefta atvinnufrelsi
manna almennt.
Höfundur greinar þessarar
verður að reyna að skilja það
að fólksbifreiðastöðvamar eru
vinnustaður atvinnubifreiða-
stjóra og þær hafa ekki vinnu
nema fyrir takmarkaðan hóp
manna, alveg eins og sá
vinnustaður sem greinarhöf-
undur vinnur á hefur ekki
fleira fólk í vinnu en vinna er
til fyrir á hverjum tímá. Höf-
undur greinarinnar virðist
vera málsvari þeirra manna,
sem hafa tekið sér það fyrir
hendur, að leita uppi það fólk,
sem er bílþurfi að næturlagi á
hinum ýmsu stöðum í bænum,
einkum þó við samkomuhús-
in. Þessir menn fjölmenna
stundum svo á þessa staði í
leit að atvinnu að hinn rétti
leigubíll sem hefur verið beð-
inn að koma á staðinn eftir
símtali kemst þar hvergi
nærri og maðurinn sem leigu-
bílinn pantaði telur að þama
sé sá kominn er hann bað um.
Hér á landi hefur þessum
mönnum verið gefið nafnið
„götuharkarar", en í öðrum
löndum, þar sem þeim hefur
ekki algjörlega verið bolað frá
með lögum, em þeir kallaðir
atvinnuræningjar og allt
venjulegt fólk vill sem minnst
hafa af þeim að segja og tek-
ur þá ekki í þjónustu sína
nema í misgripum. Þegar höf-
undur greinarinnar segist hafa
fundið þungamiðjuna í máli
sínu segir hann orðrétt: „Það
er öfundsýki gagnvart þeim
mönnum sem vinna við hin
ýmsu störf í þágu lands og
lýðs“. Hér gerir greinarhöf-
undur okkur atvinnubifreiða-
stjómm upp óverðugar get-
sakir.
Hitt er svo annað mál að
við krefjumst þess að aðrar
stéttir séu ekki að nota sínar
frístundir til þess að taka frá
okkur vinnuna og við stefnum
að sjálfsögðu að því að geta
haft hvíldartíma og frístundir
jafnt á við aðra, án þess þó að
Framhald á 9. síðu.