Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 11
Miðvikudagur 23. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria BEMABQUE:
Að elska...
... og deyja
62. dagur
„Til fjandans með frú Lieser. Ég er búin að hugsa
málið“.
„Til fjandans með sitt af hverju“, sagði Gráber. „Ég
hef líka verið að hugsa málið“.
Þjónninn kom með víniö og opnaði flöskuna; en hann
hellti því ekki í glösin. Hann lagði undir flatt og hugs-
aði. „Þarna byrjar það aftur“, sagði hann. „Mér þykir
það leitt“.
Hann þurfti ekki að útskýra hvað hann átti við. And-
artaki síðar heyrðist ýlfur í loftvarnaflautum yfirgnæfa
glamrið í borðbúnaöi.
Það söng í glasi Elísabetar. „Hvar er næsti kjallari?“
spurði Gráber.
„Það er kjallari hér í húsinu“.
„Er hann ekki fyrir hótelgesti?“
„Þér eruð gestur, herra. Kjallarinn er mjög traustur.
Betri en margir aðrir. Hér er mikið af háttsettum her-
foringjum.“
„Gott og vel. Hvað verður um Vínarschnitzelinn?“
„Þeir eru ekki komnir á pönnuna enn. Ég skal geyma
þá. En ég get þó ekki framreitt þá niðri. Þér skiljið
hvers vegna.“
„Vitaskuld." Gráber tók flöskuna af storkinum og
hellti í tvö glös. Hann rétti Elísabetu annað glasiö.
„Drekktu þetta. Og drekktu þáð allt.“
Hún hristi höfuðið. „Verðum við ekki að fara?“
„Við höfum nægan tíma. Þetta var fyrsta aðvörun.
Ef til vill gerist ekkert fremur en síðast. Drekktu út,
Elísabet. Það dregur úr fyrsta óttanum."
„Herrann hefur á réttu að standa,“ sagði storkurinn.
„Það er slæmt að þurfa að drekka svo göfugt vín í flýti
— en þetta eru sérstakar kringumstæöur.”
Hann var náfölur og brosti með erfiðismunum.
„Herra,“ sagði hann við Gráber. „Áður fyrr litum við
til himins til að biðja. Nú gerum við það til aö bölva.
Þannig er komið fyrir okkur.“
Gráber leit á Elísabetu. „Drekktu út. Við höfum enn
nægan tíma. Við gætum tæmt flösku.“
Hún lyfti glasinu og drakk úr því með hægð. Hún
gerði það meö festu sem var blandin kvíðandi eirðar-
leysi. Svo lagði hún frá sér glasið og brosti. „Til fjand-
ans með óttann líka,“ sagði hún. „Ég verð að venjast
þessu. Sjáðu hvað ég titra.“
„Þú titrar ekki neitt. Það er lífið í þér sem titrar.
Það kemur ekkert hugrekki við. Maður getur verið hug-
rakkur þegar maður getur gert eitthvað sér til varnar.
Allt annað er hégómi. Lífið í okkur er vitrara en við,
Elísabet.“
„Gott. Gefðu mér meira að drekka.“
„Konan mín,“ sagði drengurinn. „Drengurinn okkar
er veikur. Berklar. Hann er ellefu ára. Kjallarinn hjá
okkur er slæmur. Það er erfitt fyrir hana að koma
drengnum þangað niður. Hún er veikbyggð; hundraö
og sex pund. Siidstræti tuttugu og níu. Ég get ekki hjálp
að henni. Ég verð aö vera hér kyrr.“
Gráber tók glas af næsta borði, hellti í það og rétti
þjóninum það. „Gerið svo vel. Drekkið þetta með okkur.
Það er gamalt hermannamáltæki sem segir: Þegar
ekkert er hægt aö gera, hjálpar rósemin ein. Er engin
stoð í þessu?“
„Þetta er hægara sagt en gert!“
„Satt er það. Viö erum ekki allir tilfinningalausir.
Tæmið glasiö.“
„Það er ekki leyfilegt, á vakt —“
„Þetta eru sérstakar kringumstæöur. Þér sögðuö þaö
sjálfur áðan.“
„Gott og vel.“ Þjónninn leit 1 kringum sig og tók við
glasinu. „Leyfist mér að skála fyrir hækkun yðar í
tign?“
„Hvað þá?“
„Fyrir útnefningu yðar til liðþjálfa.“
„Þökk fyrir. Þér hafið góða sjón.“
Þjónninn lagði frá sér glasið. „Ég get ekki tæmt það
f einum teyg. Ekki svona göfugt vín. Ekki einu sinni
undir þessum kringumstæðum.“
„Þér megið vera hreykinn af því. Takið glasið með
yður.“
„ÞÖkk fyrir, herra.“
Gráber hellti aftur í glös þeirra Elísabetar. „Ég geri
þetta ekki til að sýna hve kaldrifjuð viö erum,“ sagði
hann. „Ég geri það aðeins vegna þess að í loftárás er
bezt að drekka þaö sem tiltækt er. Það er aldrei að vita
hvort maður finnm’ það aftur.“
Elísabet leit á einkennisbúning hans. „Kemst ekki
upp um þig, ef Jcjallarinn er fullur af liðsforingjum?“
„Nei, Elísabet."
„Hvers vegna ekki?“
„Vegna þess að mér stendur á sama.“
„Kemst ekki upp um fólk ef því stendur á sama?“
„Síður. Ótti vekur athygli. Og komdu nú — viö enim
laus við fyrsta óttann.“
Hluti af vínkjallaranum hafði verið styrktur meö stáli
og steinsteypu og búinn út sem loftvarnaskýli. Stólar,
borð og sófar voru á víð og dreif, nokkur slitin gólf-
teppi lágu á gólfinu og veggirnir höfðu nýlega verið
kalkaöir. Þarna var útvarp og á hliðarborði voru glös og
flöskur. Þetta var lúxusskýli.
Þau fundu sér stað til hliðar, rétt við dyrnar inn aö
sjálfum vínkjallaranum. Hópur gesta var aö koma inn
í kjallarann. Þar á meðal var mjög falleg kona í hvít-
um samkvæmiskjól. Bak hennar var nakið og dýrindis
armbönd glitruðu á vinstri handlegg hennar. Hávær,
ljóshærö kona meö fiskandlit kom á eftir henni, síðan
hópur karlmanna, roskin kona og hópur liðsforingja.
Þjónn kom á vettvang. Hann fór að opna flöskur.
„Við hefðum átt að taka víniö okkar með okkur,“
sagði Gráber.
Elísabet hristi höfuðið.
„Það er satt. Það hefði verið bannsettur leikara-
skapur.“
„Maður á ekki að gera það,“ sagði hún. „Það er ills
viti.“
Hún hefur rétt fyrir sér, hugsaöi Gráber, og horfði
reiöilega á þjóninn sem gekk um með bakkann. Þetta
er ekki hugrekki heldur fíflska. Hættan er of alvarleg
til aö leika sér með hana, Þeir sem horft hafa á mikinn
dauða skilja hve alvarleg hún er.
eimfllsþáttur
Látið saumavélina teikna
mynstur
Ef maður vill flytja mynstur
af pappír yfir á tau er auðvelt
að láta saumavélina hjálpa sér
við það. Kalkipappír er lagður
á efnið, mynstrið lagt ofaná
og svo er ,,saumað“ með vélinni,
ekki með því að þræða nálina,
heldur er hún höfð óþrædd og
látin fylgja línunum í mynstr-
Þorskahrogn: Hrogn vafin inn
í pergamentpappír og soðin við
hægan hita í saltvatni með lár-
viðarlaufi í 15—30 mínútur eft-
ir stærð. Með þessu má bera
fram sítrónusósu, hveitibrauð
eða soðnar kartöflur. Einnig
má skera soðnu hrognin í sneið-
ar, velta þeim uppúr eggi og
fínmöluðu raspi og brúna þau.
Hrognsneiðarnar skreyttar með
sítrónusneiðum eða sítrónusósa
borin fram með.
inu. Maður gatar mynstrið með
nálinni og fín doppuröð kemur
á efnið.
Að bleyta hárið með
svampi
Konur með liðað hár leggja
oft á sér hárið með vatni, sem
þær greiða inn í hárið með
greiðu. Það er ágætt, en greið-
an vætir hárið oft óþarflega
mikið og það er lengi að þorna.
Ef notaður er svampur til að
væta með hárið verður það
nógu rakt til að hægt er að
leggja liðinn, en þó ekki svo
blautt að það taki langan tíma
að þorna.
Glens og gaman
Iri nokkur sem dvalizt hafði
í Alaska sagði eftirfarandi
sögu:
Ég lenti báti mínum eitt sinn
á eyju, og gekk þvínæst á
land. Er ég var kominn dálítið
inn á eyjuna mætti ég stærsta
bjarndýri sem ég hef séð á
minni lífsfæddri ævi.
Það var eitt tré á eyjunni,
og ég stefndi þegar í áttina
til þess. Neðsta greinin á því
var eitthvað tuttugu fet yfir
jörðu, og ég gerði eitt rokna
tilhlaup til að komast upp í
hana.
Sá sem hlustaði á söguna
greip nú fram í og sagði:
Og ætlarðu að segja mér að
þér hafi tekizt tilhlaupið?
Já og nei, svaraði írinn, ég
hitti hana ekki á uppleið, en
þegar ég kom niður aftur gat
ég gripið í hana.
Ég minnist þess að þegar ég
var 16 ára drengur, sagði gamli
veiðimaðurinn, þurfti ég eitt
sinn að berjast við 4 úlfa í
einu, og aðeins einn slapp lif-
andi.
En í fyrra sagðirðu mér að
úlfarnir hefðu aðeins verið
tveir, sagði dóttursonurinn.
Já, þá varst þú of ungur til
að heyra allan sannleikann.
Ég sé að það er minnzt á þig
í nýútkominni bók.
Segirðu satt — hvaða bók?
Símaskránni.
Hrognsoufflé: y2 kg hrá hrogn
skoluð, hreinsuð, himnur og
æðar fjarlægt og þau þeytt í 1
dl rjóma og 3 eggjarauðum.
Salti, pipar og stífþeyttum
hvítunum blandað saman við og
maukinu hellt í vel smurt eld-
fast fat. Rasoi stráð yfir,
smjörklípu dreift yfir og fatið
sett í ofn og haft þar í ca. 3
stundarfjórðunga við vægan
hita. Tómatsósa og ristað
franskbrauð eða soðnar kartöfl-
ur borið fram með.
T I L
Tómathrogn: Soðin hrogn
hreinsuð vel af himnum og æð-
um og hrærð upp með tómat-
kétchup. Salti og pipar bætt í
maukið eftir smekk og því síð-
an hlaðið upp í topp á smurð-
ar rúgbrauðs- eða franskbrauðs
snittur eða ristað franskbrauð
borið fram með.
LIGGUR LEIÐIN
AUGLVSIÐ
1
ÞJÖÐVILJANUM
Tilkynning um þátttöku í Vaisjáimótinu
Nafn: ....................................
Heimili: .................................
Atvinna: .................................
Fœðingardagur og ár:......................
Félag: ...................................
| (Sendist til Eiðs Bergmanns, Skólavörðust. 19, Rvík)