Þjóðviljinn - 23.02.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.02.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. febrúar 1055 — ÞJÓÐVILJINN____ (3 Fm bardögunum um eyjarnar útifyrir suðausturströnd Kína. Eitt af herskipum Sjang Kaiséks brennur við Taséneyjar eftir loftárás kínverskra flugvéla. Sannað að Bandaríkjamenn skipu- lögðu árás á sendiráð Rúmena í Bern jT Arásarmennirnir komu i bandariskum herbil frá Vestur- Þýzkal. - HöfSu útvarpssamband v/ð yfirboSara sina Sviss'neska lögreglan telur það nú íullsannað að menn þeir sem gerðu árás á sendiráð Rúmeníu í Bern í síðustu viku haíi verið gerðir út af Bandaríkja- mönnum í Vestur-Þýzkalandi. Árásarmennirnir héldu sendiráðsbyggingunni í hálfan annan sólar- hring og myrtu einn af starfsmönnum sendisveitar- innar, bíls'tjórann Aurel Setu. Fjórir af árásannönnunuin eru í haldi í Sviss en tveim tókst að sleppa með mikið af skjölum sendiráðsins. Mannlaus herbíll fundinn. Svissneska lögreglan taldi strax víst að bófarnir hefðu komið frá Vestur-Þýzkalandi, þar sem fjöldi rúmenskra fas- ista hefur hafzt við síðan í lok heimsstyrjaldarinnar, þegar þeir flýðu þangað ásamt herj- um Hitlers frá Suðaustur- Evrópu. Úr þessum hópi hefur leyniþjónusta Bandaríkjanna aflað sér njósnara og skemmd- arverkamanna. Nú hefur fundizt sönnunar- gagn fyrir því að bandarískir aðilar hafa gert út þá sem réð- ust á sendiráðið. í hiiðargötu skammt frá sendiráðsbygging- unni fannst mannlaus bíll sem enginn vissi um eiganda að. Bílnúmerin bera með sér að hann tilheyrir bandaríslia her- námsliðinu í Vestur-Þýzlialandi. Svissneska lögreglan telur full- víst að árásarmennirnir hafi komið í þessum bíl. Ógrynni af vopnum. Svissneska lögreglan er for- viða á því, hversu miklar vopnabirgðir árásarmennirnir höfðu í fórum sínum. Þegar þeir sem eftir voru í sendiráðs- byggingunni gáfust upp fann lögreglan hjá þeim vopn, sem að sögn lögregluforingja eins „hefðu nægt til að vopna heila hersveit". Þarna 'voru m.a. nýj- ustu og fullkomnustu gerðir af handvélbyssum og skammbyss- um og mjög vandaðar gas- grímur. Gestir frá New York. Lögreglan hefur ekki viljað segja nein deili á föngunum sem teknir voru en svissnesk blöð fullyrða að þeir séu úr samtök- um Jámvarðliðsins, fasista- hreyfingarinnar sem stjórnaði Rúmeníu fyrir náð Hitlers á „í helvíii er eilíf kvöf, segir páíi Það er hin argasta villutrú að halda að kvalir fordæmdra í víti geti átt sér nokkurn endi, segir Píus páfi XII. í boðskap til kaþólskra lögfræðinga. Páfi vikur að bókinni II Diavolo (Djöfullinn) eftir Giovanni Papini, sem kom út fyrir nokkr- um árum, og -segir að ýmislegt sem þar er haldið fram sé rangt og byggt á misskilningi. Papini dregur þá ályktun af ýmsum ritum kirkjufeðranna að þar sem helvíti hafi átt upp- haf muni það einnig eiga sér endalok og kvalir útskúfaðra séu því tímabundnar. Páfi seg- ir hinsvegar að það sé kenn- ing kaþólsku kirkjunnar að bæði helvíti og fordæmingin séu eilíf. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ára páfadómi sem Píus XII. veitist opinberlega að samtíma rithöfundi. Papini, sem skrifað hefur fræga bók um ævi Jesú, er 74 ára gamall, lamaður og nærri blindur en heldur fullum andlegum kröftum. stríðsárunum. Leifar járnvarð- liðsins hafa nú aðalstöðvar á Spáni en deildir í Vestur-Þýzka- landi, Bándaríkjunum og víðar. Sama daginn og árásin var gerð á rúmenska sendiráðið í Bem koinu tveir forystumenn samtaka sem kalla sig „Frjálsa Rúmeníu" til Genf með flugvél frá New York. Menn þessir heita Barbu Nicolescu og Mi- hail Farascanu. Svissneska lög- reglan handtók þá samstundis og fréttist um atburðina í Bem en lét þá brátt lausa aft- ur. Aðstoðarmenn í Sviss? Óskiljanlegt þykir að tveir af árásarmönnunum skyldu sleppa í gegnum lögregluhringinn, sem umkringdi sendiráðsbygging- una. Það þykir einnig grpn- samlegt að eliki hefur hafzt upp á mönnunum þótt allar landamæravarðstöðvar væru að- varaðar þegar í stað. Sum svissnesk blöð gefa í skyn að --árásarmennirnir eigi sér aðstoðarmenn í Sviss, jafnvel á æðri stöðum. Er minnt á það að á stríðsárun- um hafði Allen Dulles, þá og nú yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar, aðsetur í Sviss. Nýkomin leyniskjöl Komið hefir í ljós að Setu, bílstjórinn sem var myrtur, sótti poka með pósti til sendi- ráðsins í flugstöðina í Zúrich daginn áður en árásin var gerð. Bófarnir hafa komizt yfir þessi skjöl og það munu vera ;þau sem þeir tveir sem sluppu höfðu á brott með sér. Sá sem liandtekinn var þegar hann var að laumast brott var einn- ig með mikið af skjölum á sér. Svissneska lögreglan skilaði Stoffel sendifulltrúa þeim þeg- ar í stað. Þegar svissneska lögreglan og Stoffel fóru inn í sendiráðs- bygginguna eftir að árásar- mennimir höfðu gefizt upp, var þar allt brotið og bramlað. | Húsgögn höfðu verið notuð í víggirðingar, skjölum dreift út um allt. Þarna fannst einnig lítil ferðaútvarpsstöð og þykir sýnt að bófarnir hafi notað hana til að skýra yfirboðurum sín- mn frá efni þeirra skjala, sem þeir komust ekki á brott með. um þrjár vikur vegna samninga- Tuttugu farast í snjóflóðum Enn kingir niður snjó víða á meginlandi Evrópu. Hvass- viðri er sumstaðar samfara snjókomunni. I Alpafjöllum eru farin að falla snjóflóð og hafa þau orðið 20 mönnum að bana á ítalíu og einu barni í Sviss. Mörg þorp um norðan- og vest- anvert Frakkland hafa einangr- azt vegna fannfergis. Það þyk- ir nýlunda að snjóbreiða hyl- ur alla Sikiley suður af Italíu- skaga. Bretar skiptss viS Kínmia Brezkir kaupsýslumenn sem dvalið hafa í Peking undanfar- ið skýrðu frá því í gær að þeir hefðu gert samninga við kín- verska aðila um viðskipti sem nema 180 milljónum króna. Selja þeir Kinverjum bíla, lyf, plast og fleiri vörur. Málað yfir eymd- ina vegna prins- essnnnar Margrét Bretlandsprinsessa, systir Elísabetar drottningar, er nú á ferð um brezku ný- lendurnar í Vestur-Indíum. Á. Jamaica varð ekki hjá því kom- izt að leið hennar lægi um eitt ömurlegasta fátækrahverfi ver- aldarinnar, þar sem þúsundir manna búa í kofum, sem þeir hafa gert sér úr spýtnabraki i og klætt blikki úr útflöttuna olíubrúsum. Til þess að reyna að hylja eymdina fyrir prins- essunni eins og kostur er á hefur nýlendustjórnin látið mála þá kofa, sem standa við leiðina sem hún fer, í skærum litum. Kofar sem ekki koma fyrir augu prinsessunnar eru látnir ómálaðir. 60 þásund í verk- falli í Saar Nú taka 60.000 menn þátt í verkfalli málmiðnaðarmanna í Saarhéraði. Nemur frámleiðslu- tap af völdum verkfallsins 8000 tonnum af hrájárni á dag. Jo- hannes Hoffmann forsætisráð- herra ræddi í gær við forystu- menn verkamanna til þess að reyna að jafná deiluna. Verka- menn krefjast 15% kauphækk- unar en atvinnurekendur bjóða 9%. varpsstarfsmennirnir boði ríkis- stjórnarinnar um launabætur með 61 atkvæði gegn tveimur. Nam boðið aðeins einum sjötta af því sem starfsmenn krefjast. Það eru allir starfsmenn við dagskrána og nokkur hluti skrif- stofumanna útvarpsins sem legg- ur niður vinnu. Vinnustöðvunim hófst á miðnætti í nótt. KjarnoFkublossi sást M km leið Kjarnorkusprengja var sprengáE i gær á Nevadaeyðimörkinni í Bandaríkjunum. Er það önnur tilraunasprengingin á einni viku, Þessi sprengja var sprengd efsíj á 100 metra háum stálturni. Sprengingin var miklu afi- meiri en sú sem fór næst á undan. Hus hristust í 120 kra» fjarlægð frá sprengingarstaðn- um. Blbssinn frá sprengingunnt sást greinilega í Los Angeles i 440 km fjarlægð og menn eygðu hann í Sah Francisco 800 knt frá tilraunasvæðinu. 200 sér- fræðingar hersins fylgdust með sprengingunni og 40 flugvélar voru á lofti með mælitæki til £$ mæla áhrif hennar. Á mið’nætti í nótt hófu starfsmenn við da^skrá norska ríkisútvarpsins verkfall. Verkfallinu hafði verið frestað umleitana. í gær höfnuðu út-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.