Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 10

Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 10
— ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. febrúar 1955 10) Káup - Sala Kaupum kopar og eir Málmiðjan, Þverholti 15. Mun’ð kalda borðið að Röðli. — Röðull. Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Kvensiifur smíðað, gyllt og gert við. Trú- lofunarhringar smíðaðir eftir pöntun. — Þorsteinn Finn- bjarnarson, guilsmiður, Njáls- götu 48 (horni Vitastígs og Njálsgötu). Fyrst til okkar j Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1 Munið Kaffisöluna Hafnarstrseti 16. U tvarpsviðgerðir Radíó, Veltusundi 1. Sími 80300. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. Sendibílastöðin K.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvélaviðgerðir Sylgja. Laufásveg 19, sími 2656. Heimasími: 82035. Sendibílastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 1395 Nýja sendibílastöðin Sírni 1395 Lögfræðistörf Bókhald — Skatta- framtöl Ingi R- Helgason lögfræðingur, Skólavörðustíg 45, sími 82207. Lj ósmyndastofa Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxi Klapparstíg 30. — Sími 6484. Ljóð ungra skálda Framhald af 7. síðu. síður sem meistarinn er slíkur. Hin rímuðu kvæði Hannesar í sýnisbókinni, eins og t. d. Gamall þulur, bera svo rík einkenni Snorra, ekki einungiá um málfar og kveðandi, heldur og hugblæ allan, að vart .verð- ur á milli greint. Þess vegna verður órímaða ljóðið í raun- inni persónulegast, þrátt fyrir hin frábæru vinnubrögð á hin- um kvæðunum. Eigi að síður standa þau kvæði svo hátt að listgildi að rangt væri að tala um stælingu. Svipuðu máli gegnir um hið unaðsfagra kvæði Einars Braga, Svanur á báru, sem er eins og Jónas Hallgrímsson endurborinn. (Þegar svo vel tekzt til, innlifun áhrifanna er það fullkomin, að þau varpa* ekki skugga á meistarann, held- ur kveikja ný lífsgildi í hans tákni, þó mega allir vel við una. Einar Bragi hefur ort fátt eitt í anda Jónasar og Hannes Pétursson mun brátt hasla sér sjálfstæðari völl í djúpri þökk til síns núverandi læriföður. Annars er það um Einar Braga að segja að hann er á mjög hraðri þroskaleið, reynir að skyggnast aftur og fram í senn, hefur til dæmis náð eft- irtektarverðum árangri í að blása nýju lífi í hið gamla, alþýðlega ljóðform okkar: þul- una. Hann hefur þó enn ekki mótað sér fastan huldarsvip, en er sökum eldmóðs síns til mikilla hluta líklegur og getur komið á óvænt fyrr en varir. ★ Þorsteinn Valdimarsson hefur sinn sérstaka hátt á samæfingu hins gamla og nýja og nær þar stundum frábærum árangri eins og kvæði hans í bók þess- ari sýna bezt. Mál hans spann- ar mjög vítt á alþýðlegum kvinti, hann á sveitina, forn- söguna, þjóðsöguna í blóði sínu, en einnig þyt hinnar jákvæðu framvindu í lífi stríðanda lýðs — uppgjöf og leiði borgarans er honum víðs fjarri. Nýja kvæðið Friður sýnir 'hvílíkur snillingur hér er á ferð: þegar honum tekst upp er eins og hljómsveitarstjóri slái taktinn fyrir öllu mannkyni, uppljóm- aður af háleitri, tregablandinni von. Og er þá sproti hans ærið fagur. Gunnar Dal leitar einnig hárra miða, en það er eins og ívaf hinnar austrænu speki, svo skáldleg sem hún er í eðli sínu, flækist einhvernveginn fyrir skerpu og heiði hugsunar- innar og þess norræna máls Flokkurmn Flokksgjöld. 1. ársfj. féll í gjalddaga 1. janúar s.l. Greiðið flokksgjöld ykkar skilvíslega í skrifstofu fé- sem hann kveður á og verði tíðum að ofhlöðnu rósamáli. Væri honum ávinningur að hreinsa til í garði sínum og mundi þá fegurð sú sem honum vissulega er svo hjartfólgin njóta sín betur en ella. ★ Mun nú kominn tími til að leita aftur jafnvægis í nokkr- um formbyltingarskáldum. Ste- fán Hörður Grímsson sýnist mér sá er virðist hafa orðið fyr- ir einna mestum áhrifum af Steini Steinarr eins og hann var fyrir eina tíð. Frá Tíman- um og vatninu gætir hinsvegar engra sýnilegra áhrifa í þess- ari bók, enda er snillingurinn Steinarr þar kominn ,á þá ein- stigu sem ekki er heiglum hent að feta svo ekki hljótist stór- . slysiaf. Lt Stefán Hörður yrkir mjög myndrænt og nær þar oft skemmtilegum árangri, en lítt virðist hann að öðru leyti sinna efnum sem orð verða á fest. Þar gegnir aftur á móti öðru máli um Thor Vilhjálmsson. Hann býr greinilega yfir svo ríkum andstæðum að enda þótt hann sé einna svalastur og fá- látastur allra 'höfunda bók- arinnar leynist einhver dýna- miskur uggur bak við hverja línu. Ekkert þessara skálda er haldið slíkri „málmþreytu“ vestrænnar menningar sem hann og má því við ýmsu bú- ast: sprengingin getur dunið yfir fyrr en varir — ragnarök og síðan iðjagræn jörð úr ægi? Ólafur H. Ólafsson á hér þrjú smákvæði, Ólafur Jónsson og Gylfi Gröndal sín tvö hvor. Yrkir hinn fyrsti í hefðbundn- um stíl, en hinir órímað og er vant að segja af þeim dæmum hvers vænta má af þessum ungu skáldum. Elias Mar, Jónas E. Svafár og Rósberg G. Snædal eiga sitt kvæðið hver og þykja mér þau öll eftirtektarverð, hvert með sínum hætti. Loks er að geta þeirra tveggja skáldkvenna er opna bókina og loka henni. Amfríð- ur Jónatansdóttir yrkir mjög Ijúflega: yfir ljóðum hennar er hreinn og aðlaðandi blær sem vel getur átt fyrir sér að hverfast í „aðdynjanda sterk- viðris“ svo sem ,var forðum hjá þeim Södergran, Vala og Boye. Um hinn tilvonandi bú- fræðing á Hvanneyri þori ég engu að spá, hálfsextugur mað- urinn. En hvenær hefur fimm- tán vetra Ijóðmær rekið heila skáldalest af viðlíka yndis- þokka og skörungsskap? '* ★ Magnús Ásgeirsson segir í formálsorðum bókarinnar: „Þessum ungu skáldum liggur ekki hátt rómur, þau lifa í Ijósaskiptum uggvænlegrar ald- ar og bíða átekta“. Þetta er hverju orði sannara: hér er yfirleitt enginn hlymur né glymur, hér er ekki vaðið á rosabullum inn í helgidóm gyðjunnar eins og vér kreppu- karlar leyfðum oss stundum að gera forðum daga — þama fer kurteist fólk sem dregur af sér stríðsgróðaskóna fyrir utan dyrnar og gengur inn á silki- sokkum. Manni verður dauð- hverft við þegar einn hrópar upp yfir sig: berjizt þér, berjizt þér, djöflar og andskotar, og annar tekur undir: og djöfull- inn skoraði mark. Þróunin virðist yfirleitt stefna til sérhæfingar, svo hér sem á öðrum sviðum þjóðlífs- ins. Nýtizkustu skáldin leitast við að spesíalísera ljóðlistina, forðast tendens, epos, paþos og það allt — og eins og þar stendur: fegurðin mun ríkja ein. Áhrifin frá hinni þrótt- miklu nýju myndlist sem nú er að vaxa upp í landinu eru auð- sæ — einnig frá sívaxandi hljómlistarskynjun þjóðarinn- ar. Áhrif sveitarinnar eru smám saman að fjara út, vaxt- arbroddurinn hefur flutzt yfir í borgarmenninguna. í stað ló- unnar eru komnir þeir Ravel og Rostropóvitsj. Heimsmenn- ingin sækir sem óðast inn á lendur þeirrar alþýðumenning- ar sem verið hefur annar væng- ur íslenzkra bókmennta frá öndverðu. Þetta hefur sína kosti og galla sem of langt mál yrði að rekja. Um fortið og framtíð eru formbyltingarskáldin hljóð — að minnsta kosti beinum orð- um. Þau leitast við að endur- spegla samtíðina, oftast í tákn- um og líkingum. En felst þá enginn boðskapur, tendens, í ljóðum þeirra? Jú, vissulega. Tvö kvæði þessarar bókar heita Friður, það þriðja Vopnaður friður, hið fjórða Stríð og frið- ur o. s. frv. Bókin er full af boðskap um frið. Hún er full af boðskap lífs og fegurðar, full af andófi gegn stöðnun og dauða. Hún er full af ást á landi og þjóð, jörð og mann- kyni. En það er oft einskonar resignasjón í ljóðblænum: við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Áhrif vestrænn- ar menningar í upplausn, her- nám, stríðsgróði, vetnissprengja — þetta eru erfiðir hlutir. Til hvers er að vera að þenja sig og berjast? Eigi að síður er heildarsvipur þessarar bókar jákvæður, bæði að listgildi og innihaldi. Fjöl- margt er í henni sem um má deila. En um eitt verður naum- ast deilt: hún gefur miklu bjartari mynd að ljóðvexti síð- asta áratugs en mann í fljótu bragði skyldi hafa grunað. Hér er alvarlegt og skapandi lista- fólk á ferð sem virðist reiðu- búið til mikilla hluta — og mikillar baráttu — hvenær sem þjóðin kallar og vill hlusta. ★ Þegar hér er komið sögu berst mér í hendur tímaritið Birtingur í nýju formi. Fjögur af skáldum umræddrar bókar eru meðal aðstandenda þessa endurfædda rits, sem mun eiga að verða málgagn ungra lista- manna í landinu. Heftið er álit- legt og þar gustar víða skemmtilega, enda ekki vanþörf á. Náttúrlega munum við, þess- ir gömlu, fá þarna stundum á. baukinn eins og vera ber. En með því það er ritsmíð þessari skylt vildi ég mega leiðrétta einn misskilning sem fram kemur í síðustu grein heftis- ins. Þar er nefnilega svo að skilja sem einhverjir „litlir kul- vísir kallar“ í Hveragerði hafi tekið sér einskonar patent á ís- lezkri alþýðu, ungu stokkhólms- og parísargengnu listafólki til bölvunar. Enda þótt sitthvað kunni á milli að bera um þjóð- félagsleg og menningarleg við- horf, vísa ég þessum ummælum heim til föðurhúsanna að svo miklu leyti sem þau kunna að snerta mig. Öllum ungum listamönnum ann ég sem víðastra sjónhringa utan lands sem innan: stokk- hólmur, parís, raufarhöfn,. moskva, njújork, norðfjörður — guð gefi ykkur góða ferð á alla þessa staði sem og aðra um víða veröld. Smæðina og kulvísina ferst mér að vísu: ekki að afsaka og blessaða al- þýðuna get ég ekki tekið frá ykkur hversu feginn sem ég vildi — ef þið á annað borð hafið búið henni verðugan samastað í ykkar góðu hjörtum, sem ég samkvæmt framansögðu. efast síður en svo um. lANDGRÆÐSLU SJÓÐUR SPYRJIO EFTIR PÖKKUNU/ MEÐ GRÆNU MERKJUNUt Lærið að dansa Námskeið í gömlu dönsun- um hefst fimmtudaginn 24. febrúar í Skátaheimilinu. — Innritun í byrjendaflokk kl. 8, framhaldsflokk kl. 9. Þjóðdansafélag Reykja\ikur QibQQosifaa - Cl.jóir vel • Drjúgt - Hr«inl«gt - þvcjilecjt Maðurinn minn og faðir okkar Bjami Finnbogason frá Búðum andaðist á sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði, mánu- daginn 21. febrúar. Sigríður Karlsdóttir og böm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.