Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 9

Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 9
A RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON IJlfar Skæringsson vann Stórsvigsmót Armanns Stórsvigsmót Ármanns sem fresta varð fyrra sunnudag fór nú fram í Jósefsdal um síðustu helgi. Brautin lá ofan af há Bláfjöllum og niður Suðurgil. Var hún um 1600 m löng með 320 m falli. í brautinni voru 70 hlið. Mun þetta vera ein lengsta braut sem lögð hefur verið hér og krefst í því harðfenni sem var, mikils af keppendum. Töldu fróðir menn að hún mældi fylli- lega getu manna, enda voru það Knattspyrmi- mótið innanhúss Innanhúss knattspyrnumótið hélt áfram s.l. sunnudagskvöld. Fóru leikar sem hér segir: III. flokkur: Fram A — Valur A ... 3:0 KR E — Fram B ... 3:1 KR A— KR C ... 5:1 II. flokkur: Þróttur A — Valur A ... 3:2 Meistaraflokkur: KR A — Fram B ... 5:0 Fram A — Þróttur C ... 3:2 hinir eldri og reyndari sem réðu við brautina og aðeins 7 af 17 sem kepptu luku keppni. Alls voru skráðir til keppni 36 karlar og konur, en 19 af þeim komu til leiks. Úrslit karlakeppninnar: Úlfar Skæringsson ÍR 130,4 sek. Stefán Kristjánsson Á 133,0 — Ásgeir Eyjólfsson Á 137,2 — (Ásgeir datt tvisvar) Þórarinn Gunnarsson ÍR 142,0 — Sigurður R. Guðjónss. Á 143,8 — Elfar Sigurðsson KR 161,7 — Eiríkur Hergeirsson Á 210,6 Af sex skráðum keppendum í kvennafl. komu tveir til leiks. Brautin var um 1000 m með 30 hliðum og um 275 m.falli. Úrslit: Karolína Guðm.d. KR 115,0 sek Arnheiður Árnadóttir Á 123,0 — Þorsfeinn Sfeingrímsson Þ sigraði á skayfasnéfi Þróffar um sl. hefgi Iívennaskóla- stúlkurnar sigr- uðu í 8. sinn í röð Skólamótinu í handknattleik er nýlokið, eins og sagt hefur verið frá hér á síðunni. Aðeins tveir skólar sendu kvennalið til þátttöku í mótinu, en það voru Kvennaskólinn í Reykjavík og Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. í úrslitaleiknum, milli A-liðs Kvennaskólans og Gagnfræða- skóla Vesturbæjar, sigraði lið Kvennaskólans með 6:1. Er það í 8. sinn í röð sem Kvenna- skólinn ber sigur af hólmi í kvennakeppni skólamótsins í handknattleik. Knattsyrnusam- band kvenna stofnað í Hollandi Það síðasta í fréttum frá Hollandi er það að stofna eigi þar í landi knattspyrnusam- band kvenna og þetta kvað vera heilagur sannleikur, og hreint ekkert grín. Félagið Herbido í Utrecht hefur tekið að sér að framfylgja þessari tilraun undir handleiðslu hins gamlla og snjálla landsliðs- manns. Wout Buitensveg. I fé- laginu eru þegar 60 konur og engin yngri en 16 ára, því það er lágmarksaldur. Leiktíminn er 2x30 mínútur. Það þarf ekki að taka fram að auðvitað keppa konur í full- um knattspyrnuskrúða og hafa háa hnúða undir knattspyrnu skónum. Félög á mörgum stöð- um eru nú að ganga frá kven- knattspymufélögum. Knattspyrnufélagið Þróttur efndi til skautamóts um síðustu helgi. Fyrri daginn var keppt í 500 m og 3000 m hlaupi karla og auk þess í 500 m hlaupi drengja. Keppendur í 500 m hlaupinu voru alls 8. Hlutskarpastur varð Þorsteinn Steingrímsson, Þrótti á 49,8 sek. 2. Sigurjón Sigurðsson Þrótti 52,5 sek. 3. Björn Árnason, Þrótti 53,0 sek. Keppendur í 3000 m hlaupinu voru 5. Sigurvegari varð Þor- steinn Steingrímsson Þrótti 5 mín. 55,8 sek. 2. Bjöm Árnason Þrótti 6 mín 26,8 sek, 3. Sigurjón Sigurðsson Þrótti 6 mín 32,4 sek. Sigurvegarar í drengjahlaup- unum urðu Gunnar Á. Bentzen og Gunnar Böðvarsson. Á sunnudaginn hélt keppnin á- fram og var þá keppt í 1500 m og 5000 m hlaupi karla auk 400 rrí og 500 m hlaupi drengja I 1500 m sigraði Þorsteinn Steingrímsson Þrótti 2 min 41,8 2. Björn Árnason, Þrótti, 2 mín 56,3 sek. 3. Sigurjón Sigurðsson Þrótti, 2 min. 59,0 sek. Árangur Þorsteins er sá bezti sem náðst hefur hér á landi í 1500 m hlaupi. í 5000 m hlaupinu mættu aðeins 3 Þróttarar til leiks. Úrslit urðu þau að fyrstur va^ð Þorsteinn Steingrímsson, 10 mín. 19,4 sek. 2. Björn Árna- son 10 mín. 50,2 sek. 3. Sigurjón Sigurðsson 10 mín 51,8 sek. Heildarúrslit urðu þau að sig- urvegari varð Þorsteinn Stein- grímsson Þrótti með 224 stig, 2. Björn Árnason Þrótti með 241 stig og 3. Sigurjón Sigurðsson Þrótti með 242 stig. í 400 m hlaupi drengja (12— 13 ára) sigraði Grímur Heiðar Brandsson SR. og í 500 m hlaupi drengja 14—15 ára sigraði Ragn- ar Guðmundsson SR. Mótið var að mörgu leyti skemmtilegt. Þorsteinn er sterk- ur og skemmtilegur skautahlaup ari og sterkasta hlið hans eru stuttu hlaupin. Óheppni henti Þorstein á 500 m er Sigúrjón hljóp fyrir hann á skiptingunum og varð Þorsteinn að stanza og tapaði hann við það 2—3 sek. Björn og Sigurjón eru í sýni- legri framför og settu báðir per- sónulegt met. Keppnin um 2. sætið á milli þeirra var hörð og tvísýn eins og sjá má á því að Björn sigraði með 1 stigs mun. Ólafur Jóhannesson hefur fal- legan hlaupastíl en lagði sig sýnilega ekki allan fram. Hann á að geta veitt Bimi og Sigurjóni harða keppni. Þarna komu fram nýliðar og lofa þeir góðu. Sér- lega athyglisverður var árangur Björns Magnússonar. Tvo kunna skautamenn vantaði í mót þetta. Kristján Árnason úr KR og Jón Einarsson úr Þrótti, sem varð 3. á íslandsmótinu. Jón gat ekki keppt sökum anna. En Kristján er ekki enn búinn að ná sér eftir spítalalegu, en hann að- stoðaði við mótið. Það var vel til fallið hjá Þrótti að gefa drengjum kost á því að reyna sig í mótinu. Þróttur hefur sýnt það í verki að hann vill hlynna að æskunni og er það rétt stefna hjá félagi sem vill vinna sig upp, og mér finnst að mót sem einstök félög efna til fyrir fullorðna, eigi að vera opin drengjum að einhverju leyti. Þetta er fyrsta skautamótið sem Þróttur heldur og er það vel farið. Það er athugandi fyrir Þrótt og Skautafélag Reykja- víkur, sem eru stærstu skauta- félög bæjarins, að efna til keppni um hverja helgi meðan skauta færi er á tjörninni og auglýsa mótin, svo að sem flestir unn- endur skautaíþróttarinnar hér 1 bæ, eigi þess kost að fylgjast með þeim. í þr óttaunnandi. 286 kr. fyrir 9 rétta Úrslit getraunaleikjanna á laugardag; Liverpool 0 — Huddersfield 2 2 Luton 0 — Manch. City 2 .... 2 Nottingh- F 1 — Newcastle 1 x Notts County 1 — Chelsea 0 1 Swansea 2 — Sunderland 2 x York City 3 — Tottenham 1 1 Wolves 4 — Charltðn 1 ........ 1 Arsenal 1 — Leicester 1 .... 1 Blackpool 2 —1 Sheff. Wedn. 1 1 Portsmouth 2 — Preston 0 1 Sheff. Utd. 1 — Burnley 0 .... 1 Middlesbro — Bury (frestað) — Bezti árangur reyndist 9 rétt- ir leikir og voru ekki færri en 7 með svo marga rétta. Úrslit voru mörg nokkuð óvænt, og einnig féll niður leikur í Middlesbro vegna snjókomu. Á tveimur kerf- isseðlum voru einnig 4 raðir með 8 réttum auk einnar með 9, og koma þannig 280 kr. fyrir hvorn. Vinningar skiptust þann- ig: 1. vinningur 136 kr. fyrir 9 rétta (7). 2. vinningur 36 kr. fyrir 8 rétta (51). Miðvikudagur 23. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Gunnar M. Magnúss: Bömm frá Víðigerði Jæja. Þegar við komum inn að laúgunum, byrjuðu margir karlarnir að þvo, en sumir fóru að leika sér við mig. Sumir stóðu á höfði eða veltu sér kollhnís, aðrir fóru á handahlaupum þarna í kring, því að gamlir sjóarar verða eins og unglömb og ráða varla við sig, þegar þeir koma á land. En svo, þegar þeir voru búnir að þvo, sá ég, að nokkrir af þeim fóru að tala saman og alltj í einu taka þeir mig 'tveir og láta mig niður í einn tunnupokann. Ég barðist um á hæli og hnakka, hljóðaði og kallaði og skipaði þeim að sleppa mér. En það var enginn íslendingur nálægt, svo að Fransar- arnir hlógu bara að mér, klöppuðu mér á kollinn og bentu mér út á höfnina. Ég skrækti og skrækti meira og meira og loks -af öllum kröftum, steytti hnefana framan í þá og reyndi líka að bíta þá. En þá tók einn kefli upp úr vasa sínum og gerði sig líklegan til þess að láta það upp í mig, ef ég héldi áfram að hljóða. Þessir Fransarar hafa alltaf svona kefli í vös- unum, til þess að geta stungið upp í þá sem þeir eru að stela. — En ég öskraði bara hálfu meira. Ég er hissa, ef það hefur ekki heyrzt upp að Esju, því að vindurinn stefndi þangað. Þegar Fransararnir sáu, að ég var svona illur viðureignar, héldu þeir mér föstum, og einn lét keflið upp í mig. Ég ætlaði alveg að kafn.a og þeir sáu, að ég tútnaði út, svo að þeir tóku spýtuna út úr mér aftur. En í þess stað ógnuðu þeir mér með hnef- unum, ef ég léti nokkuð heyrast í mér. Ég þorði nú ekki. að hljóða, en var búinn að hugsa mér annað bragð. Takmörkun leigubifreiða Framhald af 6. siðu. viðskiptavinir okkar bíði af því nokkurt tjón. Greinarhöfundi finnst það sjálfsagt að maður sem vinn- ur ákveðinn vinnutíma við á- kveðin störf fari að afloknu dagsverki og gerist leigubif- reiðarstjóri, selji síðan vinnu sína næsta dag, illa fyrirkall- aður, lítið sofinn og þreyttur, það kallar hann fullkomna nýtingu vinnuaflsins og er það að hans áliti fullkomin þjónusta við það fólk sem þarf á keyrslunni að halda að það geti ekki fengið nema þá menn, sem áður þurftu að ljúka sínum vinnudegi ann- arsstaðar; ég fullyrði að það getur enginn unnið á öðrum staðnum 8 stundir og á hin- um 12 til 14 stundir á sama sólarhring og talizt fullgildur á báðum stöðum, annar hvor staðurinn verður meira eða minna vanræktur. Greinar- höfundur staðhæfir að hver sá sem öðlazt hefur meira- prófsskírteini eigi þar með heimtingu á því að gerast ein- hversstaðar starfsmaður, ann- að hvort á sinni eigin bifreið eða hjá öðrum. Þetta er ný og furðuleg kenning og þykir mér leitt að ég skildi ekki vita þetta fyrir 13 árum, er ég öðlaðist þessi réttindi. Eg er anzi hræddur um að þetta sé ekki svona auðvelt. Vill greinarhöfundur kannski ráðleggja nokkrum meiraprófsmanni að fá sér strætisvagn og aka honum á leiðum Reykjavíkur, eða rútu- bíl á leiðina Akureyri-Rvík, svo nokkur dæmi séu nefnd? Þessir aðilar eru verndaðir við vinnu sína með lögum og ótal fleiri er annast fólks- flutninga á langleiðum, og skyldi nokkur vera í vafa um það nú að þegar þau lög voru sett voru stigin spor í rétta átt, árangurinn er auðsær, stórbættur vagnakostur svo- sem bezt verður á kosið og á- kveðnar skyldur sem sérleyf- ishafar verða að inna af af höndum við viðskiptavini sina; hliðstæð er sú verndun sem við óskum eftir, sem önnumst fólksflutninga í Rvík á hinum smærri bifreiðum, með takmörkun um tölu þeirra og að við megum vera í friði fyrir þeim lausingjalýð sem hefur fundið hjá sér þá hvöt að gerast atvinnuræn- ingjar. Jón Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.