Þjóðviljinn - 23.02.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. febrúar 1955
Öskudagurinn á sér 18 bræður — Annadagur smá'
fólksins — Þegar við snerum á Jón gamla
OG NÚ skiptir miklu . máli
hvernig veðrið verður í dag,
því að í dag er öskudagur og
öskudagurinn á sér 18 bræð-
' ur. Fyrir krakkana sem geyma
öskupoka í tugatali innaná
sér skiptir veðrið líka miklu
máli, því að þau hafa setið
við undanfarna daga og
saumað öskupoka og það væri
gremjulegt ef allir væru
k'æddir regnkápum þennan
dag, því að regnkápur taka
ekki sérlega vel í sig ösku-
poka. En hvernig svo sem
viðrar er þetta mikill dagur
fyrir smáfólkið. Það stendur
í smáhópum hér og þar og
pískrar saman um það hver
nærstaddra væri líklegasta
bráðin, og það er mikill feng-
ur að vera nálægt strætis-
vagnastanzi. Þegar vagninn
kemur, hugsar fólkið ekki um
annað en komast inn í vagn-
inn og tekur ekkert eftir því
þótt lítil klaufaleg hönd fálmi
um bakhluta þess. Og þess
vegna er það sem svo margir
koma skrýddir út úr strætis-
vögnunum. Þeir djörfustu
taka sér reyndar sjálfir far
með vögnunum og nota
þrengslin til að hengja fram-
leiðslu sína aftan á samfar-
þegana. Já, það er vissulega
mikið að gera í dag hjá smá-
fólkinu og sannarlega þörf
fyrir skólafrí.
EN SAMT hefur öskudagurinn
breytzt fjarska mikið frá því
að maður var sjálfur í hópi
þeirra sem leituðu að bráð all-
an liðlangan öskudaginn. Nú
held ég flestum sé sama þótt
smápoki dingli aftaní þeim,
en hér á árunum þótti mörg-
Sígurður Magnósson, verbsnalor
Minningarorð
Velflesta daga hefi ég nokk-
ur undanfarin ár gengið um
Laugaveg á leið til vinnu minn-
ar. Þegar ég átti leið um hana á
morgnana, var það undantekn-
ing að ég hitti ekki gamlan vin
minn og félaga, Sigurð Magnús-
son, sem þar var að vinnu
sinni. Hann hreykti sér ekki
hátt, gamli maðurinn, enda
voru kraftar þrotnir og ekki til
áhlaupavinnu. Um nokkurt ára-
bil hafði hann sópað ryk og ó-
hreinindi af götunni og gert
hana færari yfirferðar þeim,
sem svo áttu að nota hana
seinna um daginn. — Svo var
og hugur hans og allt starf.
Hann vildi ryðja óhreinindum
úr vegi þeim sem börn fram-
tíðarinnar eiga að ganga. —
Sigurður Magnússon og hin
merka og gáfaða kona hans,
Ingibjörg S. Friðriksdóttir,
tóku snemma þátt í verkalýðs-
hreyfingunni. Urðu þær systur,
Þuríður, Ingibjörg og Sigríður
meðal hinna traustustu starfs-
krafta í Alþýðuflokknum með-
an hann var og hét. Sigurður
lét heldur ekki sitt eftir liggja,
cnda var hann einlægur í
hverju sem honum þótti rétt.
Þegar hann sá hvert stefndi,
fyrsti flokkur hins vinnandi
manns á fslandi, sagði hann
skilið við hann og fylgdi upp
frá því Sósíalistaflokknum heill
og óskiptur og þau hjón bæði.
Eg hafði þekkt Sigurð í fulla
þrjá áratugi, bæði meðan hann
fylgdi Alþýðuflokknum og skoð
anir okkar fóru ekki að öllu
saman og svo seinna, er hann
hafði sannfærzt um að sá flokk-
ur, sem hann fyrr hafði bundið
vonir sínar við, hafði gengið
á mála hjá yfirstéttinni, ófyrir-
leitnum ævintýramönnum til á-
bata. Aldrei hvikaði Sigurður
frá því, sem hann taldi verka-
lýðnum sigurvænlegt. Hann
hafði alla ævi unnið baki
brotnu og aldrei seilzt til met-
orða. Sigur verkalýðsins hlaut
að koma -— fyrir hann var það
ekkert aðaiatriði hvort hann
sjálfur hlyti sigurlaun. Hann
hafði ekki lesið fræiirit Marx.
eða Engels, en hann átti annað,
sem ekki var lakara vegarnesti
í baráttunni fyrir sósíalisman-
um, það var stéttarvitund hins
heilbrigða og fórnfúsa bar-
áttumanns verkalýðsins. Hann
var einnig Dagsbrúnarmaður,
en það heiðursheiti er þeim
sem það ber, til meiri sæmdar
en nokkrar orður eða titlar.
í því felst meira, en marga
grunar. Það voru Dagsbrúnar-
mennirnir, sem með baráttu á
undanförnum árum hafa rutt
öllum öðrum launþegum braut-
ina til betri lífskjara. Þeir
skrifstofumenn og opinberir
starfsmenn, sem láta hafa sig
til að hallmæla Dagsbrúnar-
mönnum, ættu að hugleiða það
hvar þeir væru nú á vegi stadd-
ir ef stéttvísir verkamenn hefðu
ekki verið í fylkingarbrjósti
þar sem baráttan var hörðust.
Sigurður Magnússon var einn
þessara forvígismanna vorra
sem laun taka úr opinberum
sjóði. — Nú hittumst við Sig-
urður ekki lengur á Laugaveg-
inum og ræðum baráttu yfir-
stéttarinnar og stjórnar henn-
ar gegn verkalýðshreyfingunni.
Hann er nú, dauðlúinn gamall
Dagsbrúnarmaður, genginn
þann veg, sem enginn þræðir
aftur til fyrri staðar. Hann lif-
ir nú í hlýrri minningu þeirra,
sem kynntust honum og kunnu
að meta þrek hans og einurð.
Konu hans, Ingibjörgu og Sig-
urlaugu dóttur þeirra, sendi ég
kveðjur mínar og vinarhug.
Með Sigurði er horfinn góður
liðsmaður, einlægur og trygg-
ur málstað verkalýðsins, fyrir-
mynd þeirra, sem yngri eru og
eiga eftir að feta í fótspor
hans.
Hendrik Ottósson.
um það feikileg hneysa og
gerðu allt til að komast hjá
því að fá svona fígúruverk
aftaní sig. Og það var einmitt
það fólk sem eftirsóttast var.
Og ef einhverjum tókst að
koma aftaní það, varð sá hinn
sami hetja dagsins og naut
mikillar virðingar félaganna.
Einn var sá karl í nágrenninu
sem var allra manna varastur
um sig. Hvernig sem viðraði á
öskudag fór hann í olíukápu
og tók sér staf í hönd til
frekara öryggis. Það varð því
að leggja plönin með alúð og
nákvæmni ef takast mætti að
hengja í hann. Og svo var
það einu sinni að hann var á
heimleið að kerling ein, vin-
kona hans tók hann tali. Karl
stanzaði hjá henni, þótt hann
væri alltaf skotrandi augunum
kringum sig. Og þá var það
sem herbragðið tókst. Lítil
stúlka, feikilega sakleysisleg,
labbaði framhjá, nam staðar
hjá karli og kerlingu og
sagði: „Heyrðu Jón, það er
poki aftaní þér, á ég ekki að
taka hann?“ Karl varð
hvumsa við, en samþykkti
þetta þó, og stelpan bjástraði
fyrir aftan hann og rétti
honum síðan poka sem hún
þóttist hafa tekið úr honum.
Karl varð mjög þakklátur,
klappaði telpunni á kinnina,
fleygði pokaskömminni í göt-
una og steig ofaná hann. Svo
kvaddi hann kerlu og hélt
heimleiðis, og það þarf ekki að
taka það fram að aftan í olíu-
kápunni hans, svartri og
bosmamikilli, hékk lifrauður
poki og sómdi sér vel. Þetta
var stórkostlegur sigur. En
svona bragð var aldrei hægt
að leika framar.
0< kadagsfi gnaSw
í kvöld kl. 9.
Gönilu og nýju dansarnir
Hljómsveit Svavars Gests
Einar Ágústsson syngur með hljómsveitinni
Öskubuskur skemmta.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8.
Ferjot 1 §11 sölu
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í Ferju 1 í
því ástandi, sem hún nú er í á Akranesi.
Ferja 1 er 151 fet á lengd, 30.2 fet á
breidd og dýptin 6.2 fet. Hún er 251.45
brúttósmálestir og 130.92 nettó og byggð
úr stáli.
Ferjunni fylgir 500 ha vél og önnur ekki gangfær.
Tilboðin sendist skrifstofu bæjarins fyrir 25. marz n.k.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Akranesi 22. febrúar 1955.
Bæjarstjórinn
Ef þú vilt tryggja þér
rétt verð á vörunni
— þá kauptu hana í
Praha II. Tékkóslóvakíu
framleiða m.a.
CZECHOSLOVAK CERAMICS Ltd.. PRAHA
•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■••■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■•■■■•••■■•■■•■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■a ■■••■■