Þjóðviljinn - 23.02.1955, Qupperneq 3
Miðvikudagur 23. februar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
40.000 kr. fyrirfram í leigu fyrír gamla
þríggja herbergja íbúð í 2Vi ár
Síhœkkandi húsaleiga gerir stórfelldar
kjarabœtur verkafólks óhjákvœmilegar
Sú einkennilega kenning hefur birzt í Morgunbla'öinu var sem svarar 1100 kr. á mán-
síöustu daga aö verklyösfélögin krefjist kjarabóta í því
skyni aö stööva íbúöahúsabyggingar!! StaÖreyndin er
hins vegar sú aö stórfelldar kjarabætur eru nauösyn-
legai' til þess aö verkamenn geti leyft sér aö búa í hús-
um, svo aö ekki sé minnzt á aö þeir komi sér upp þaki yfir
höfuðiö.
Það hefur áður verið rakið | aðarverði. Sá sjómaðurinn þá
hér í blaðinu hversu óhemju-
legur gróði fæst af húsbygg-
ingum og húsnæðissölu, og var
þá m.a. tekið dæmi af Reykja-
víkurbæ sem seldi verzlunar-
húsnæði á fjórföldu kostnað-
ar verði fyrir nokkru — og hef-
ur þó bærinn varla forustu í
húsnæðisbraskinu.
Sú hlið sem snýr að almenn-
ingi er hins vegar á þá leið að
húsaleiga hækkar með hverjum
mánuði sem líður og hin óbæri-
lega dýrtíð stafar ekki sízt af
henni. Víðast hvar erlendis
þykir það hámark að menn
greiði 20% af tekjum sínum í
húsnæði, ljós og hita; hér er
þessi kostnaður oft helming-
ur af tekjum manna.
Hér skal rakið eitt dæmi úr
daglega lífinu til frekari skýr-
ingar á ástandinu. Sjómenn
hafa einna versta aðstöðu til
þess að koma sér sæmilega fyr-
ir. Þeir geta ekki notað frí-
stundir til að koma sér sjálfir
upp fbúð, og þeir hafa einnig
mjög slæma aðstöðu til þess
að stunda þann tímafreka elt-
ingaleik sem þarf til þess að
fá leiguíbúð.
Sjómaður nokkur leigði
þriggja herbergja íbúð hjá
háttsettum starfsmanni bæjar-
ins og greiddi fyrir 1.500 kr.
á mánuði. Fýrir nokkru var
honum sagt upp íbúðinni vegna
þess að starfsmaðurinn gat
selt hana á margföldu kostn-
Kandidais-
próf
1 lok haustmisseris luku þess-
ir stúdentar kandídatsprófi frá
Háskóla íslands:
í guðfræði: Þorleifur Krist-
mundsson.
í læknisfræði: Arnbjörn Ól-
afsson og Guðrún Jónsdóttir.
1 tannlækningum: Guðrún
Tryggvadóttir, Jónas Thoraren-
sen og Sverrir Einarsson.
1 lögfræði: Guðjón Valgeirsson
og Kjartan Jónsson.
I viðskiptafræðum: Valdimar
Kristinsson, Gisli Þórðarson,
Gunnar Bjarnason og Jón Á.
Héðinsson.
Meistarapróf í íslenzkum
fræðum: Gunnar Sveinsson.
B.A.-próf: Egill Jónasson og
Júlía Sveinbjarnardóttir.
þann einn kost að sleppa úr
veiðiferð til þess að Ieita að
íbúð og missti tekjur sínar á
meðan. Leitaði hann víða fyrir
sér. M.a. var honum boðin
þriggja herbergja íbúð, heldur
léleg, í gömlu húsi við Frakka-
stíg. Var hún fáanleg til
tveggja og hálfs árs og leigan
átti öll að greiðast fyrirfram —
40.000 kr! Þóttist sjóinaður-
inn að lokuin heppinn þegar
hann náði í tveggja herbergja
íbúð á öðrum stað i bænum og
þurfti ekki að borga „nema“
24.000 kr. fyrirfram; en leigan
uði.
Hver maður getur bætt við
fjölmörgum hliðstæðum dæm-
um. En vill Morgunblaðið ekki
skýra út hvemig verkafólk í
Reykjavík á að geta staðið í
slíkum viðskiptum með þeim
launum sem nú em greidd?
Aðalfundur Félags íslenzkra organleikara
Svíar bjéða íslenzkum kirkjukór á
kirkjufónlistarmót í sumar
Nýlega var lialdinn aöalfundui- Félags íslenzkra organ-
leikara. AÖ loknum venjulegum aöalfundarstörfum hóf-
ust umræður um kaup- og starfskjör stéttarinnar, svo og
önnur áhugamál.
Jón Isleifsson skýrði frá
samkomulagi við nefnd sóknar-
formanna og presta í Reykja-
vik um launakjör. Gerðir vom
samningar til eins árs en ráð-
gerð endurskoðun að því liðnu.
Lögð var áherzla á að fá fulla
viðurkenningu á því, að organ-
istastarf í Reykjavík og stærstu
22. ársþing iðnrekenda sett
Kristján Jóh. Kristjánsson endurkjörinn
formaður í 11. uinn
Ársþing ið'nrekenda, sem jafnframt er aöalfundur Fé-
lags ísí. iðnrekenda var sett í ÞjóÖleikhúskjallaranum,
laugarda,ginn. 19. febr. og hófst meö venjulegum aöal-
fundarstörfum. Er þetta 22. aöalfundur félagsins.
Formaður félagsins, Kristján
Jóh. Kristjánsson, setti fund-
inn. Fundarstjóri var kjörinn
Eggert Kristjánsson, en fund-
arritari Pétur Sæmundsson.
Erit atvinnurekendnr reidu-
feúnir til að taka upp alvar-
í egar samningaviðræður?
Yfirlýsing frá Vinnuveitendeuambandi íslands
Þjóðviljanum barst í gær eft- vinnustöðvunar 1. marz heldur
Laogaveg 30 — Sími 82209
Fjölbreytt úrvai af steinhringum
— Póstsendum —
irfarandi yfirlýsing frá Vinnu-
veitendasambandi íslands:
Út af ummælura í leiðara Al-
þýðublaðsins í dag, sem er skrif-
aður í tilefni af ummælum í
dagbl. Tíminn sl. sunnudag, vilj-
um vér biðja heiðrað blað yðar
að birta eftirfarandi:
Það er á misskilningi byggt,
að það sé sök vinnuveitenda að
samningaviðræður hafa að litlu
leyti hafizt enn við stéttarfélög
þau, sgm sagt hafa upp kjara-
samningum sínum miðað við 1.
marz n. k.
Kröfur stéttarfélaganna hafa
verið að berast nú síðustu dag-
ana, eðlilegt að það taki vinnu-
veitendur og samtök þeirra fá-
eina daga að kynna sér og ræða
sín á milli kröfur stéttarfélag-
anna, sem að þessu sinni eru
mjög margþættar og frá sjónar-
miði vinnuveitenda langt frá þvi
að vera aðgengilegar.
Um „sök atvinnurekenda",
sem Alþýðublaðið talar um,
viljum vér að öðru leyti vísa til
eftirfarandi bréfs, er vér í dag
móttókum frá sameiginlegri
nefnd stéttarfélaga þeirra, sem
hlut eiga að máli, þar sem beint
er viðurkennt að kröfur stéttar-
félaganna hafi borizt vinnuveit-
endum í hendur, nú alveg ný-
lega.
„Reykjavík, 22. febrúar 1955.
Vinnuveitendasamband íslands,
Reykjavík.
Fyrir hönd þeirra verkalýðs-
félaga í Reykjavík og Hafnar-
firði, sem nú hafa sagt upp
samningum sínum viljum vér
undirritaðir, er kjömir höfum
verið í framkvæmdanefnd fyrir
samstarfi félaganna, tilkynna yð-
ur að verkalýðsfélögin hafa
ákveðið að láta ekki koma til
veita nokkuð rýmri tíma til
samningaviðræðna. Ástæðan til
þessa er m. a. sú að samninga-
víðræður hafa enn ekki hafizt,
er meðfram stafar af því að fé-
lögin hafa nú alveg nýverið af-
hent atvinnurekendum endan-
legar kröfur sínar.
Verkalýðsfélögin veita þennan
frest í trausti þess að hann verði
notaður til hins ýtrasta til að
koma á nýjum samningum án
þess að til vinnustöðvana þurfi
að koma.
Félögin ganga út frá að unnið
verði eftir hinum uppsögðu
samningum meðan ekki kemur
til rinnustöðvunar eða nýir
samningar verði gerðir.
Virðingarfyllst,
Eðvarð Sigurðsson (sign),
Snorri Jónsson (sign),
Hermann Guðmundsson (sign),
Eggert G. Þorsteinsson (sign),
Björn Bjamason (sign),
Benedikt Davíðsson (sign)“.
Það skal einnig tekið fram,
að Vinnuveitendasambandið hef-
ur boðað til fyrsta sameiginlega
viðræðufundarins á morgun,
miðvikudaginn 23. þ, m. kl. 2
e. h.
Reykjavík, 22. febrúar 1955.
Vinnuveitendasamband íslands
Björgvin Sigurðsson.
Við þessa yfirlýsingu vill Þjóð-
viljinn bæta því einu að vænt-
anlega ber að skilja hana svo,
að atvinnurekendur séu reiðu-
búnir til að hagnýta þann frest
sem veittur hefur verið til alvar-
legra samningaviðræðna við
verklýðsfélögin, þannig að ekki
þurfi að koma til framleiðslu-
stöðvunar. Kemur það í ljós
þegar næstu daga, og er ósk-
andi að ekki verði þá hægt að
tala um neina „sök atvinnurek-
enda“.
Páll S. Pálsson, framkv.stj.
félagsins, flutti ýtarlega
skýrslu um hag félagsins og
störf þess á síðastliðnu ári. —
Skýrði hann frá því í upphafi,
að margar verksmiðjur hefðu
gengið í félagið á árinu og
væru nú 155 verksmiðjur í
FÍT. Síðan rakti Páll þau mál
er skrifstofa félagsins og fé-
lagsstjórnin hafa haft til með-
ferðar á árinu.
Að lokinni ræðu Páls S. Páls-
sonar, voru birt úrslit stjórn-
arkosninganna, en úr stjóm-
inni áttu að ganga Kristján
Jóh. Kristjánsson form., Magn-
ús Víglundsson og Gunnar
Friðriksson.
Formaður var kjörinn Krist-
ján Jóh. Kristjánsson og er
þetta í 11. skipti sem hann er
kjörinn formaður Félags ísl.
iðnrekenda.
í stjórnina voru auk hans
kjörnir Sigurjón Guðmunds-
son og Pétur Sigurjónsson.
Fyrir eru í stjórninni Axel
Kristjánsson og Sveinn Val-
fells. 1 varastjórn vom kjörn-
ir Gunnar Friðriksson og Krist-
ján Friðriksson.
Þessu næst vom kosnar
starfsnefndir sem munu undir-
búa tillögur í málum þeim er
fyrir þinginu liggja.
Fædd í gœr
Vegna fjölda áskorana sýnir
Stjörnubíó kvikmyndina Fædd
í gær, í kvöld kl. 9.
kaupstöðum landsins væri aðal-
starf, er launa bæri skv. launa-
lögum með fullum réttindum
til eftirlauna. Ennfremur töldu
fundarmenn æskilegt að greiðsl-
ur fyrir aukastörf, sérstaklega
jarðarfarir, féllu niður í því
formi, sem nú er.
Þá var rætt um fyrirhugaða
útgáfu málgagns stéttarinnar,,
sameiginleg innkaup á nótna-
kosti og faglegum tímaritum,
hljómleikadeild félagsins, „Mus-
ica sacra“ o.fl.
Borizt hefur bréf frá sænska.
organleikarafélaginu um að
senda fulltrúa á VI. norræna
kirkjutónlistarmótið, er haldið
verður í Stokkhólmi í byrjum
júní n.k. Svíar bjóða okkur að
senda kirkjukór, er haldi sjálf-
stæða hljómleika með íslenzk-
um kirkjulögum og organleik-
ara, er leiki íslenzk orgellög á
sérstökum hljómleikum.
Lagabreyting var gerð i þá
átt að eftirleiðis verða aðal-
fundir haldnir í júnímánuði ár
hvert.
Stjórn félagsins skipa: dr,
Páll ísólfsson, formaður, Páll
Kr. Pálsson, ritari, Páll Hall-
dórsson, gjaldkeri. Varastjórn:
dr. Victor Urbancic, Sigurðui?
G. ísólfsson, Jón Isleifsson,
Endurskoðendur: Kristinn
Ingvarsson og Svavar Ámason,
Félagar eru nú um 30.
Félagslíf
Þjóðdansafélag
Reykjavíkur:
Æfingar í Skátaheimilinu
falla niður í dag en verða á
morgun, fimmtudag:
Börn mæti eins og venju-
lega.
Fullorðnir: Nýtt námskeið í
gömlum dönsum hefst á
fimmtudagskvöld.
Byrjendur kl. 8.00.
Framhaldsfl. I. kl. 9.00.
Framhaldsfl. II. kl. 10.00.
Stjórnin.
Skíðafólk! Athugið!
Skíðanámskeiðin í Hvera-
dölum standa nú yfir.
Kennari: Guðmundur Hall-
grímsson.
Notið snjóinn og sólskinið.
Áskriftarlistar og kennslu-
kort í Verzlun L. H. Miiller
og í Skíðaskálanum.
Skíðafélagið.
Aðcdfundur
Verzlunarmannafélags Reykjavikur verður haldinn x
Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 28. þ.m. og hefst kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsíns.
Tillögur til lagabreytinga liggja frammi
í skrifstofu félagsins.
Félagar sýni skírteini við innganginn.
Stjórnin