Þjóðviljinn - 08.03.1955, Side 1

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Side 1
VILJINN Þriðjudagur 8. marz 1955 — 20. árgangur — 55. tölublað Hægri klíka Alþýðuflokksins hamrar fram brottrekstur Alfreðs Císlasonar Neitaði að kalla saman flokksstjórnina þrótt fyrir lögmœta kröfu tilskilins fjölda flokksstjórnarmanna Gylfi Þ. Gislason og 3 aðrir miðstjórnarmenn móf- mœltu ofbeldinu með jbW oð ganga af fundi Á miðstjórnaríundi Alþýðuílokksins sem haldinn var í fyrradag knúði hægri klíkan fram endanlegan brottrekstur Alfreðs Gíslasonar úr flokknum. Stóð fuhdurinn lengi dags og urðu þar hörð átök milli hægri manna undir forustu Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar og Haralds Guðmundssonar, og minnihluta miðstjórnarinnar undir forustu Gylfa Þ. Gíslasonar. Beittu hægri menn slíkum lögbrotum og yfirtroðslum að minnihlutinn gekk að lokum af fundi í mótmæla- skyni. Aðaltilefni fundarins var samþykkt Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur um brottrekstur Alfreðs Gíslasonar læknis úr félaginu og flokknum. En eins og áður hefur verið skýrt frá mörðu hægri menn brottrekst- urinn fram á félagsfundi 20. febr. s.l. með örlitlum atkvæða- mun. Voru Alfreð þá sett skil- yrðin frægu, sem hann átti að uppfylla fyrir 2. marz, en verða brottrækur ella. Óskað var staðfestingar miðstjórnar á samþykktinni. bandsins og aðra Alþýðuflokks- menn í sambandsstjóm. ^ Tillaga um stað- festingu Á miðstjórnarfundinum s.l. sunnudag lagði Haraldur Guð- mundsson fram tillögu um stað- festingu á gjörðum félagsfund- arins, þ.e. að Alfreð Gíslason skyldi vera brottræktur úr flokknum. Var tillagan efnis- lega á þá leið, að þar sem Alfreð hefði ekki fullnægt þeim skilyrðum sem honum hefðu verið sett af Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur, og ágreiningur hans við félagið væri aðallega til kominn vegna afstöðu hans í bæjarstjóm, þá sæi miðstjórn- in ekki ástæðu til að breyta neinu í afgreiðslu félagsins á málinu, enda væri framkoma Alfreðs Gíslasonar í garð flokksins á ýmsan annan hátt vítaverð. 1 lok tillögunnar var því svo beint til formanns, ritara og varaformanns að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að jafna þær deilur sem uppi væm í flokknum!! ic Kraíist ílokksstjórn- arfundar Gylfi Þ. Gíslason, ritari flokksins, bar fram aðra til- lögu, sem var í meginatriðum á þá leið, að fallizt yrði á það sjónarmið sem fram kæmi í bréfi Alfreðs Gíslasonar til miðstjórnarinnar. Þá krafðist Gylfi þess i nafni 9 miðstjórn- ar- og flokksstjórnarmanna að öll flokksstjórnin yrði kvödd Framhald á 3. síðu. Ganga 68 Óðins- menn í Alþýðu- flokksfélagið? Aðalfundur Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur verður n. k. sunnudag og er hægri klíkan haldin mikluin ugg í sam- bandi við fundinn. Er Stefáni Jóhanni og Haraldi ekki úr minni liðið hve Iitlu munaði að þeir yrðu undir á fundin- um 20. febr. s.I. þegar þeir fengu með harmkvælum sam- þykktan brottrekstur Alfreðs Gíslasonar læknis. Viðbrögð liægri manna hafa orðið þau að fara hamförum við söfnun inntökubeiðna í félagið. Hefur Vilhelm Ingi- mundarson haft það verkefni síðustu daga að afla inntöku- beiðna í Alþýðuflokksfélagið frá flokksbundnu íhaldsfólki, aðallega meðlimum Óðins, „málfundafélags sjálfstæðis- verkamanna". Skrifstofan í Holstein hefur verið Villa mjög innan handar í þessu efni, enda vön samvinnu við liann úr kosningum í verka- lýðsfélögunum. í gær hafði samvinna Villa Framhald á 10. síðu. 803.5 þús. kr. í styrki og 369.5 þús. í lán til námsmanna Menntamálaráö hefur nú lokið úthlutun á náms- styrkjum og lánum til námsmanna. Alls bárust 327 umsóknir um styrki eöa lán og er þaö 81 um- sókn fleira en á s.l. ári. Veittir hafa verið nú styrkir að upphæð samtals 803.500 kr. og samþykktar tillögur um lán að upp- hæð 369.500 kr. Af námsstyrkjum fóru kr. 341.500 í framhaldsstyrki og kr. 462 þús. í nýja styrki. 148 námsmenn fá eingöngu styrki, 63 er gefinn kostur á láni og 36 fá fjárhæöina bæði í styrk og láni. Þjóðviljinn birtir skýrsluna um þetta á morgun. Skilyrði Alíreðs Alfreð Gíslason mætti sem kunnugt er á síðasta bæjar- stjórnarfundi og svaraði að því leyti hinu fáránlega skilyrði um að leggja niður störf í bæjar- stjórn. Hins vegar mun hann hafa skrifað miðstjórninni fyr- ir nokkru og boðizt til að hætta útgáfu blaðsins Landsýnar, að því skilyrði uppfylltu, að Al- þýðublaðið stæði vinstri mönn- um opið á sama hátt og hægri mönnum, en útgáfa Landsýnar var afleiðing þess, að Alþýðu- blaðinu var gjörsamlega lokað fyrir vinstri armi flokksins eft- ir síðasta Alþýðusambandsþing, en hafnar í þvi hinar svæsn- ustu árásir á forseta sam- Þorskur veiddur í loðnunót Sandgerði. Frá fréttaritara: Loðnuganga er nú mikil við Reykjanes og virðist þorsk- ganga fylgja henni. V. b. Tjaldur frá Keflavík, sem er einn þeirra báta sem nú stunda loðnuveiðar fékk uin síðustu helgi þó ekki aðeins loðnu lieldur og um 10 skip- pund af þorski, — í loðnu- nótina! Frit umræðum á Alþingi um haupgjaidsmálin: Verkamenn eiga réttlætlskröfu til jjafn- verðmætra launa og 1947 og til hlutar síns í aukningu þjóðorteknanna síðan Einar Olgeirsson svarar affurhaldsáróÓri ráÓherra Fram sóknar og Ihalds meS rökum verklýÓshreyfingarinnar Frá 1947 hafa lífskjör verklýðsins á íslandi verið rýrð. Þrátt fyrir mikla framleiðsluaukningu hefur verkalýðurinn ekki fengið aukinn hlut í þjóðartekj- unum, sem honum ber. Það er réttlætiskrafa verklýðsins nú að hann nái þeim kjörum sem hann hafði náð 1947, er .kaupmáttur launanna varð mestur, en það þýðir 20—30% kauphækkun. að hann fái sinn hluta í aukningu þjóðarteknanna síðan. Á þessi atriði lagði Einar Ol- geirsson þainga áherzlu er kaupgjaldsmálin voru enn rædd á Alþingi í gær. í ýtarlegri ræðu svaraði Ein- ar ræðum þeim sem ráðherr- arnir hafa haldið við fyrri hluta umræðnanna í sameinuðu þingi um hag ríkisins árið 1954. Tók hann rækilega til meðferðar röksemdafærslu þeirra gegn málstað verka- manna og réttlætiskröfum, og flutti rök verkalýðsfélaganna fyrir kjarabótum. Var Einar um tvo klukkutíma að flytja ræðu sína, og munu kaflar úr henni birtir næstu daga. Fyrst tók Einar til meðferð- ar þá fullyrðingu ráðherranna að „hlutlaus“ rannsókn hefði sannað, að kaupmáttur launa hefði ekki rýrnað síðustu tvö árin. Sýndi Einar fram á hve lítið er á þeirri „rannsókn" byggjandi. Benti hann á að ríkisstjórninni væri nær að láta framkvæma rannsókn á atriðum eins og raunverulegri húsaleigu og gróða ýmissa fyr- irtækja íslenzka auðvaldsins undanfarin ár. Starblint afturhald Eysteins-Framsóknar Næst var Eysteinn Jónsson tekinn til bæna, og rakti Ein- ar hvernig Eysteinn hefði jafn- an mætt kröfum verkalýðsins um bætt lífskjör með sama starblinda ofstækinu, alltaf í hvert skipti sem verkalýðurinn hefði reynt að bæta kjör sín, hefði Eysteinn ekkert eygt þar nema vonda kommúnista, sem vildu skapa upplausn og öng- þveiti í þjóðfélaginu. Minnti hann á er Eysteinn og sam- verkamenn hans reyndu að koma hugsjónum sínum í framkvæmd með lögbanni við verkföllum. Verkamenn hefðu brotið þau lög og með kaup- hækkunum sínum á stríðsár- unum skapað sjálfum sér betri kjör, og jafnframt þær erlendu innstæður, sem í stríðslokin gerðu þjóðinni kleift að endur- nýja atvinnutæki sín í svo stór- um stíl, að þjóðin hefur lif- að á því síðan. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.