Þjóðviljinn - 08.03.1955, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. marz 1955
Kaup - Sala
Hjálpið blindum
Kaupið aðeins bursta og gólf-
klúta frá Ingólfsstræti 16.
Blindraiðn.
Kaupum kopar og
eii\
Málmiðjan, Þverholti 15.
Munið kalda borðið
aö Röðli. — Röðull.
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
. Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
Hafnarstræti 16.
Dvalarheimili
aldraðra sjómanna
Minningarspjöld fást hjá:
Happdrætti D.A.S. Austur-
stræti 1, sími 7757 — Veiðar-
færaverzlunin Verðandi, sími
3786 — Sjómannafélag Reykja-
víkur, sími 1915 — Jónas
Bergman, Háteigsveg 52, sími
4784 — Tóbaksbúðin Boston,
Laugaveg 8, sími 3383 —
Bókaverzlunin Fróði, Leifs-
gata 4 — Verzlunin Lauga-
teigur, Laugateig 24, sími
81666 — Ólafur Jóhannsson,
Sogabletti 15, sími 3096 —
, Nesbúðin, Nesveg 39 — Guðm.
Andrésson gullsm., Laugaveg
50 sími 3769
| Bókaverzlun V. Long, 9288.
Útvarpsviðgerðir
Radíó, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Ragnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
Sendibílastöðin h.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
daga frá kl. 9.00-20.00.
Saumavélaviðgerðir
Skriístoíuvélaviðgerðir
Sy lg ja.
Lauíásveg 19, sími 2656.
Heimasími: 82035.
1395
Nýja sendibílastöðin
_____Sími 1395
Lj ósmyndastof a
Viðgerðir á
rafmagnsmótorum
og heimilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxi
Klapparstíg 30. — Sími 6484.
Sendibílastöðin
Þröstur h.f.
Sími 81148
Ræða Einars OEgeirssonar
Súnaðarþáttur
Framhald af 4. síðu.
Þarfaeyðsla á dýrmætu eggja-
hvítukjarnfóðri, æmar fóðrast
lítið eða ekkert betur fyrir það
og gefa sízt meiri afurðir.
2. Þegar gerður var saman-
burður á því, að fóðra tilrauna-
flokkana á 75 gr. og 150 gr. af
síldarmjöli á dag með heygjöf
og beit, þá kom í Ijós í fyrsta
lagi, að haustþungi tvílembing-
anna var meiri í 150 gr. en í
75 gr. flokknum. Meira að segja
voru tvílembingarnir í 150 gr.
flokknum þyngri en einlemb-
ingarnir í 75 gr. flokknum. Enn
fremur voru tvílembingarnir í
150 gr. flokknum að meðaltali
lítið eitt léttari en einlembing-
arnir í sama flokki.
3. Þegar gerður var saman-
burður á að gefa tilraunaflokk-
unum 100 og 150 gr. af síld-
armjöli á dag með heygjöf og
beit, þá var haustþungi lamb-
anna í hvorum flokki mjög
svipaður.
4. Af þessum tilraunum verð-
ur að álykta að yfirleitt komi
ekki til mála að gefa ám yfir
100 gr. af síldarmjöli á dag.
Meiri síldarmjölsgjöf fæst ekki
greidd með auknum afurðum.
Tilraunir í Steinsholti vetur-
inn 1948—1949 sýndi að hag-
kvæmt er að gefa ám meira en
75 gr. af síldarmjöli á dag með
beit og fremur lítilli heygjöf,
einkum ef búast má við að
margar ærnar verði tvílembdar.
Það er augljóst mál að það
er undír ýmsum ástæðum kom-
ið, hve mikið síldarmjöl er hag-
kvæmt að gefa ám með heyi og
beit. Undir flestum kringum-
stæðum, t. d. þegar beitt er
og góð héy gefin, er líklega
nægilegt að gefa ánni 30—60
gr. af síldarmjöli á dag framan
af vetri og til marzloka, en
auka þá síldarmjölsgjöfina í
75—100 gr. á dag eftir því hve
beitin er mikið notuð að vor-
inu. Sé þörf á að gefa meira
kjarnfóður en það sem fullnæg-
ir eggjahvítuþörfinni (síldar-
mjöl, fiskimjöl), t. d. vegna
heyfóðurskorts, þá á viðbótar-
kjarnfóðrið að vera kolvetnis-
fóður (maismjöl, rúgmjöl og
hveitiklíð) en ekki síldarmjöl,
jafnvel þótt það sé ódýrara“.
Brottflutnsngur
Ihauganna hafinn
Þjóðviljanum barst í gær eftir-
farandi frá borgarlækni:
„Vegna greinar í blaði yðar í
gær um hænsnabú í smáhúsa-
hverfi við Suðurlandsbraut skal
þetta tekið fram:
Jafnskjótt sem heilbrigðiseft-
irlitinu varð kunnugt s.l. mið-
V
vikudag um áburðarhauga þá, er
mokað hafði verið út úr hænsna-
húsinu, að sögn daginn áður,
voru eigandanum send skrifleg
fyrirmæii um að fjarlægja þá
þegar «iefnda áburðarhauga
Jafnframt var eigandanum til-
kynnt, að yrði verkinu ekki lokið
fyrir helgi, myndi verkið verða
framkvæmt á hans kostnað. Eig-
andinn hefur þó fyrst í dag,
mánudag, byrjað á verkinu, og
ber fyrir sig veikindi.
Jón Sigurðsson.“
AUGLtSIÐ
!
ÞJÓÐVILJANUM
Framhald af 1. síðu.
Þegar Eysteinn og Fram-
sóknarflokkurinn sáu enga leið
nema kauphækkun og lang-
varandi stéttabaráttu, knúði
verkalýðurinn fram nýsköpun
atvinnulífsins og stórfelldar
kjarabætur.
Hótunin um gengislækkun
Einar lagði áherzlu á að hót-
unin um að mæta kjarabótum
verkamanna með gengislækkun
væri fyrr fram komin en í ára-
mótaræðu Ólafs Thórs.
Krafa um slíka „endurskoð-
un“ gengis íslenzkrar krónu í
sambandi við launahækkun
hefði verið sett fram í gengis-
lækkunarfrumvarpinu 1950 sem
bandarísku húsbændurnir sendu
Benjamín með til íslands. —
Stefnan, sem „efnahagssam-
vinnan“ átti að knýja fram á
Islandi var þessi: Burt með
allar hömlur á auðsöfnun auð-
manna, en engar launahækkan-
ir hjá verkalýðnum, og ef þær
yrðu þá skyldi þeim svarað
með gengislækkun.
Ræddi Einar ýtarlega þá
„kenningu" að þörf væri á
gengisbreytingu þó verkamenn
hækkuðu kaup sitt, og sýndi
Iþróttir
Framhald af 9. síðu.
staklega sá hluti fyrri hálfleiks
sem þeir komust yfir 14:12, en
svo náðu Ármenningar yfir-
höndinni, og á tímabili voru
þeir með 8 mörk yfir, 28:20 en
ÍR sótti sig í leikslok.
Lið Ármanns er skipað
nokkuð leikreyndum mönnum,
Karli Jóhannssyni og Snorra,
sem sjaldan hefur verið betri,
og lið þetta getur orðið erfitt
er til úrslita dregur í mótinu
3. flokks leikurinn Þróttur —
ÍR endaði með sigri ÍR 10:9.
LEIKIRNIR Á SUNNUDAG
Ármann — KR 28:23.
KR byrjaði með því að hafa
forustu um markatölu hérum-
bil allan fyrri hálfleikinn. Ár-
mann jafnaði þó á 21. mín. en
í hálfleik hafði KR 14:12. 1
byrjun síðari hálfleiks gerðu
Ármenningar 4 mörk í röð, og
eftir það tókst KR aldrei að ná
yfirhöndinni. KR-liðið vantaði
bæði Hörð og Þorbjörn. Sem
heild fannst manni það þungt
og vanta hinar f jörlegu aðgerð-
ir og maður dregur í efa að
það geti verið vel samæft. Sig-
urður Sigurðsson gerði þó
margt lipurleg'a og Þórir Þor-
steinsson var líka virkur og
skotviss.
Fram — ÍR 29:22.
ÍR-ingar náðu sér ekki eins
vel upp og á móti Ármanni.
Annars er þetta nýja lið Fram
sambland af æsku og öldung-
um, lék mjög vel og létt leik-
andi lið, með frískleg tilþrif og
fjör. Hilmar Ólafsson er hinn
öruggi aldni sívakandi foringi,
og ef hinir ungu menn (-f Karl
Ben.) sem með honum eru,
halda áfram á Fram að geta
fengið þarna gott lið í framtíð-
inni. Þeir höfðu sem sagt for-
ustu allan tímann og höfðu á
tímabili 24:13, eða 11 mörk yf-
ir, en ÍR sótti sig heldur og
leikurinn endaði með 7 marka
mun.
III. flokksleikurinn milli KR
og ÍR endaði með sigri IR17:13.
fram á hve sú kenning er með
öllu haldlaus. Það sem á riði
væri að horfið yrði frá óheilla-
stefnunni í efnahagsmálum sem
fylgt hefði verið undanfarið og
taka aftur upp þráðinn frá ný-
sköpunarárunum.
Árangur baráttu
verkalýðssamtakanna
Einar minnti á yfirlýsingar
ráðherranna um að verkamenn
ættu kröfu á bættum lífskjör-
um á grundvelli aukinnar fram-
leiðslu. Stórfenglegustu ráðstaf-
anir, sem gerðar hefðu verið í
sögu landsins til aukningar
heilbrigðri framleiðslu, hefðu
verið gerðar árin 1944-1946
með nýsköpun fiskiflotans og
fiskiðnaðarins. Ættu menn að
vera sammála um að hin gíf-
urlega framleiðsluaukning hefði
átt að leggja grundvöll bættra
lífskjara.
En í desember 1947 hefði
kaupmáttur launa íslenzkra
verkamanna náð hámarki. Og
eignakönnunin það sama ár
hefði rækilega sannað að þjóð-
félagið þoldi vel þau laun.
Réttlætiskröfur
alþýðunnar
En livað hefur verkalýðurinn
svo fengið síðan 1947 vegna
stóraukinnar framleiðslu? Hef-
ur hlutdeild verkamanna í þjóð-
artekjunum aukizt síðan 1947?
Nei, það er staðreynd að
hlutdeild verkalýðsins í þjóðar-
tekjunum hefur minnkað- frá
1947, og minnkað hvað snert-
60 Óðinsmenn
onoi'
Framhald af 1. síðu.
og Ilolsteinskrifstofunnar
borið þann árangur að fyrir
lágu inntökubeiðnlr frá um
60 Óðinsmönnum og öðru ein-
dregnu íhaldsfólki! Spurning-
in er aðeins hvort klíkan þor-
ir að sýna listann yfir „nýju
meðlimina" þegar á fundinn
kemur, þar sem atfcrli henn-
ar er þegar komið í hámæli
innan Alþýðuflokksins.
Viðbúnaður á eyj-
um við Kítia
Framhald af 12. síðu.
við foringja setuliðs Sjangs.
Stump var í fylgd með Dull-
es, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, á ráðstefnu Suðaust-
ur-Asíubandalagsins í Bangkok
og kom ásamt honum til Tai-
van.
Forseti lierráðs flotans
Annar af æðstu mönnum
bandaríska flotans hefur einn-
ig verið á ferð á Taivan. Er
það Camey aðmíráll, forseti
herráðs flotans og fulltrúi hans
í yfirherráði Bandaríkjanna.
Carney er kunnur að því að
fylgja að málum Radford að-
míráli, forseta yfirherráðsins,
sem álítur að Bandaríkin eigi
að stefna að styrjöld við Kína
áður en alþýðustjórninni í Pe-
king vex hernaðarstyrkur
meira en orðið er.
Útsölutíma að
Ijiíka
Útsölutímabili vefnaðarvöru-
verzlana lýkur n. k. fimmtudag
þ. 10. þ. m.
(Frétt frá Samb. smásöluverzl.).
ir kaupmátt tímakaupsins.
Til þess að hafa sömu kjör
og verkalýðurinn liafði 1947,
þyrfti a.m.k. 20% hækkun
kaupsins, enda þótt hin gífur-
lega húsaleiguhækkun sé ekki
tekin til greina, en miklu meira
ef fullt tillit væri tekið til
húsaleigunnar.
En þá hlutur auðmannanna ?
Hefur hann vaxið eða minnkað
frá 1947? Um það mun enginn
vera i efa, hlutur auðmann-
anna hefur stórvaxið.
Það er því réttlætiskrafa
verkalýðsins nú, að hann nái
þeim kjörum sem hann hafði
1947, með 20-30% hækkun, og
í öðru lagi að hann fái sinn
hlut í aukningu þjóðarteknanna
síðan.
I síðasta hluta ræðu sinnar
ræddi Einar ýtarlega hvort at-
vinnurekendur á íslandi, er-
lendir og innlendir, „þyldu“
kauphækkun, og sýndi fram á
hve hart hemámSliðið hefur
leikið Islendinga og hver auð-
söfnun íslenzkra auðmanna og
félaga hefur verið á undan-
förnum ámm.
★
Hér hefur einungis verið
drepið lauslega á nokkur atriði
í ræðu Einars og verður skýrt
nánar frá henni næstu daga.
Deila magn-
ast útaf Saar
Dr. Thomas Dehler, foringi
Frjálsa lýðræðisflokksins í
Vestur-Þýzkalandi, sagði í ræðu
í fyrradag að endurskoða yrði
samninginn við Frakka um
framtíð Saarhéraðs. Flokkur
Dehlers er annar stærsti flokk-
urinn -sem stendur að ríkis-
stjórn Adenauers.
Dr. Dehler sagði að ekki
kæmi til mála að fullgilda
samningana um hervæðingu
Vestur-Þýzkalands fyrr en
samningurinn um Saar hefði
verið endurskoðaður. Hann
tók einnig undir kröfu stjórn-
arandstöðunnar um að ekki
megi fullgilda hervæðingar-
samningana endanlega fyrr en
Vesturveldin og Sovétríkin
hafi gert nýja tilraun til að
ná samkomulagi um sameiningu
Þýzkalands.
Fréttamenn í Bonn, höfuð-
borg Vestur-Þýzkalands, segja
að vaxandi ýfingar útaf Saar-
samningnum þyki benda tii þess
að erfitt muni reynast að fá
efri deildir þinganna í Vestur-
Þýzkalandi og Frakklandi til að
fullgilda hervæðingarsamning-
ana.
Sendiherrar á
fund Búlganin
Sendiherrar Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands og ítalíu
í Moskva hafa farið þess á leit
að Búlganin, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, veiti þeim á-
heyrn. Sendiherrar Argentínu
og Brasilíu munu gera slíkt hið
sama.
Þegar Solman, sendiherra
Svía og sá sendiherra í Moskva
sem lengst hefur gegnt störf-
um þar, gekk á fund Búlgan-
ins eftir að hann varð forsæt-
isráðherra, skýrði hann honum
frá því að sendiherrarnir æsktu
eftir að fá tækifæri til að ræða
við hann.