Þjóðviljinn - 08.03.1955, Side 12

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Side 12
Mál Ingimars fónssonar rætt í xniðstjórn Alþýðuilokksins SjáSþurrcSin mun nema hundruSum þús. kr. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðasta blaði hefur Ingimar Jónsson sagt af sér skólastjórastörfum við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, uppvís að stórfelldum fjársvik- um. Munu upphæðir þær sem horfiö hafa úr vörzlu skól- ans nema hundruðum þúsunda króna; þannig mun séra Ingimar ekki hafa getaö gert grein fyrir rúmlega 300 þús. kr. í sambandi við sjálfa skólabygginguna, og sjóðir skól- ans hafa horfið — m.a. framlög unglinganna. Eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu hélt Alþýðuflokk- urinn miðstjórnarfund í fyrradag til þess að ganga frá brottrekstri Alfreðs Gíslasonar. Eitt dag- skráratriði þess fundar var skýrsia sem Haraldur Guð- mundsson gaf um mál Ingimars Jónssonar. Séra Ingimar hefur sem kunnugt er verið einn helzti forustumaður Alþýðuflokksins áratugum saman og á enn sœti í miðstjórn hans. Sérstakl. hef- ur séra Ingimar verið falið að fjalla um fjármál flokksins; þannig átti hann manna rik- astan þátt í því þegar hægri klíkan í Alþýðuflokknum stal eignum vérklýsfélaganna og á hann sæti í hlutafélögum þeim sem nú „eiga“ þessi stórfelldu verðmæti. Á undanförnum árum hefur það ín.jög oft komið í hlut Ing'i- mars Jónssonar að bjarga A1 smiðjunnar; þannig mun hann nú eiga eina setjaravélina í Al- þýðuprentsmiðjimni. Umræðuefnið á miðstjórnar- fundi Alþýðuflokksins var það hver áhrif fjármálahneyksli séra Ingimars myndi hafa á fjármál Alþýðuflokksins. Búast má við að Ingimar verði að láta eignir sínar til greiðslu upp í sjóð- þurrðina — og koma þá einna fyrst til greina hlutabréfin í eignum þeim sem rænt var frá verkalýðsfélögunum, en þær eru mjög verðmætar. Er Þjóðviljan- um ekki kunnugt hver niðurstað- an varð á miðstjórnarfundinum, en nefnd mun hafa verið skipuð til þess að fjalla um málið og reyna að bægja réttarrannsókn- inni sem mest frá sameiginlegum fjárhag séra Ingimars og Alþýðu- flokksins. Sjang fjölgar setuliði á eyjunum við Kínaströnd Æðstu menn bandaríska flotans í liðs- könnun þar um slóðir Sjang Kaisék fjölgar nú mjög setuliði sínu á smáeyjum uppi í landsteinum meginlands Kína. Ljóst er að þetta er gert í samráði við Bandaríkjastjórn. Fréttamenn á Taivan segja að talið sé að ætlun Sjangs sé sem er undan strönd Kína. Álitið er . .. .. ,. , ... „ að tvofalda eða þrefalda setu- þyðublaðinu þegar fjarmal þess , , „ , .... ... liðið a Matsu, sem er 10 km hafa verið komin 1 eindaga, ekki verið hægt að greiða laun o. s. frv. Hafði hann þá einatt til- tækar stórar upphæðir á síðustu stundu án þess að látið hafi verið uppi hvaðan þær voru runnar. Mun oft hafa orðið mis- brestur á því að séra Ingimar fengi þessar upphæðir greiddar að fullu til baka, en hann fékk þá tryggingu í verðmætum prent- Shotið á hrezkt skip Herskip Sjang Kaiséks gerðu í gær skotárásir á tvö brezk kauoskip á siglingu um sundið milli eyjarinnar Taivan og meginlands Kína. Skothríðinni var hætt þegar brezkur tundur- spillir kom á vettvang. Engin kúla hitti skipin. Sjalg Kaisék að þar hafi til þessa hafzt við 13.000 manna lið. Yfirmaður Kyrraliafsflotans Felix Stump aðmíráll, yfir- foringi Kyrrahafsflota Banda- ríkjanna, kom til Matsú í fyrra- dag og dvaldi þar í sjö klukku- tíma við að skoða virki og ræða Framhald á 10. síðu. DJÓÐinUINN Þriðjudagur 8. marz 1955 — 20. árgangur 55. tölublað Mokafii í Sandgerði - Fri i unglinga- skólanum til að vinna að aflanum Sandgerði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á sunnudaginn var afli bátanna hér aXmennt 10—20 tonn á bát og margir voru með yfir 20 tonn, allt uppí 25lA tonn, en Muninn II. var hœstur með pann afla. I gær var gefið frí í ung- lingaskólanum til þess að liægt væri að vinna að aflanum. Inflú- enöufaraldur gengur hér og verður frí í skólanum meðan aflast eins og nú, til þess unnt sé að nýta hann. Þennan góða afla fengu bátarnir báða dag- ana á nýveidda loðnu. Bezti afladagur vertíðarinnar var á sunnudaginn. Aflinn í gær var mjög góður líka, en þó ekki eins og í fyrradag. Loðuubátarnir sprengdu nótina Fimm bátar héðan stunda loðnuveiðar og fengu 2 þeirra 90 tunnur, annar 40 en hinn 50 tunnur, en hinir þrir sprengdu nótina. Báðir fengu Tító, forseti Júgóslavíu, skýrði frá því í þingræðu í gær, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að vinna bráðan bug að því að hagnýta kjamorku til friðsam- legra þarfa. Kvað hann Júgó- slavíu auðuga af kjarnorkuhrá- efni. þeir mikla loðnu og svo var veður óhagstætt. Rannsókn á kættH af sprengju- tilraunum Samtök bandarískra vísinda- manna hafa lagt til að SÞ skipi nefnd til þess að rannsaka, hver liætta getur stafað af til- raunum með kjarnorkuvopn, einkum vetnissprengjur. Segir í ályktun samtakanna, að margir vísindamenn telji að tilraunir með kjarnorkuvopn geti aukið svo mjög geislaverk- un á stórum svæðum og jafn- vel um allan hnöttinn að mönn- um og öðrum lífverum geti stafað háski af. Bandaríski lierinn gerði í gær fjórðu tilraun sína með kjarn- orkuvopn á tveimur vikum í Nevadaeyðimörkinni. Spreng- ingin var sú mesta i þessuni tilraunaflokki, blossinn sást um sex fylki í allt að 1300 km fjarlægð. Nýtt íramlag ríkisstjórnarinnar í vinnudeilunni: Gefur atvinnurekendum bendingu um að hraða ekki samningaumleitunum Vill íá fjölmenna nefntí til að reikna út hvort „atvinnuvegimir geti borið hækkað kaupgjald og Kvori kauphækkanir mundu leiða til kjarabóta fyrir verkalýðinn1'!! Dtgerð hafin frá Rifi eftir 30 ára hlé — Aðstaða er þó eriið þar ennþá Hellisandi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Útgerð er nú aftur hafin frá Rifi. Var fyrsti aflinn lagð- ur hér á land í gœr úr v.b. Ármanni. Úm 30 ár munu pá Hctfa verið liðin frá pví róið hafði verið síðast frá Rifi, — sem um eitt skeið var ein kunn- asta veiðistöð landsins. Fyrsti róðurinn frá Rifshöfn var farinn á laugardaginn var, var það v.b. Jódís frá ísafirði, en aflann úr næsta róðri lögðu bæði Ármann og Jódís upp í Rifshöfn í gær, og ætla að gera það áfram á þessari ver- tíð. •Enn er þó aðstaða bátanna í Rifi nokkuð erfið því enn verða þeir að sæta sjávarföllum til að komast inn og út úr höfninni. Hefur verið unnið að því að dæla sandi upp úr innsigling- unni og er þeirri vinnu haldið áfram. Kjarnorkuhreyfill Sovézkir vísindamemi hafa lokið við smíði kjarnorku- hreyfils, sem hægt er að nota hvort- heldur menn vilja til að knýja skip, bíla eða flugvélar. Frá þessu var skýrt í útvarpinu í Moskva í gær. Ríkisstjórnin virðist hafa valið sér furðulegt hlutverk í sam- bandi við yfirstandandi samninga verkamaima og atvinnurek- enda. Ofan á hina fáránlegu útreikninga hagfræðinga sinna um að kaupmáttur verliamannalauna hafi aukizt um 1.1% síð- ustu tvö árin, greip hún í gær iim í samningana með inálaleitan lun að nefnd verði sett á laggirnar til að rannsaka „hvort efnaliagsástandið í landinu sé þannig, að atvinnuvegirnir geti borið hækkað kaupgjald og hvort líauphækkanir mundu leiða til kjarabóta fyrir verkalýðinn“ eins og komizt er að orði í fréttatilkynningu hennar til blaðanna í gærkvöld. Hin „hlutlausa rannsókn" sem ríkisstjórnin vill fá fram- kvæmda á samkv. tilkynningu hennar að framkvæmast af sjö manna nefnd, 3 tilnefndum af Hæstarétti, 2 frá atvinnurekend- endum og 2 tilnefndum af verka- lýðssamtökunum. Gefur sam- setning nefndarinnar strax til kynna hvað fyrir ríkisstjórninni vakir með skipun nefndarinnar. Gripið inn í sanminga Hitt er þó enn athyglisverðara hvaða tima ríkisstjórnin velur til þess að koma þessari tillögu sinni á framfæri. Henni var í lófa lagið að koma slíkri tillögu á framfæri fyrir löngu síðan og eðiilegast hefði verið verið að hún hefi komið fram strax og verkalýðsfélögin veittu verkfalls- frestinn. Síðan er liðið á þriðju viku og ekkert hefur heyrzt í þessa átt frá ríkisstjórninni. Það er fyrst í gær þegar fyrsti al- varlegi samningafundurinn stend- ur fyrir dyrum sem ríkisstjórnin lætur þessa uppástungu frá sér fara. Hún er eins og tilkynning til atvinnurekenda um að vera ekkert að flýta sér að semja, öllu sé óhætt þótt samningar dragist á langinn. Fyrir því skuli séð með hinni „hlutlausu rannsókn" ríkisstjórnarinnar. Hreyfing þjóðarteknanna skiptir ein máli Það er hins vegar vonlaust fyrir ríkisstjórnina að ætla sér að blekkja verkamenn eða al- menning með þeirri kenningu að einhverrar yfirgripsmikillar rannsóknar sé þörf varðandi rétt- mæti krafna verkalýðsins og gjaldgetu atvinnurekenda. í því sambandi þarf aðeins að reikna út hreyfingu þjóðarteknanna frá 1947, þ. e. frá þeim tíma er kaupmáttur verkamannalauna var mestur. Öll gögn er til þess þarf eiga að vera fyrir hendi og verkið auðleyst sé að því gengið. Það er þetta sem máli skiptir og til þess þarf enga fjölmenna nefnd eða tafir frá yfirstandandi samningum. Verkfallsátök í Mombassa Til uppþots kom í gær í hafn- ararborginni Mombassa í brezku nýlendunni Kenya í Austur-Afríku. Vinna hefur legið niðri við höfnina síðan á föstudag, þegar 10.000 hafnar- verkamenn hófu verkfall. I gær fóru verkamenn í hópum um göturnar, grýttu klúbbhallir Breta og gerðu aðsúg að lúxu%- bílum þeirra. Brezka nýlendu- stjórnin hefur sent herlið frá höfuðborginni Nairobi til Mombassa.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.