Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. marz 1955 13 Ögn um gott útvarpsefni — Vel þegin tónlistarkynn- ing — „Plott" í tugatali EKKI VAR nú meiningin að upphefja hér í dálkunum út- varpsgagnrýni að neinu ráði. En það er varla hægt annað en senda tveim þeirra sem komu í útvarpið í vikunni sem leið þakklæti og kveðjur, því að fjölmargir hafa hringt í Bæjarpóstinn og beðið hann að koma slíku á framfæri. Þetta tvennt sem hér um ræðir er ferðaþáttur Rannveigar Tóm- asdóttur, Koparriddarinn, og frásögn Jónasar Árnasonar á kvöldvökunni síðustu. Þetta hvort tveggja var vel og skemmtilega samið, áheyrilegt og fróðlegt og auk þess prýði- lega flutt. Og í báðum tilfell- um hlakkar maður til fram- haldsins. OG ÞEGAR maður er á ann- að borð farinn að tala um út- varpið er hægt að taka fleira í leiðinni. Á laugardagskvöld- ið var tekin upp sú nýbreytni að kynna unga, erlenda söngv- ara sem vakið hafa á sér at- hygli. Það var mjög skemmti- legur þáttur og vissulega kom- inn tími til að gefa hlustendum tækifæri til .að fylgjast með því SKIPAÚTGCRÐ RIKISINS Esja sem er að gerast t.d. í söng- málum úti í heimi. Fram að þessu hafa það verið dægur- lagasöngvararnir einir sem kynntir hafa verið jafnóðum og þeir hafa skotið upp koll- inum, en það ætti ekki að vera minni ástæða til að leyfa fólki að heyra í fólki sem getur raunverulega sungið. Hins vegar má Rúrik Haraldsson halda á spöðunum ef hann ætlar ekki að fá fólk til að skrúfa í framtíðinni fyrir þáttinn sem byrjað var á á laugardaginn. Auðvitað er vel- gengni þess þáttar undir hlust- endum komin eins og Rúrik sagði réttilega, en það er ekki alltaf nóg að biða þess að gott efni berist upp í hendurnar á manni, það er stundum nauð- synlegt. að elta það uppi. En við sjáum hvað setur. OG NÚ ERU spennandi dagar. Hver stórviðburðurinn rekur annan og maður hefur ekki við að komast í uppnám. Ný skáldsaga er komin á markað- inn. Bæklingur væntanlegur um „Átján milljónir í Austur- stræti“. Okur hér, fjárkúgun þar, sjóðþurrð hér, brott- rekstur úr stjómmálaflokki þar. Og svo er fólk að segja að ekkert gerist. Daglega líf- ið virðist svo sannarlega bjóða ungu rithöfundunum upp á nóg af „plottum", og nú ætti einhver snjall náungi að taka sig til og skrifa það sem Dan- ir kalla „Nögleroman“ þar sem helztu skandalar undan- farinna vikna eru teknir til meðferðar og farið um þá listamannshöndum. vestur um land í hringferð hinn 13. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Akureyrar á morgun og árdegis á fimmtudag. Farseðlar seldir á fimmtudag. 1 Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar hinn 11. þ.m. Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar, Súgandafjarðar, áætlunarhafna á Húnaflóa og Skagafirði, Ólafsfjarðar og Dalvíkur á morgun. Farseðlar seldir á fimmtu- dag. Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. Balffar fer til Skarðsstöðvar, Salt- hólmavíkur og Krókfjarðamess í kvöld. Vörumóttaka árdegis í dag. Stúlka getur fengið atvinnu við verzlunarstörf nú þegar Krisf ján Imsland, Höfn í Hornafirði Símar 14 og 24 Búnaðarþáttnr íslenzkar fóðurtilraunir ©g niðurstöður þeirra í síðasta búnaðarþætti var sagt frá og lýst árangri þeirra fóðurtilrauna, er gerðar höfðu verið hér frá því að þær fyrst hófust og fram til 1929. Því miður entist Þóri Guð- mundssyni ekki aldur til að starfa að þessum málum svo sem þurft hefði, og má óhætt fullyrða, að íslenzkur landbún- aður hafi beðið mikið tjón við fráfall hans, því eins og fyrr er sagt er sú þekking sem við nú höfum á fóðurgildi hinna ýmsu innlendu fóðurtegunda, að mestu leyti byggð á starfi því og rannsóknum, sem hann stjórnaði. En svo fór, sem búast mátti við, að þegar notkun kjarnfóð- urs fór svo mjög í vöxt, kom í ljós að notkun manna varð mjög misjöfn, Ekki kom mönn- um saman um hve mikið magn þyrfti að gefa, og einkum komu fram misjafnar skoðanir á síld- armjölsgjöfinni, bæði hve heppileg hún væri, og hve mik- ið magn mætti og þyrfti að gefa hverri kind, ef fóðrið ætti að notast á beztan hátt. Til þess að komast að frekari nið- urstöðum um þessi deiluatriði ákvað tilraunaráð búfjárræktar árið 1946 að gera tilraunir með misjafnlega mikið magn af síld- armjöli handa sauðfé bæði með beit og innistöðu. Áttu þær að sýna í fyrsta lagi hvort mikil síldarmjölsgjöf hefði skaðleg á- hrif á bæði heilsufar og af- kvæmi ánna, og ennfremur skyldi reynt að finna hve mikið magn af síldarmjöli væri hag- kvæmt að gefa á dag við ýmis- konar skilyrði. Tilraunir þessar voru fram- kvæmdar á Hesti og Hvanneyri í Borgarfirði og í Steinsholti í Gnúpverjahreppi. Eru niður- stöður þeirra birtar í ritum At- vinnudeildár Háskólans (Land- búnaðardeildar) og eru á þessa leið: „Veturinn 1946—’47 byrjuðu tilraunirnar á Hvanneyri og Hesti 5. febr. og lauk þeim 11. maí. Á hvorum stað voru fimm tilraunaflokkar (nr. 1—5), en aðeins tvær ær í hverjum. An- um var ekki beitt og fóðrun þeirra nákvæmlega eins á báð- um stöðum. Heyið, sem gefið var, var meðalgóð taða. Síldarmjöls- magnið sem ærnar fengu var að meðaltali á dag fyrir hvern flokk sem hér segir: Nr. 1 ................. 300 gr. — 2 ................ 200 — — 3 ................ 100 — _ 4 50 — — 5 0 — Ærnar átu vel síldarmjölið, eins þær sem fengu 300 gr. Þær voru hraustar allan tímann og þrifust vel. Mest þyngdust ærnar í flokkunum nr. 5 og 1. Þær skiluðu góðum afurðum og ekki bar á óhreysti í lömbum þeirra. Aftur var gerð tilraun á Hvanneyri veturinn 1947—’48. Tilraunatímabilið var frá 11. febrúar til 10. maí. Tilrauna- flokkarnir voru nú aðeins tveir. A- og B-flokkur og 20 ær í hvorum. Ánum var ekki beitt. Heyið sem ærnar fengu var stararvothey og fengu þær um 3,00 kg. af því að meðaltali á dag eða 59,49 fóðureiningar á meðan tilraunin stóð yfir. Hey- gjöfin var jöfn hjá báðum flokkum. Á tilraunaskeiðinu fékk hver ær í A-flokki 100 kr. síldarmjöls á dag — alls 12,24 fóðureiningar — og í B- flokki 300 gr. á dag — alls 36,72 fóðureiningar. Ærnar átu síldarmjölið vel og þrifust ágætlega. í A-flokki þyngdust þær að meðaltali 5,3 kg. en í B-flokki 6,8 kg. Um haustið voru ærnar í B-flokki að meðaltali 1,77 kg. þyngri en ærnar í A-flokki. Þessi þyngdarmunur stafaði að nokkru leyti af þvi, að fleiri ær gengu með tveimur lömbum í A- en B-flokki. Um haustið vorujönjbin und- an tilraunaánum vegin. Hið mismunandi magn síldarmjöls hafði lítil eða engin áhrif á vænleika einlembinganna en tvílenpbingarnir voru vænni í flokknum, sem fékk meira síld- armjöl. Þó fékkst aukinn fóð- urkostnaður ekki greiddur með auknum afurðum. Hinsvegar benti ekkert til þess, að hin mikla síldarmjölsgjög hefði haft skaðleg áhrif ú ærnar eða lömb- in. Þennan sama vetur var gerð tilraun í Steinsholti. Hún hófst 1. febr. og lauk 14. maí. Tilraunaflokkarnir vonr tveir, A- og B-flokkur, og 50 ær í hvorum. Ánum var alltáf beitt. Heyið, sem ærnar fengu, var bæði úthey og taða, og báðir flokkarnir fengu jafnmikla hey- gjöf — eða alls að meðaltali hver ær 19,94 fóðureiningar. Á tilraunaskeiðinu var dagleg síldarmjölsgjöf hin sama og á Hvanneyri. Hver ær í A-flokki fékk hér 14,04 en í B- flokki 42,12 fóðureiningar að meðal- tali yfir tilraunaskeiðið. Tilraunaærnar átu sildar- mjölið með lyst og þrifust vel, þær þyngdust að meðaltali á tímabilinu frá 1. febr. til 29. apríl í A-flokki um 4,33 kg. en í B-flokki um 5,44 kg eða 1,21 kg. meira. Haustið eftir voru ærnar í A-flokki að meðaltali 0,93 kg. þyngri en í B-flokki. Afurðir ánna í dilkum urðu að- eins meiri í þeim flokki sem fékk minna síldarmjöl (A-fl.). Af þessum tilraunum verður því að draga þá ályktun að þótt hin mikla sildarmjölsgjöf hafi ekki haft skaðleg áhrif á heilsufar ánna eða lamba þeirra, hafi hún frekar dreg- ið úr en aukið afurðirnar. Veturinn 1948—1949 hófst til- raunin í Steinsholti 6. febr. og henni lauk 12. maí. Tilrauna- flokkarnir voru tveir, A- og B- flokkur og 44 ær í hvorum. Ánum var beitt þegar þess var kostur. Heyið sem ærnar fengu, var bæði úthey og taða, jafnmikið í báðum flokkum, að meðaltali 31.59 fóðureining- ar handa hverri á. Á tilrauna- skeiðinu fékk hver ær í A-fl. 75 gr. af síldarmjöli á dag, alls 9,98 fóðureiningar, — og í B- fl. 150 gr. — alls 19,96 fóður- einingar. Ærnar þyngdust að meðaltali frá 6. febr. til 30. april um 3,24 kg. í A-flokki og 4,97 kg. í B-flokki. Haustið eft- ir var þungi ánna á fæti sá sami í báðum flokkum. Um haustið höfðu B-flokks- lömbin meiri meðalþunga en A-flokkslömbin. Var munurinn á einlembingshrútum 1,20 kg., einlembingsgimbrum 1,93 kg., tvílembingshrútum 6 kg„ og tvílembingsgimbrum 6,50 kg. Niðurstöðurnar af þessari til- raun sýna m. a. það, að hag- kvæmara var að gefa tvilemb- unum 150 gr. en 75 gr. af síld- armjöli daglega og þær gerðu betur en borga viðbótarfóðr- ið með auknum afurðum. Veturinn 1949—1950 byrjuðu tilraunir í Steinsholti ekki fyrr en 27. marz. Tilraunaflokkarn- ir voru tveir og 44 ær í hvor- um. Um veturinn var ánum beitt. Heygjöf var hin sama og í síðastnefndri tilraun. En hver ær í A-flokki fékk 100 gr. af síldarmjöli á dag, eða 6,76 fóðureiningar, — og í B- flokki 150 gr. — eða alls 10,14 fóðureiningar. Frá 26. marz til 7. maí héldu ærnar í A-fl. naumlega þunga sínum, en ærnar í B-flokki þyngdust um 1,51 kg. að meðal- tali. Haustið eftir var ekki raun- hæfur munur á afurðum flokk- anna. Einlembingar reyndust aðeins vænni í A-flokki en tví- lembingar vænni í B-flokki. Veturinn 1950—1951 byrjaði tilraunin í Steinsholti 12. febr. og var endurtekning á tilraun- inni frá árinu áður, þar sem niðurstöður hennar voru óljós- ar. Tilraunafl. voru tveir og 47 ær í hvorum. Ánum var beitt, og heygjöf hin sama og áður. Hver ær fékk í A-flokki 100 gr. af síldarmjöli á dag — alls 11,97 fóðureiningar og í B-flokki 150 gr. — alls 17,95 fóðureiningar. Frá 11. febr. til 1. maí þyngdust ærnar í báðum flokk- um mjög svipað, en um haust- i voru ærnar í B-flokki 1,38 kg. þyngri. Haustið eftir voru ein- lembingar í B-flokki nokkru þyngri en einlembingar í A- flokki. Var munurinn 1,95 kg. á hrútum en 1,16 kg. á gimbr- um. Einnig voru tvílembings- gimbrar þyngri í B- en í A- flokki, en tvílembingshrútar að- eins léttari í B-flokki. Múnur- inn á afurðum flokkanna var því ekki meiri en það, að hann hefði getað stafað af tilviljun. Iíelztu niðurstöður og ályktanir í heild má segja, að þær síldarmjölstilraunir, sem hér hefur verið lýst, hafi sýnt eft- irfarandi niðurstöður: 1. Það er ekki sýnilegt að mikil síldarmjölsgjöf, allt að 300 gr. á dag, hafi skaðleg á- hrif á heilsufar ánna eða af- kvæmi þeirra. Hinsvegar er ekki ráðlegt að gefa svo mikið magn af síldarmjöli. Það er ó- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.