Þjóðviljinn - 08.03.1955, Síða 11

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Síða 11
Þriðjudagur 8. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria BEMABQUE: Að elska ... ... og deyja 73. dagur ist upp og hyrfi fyrir hinum hljóðlausu dælum, yröi sog- uö burt af yfirboröinu og út úr hinu tilviljunarkennda fonni sem um tíma haföi hlotiö nafniö Ernst Graber, inn í eitthvaö takmarkalaust sem var ekki aöeins dauði, heldur óhugnanlega miklu meira en það, upplausn, út- slokknun, eyðing sjálfsins, tóm. Hann stóð þarna drykklanga stund. Hvað var eftir? hugsaöi hann. Hvað yrði eftir þegar hann væri þarna ekki lengur? Ekkert nema dauf minning í hugum ör- fárra, foreldra hans ef þau væru enn lífs, Elísabetar ef til vill — og hversu lengi? Hann leit í spegilinn. Honum fannst hann þegar vera orðinn léttur eins og pappírs- snifsi, rýr og óljós og vindblær gæti svipt honum á burt. Hvað yrði eftir? Og hvar gat hann náð handfestu, hvar gat hann varpað akkeri, hvar gat hann skiliö eftir eitt- hvað sem byndi hann, svo að honum yrði ekki sópað burt meö öllu? „Emst“, sagði einhver fyrir aftan hann. Hann snerist á hæli. Einfættur maður á hækjum stóð þama. Andartak hélt Gráber aö þetta væri bæklaði mað- uiinn úr Hakensti-asse; svo þekkti hann Mutzig, bekkj- arbróður sinn. „Karl“, sagði hann. „Ert það þú? Ég vissi ekki aö þú værir hérna“. „Ég er búinn að vera hér lengi. Næstum hálft ár“. Þeir litu hvor á annan.- „Þessu hefðiröu ekki búizt við?“ sagði Mutzig. „Hverju?“ Mutzig lyfti hækjunum og setti þær niður aftur. „Þessu“. „Jæja, þú ert þó að minnsta kosti laus úr prísundinni. ^ Ég verö aö fara aftur“. „Það er eftir því hvernig á það er litið. Ef stríðið held- ur áfram í nokkur ár, þá er þaö heppni; ef því er lokiö eftir sex vikur er það bölvu,ð óheppni“. „Því skyldi því verða lokiö eftir sex vikur?“ e „Ég veit það ekki. Ég sagði ef —“ „Já, auövitað“. „Hvei's vegna líturðu ekki einhvern tíma inn til okk- ar?“ sagði Mutzig. „Bergmann er þar líka. Báðir hand- leggir um olnboga". „Hvar ertu?“ „Á Borgarspítalanum. Deild fatlaði'a. Við höfum alla vinstri álmuna. Líttu inn einlivem tíma“. „Allt í lagi. Ég skal gera það“. „í alvöru? Þeir segja þetta allir, en svo kemrn- enginn". „í alvöi'u". „Gott. Þú hefur gaman af því. Við emm fjömgir. Aö mirmsta kosti á minni stofu“. Þeir litu hvor á annan. Þeir höfðu ekki hitzt í þrjú ár, en nú vrou þeir búrxir að segja allt sem segja þurfti., búnir aö segja allt sem segja þurfti. „Jæja, líði þér vel, Ernst.“ „Sömuleiöis, Karl.“ Þeir tókust í hendm’. „Vissirðu að Siebert er dáinn?“ spurði Mutzig. „Nei.“ „Fyrir sex vikum. Og Leiner.“ „Leiner? Ég vissi þaö ekki heldur.“ „Leiner og Lingen. Þeir féllu sama morguninn. Biiin- ing varö vitlaus. Hefurðu heyrt aö Hollmann hafi bilast líka?“ „Nei.“. „Bergmann frétti það. Jæja, faröu vel meö þig, Ernst! Og gleymdu ekki aö heimsækja okkur.“ Mutzig haltraði í burtu. Hann virtist njóta þess aö tala um þá sem dánir voru, hugsaði Gráber. Ef til vill dró það úr ógæfu hans sjálfs. Hann horfði á eftir honum. Fóturinn hafði verið tekinn af upp undir mjööm. Mutzig hafði einu sinni verið bezti hlauparinn í þeirra „bekk. Gráber vissi ekki hvort hann ætti að vorkenna honum eöa öfunda hann. Mutzig haföi rétt fyrir sér; það fór eftir því hvaö í vændum var. Þegar hann kom inn sat Elísabet á rúminu í hvítum baðslopp. Hún hafði vafið handklæði um höfuðið' ehis og vefjarhetti og sat þarna fögur og róleg og örugg eins og stór, bjartur fugl, sem flogiö hafði inn gegnum gluggann og hvíldi sig nú andartaksstund áður en hann hæfi sig til flugs á ný. „Ég er búin aö nota vikuskammt af heitu vatni,“ sagði hún. „Þaö var feikilegur munaöur. Frú Lieser gengur af göflunum.“ „Leyföu henni að ganga af göflunum. Hún saknar ekki heita vatnsins. Sannir nazistar baða sig ekki mjög oft. Hreinlæti er gyðinglegur löstur.“ Hann gekk að glugganum og leit út. Himinninn var grár og gatan hljóð. í glugga á móti stóö snöggklæddur maður og geispaði. Úr öðrum glugga bárust ómar frá pxanói og hrjúf kvenrödd æfði skala. Gráber staröi á niöurgrafinn irmganginn í kjallarann. Hann var að hugsa um hinn kynlega, kalda ótta sem hann hafði fundiö til á götunni fyrir framan fatavei’zlunina og aft- ur fór hrollur um hann. Hvað yrði eftir? Eitthvað ætti að veröa eftir, hugsaöi hann, akkeri sem héldi honum föstum, svo að hann ræki ekki burt og kæmi aldrei aftur. En hvaða akkeri? Elísabet? TilheyrÖi hún honum? Hann hafði aðeins þekkt hana stuttan tíma og hann var í þann veginn aö fara burt til langdyalar. Yrði nokkuö eftir? Hvernig gæti hann haldið fast í hana og sjálfan sig gegnum hana? Hann snei’i sér viö.'„Elísabet,“ sagði hann . „Við ættum að gifta okkur.“ „Gifta okkur?“ Hún hló. „Hvers vegna?“ „Vegna þess aö þaö er heimskulegt. Vegna þess að við höfum aöeins þekkzt í nokkra daga og innan fárra daga vei’ð ég aö fara burt aftur; vegna þess að viö vit- um ekki hvort viö kærúfn okkur um aö vera saman og gætum auk þess ekki vitaö það á svo skömmum tíma. Einmitt þess vegna.“ Hún leit á hann. „Er þaö vegna þess að við erum ein- mana og örvílnuð og höfum ekkert annaö?“ „Nei.“ Hún þagöi. „Ekki aðeins þess vegna,“ sagði hann. „Hvers vegna þá?“ Hann leit á hana. Hann horfði á hana anda. Allt í einu fannst honum hún mjög framandi. Brjóst hennar hófst og hneig, handleggir hennar voru öðru vísi en hans, hendur hennar frábrugðnar, hugsanir hennar, líf henn- ar — hún gæti ekki skilið hann, og hvernig gæti hún Íþróttir ralda bakveiki Herlæknir í Sviþjóð hefur samið skýrslu um ískyggilega aukningu bakveiki meðal her- mannanna sem eru undir eftir- liti hans. Læknirinn telur þrjár ástæð- ur liggja til þess að fleiri og fleiri þjást af bakverkjum. I fyrsta lagi lengjast Svíar frá kynslóð til kynslóðar og álagið hrygginn vex því jafnt og þétt. I öðru lagi verða óholl rúm með linum botni sifellt útbreiddari. I þriðja lagi skemma menn í sér hrygginn með óhóflegri iðkun leikfimi og annarra íþrótta. Genrrisskráning: Saupgengi 1 sterllngspund .... 46,55 kr 1 Bandaríkjadollar ,. tfi.28 — 1 Kanadadollar ... 16.28 — 100 danskar krónur ... 235,50 — 100 norskar krónur .. 227,75 — 100 ssenskar krónur ... 314.45 — 100 finnsk mörk ...... .000 franskir frankar .. 46,48 — 100 belgískir frankar .. 32,65 — 100 svissneskir írankar 873,30 — Ekki nýtt en engu að síður gott Eldfasta glerið er engin nýj- ung, en margar húsmæður hafa aldrei reynt það. Það er afarhentugt og hægt er að nota það með öllum stellum og láta það koma í stað hluta sem brotna og ekki er hægt að kaupa staka. Það má nota það jafnt í eldhúsi og borðstofu. í stórri skál má hræra og þeyta, geyma ábætinn í henni og bera hann fram í henni, auk þess sem hita má í henni mat- farið að framleiða þetta gler í mörgum litum, litlausa glerið á enn mestum vinsældum að fagna, enda er það hentugast í notkun. arleifar og því um líkt. Nú er farið að framleiða því nær allt úr eldföstu gleri, litlar smjörkönnur, stórar sósukönn- ur og potta með loki, svo að eitthvað eé nefnt. \Líka er 1 síömskum lögum er mælt svo fyrir að þegar ógift stúlka verði þrítug eigi hún að eign- ast mann. Og vandamálið er leyst með því að gifta hana ókvæntum afbrotamanni og byggist það á þeirri kenningu að aðeins kona geti betrum- bætt karlmann. Barátta okkar.«. Framhald af 7. síðu. stefna mun sýna vilja okkar til að bjarga lífi barna okkar og tryggja frið í heiminum. Helgum 8. marz baráttu okkar og von. Það er undir starfi okkar, áhuga og sam- vinnu komið, hvort hægt er að skapa í heiminum fuilkom- in réttindi kvenna, hamingju- samt líf barna, framfarir og frið. Ávaxtamauk Appelsínumarmilaði I. 6 appelsínur lagðar í sólar- hring í saltvatn, ýá dl. af salti á móti iy2 1. vatni. Síðan eru þær soðnar meyrar í nýju vatni. Appelsínurnar þvínæst skornar í smábita, steinarnir fjarlægðir og appelsínurnar síðan hakkað- ar í hakkavél. Maukið soðið með iy2 kg. sykri og 4 dl. af suðuvatninu í um það bii 1 klst í loklausum potti og hrært í öðru hverju. Appelsínumarmilaði II. 1 6 appelsínur og 1 sítróna flysjaðar þunnt og hýðið skor- ið í þunnar ræmur. Hvíta lag- ið tekið burt og appelsínurn- ar skornar í þunnar sneiðar, steinarnir bundnir innaní gas- dulu. Hýði, appelsínur og stein- ar lagt í pott, 1 1. vatni hellt yfir og látið standa til næsta dags, þá er það látið sjóða í 1 klst í loklausum potti. Jafn- þunga ávaxtanna í sykri bætt í og allt er aftur soðið í 1 klst. Steinarnir teknir uppúr og marmilaðið látið í krukkur. Grapemarmilaði 4 grapealdin og 2 sítrónur skorin sundur og steinarnir teknir og bundnir innaní gas- dulu. 1 1. vatns hellt yfir og allt látið standa itil næsta dags. Þá eru ávextirnir skorn- ir í þunnar ræmur og soðnir í vatninu í ca. 2 tíma í lok- lausum potti, síðan eru stein- arnir teknir upp úr, 2 kg. af sykri bætt í og marmilaðið soð- ið enn í stundarfjórðung.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.