Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Ljúgvitnin iðrast nú hvert á fæt- ur öðru, fjögur hofet játcxð DómsmálaráSherra Bandarikjanna vesf ekki lengur sitt rjukandi ráS Enn hafa tveir af þeim mönnum, sem bandarísk stjórn- skýrði hann FBI frá þessum Ðansmær í Mexíkókvikmynd arvöld hafa fengi'ö til að bera vitni í ofsóknarréttarhöld- um gegn kommúnistum og öörum róttækum mönnum í Bandaríkjunum, tekiö framburö sinn aftur og lýst yfir aö þeir hafi boriö ljúgvitni fyrir áeggjan yfirvaldanna og í samráöi við hina opinberu saksóknara. Em þá ljúgvitnin sem iörazt hafa geröa sinna orðin fjögur. Fyrstur reið á vaðið Harvey Matusow, sem hefur undanfar- ið verið til yfirheyrslu fyrir dómstólum í New York og þing nefndum í Washington. Hefur hann rakið þar, hvernig hann leiddist út í það að gera sér lygar fyrir dómstólum og rannsóknamefndum að gróða- lind. Víða koma Ijúgvitnum bitlingar. 1 fjögur ár hélt hann þess- ari iðju áfram. Honum var greitt ríflega af opinberu fé fyr- ir að bera ljúgvitni gegn sak- borningum í réttarhöldum. At- vinnurekendur greiddu honum fyrir að sverja að honum væri kunnugt um að starfsmenn sem þeir vildu fá átyllu til að reka úr þjónustu sinni væru komm- únistar. Loks var Matusow um tíma á launum hjá Repu- blikanaflokknum fyrir kosn- ingarnar 1952. Hélt hann þá ræður í ýmsum fylkjum og hélt því fram að demókrataþing- menn sem republikanar voru að reyna að fella væru hlið- hollir kommúnistum. Baráttan um sjónvarpsstöðina. Nú hefur Matusow játað, að framburður sinn hafi allur verið loginn, hann hafi unnið eiða að hverju því sem opin- berir saksóknarar og aðrir sem greiddu honum vel fyrir hafi viljað vera láta. Skömmu eftir að Matusow gerði fyrstu játningu sína gaf frú ein að nafni Marie Natvig sig fram og kvaðst ekki geta þagað yfir því lengur að emb- ættismenn opinberrar stofnun- Fegurð Ginu hælluleg lífi og litnum ítalska kvikmyndaleikkonan fagra, Gina Lollobrigida, kom um daginn til Múnchen í V- Þýzkalandi. Svo margir aðdá- endur hennar höfðu safnazt saman á járn- brautarstöð- inni til þess að taka á móti henni að lögreglan fékk ekki við neitt ráðið. Þeir skiptu tugum sem meiddust meira og minna í troðn- ingnum. Erindi Ginu til Mún- chen var að taka þátt í kjöt- kveðjuhátíðinni þar á vegum vérzlunar einnar. nýju flokksmönnum og fékk Iaun eftir taxta fyrir hvert nafn. Ringulreið. Játningaskriðan frá Ijúgvitn- um Bandaríkjastjórnar hefur komið öllu á ringulreið í her- búðum þeirra sem stjórnað hafa ofsóknarherferðinni gegn kommúnistum, verkalýðsfélög- unum og öðrum aðilum und- anfarinn áratug. Brownell dóms málaráðherra hefur neyðzt til að fyrirskipa rannsókn á starfsaðferðum undirmanna sinna. Matusow ber það fullum fetum að önnur helztu vitni dómsmálaráðuneytisins í mála- ferlunum gegn foringjum kom- múnista, svo sem Louis Bud- enz, Elisabeth Bentley og Paul Crouch séu engu trúverðugri en hann sjálfur. „Eg skal gjarna fara í fang- elsi ásaint 'Bentley, Budenz, Chambers og Crouch“, sagði Matusow fyrir rannsóknar- nefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings, „en eg fer ekki í fangelsi einn míns Iiðs. Ef rik- isstjórnin reynir að gera mig að syndahafri, þá læt ég hart mæta hörðu“. Það er athyglis- vert, að Brownell hefur gefið í skyn að mál verði ekki höfð- að á liendur Matusow fyrir meinsæri. Blóðsök Fyrir vitnisburð þessara ljúg- vitna Bandaríkjastjórnar sitja nú hundruð manna í fangels- um og þúsundir hafa misst at- vinnu sína og eru hundeltir úr hvei'ju starfinu af öðru. Það var vitnisburður af þessu tagi sem lagður var til grundvallar sektardómum yfir Rosenberghjónunum, sem Eis- enliower forseti lét taka af lífi í rafmagnsstólnum frá tveim ungum börnum. Blóð- sökin á þessu átakanlegasta dómsmorði síðustu ára hvílir nú eins og mara á Bandaríkja- stjórn. 29 drepnir á liátid i Itio Á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janéiro, höfuðborg Brasiliu, biðu ekki nema 29 menn bana þetta árið. Það þykir mjög *lítið manntjón, síðasta ár urðu til dæmis dauðsföll af völdum hátíða- haldanna 60 talsins. Meðal hinna látnu í ár voru sjö myrtir og tveir frömdu sjálfsmorð. Sjúkra- húsin tóku á móti 5694 mönnum með meiri og minni áverka. Lögreglan þurfti að skipta sér af 239 slagsmál- um en þátttakendur í sum- um skiptu tugum. ar hefðu fengið sig til að bera ljúgvitni. Stofnun þessi úthlut- ar leyfum til reksturs útvarps- og sjónvarpsstöðva í Banda- ríkjunum og nefnist Federal Communications Commission (skammstafað FCC). Embættismenn FCC vildu ná sjónvarpsstöðvarleyfi í Erie í Pennsylvania af manni sem heitir Edward O. Lamb og fá það í hendur einum gæðinga sinna. Frú Natvig skýrði fi'á því að Walter R. Powéll, einn af lögfræðingum FCC, hefði fengið sig til að sverja að henni værí kunnugt um að Lamb hefði verið kommúnisti. Átti það að vera næg átylla til að taka af honum leyfið til að reka stöðina. Laug eftír pöntun. Skömmu eftir að frú Natvig tók framburð sinn aftur gerði annað vitni gegn Lamb slíkt hið sama. Það vár Lowell nokk- ur Watson. Hanh bar það að Powell og tveir aðstoðarinenn hans hefðu þrongvað sér til að bera ljúgvitni gegn Lamb. Þéir fengu hann tíl að ljúga því að hann hefði tekið við gjöldum til kommúnistaflokksins af Lamb og að „háttsettur komm- únisti“ hefði komið sér í kýnni við hann. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei þekkt Lamb og því aðeins gétað bent á hann við yfirheyrslurnar að starfsmenn FCC höfðu áður sýnt honum myndir af honum og sagt honum, hvar hann myndi sitja í salnum. Verðláuh fyrir hveft * nafn. Játning Watscais varð til þess að einn af þeim'* starfs- mönnum FCC sem fengið hofðu hann til að bera ljúgvitni gegn Lamb ákvað að gera hreint fyr- ir sinum dyrum. Sá heftir William Cummings og hann játaði að hann hefði tekið þátt í að sjóða saman þann vitnisburð, sem Watson k? ^ 0*1 U13 m samnmpm var látinn flytja. Cummings 5. A ” sagði, að sér hefði verið lofað að hann yrði fastráðinn njósn- ari fyrir FCC ef tækist að svipta Lamb sjónvarpsstöðinni. Cummings bar vitni í tvenn- um réttarhöldum gegn komm- únistaforingjunum sem hlutu langa fangelsisdóma 1949 og 1952. Hann sagðist hafa gengið í Kommúnistaflokk Bandaríkj- anna til að njósna fyrir banda- rísku loyniþjónustuna FBI. Fékk hann ákveðið gjald fyrir hvern flokksmann sem hann gat nafngreint fyrir FBI. Cumnxings greip til þess snjall- ræðis tíl að auka þessar tekj- ur sínar, að fá kunningja sína og ættíngja til að ganga í flokkinn hópum saman. Síðan Kvikmyndir frá Mexíkó eru heldur fáséðar í Evrópu en pær er margar snjallar. Hér sést aðalleikkonan í nýjustu Mexíkó- myndinni sem sýnd hefur verið á Norðurlöndum. Hún heitir Ninon Sevilla og leikur dansmeyna El- enu í myndinni Ævintýrakonan. HöfuðlS var ekki nothœft Ljósmyndafyrirsætan Lynn Jones hefur höfðað mál á hend- ur Howard Hughes, eiganda bandaríska kvikmyndafélags- ins R K O og Harry Tetel- man, framleiðanda kvikmyndar- innar Underwater. Ástáeðan er að í auglýsingum fyrir mynd- ina hefur bolurinn á henni ver- ið skéyttur við höfuðið af Jane Russel. Jones krefst 1.600.000 króna miskabóta fyrir þessa meðferð á myndinni af sér. einíaldara letur I Kína er nú mjög rætt um ráðstafanir tíl að gera kín- verska letrið einfaldara og auð- lærðara. TiIIögur um að gera 798 algengustu rittáknin ein- faldari hafa verið prentaðar í 300.000 eintökum og dreift um landið tíl þess að þær verði ræddar og gagnrýndar. Niður- stöðurnar verða lagðar fyrir ráðstefnu sem haldin verður síðar á þessu ári. Blaðið KVANGMING JIPAO segir í grein uin málið: „Eihs og kínverska er nú prentuð er letrið — hversu fagurt sena það er — alltof torlært.“ Blað- ið segir, að þegar tímar líði verði vafalaust horfið að því ráði að rita kínversku á latínu- letri. r nammnenn Krefjast hækkunar sem iíemur 12 af hundraði Samband námumanna í Vestur-Þýzkalandi hefur sagt upp samningum sínum við atvinnurekendur. samningsuppsögn var í undir- búningi buðu atvinnurekendur sambandsstjórninni viðræður um launamálin án samnings- uppsagnar en stjórnin hafnaði því boði. Strax og samningunum hafði verið sagt upp kallaði dr. Lud- vig Erhard efnahagsmálaráð- herra fulítrúa verkamanna og atvinnurekenda á sinn fund. Eftir fyrsta fundinn var lýst yfir, að þessum viðræðum yrði haldið áfram. Jafnframt hefur sambands- stjórnin borið. fram kröfu um kauphækkun námumönnum til handa. Krafizt er hækkunar sem nemur 12 af hUndraði af núverandi kauptaxta. Rúmt ár er liðið síðan námu- menn fengu kauphækkun síð- ast og létu þá atvinnurek- endur ekki undan fyrr en hótað var verkfalli sem hefði lamað atvinnulíf Vestur-Þýzkalands. Þegar það vitnaðist að Barnahjáip SÞ að- stoðar nauðsladda eyjaskeggja I hvirfilvindi, sem gekk yfip Maldive-eyjar á Indlandshafí fyrir skömmu slösuðust 500) manns, heimili 10.000 manna urðu fyrir meiri og minni skemmdum og þriðjungur fiski- flota eyjabúa eyðilagðist. Maldive-búar eru illa settir eftir þessar náttúruhamfarir og til þess að bæta úr neyð> þeirra hefur Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) á- kveðið að veita aðstoð, sem svarar 250.000 króna virði.. Barnahjálpin hefur keypt 100 smálestir af hrísgrjónum,. sem skipt verður á milii lO.OOOi barna á eyjunum næstu tvo> mánuði. Brezka stjórnin, sem fer með utanríkismál eyjabúa,, fór fram á aðstoð frá Barna- hjálpinni. Maldive-eyjaklasinn er urnt 650 km. suðvestur af Ceylon.. Þar búa um 86.000 manns. Að- alatvinnuvegurinn er fiskiveið- ar. Fiskurinn er hertur og fluttur út. Mörg hundruð eyja eru í þessum eyjaklasa og era um 300 þeirra byggðar. (Frá upplýsingaskrifstofu SÞ}]*^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.