Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. marz 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Barátta okkar getur ráðið úrslitum Vífilsstaðahæli Áuðu rúmin „Milli 50 og BOsjúkrarúm eru nú auð á Vífilsstaðahæli" Ekki alls fyrir löngu birtu sum dagblaðanna útdrátt úr árs- skýrslu Ríkisspítalanna. Segir þar, að nú um s.l. áramót séu milli 50 og 60 sjúkrarúm auð á Vífilsstaðahæli. Ennfremur að um 20 rúm séu auð á Kristnes- hæli. Síðan koma bollalegging- ar um það, að athugandi sé að leggja Kristneshæli niður sem berklahæli og flytja þá, sem eftir eru þar til Vífilsstaða. Margir tóku þetti. sem hug- leiðingar blaðamanna, þar til blöðin „Dagur“ og „Tíminn“ skýra frá því 9. og 10. f. m., að það sé ætlun stjórnarvald- anna að leggja Kristneshæli niður sem berklahæli og gera það að geðveikraspítala, en flytja berklasjúklingana að norðan til Vífilsstaða. Er frá því sagt, að heilbrigðisyfirvöld- in séu væntanleg norður til þess að athuga málið. Fréttir þessar hafa að vonum vakið mikla athygli og eflaust orðið öllum hugsandi mönnum mikið gleðiefni — svo þung í skauti sem berklaveikin hefur verið þjóð vorri. Ofangreindar tölur ,sýna ljósar en langar orðræður, hve farsæll árangur hefur orðið af baráttunni við berklaveikina. Og þær ættu að minna oss á, hverja þakkar- skuld þjóðin á ógoldna þeim mönnum, sem þar voru og eru enn að verki. Ekki fer þó hjá því að gera verði nokkrar athugasemdir við téðar fréttir, í allri vinsemd. — í ársskýrslu Ríkisspítalanna segir, að sjúkrarúm á Vífils- staðahæli séu 198 en sjúklinga- fjöldi um s.l. áramót hafi verið 143— og því muni nú „allir Kristneshælissjúklingarnir (58) komast hæglega fyrir á VífUs- stöðum“. (Þjóðviljinn). * Þetta virðist nú ekki svo mjög fjarri sanni, að 201 sjúkl- ingur komist hæglega fyrir í 198 rúmum — enda frá því skýrt í Degi og Tímanum, að búist sé við því að 20 sjúkl- ingar frá Kristnesi og 40 frá Vífilsstöðum muni útskrifast til viðbótar næstu mánuði — (ekki er frá því skýrt, hve margir muni leggjast inn á sama tíma — enda sjálfsagt erfitt að segja um það). En hvað um auðu rúmin? Fyrsti verulegi áfanginn í baráttunni við berklaveikina á landi hér er bygging Vífilsstaða- hælis á árunum 1908—1910. Hælið var byggt fyrir atbeina félags áhugamanna — Heilsu- hælisfélagsins — og fyrir frjáls framlög þjóðarinnar. Vifilsstaða- hæli, sem nú er brátt hálfrar aldar gamalt, er óvenju ljós vottur um stórhug þeirrar kyn- Eftir Árna Gnðmundsson úr Eyjum slóðar, er hæst bar eftir alda- mótin síðustu. — Traust bygg- ing, virðuleg, stílhrein, byggð af handafli einu saman, há og reisuleg — einn af vorboðum nýrrar aldar, íslenzkrar endur- reisnar, eftir aldalanga niður- lægingu. í ársriti „Heilsuhælisfélags- ins“ árið 1912 er nákvæm lýs- ing á hælinu ásamt uppdrátt- um, er gert hafði Rögnvaldur Ólafsson byggingameistari. Ger- ir hann þar grein fyrir húsa- skipan allri, þ. á. m. sjúkra- stofum og fyrir hve mörg rúm hver stofa sé ætluð, allt miðað við rúmmetrafjölda pr. sjúkl- ing, að sjálfsögðu samkvæmt ráðandi kröfum í því efni á þeim tíma. Samkvæmt þessari lýsingu R. Ó. (og þegar allar síðari breyt- ingar á húsaskipan eru tekn- ar til greina) hafa hinir ágætu brautryðjendur fyrir hartnær hálfri öld litið svo á, að Vífils- staðahæli gæti rúmað 113 sjúklinga — eða mest 133, ef á þurfi að halda (með því að gera 20 einsmannsstofur að tveggjamannastofum). En hvað þá um þessi 198 rúm, sem talað er um í skýrslu Ríkisspít- alanna? Það skapaðist neyðarástand í þessum málum. Berklaveikin var útbreiddari en svo, að þetta eina hæli gæti leyst all- an vandann — og brátt varð að þrengja að. Það varð að setja 8 rúm í hverjá 6-mannastofu, 4 í 3ja-mannastofumar og 3 í einsmannsstofurnar. Með þessu móti var hægt að koma 185 sjúklingum í hælið — eða 52 fleiri en talið var hugsanlegt fyrir nærri hálfri öld. Auk þessara 185 hafa svo milli 10 og 20 sjúklingar verið í bráða- birgðahúsnæði utan við hælið. Þegar á allt er litið mun sjúklingafjöldi í hælinu nú vera svipaður og talið var 1908 að hann gæti mestur orðið, ef á þyrfti að halda, miðað við ca. 20 rúmmetra pr. sjúkling á sjúkrastofum. M. ö. o.: sam- kvæmt áliti íslenzkra braut- ryðjenda í heilbrigðismálum á fyrsta tug aldarinnar eru nú engin auð rúm á Vífilsstöðum. Ég vildi ekki láta hjá líða að vekja athygli á þessu sjónar- miði og jafnframt varpa fram þeirri spurningu, hvort íslend- ingar séu raunverulega þannig á vegi staddir í dag, að nauð- syn þyki að hverfa aftur til aldamótanna, þegar vega og meta skal þörfina fyrir „lífs- rúm“ handa fólki — jafnvel þótt berklaveikt sé. Mér er Ijóst, að heilbrigðis- stjórninni muni mikill vandi á höndum, þar sem er hin brýna þörf aukins húsnæðis fyrir geð- bilað fólk — en það er bara svo brýn þörfin fyrir aukið húsnæði, bæði handa sjúkum og heilbrigðum, að slík ráð- stöfun yrði trúlega skammgóð- ur vermir og lítil lausn á alls- herjar húsnæðisleysi þjóðarinn- ar. Einhver mun kannski segja sem svo, að það sitji ekki á sjúklingum á opinberu fram- færi að taka til máls um þessa hluti; þeim mönnum vil ég óska þess af alhug, að þeir megi sem lengst halda góðri heilsu. Hinsvegar sé ég ekki annað en að einhver sjúklingur verði að benda á þessar stað- reyndir, úr því aðrir verða ekki til þess. Frá sjónarmiði sjúklinganna horfir málið þannig við, að þverrandi berklaveiki í landinu ætti að geta orðið til þess, að rýmkað væri um þá, sem enn eru eftir, en ekki væri stöðugt viðhaldið bagalegum þrengsl- um, sem stöfuðu af algeru neyðarástandi, meðan það var. Vonandi eru þeir tímar ekki langt undan, að hér þurfi ekk- ert berklahæli, en ég tel ekki tímabært enn þá — af mörg- um ástæðum — að leggja Krist- neshæli niður að svo stöddu, enda er ég þess fullviss, að heilbrigðismálastjórnin .muni skoða hug sinn vel um, áður en hún grípur til þess ráðs. Með þökk fyrir birtinguna. Menningar og friðarsam- tökum íslenzkra kvenna hefur borizt eftirfarandi ávarp í til- efni af alþjóðabaráttudegi kvenna, 8. marz: Konur og mæður í öllum löndum! Stjórn Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna, sem á þessu ári minnist 10 ára af- mælis síns, sendir ykkur hlýj- ar kveðjur í tilefni af 8. marz, alþjóðabaráttudegi kvenna. — Jafnframt fylgja óskir stjórn- arinnar um hamingju og vel- ferð ykkur og ættingjum ykk- ar til handa, óskir um að þið njótið réttinda ykkar sem borgarar og mæður og að frið- ur megi haldast í heiminum. I 45 ár hafa konur nú haldið 8. marz hátíðlegan í anda samstarfs og vináttu þjóða á milli. Á þessu ári eru mæður þó mjög kvíðafullar vegna þeirra ógna, sem vofa yfir heiminum. Stríðsæsinga- menn reyna að stofna til nýrra árekstra í Asíu og Evr- ópu, með því að reisa her- stöðvar og undirrita samninga sem ógna heimsfriði. Ef á- greiningur meðal þjóða magn- ast myndi það leiða til heims- styrjaldar — atómstyrjaldar, sem hefði hinar liörmulegustu afleiðingar fyrir núlifandi kynslóð og afkomendur lienn- ar. Baráttan fyrir friði er al- menn og sterk og vex með degi hverjum. í þeirri bar- áttu hafa konur þýðingar- miklu hlutverki að gegna. Þær hafa ásett sér að berjast móti glæpsamlegu athæfi þeirra manna, sem hvetja til styrj- aldar. Með hverju ári gera þær sér betur ljóst hvílík á- byrgð hvílir á þeim. Þær verða æ betur varar við á- hrif starfs síns og þær heyja harða baráttu fyrir því, að mannkynið fái að lifa ham- ingjuríku lífi og friður geti haldizt. Konur og mæður í öllum löndum! Hver sem kann að vera uppruni okkar, hver sem kann að vera stjómmálaskoðun okkar, trúarbrögð og staða í þjóðfélaginu, verðum við að sameinast og vinna að því hlið við hlið að bera sigur af hólmi í baráttunni fyrir réttlæti og mannúð í garð allra þjóða. Við verðum að mótmæla verðhækkunum og þungri skattaálagningu. Við verðum að halda áfram bar- áttunni fyrir launajafnrétti, svo að allar konur megi að lokum fá fulla viðurkenningu á réttindum sínum í þjóðfé- laginu, hvort sem er á opin- berum vettvangi eða innan heimilisins. Við skipum okkur við hlið kvenna í nýlendunum og í öðrum frumstæðum þjóðfélög- um í baráttu þeirra fyrir betri lífsskilyrðum og Víðtækari réttindum, og við styðjum undirokaðar þjóðir í frelsis- baráttu þeirra. Við verðum einnig að taka undir ávarp Heimsfriðarráðs- ins, er það mótmælir harðlega notkun og framleiðslu vopna, sem geta í einu vetfangi orðið þúsundum manna að bana. Við krefjumst þess, að kjarn- orkan verði notuð í þágu frið- samlegra þarfa, tit heilla mannkyninu. Við verðum að tryggja þaö að ágreiningsefni þjóðanna verði rædd af mönnum, sem leita friðsamlegra úrlausna vandamálanna, eins og gert var í Genf, þegar bundinn var endi á styrjöldina í Indó- Kína. Við verðum ennfremur að vinna að almennri afvopnua og vinsamlegum samskiptum milli þjóða. Konur og mæður í öllura löndum! Barátta okkar getur ráðið úrslitum um hver framtíð afkomenda okkar verður. Við skulum leggja alla krafta okk ar í að vinna fyrir Alþjóða- ráðstefnu mæðra. Sú ráð- Framhald á 11. síðu. Skólanefnd Verzlunarskóla Islands þakkar framlag V.R. til skólans Skólanefnd Verzlunarskóla íslands þakkar hið rausnar- lega framlag til skólans, sem samþykkt var að veita honum á síðasta aðalfundi Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, í sambandi við brottför atvinnurekenda úr félag- inu. Sérstaklega vill skólanefnd þakka forsvarsmönnum at- vinnurekenda og formanni og stjórn V. R. fyrir hinn góða hug þeirra til skólans. Gjöf þessi, — sem vissulega er í anda og stefnu þeirra manna er stofnuðu V. R., — er Ikærkomin fyrir skólann, ekki sízt þar sem hann stendur nú á tímamótum og þarfnast af brýnni nauðsyn aukins fjár- magns til endurbóta og aukn- ingar á húsakosti sínum. Skóla- hús Verzlunarskólans er fyrir löngu orðið of lítið svo marg- ir verða árlega að hverfa frá þessum ■ vinsæla skóla, en við það bætist tilfinnanleg vöntum á húsnæði fyrir félagslíf nem- enda allt, verklegt nám og námskeið. Með gjöfum sem þessari er stuðlað að því að Verzlunar- skóli Islands geti sinnt hlut- verki sínu, svo samboðið sé hinni 100 ára gömlu, frjálsu verzlunarstétt í landi voru, og það er von forráðamanna skól- ans að það mark sé ekki langt undan. Þá munu bæði laun- þegar og atvinnurekendur í verzlunarstétt fá verðugar þakkir fyrir stuðning sinn við menntastofnun sína. Form. skólanefndar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.