Þjóðviljinn - 08.03.1955, Side 6

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Side 6
}B) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. marz 1955 Eiióoviuinn Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ! Rísum gegn spillingunni 1 Þeir menn sem svíkja þjóð sína, stela fullveldi hennar, ræna landsréttindum hennar hafa einnig látið af hönd- um sál sína og samvizku. Þeir verða aldrei samir menn aftur og brátt verður spillingin sérkenni þeirra og innsta eðli. Við íslendingar lifum nú tíma mikillar spillingar, hvert sem litið er í þjóðlífinu blasa viö hneykslismál, þjófnaður, mútur, svik — en hina sálfræðilegu skýringu þessa ástands er að finna í hernámi landsins; þaðan er komin hin siðferöilega upplausn sem gegnsýrir yfirstétt- ina. Það líður varla sá dagur að ekki verði uppvíst um nýtt fjármálahneyksli. Mánuðum saman hafa menn rætt mál verzlunar einnar í Austurstræti, en við það mál eru riðnir ýmsir æðstu menn þjóðarinnar, bankar landsins og hin fjölmenna stétt okrara sem nú lifir gullöld í höfuðborg- inni. Þræðir þess hneykslis liggja víða, og eru m.a. sam- grónir ýmsum stjórnmálaátökum, svo sem forsetakosn- ingunum. Lögleysurnar munu vera margar og víötækar, og þar væru sakborningar og sjálfdæmdir: embættis- menn, fjármálamenn og eigendur fyrirtækisins. En það er ekkert í málinu gert, hinir seku em svo voldugir að þeir geta skotið sér undan réttarrannsókn og meira að segja þrúgað okrurum til þess að gefa eftir af skuldum sínum! ' En þótt dómsmálaráðherra landsins sé gætinn í störf- um kemst hann ekki að heldur undan því að réttarkerfið fái spillinguna til einhverrar athugunar. Ekki var fyrr búið að selja SÍS reitur verzlunarinnar við Austurstræti en kunnur löggiltur endurskoðandi og fasteignasali var gripinn fyrir okurstarfsemi, fjárkúgun og hverskonar svindl. Bíður hann nú dóms sem fulltrúi auðmannastétt- arinriar í Reykjavík; starfsaðferðir hans em í engu ó- venjulegar, hann hefur aðeins verið full ógætinn og ekki haft nægilega sterkan bakhjall. Og nú hefur einn af kunnustu skólamönnum Iandsins, maður sem hefur átt að vera andlegur leiðtogi æskulýðs- ins og fyrirmynd, reynzt uppvís að stórfelldu fjárhags- hneyksli; hundruð þúsunda hafa horfið úr sjóðum skóla þess sem honum var trúað fyrir, á sama tíma og hann hefur haldið orðfagrar ræður yfir unglingum þeim sem áttu að hlíta andlegri tilsögn hans. Þessi sami æskulýðs- leiðtogi var auk þess einn helzti fomstumaður eins af stjórnmálaflokkum landsins — og beitti sér þar mjög fyrir því að flokkurinn styddi hernámið. " Þetta em aðeins þrjú dæmi af fjölmörgum; flest kemst aldrei upp; fæst fer til rannsóknar og dóms. En það er fyrir löngu orðið mál að almenningur rísi upp gegn spill- ingunni og soranum, ef ekki á að gera ísland að þjóð- félagi gangstera og bófa. Það er verkefni alþýðunnar, fólksins í Iandinu að gera hreint á íslandi, moka flór spillingarinnar og reka bófana á dyr. Og þess sjást einnig skýr og ótvíræð merki aö heil- brigð öfl þeirra flokka sem alþýðan hefur stofnað efli samstöðu sína. Krafan um einingu verkalýðsins, krafan nm vinstri samstöðu fer eldi um landið, og gegn hermi verður ekki staðið til lengdar. Ein brýnasta röksemdin er einmitt sukkið og braskið og óheilindin í viðskipta- lífinu, í opinbem lífi — og jafnvel í skólum og uppeldis- stofnunum eins og dæmin sanna. Allt það sem heilbrigt er og jákvætt í íslenzku þjóðlífi þarf að sameinast til átaka. En fyrst og síðast: Það þarf að létta hemáminu af .Jþjóðinni — undirrót spillingar og upplausnar og siðleysis, f þessari viku voru ýmsir hlutir býsna góðir og umtals- verðir, og missti maður þó af nokkrum, sem manni var eftir- sjá að og maður gat hugsað að ekki hefðu staðið að baki því bezta, sem hlýtt var á. Óskaerindið Undirdjúp hafsins í meðförum Hjartar Halldórs- sonar og nýi þátturinn hans Rúriks Haraldssonar Hvað er nú á seyði hurfu ekki úr hug- anum, þegar maður ráðstafaði þeim kvöldum annarsstaðar en við viðtækið og maður sleit sig ekki frá þeim án nokkurs sársauka. Kvöldvaka fimmtudagsins var ágæt eins og sú næsta þar áð- ur. Hallgrímur Jónasson og Jónas Árnason svíkja engan, og komi þeir báðir sama kvöldið, þá er ekkert efamál, að við öðl- umst skemmtilega kvöldstund. Ferðalög með Hallgrími um öræfi landsins eru alltaf lær- dómsrík, og þau eru meira, maður nýtur lína og lita í um- hverfinu og sogast inn í líf ferðafélaganna og teygar í sig andrúmsloft margra alda þjóð- sagna um lítt þekkt dularlönd óbyggðanna. — Jónas Árnason er engum líkur um snilld í frá- sagnastíl. Þegar hann ferðast, þá er hann ekki fyrst og fremst að ferðast, hann er að hlusta lífið, og það er eitt, að hann heyrir öðrum mönnum betur, svo að ekkert æðarslag lífsins er yfir eða undir skynvidd hans frá sjónarmiði okkar venju- legra manna, en hitt er annað og enn meira, að hann er allra manna mestur snillingur í því að skilja það, sem hann heyr- ir, og meta, hvað vert er frá- sagnar, og velur hann þá títt þann kost að færa til frá- sagnar það, sem öðrum sést yfir að frásagnar sé vert, og lýkur upp fyrir okkur leyndar- dómum hversdagshlutanna. Jón- as Árnason er ótvirætt í fremstu röð okkar ungu lista- manna. Þannig fengum við á fimmtu- daginn tvo framúrskarandi ferðaþætti, annan til lands og hinn til sjós. Á þriðjudaginn fengum við þriðja ferðaþátt- inn, og stóð hann hinum sízt að baki. Þar var farið um fjarlæg lönd meðal framandi þjóða með Rannveigu Tómas- dóttur. Hún er okkur hlust- endum að ágætu kunn frá ferð- um sínum vestur um haf. Nú fór hún með okkur í austurveg og hefur ekki förlazt frásagnar- listin. Hún stendur áðurnefnd- um ferðamönnum ekki að baki með skynjun þess, hvað fremst stendur að frásagnargildi. En hún stendur fremst allra ferða- sagnahöfunda um dramatíska byggingu frásagnarinnar, áhrif frásagnarinnar fara hækkandi eftir því er á líður og ná sínu hæsta risi í lokin. Það var kynnt svo eitt at- riði kvöldvökunnar, að lesnar yrðu ferskeytlur eftir Jóhannes Örn Jónsson á Steðja. Það var vægast sagt mjög villandi kynning. Broddi Jóhannesson las söguljóð eftir þennan höf- und, um stúlkubarnið, sem eitt lifði eftir á býli í vík, sem skerst inn í sæbrött f jöllin milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa og hafði til sambýlis nokkrar vikur lík foreldra. sinna ein saman. Ljóðið var vel gert á gamla vísu, þrungið tragískum krafti. En svona ljóði þarf að fylgja formáli, þá er þess enn betur notið. Það á að segja eitthvað frá höfundi og hve- nær kvæðið er ort. Það á að skýra frá því, á hvaða tíma þessi atburður á að hafa gerzt, og þó var sérstök nauðsyn að segja frá því, hvar bær þessi var og hvernig þar er um- horfs í næsta nágrenni. Þar sem víkin heitir Keflavík, þá munu sumir í upphafi þegar hafa leiðzt nokkuð afvega. En í sambandi við þetta ljóð er ekki sama í hvaða Keflavíkinni maður rær. Þá var erindi Þorsteins M. Jónssonar, sem flutt var eftir hádegi á sunnudaginn, í betri erinda röð. Þorsteinn er einn þeirra allt of fáu manna, sem hafa gert sér grein fyrir því, hvað þjóðsögur eru og í hverju gildi þeirra er fólgið, og hann setur skýrlega fram sitt mál. — Björn Th. Bjömsson var úti á einu sínu ágæta hliðarspori í heimi myndlistarinnar og kynnti okkur með prýði forn- menjar á Keldum. — Jón Að- alsteinn Jónson ræddi enn um íslenzku mállýzkurnar og leiðir í hverjum þætti fram ný atriði um málvenjur fyrr og síðar, í ýmsum byggðarlögum og flutn- ing þeirra í milli, til mikillar ánægju þeim, sem unun hafa af að fylgjast með þróun tungu okkar. — Árni Böðvarsson slakar ekki á kröfunum um réttan framburð málsins og hef- ur greinilega næmt eyra. Hann gerir nú harða hríð að afbök- un hins sterka norðlenzka framburðar á k, t og p í enda orðstofna. Mér kemur dálítið á óvart, að hann skuli aldrei hafa minnzt á framburðinn syntur í staðinn fyrir syndur, en það er fastur framburður í einhverjum héruðum norðan- lands og kennarar rekast á hann í stílum. Að framburðar- villunni í þessu orði þyrfti Árni að gera harða hríð. Sama villa er að leggja undir sig orðin að pj%da og pynding. Frétta- stofan hefur staglazt á pynt- ingum þessa vikuna, og þykir henni sjálfsagt ekki ástæða til að draga úr tannkraftinum, þegar rætt er um framferði komma í Kóreu. Þátturinn um daginn og veg- inn var nú með ágætum hjá sr. Gunnari Árnasyni, vandlega saminn af alvöruþunga. Um- ræða hans um hjónaskilnaði vitnaði um víðsýni og skilning, og ádrepa hans á Fréttastofuna fyrir hennar sjúklega stríðsæs- ingafréttaflutning er eitt hið hákristilegasta, sem ég hef heyrt koma út úr þjónandi presti árum saman. Skora ég hér með á biskup landsins og alla þjónandi presta kirkjunnar sem að Útvarpinu komast, að taka fullum rómi undir við þennan brautryðjanda og gera þá hina sömu hrið að frétta- flutningi Útvarpsins og gerð hefur verið að undanförnu að glæpakvikmyndum og glæpa- timaritum og láta ekki staðar numið, fyrr en yfir lýkur. Því að hvað er hin sóðalegasta glæpakvikmynd og hvað er hið viðbjóðslegasta glæpatímarit að siðspillandi áhrifum fyrir eldri og yngri móts við fréttir útvarpsins? — Aldrei þessu vant var dálítið gaman að þætt- inum Hæstaréttarmál. Það blandaðist inn í hann þjóð- sagnafræði, og rétturinn var settur inni á reginöræfum. Það ætti að vera til athugunar hvort Hæstiréttur ætti ekki að fá fast aðsetur sem lengst inni í óbyggðum. Fréttaaukar hafa verið ó- venjulega hugðnæmir í þessari viku. Þeir hafa nú aldrei þessu vant haldið sér að mestu utan við daglega stéttabaráttu, en í þess stað koma fréttir um fræ frá Rússlandi, svo sem draum- ur var Sigurðar búnaðarmála- stjóra fyrir fjórðungi aldar. Og svo kom Haraldur Björnsson leikari í ferskleik aldamótanna og Herdís Þorvaldsdóttir í ynd- isteik allra alda. Sunnudagskvöldið var undur þægilegt með Cavallería Rusti- cana, og gamansagan, sem Hild- ur Kalman las að óperunni lok- inni, er með allra beztu gaman- sögum sem manni gefst kostur að heyra. Ekki er rétt, þótt lítt vilji maður leggja til tónlistar- mála, að láta ógetið fimbulbassa Jóns Sigurbjörnssonar á mánu- dagskvöldið og hinna indælu laga Þórarins Guðmundsosnar, sem sungin voru flest af ó- þekktri söngkonu, Guðfinnu Jónsdóttur, á hinn ákjósanleg- asta hátt. Þar sem Helgi Hjörvar getur þess, að hann ætli að ræða sér- staklega um flutning útvarps- sögunnar mánudag í næstu viku, þá verður beðið til næsta þáttar að láta í ljós mikla á- nægju með söguna og flutning hennar. G. Be-n. Salan í fullum gangi | Höfum jeppa, sendi-, fólks- og vörubifreiðar til sölu. s ■ 9 Talið ávallt fyrst við okkur Opið daglega kl. 9.30—19.00. Höfum kaupendur aö góðum og nýjum bifreiðum m m m m Bifreiðasalan Ingólfsstræti 7, sími 80062.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.