Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.03.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 4" ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Lokaþáttur Svíaheimsóknarinnar Þorsteinn Löve setur nýtt met í loo metra bringusundi karla FG'""' ^ - • - >1»r »* >’.*>■■ ■—> ■ *•* ■ <%.*«** Cs-6i'*5 • Östránd kemur aftur — sem kennari Gunnar M. Magnúss: Börnin frá Víðigerði Dag nokkurn hvíldu smalarnir sig undir stórum s'teini uppi í hlíðinni. Veðrið var heitt og blítt Vatnið lá spegilslétt í dalnum og áin bugðaðí sig mjúklega milli grundanna. Áin var lygn. „Sérðu bláu röndina þarna í ánni?“ spurðí Stjáni allt í einu og benti í áttina „Sumstaðar. Þetta er ekkert merkilegt. Hefirðu ekki séð þetta fyrr? „Sérðu bláu röndina, sem ég á við“, sagði Stjáni og hélt áfram að benda. „Hún er í miðri ánni. Hún er alveg blá. Ég skal veðja við þig, að þú skalt ekki komast yfir bláu röndina í ánni. Ég mana þig.“ „Sá sem manar verður að reyna fyrst“, svar- aði Geiri og hafði fullkomna afsökun, því hann var hálfsmeykur við ána. Stjáni rak út úr sér tunguna. ,,Já, ég skal fara fyrst, ef þú ferð á eftir. Og þú mátt eiga hnífinn, sem ég hefi í vasanum, ef ég kemst ekki yfir. Það er nú hnífur, sem segir sex. Hundrað og fimmtíu sinnum á dag sting ég hendinni niður í vasann, til þess að vita, hvort: ég er ekki búinn að týna honum. Hann er dýr- mætur. Ég held á honum í krepptum hnefanum á hverri nóttu, alveg eins og þegar ég var í pok- anum forðum. Hann hefur bjargað lífi mínu, bjargað mér frá því að verða Fransari. Þó skaltu fá þennan hníf, ef ég kemst ekki yf- ir bláu röndina á ánni. En þú verður að leggja eitthvað á móti, ef þú kemst ekki yfir. Þú verður að leggja undir sel- skinnstöskuna, sem þú geymir nestið í. Hún er reyndar ekki merkileg, en þú hefur ekki annað, nema þá axlaböndin. Það er bezt, að þú leggir þau undir líka, ef þú kemst ekki yfir. Ef við komumst báðir yfir bláu röndina, þá á hvor sitt.“ Geiri var stundum farinn að varast hrekkina í Stjána. Osló Turnforening boðið aS senda hingað tvo fimScikaflokka í sumar Verður keppt í knattspyrnu milli Osló, KH og Akraness í sumar? — Á að leggja get- raunastarfsemina niður? Lokaþáttur sundmóts Ár- manns og Ægis fór fram í Sundhöllinni á laugardagskvöld. Var þetta nokkurskonar kveðju- þáttur fyrir sænska sundfólk- ið, og stóð stutt yfir eða 45 mín. Það var helzt tíðinda þetta kvöld að Þorsteinn Löve setti nýtt ísl. met í 100 m bringusundi á 1.15.3 mín. og bætti met Sigurðar Þingeyings um 4/10 sek. Var þetta vel gert. Synti Þorsteinn meira í kafi en hann hefur áður gert. Rolf Junefelt sigraði þó í sund- inu og synti á 1.13.7 Árangur Péturs Kristjánss. á 200 m skriðsundi var líka á- gætur þar sem aðeins 2/10 úr sek. skildi á milli tíma hans, 2.19,6 og íslandsmetsins en Östrand varð okkar ágæta Pétri þó ofjarl og synti vegalengdina á 2.14,5. Árangur þeirra kvennanna Birgittu og Helgu Haraldsdótt- ur í 100 m baksundi var ekki eins góður og fyrsta dag móts- ins. Má vera að keppnisþreyta og ferðaþreyta hafi átt sök á því sem eðlilegt er. Hin nýja sundgrein, f jórsund- ið, sem er 4X25 flugsund, bak- sund, bringusund og skriðsund var nokkuð skemmtileg á að horfa, og reyndi á fjölhæfni sundmannanna. Rolf hinn sænski, (i forföllum Östrand) sýndi að hann kann fleira en bringusund og varð langfyrst- ur. Pétur Kristjánsson varð annar á „nýju meti“, því þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í þessari grein á móti hér. ÍJRSLIT 200 m skriðsund Per O-Östrand 2,14,5 Pétur Kristjánsson Á 2,19,6 Ari Guðmundsson Æ 2,22,0. 100 m baksund kvenna Birgitta Ljunggren 1,20,5 Helga Haraldsdóttir KR 1.21,5 50 m flugsund karla Elías Guðmundsson Æ 35,4 Gunnar Júlíusson Æ 36,2 50 m baksund karla Guðjón Þórarinsson Á 35,5 Gylfi Guðmundsson ÍR 36,5. 100 m bringusund karla Rolf Junefelt 1,13,7 Þorsteinn Löve KR 1,15,3 Ólafur Guðmundsson Á 1,21,5. 4X25 m fjórsund Rolf Junefelt 1,10,0 Pétur Kristjánsson Á 1,13,4 Ari Guðmundsson Æ 1,16,6. TJNGLINGASUND 50 m bringusund drengja Ágúst Þorsteinsson Á 38,9 Birgir Dagbjartsson H 40,1. 50 m bringusund telpna Erna Haraldsdóttir ÍR 43,9 Sigríður Sigurbjörnsd. Æ 45,2. Jens Guðbjömsson þakkaði að lokum öllum þeim sem hjálp- að hefðu til að gera mót þetta hið glæsilegasta: keppendum, starfsfólki Sundhallar, og á- horfendum sem gera það kleift að ráðast aftur í að fá svo góða gesti til sundmóta. Þá þakkaði hann gestunum fyrir komuna og góða kynn- ingu, þeir hefðu sýnt að hér voru sannir íþróttamenn á ferð. Að lokum var þeim hverjum Sá óvænti atburður skeði í handknattleiksmótinu að Valur tapaði fyrir Þrótti með 16:12 á föstudagskvöldið. Engum sem fylgst hefur með mótinu kom til hugar að Þróttur mundi sigra. Til að byrja með virtist allt benda til þess að hér yrði um auðveldan sigur að ræða fyrir Val því að eftir 7 mín. hafði Valur sett 4 mörlt en Þróttur ekkert. En þá tóku Þróttarar að herða sig og skora og eftir 17 mín. leik höfðu þeir jafnað 6:6 og litlu síðar stóðu leikar 7:7. í hálfleik stóðu leikar 9:8 fyrir Val. Það kynlega skeður að í síð- ari hálfleik gera Valsmenn að- eins 3 mörk. Það var eins og það vantaði allt líf í leik þeirra, það lægi ekkert á. Liðið virtist ekki samæft. Auk þess má gera fyrir sig afhentur íslenzkur fálki úr leir gerður af Guð- mundi Einarssyni með áfestum silfurskildi með áletrun. Loks skýrði Jens frá því að Per Olof-Östrand kæmi aftur í sumar, til að kenna sundmönn- um vorum og miðla af reynslu sinni, og var gerður góður rómur að því. Síðan risu allir úr sætum og hylltu þessa á- gætu gesti, sem stóðu brosandi á verðlaunapallinum með fálk- ana sína í fanginu. Þá gekk Per Olof-Östrand að hljóðnemanum og þakkaði frá- bærar móttökur og kvað þau fara héðan með góðar endur- minningar og bætti við: Ef sænskum sundmönnum verður boðið aftur að koma hingað getum við ekki sagt nei! ráð fyrir að þeir hafi verið of vissir, og það hefnir sín alltaf. Þróttur lék bezta leik sinn í mótinu sem af er og tókst undarlega vel að komast inn í vörn Vals. Þeir léku líka með meira lífi og sigurvilja allan tímann, sérstaklega eftir að þeim fór að ganga betur, án þess þó að sýna afbragðs leik. Bæði liðin voru of þung í vöf- um og vantaði þann hraða sem leikurinn krefst. Ánnann — ÍR 34:28. Síðari leikur kvöldsins var miklu betri en sá fyrri. Og þó að hinu unga og óharðnaða liði ÍR tækist ekki að sigra þá sýndi það oft þau leiktilþrif,, sem bendir til frískleika og að þjálfun standi á bak við, sér- Framhald á 10. síðu í viðtali við „Sportsmanden" frá 3. marz hefur formaður Í.B.R., Gísli Halldórsson skýrt frá ýmsum hlutum sem menn hér heima munu hafa áhuga fyrir og verður það helzta tek- ið hér upp. Þegar blaðið spyr hverra er- inda Gísli sé í Osló svarar hann á þessa leið: — „Eigin- lega er ég á heimleið til ís- lands en ætla að reka nokkur opinber erindi hér. Oslo Turn- forening verður hundrað ára í aprílmánuði og í tilefni af því hef ég meðfcrðis boð til félags- ins um að senda kvenna- og karlaflokk til sýninga í Reykja- vík. Auk þess á ég að athuga möguleika á heimsókn, í sumar eða næsta ár, bæjarliðs Osló í knattsþyrnu. Við getum sem sagt hugsað okkur þríhyrnings- keppni milli borgarliðs Oslo — KR og Akraness. — Haldið þér að það sé áhugi fyrir slíkri tillögu? — Og blaðið telur það líklegt og minnist frábærlega mikillar gestrisni í garð Norð- manna á íslandi. — Þá spvr blaðið síðar í viðtalinu: — Við höfum heyrt að getraunirnar gangi ekki vel á íslandi. Hver er ástæðan til þess? Eru ís- lendingar ekki eins haldnir af „Gambler-mentalitet“ eins og við Norðmenn? — Eg held það sé ekki ástæðan, segir Halldórsson og brosir en málið er þannig að við höfum senni- lega of mörg happdrætti að keppa við. Við höfum fjögur peningahappdrætti mánaðar- lega. Eg held að þetta sé á- stæðan til þess að getraunirnar ná ekki hylli. Allt þetta er svo lítið hjá okkur að þáð hefur í raun og veru komið til mála að hætta knattspyrnugetraun- unum. Ungverska stúlkan Eszter Jurek œfir listhlaup á skautum. Handknattleiksmótið: Þróttur vann Val óvænt IR var erfitt Arnianni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.