Þjóðviljinn - 31.03.1955, Side 6

Þjóðviljinn - 31.03.1955, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Finuntudagur 31. marz 1955 þJÓOVIUINN Otgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Rltatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónstelnn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu3tíg lfl. — Siml 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. éintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. -------------------------------------------------------/ Með verkfaHsnönniim — gegn at- vinnurekendakíkunni og ríkisstjórninni Þess munu fá eða engin dæmi í íslenzkri verkalýðsbaráttu að samtök hins vinnandi fólks hafi notið jafn eindregins stuðn- ings og almennrar samúðar eins og í þeirri viðtæku vinnudeilu sem nú er yfirstandandi. Sama er að segja um afstöðu þess verkafólks sem að deilunni stendur. Aldrei fyrr hefur fólkið í verkalýðsfélögunum komið fram af slíkum einhug og festu, aldrei staðið svo örugglega saman um kröfur sínar á hendur atvinnurekendavaldinu. Verkalýðurinn hefur sett sér það mark að ganga með glæsilegan sigur af hólmi í þeim þýðingarmiklu átökum sem nú eru háð við auðmannaklíkuna í landinu. Samúð alls almennings með kaupgjaldsbaráttu verkalýðs- félaganna á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til tveggja mikilvægra staðreynda. 1 fyrsta lagi hefur verið sýnt fram á það með ljósum og óhrekjandi rökum að kjör verkafólks hafa verið stórlega rýrð á undanförnum árum og núverandi kaup- gjald nægir á engan hátt fyrir brýnustu nauðþurftum hvað þá meira. Þá liggur sú staðreynd einnig fyrir að þjóðartekjurnar hafa vaxið verulega síðustu árin og verkalýðsstéttin á ómót- mælanlega rétt til hlutdeildar í þeirri aukningu. í öðru lagi hafa verkalýðssamtökin sýnt í öllum undirbún- Ingi og rekstri vinnudeilunnar hve afstaða þeirra er ábyrg gagn- vart hagsmunum atvinnuveganna og þjóðarheildarinnar. Þau gáfu ríflegan frest til sáttaumleitana og samninga sem ekki var notaður af atvinnurekendum og ríkisstjórn, Gagnstætt verkalýðssamtökunum hafa atvinnurekendur og ríkisstjórn sann- að með afstöðu sinni algjört áhugaleysi fyrir friðsamlegri lausn hinnar víðtæku vinnudeilu. Enn í dag, að liðnum hálfum mánuði frá því vinnustöðvun hófst, hafa atvinnurekendur enga kaup- hækkun boðið og ríkisstjórnin heldur gjörsamlega að sér hönd- um hvað aðstoð snertir af ríkisins hálfu til lausnar verkföllunum. Framkoma atvinnurekenda og rikisstjórnarinnar ber þess greinilega vitni að fyrir þessum aðilum vakir það eitt að berja rnður verkalýðshreyfinguna og svelta verkafólk til uppgjafar og hlýðni. Milliliðabraskararnir og fjárplógsmennirnir í atvinnurek- endaklíkunni ráða stefnunni og segja um leið ríkisstjórninni fyrir verkum. Þessir herrar, sem engar hugsjónir þekkja nema hugsjón auðsöfnunar og peningagræðgi halda að verkafólk verði bugað og Jieytt til að beyja sig með því að halda því nægilega lengi í verk- íalli. Þessir kaldrifjuðu peningafurstar þykjast vita að kjör al- mennings hafi ekki verið þannig að undanförnu að hann ráði yfir digrum sjóðum til að halda út í löngu verkfalli. Þeir treysta á að sulturinn á heimilum verkafólks verði þeirra æskilegi banda- rnaður í baráttunni við verkalýðssamtökin. Fjársöfnunin sem nú er hafin á vegum Alþýðusambands ís- lands og Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík til styrkt- ar verkfallsmönnum þarf að takast með þeim myndarbrag að atvinnurekendaklíkan og ríkisstjórn hennar sjái það svart á hvítu að hér er um falsvon eina að ræða. Samúð almennings í Reykjavík og út um allt land verður nú að koma fram í verki. Önnur launþegasamtök og hverskonar félagssamtök almennings þurfa að leggja fram ríflegan skerf til þess að styðja verkfalls- menn í baráttu þeirra og stuðla að endanlegum sigri. Allur al- menningur þarf að vera virkur þátttakandi í þessari þýðingar- miklu söfnun og hver maður að leggja fram sinn hlut, smáan 'eða stóran, eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Auðmannaklíkan og ríkisstjórn hennar þurfa að finna það greinilega næstu daga að íslenzk alþýða ætlar ekki að þola það £ð verkfallsmenn verði sveltir til hlýðni við auðburgeisastétt landsins. Þvert á móti munu önnur launþegasamtök og sá mikli fjöldi sem veit og skilur að barátta verkfallsmanna er einnig þeirra barátta, sýna það í verki með öflugri þátttöku í fjársöfn- Uninni að verkfallsmenn eiga vísan stuðning allrar alþýðu til þess að halda út og ganga með sigur af hólmi í orustunni við auð- mannaklíkuna, hversu lengi sem verkfallið þarf að standa. Horfur á að af stórveldafundi verði loks í vor eða sumar Bandarik}asf]órn virSist loks hafa látiS af andstöSunni gegn hugmyndinni Ef ekki kemur eitthvert ó- vænt babb í bátinn má telja víst að fulltrúar Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakk- lands og Sovétríkjanna komi saman á fund í vor eða sum- ar til að ræða ýmis mál sem Evrópu varða. Einnig er ljóst orðið að hér verður ekki um að ræða fund æðstu manna stórveldanna, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Ráðgerðir um slíkan fund hafa verið uppi árum saman. Með- an Stalín lifði kvaðst hann hvað eftir annað fús til að hitta forystumenn Vesturveld- anna en aðeins í Evrópu því að læknar bönnuðu sér la.nga sjó- eða flugferð. Truman þvertók hinsvegar fyrir að sækja stórveldafund annars- staðar en í Washington og komst málið því aldrei á rek- spöl. T Torið 1953 tók Winston Churchill þráðinn upp að nýju. Hann sagði í þingræðu, að þar sem nýir menn væru teknir við stjórnartaumunum í Moskva væri að sínu áliti tímabært að forystumenn Vesturveldanna ræddu við þá. Churchill hélt því fram þá og jafnan síðan, að ekki ætti að halda viðamikla ráðstefnu með fastmótaðri dagskrá. Vænlegast væri til árangurs að forystumenn stórveldanna ræddust við með sem fæsta ráðunauta hver og gerðu sér far um að kynnast hver ann- ars skoðunum milliliðalaust. Uppástungu brezka forsætis- ráðherrans var strax vel tek- ið í Moskva og París en í Washington voru undirtektir daufar. Churchili rakti sjálf- ur gang málanna í brezka þinginu fyrir skömmu. Hann ferðaðist til Washington til að reyna að fá Eisenhower á sitt mál en fékk þvert nei. Ný Washingtonför í fyrra sumar Nikolai Búlganin sömu erinda varð jafn árang- urslaus. Á heimleiðinni skrif- aði Churchill Molotoff og stakk upp á fundi forsætis- og utanríkisráðherra Bretlands og Sovétríkjanna einna úr því að Bandarikjamenn vildu ekki vera með. Molotoff tók boðinu en þegar heim til London kom snerist Churchill hugur. Hann hljóp frá sinni eigin tillögur og bar því við að sovétstjórnin hafði borið fram tillögu um ráðstefnu fulltrúa allra Evrópuríkja um öryggis- mál álfunnar. Bandaríska fréttatímaritið Time hefur skýrt svo frá, að sinnaskipti Churchills hafi stafað af því að Eden, Salisbury lávarður og aðrir áhrifamenn í ráðu- neyti hans lögðust gegn hug- myndinni um tvíveldafund. 17'rá því í fyrravor hefur sov- * étstjórnin lagt til hvað eftir annað að fulltrúar fjór- veldanna komi saman til að ræða Þýzkalandsmálin. Vest- urveldin hafa jafn oft neitað og lýst yfir að viðræður kæmu ekki til mála fyrr en samning- arnir um hervæðingu Vestur- Þýzkalands og upptöku þess í A-bandalagið hefðu verið <---------------------N Erlend tíðiudi ._____________________y staðfestir. Þegar rimmurnar um fullgildingu stóðu sem hæst reyndu stjórnir Frakklands og Þýzkalands að fá Vesturveld- in til að fallast á viðræður við sovétstjómina en stjórn- ir Bretlands og Banda- ríkjanna sátu við sinn keip. Nú hafa hervæðingarsamning- arnir verið fullgildir í báðum deildum franska þingsins og búizt er við að fullgilding dragist ekki lengi úr þessu í Beneluxlöndunum og Banda- ríkjunum. Má því búast við að samningarnir gangi í gildi í vor. Jafnframt munu koma til framkvæmda samþykktir Austur-Evrópuríkjanna um mótaðgerðir gegn hervæðingu Vestur-Þýzkalands, svo sem sameiginlega herstjórn ög her- væðingu Austur-Þýzkalands. I kki er liðin nema vika síð- an þess fóru að sjástmerki. að breyting v'æri að verða á neikvæðri afstöðu Bandaríkja- stjórnar til stórveldafundar. Walter George, formaður ut- anrikismálanefndar öldunga- deildarinnar, reið á vaðið og kvaðst álita að halda eigi stór- veldafund fyrir lok þessa árs. Á eftir fór ein af þeim hringa- vitleysum, sem sett hafa svip sinn á stjórnarstörf í Wash- ington síðan Eisenhower kom til valda. Dulles utanríkisráð- herra tilkynnti eftir viðræður við forsetann að sjónarmið ut- anríkisráðuneytisins væru í samræmi við skoðanir George. Samtímis var William Know- land, formaður þingflokks republikana í öldungadeild- inni, að skýra blaðamönnum frá því, einnig eftir viðræður við Eisenhower, að ríkisstjórn- in væri á öndverðum meið við George. Hún krefðist þess að sovétstjórnin upp- fylli ýmis skilyrði áður en af stórveldafundi gæti orð- ið. Næsta dag ræddi Eisen- Winston Churchill hower við blaðamenn og varð þá afstaða Bandaríkjastjórn- ar nokkru ljósari. Hann kvaðst fylgjandi því að embættismenn frá stórveldunum ræddust við fyrst, síðan utanríkisráðherrar og þá æðstu menn ríkjanna ef vænlega þætti horfa um að á- rangur yrði af viðræðum þeirra. rriveim dögum eftir blaða- mannafund Eisenhowers birti sovétfréttastofan Tass yfirlýsingu frá Búlganín for- sætisráðherra. Segir hann að Dioight Eisenhower sovétstjórnin taki jákvæða af- stöðu til uppástungu Eisenhow- ers og bendir á að hún hafi þegar lagt til að fulltrúar fjór- veldanna komi saman til að leggja síðustu hönd á friðar- samning við Austurríki. Síð- an hefur það gerzt að Eden utanríkisráðherra hefur skýrt brezka þinginu frá því ' að Vesturveldin séu að ráða ráð- um sínum um undirbúning stórveldafundar og Churchill / hefur lýst yfir að hann telji enn sem fyrr að fundur æðstu manna stórveldanna án fyrir- fram saminnar dagskrár sé vænlegri til árangurs' en ráð- stefnur embættismanna og utanríkisráðherra. Loks hefur Dulles gefið í skyn að Banda- Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.