Þjóðviljinn - 31.03.1955, Síða 10

Þjóðviljinn - 31.03.1955, Síða 10
10) _ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 31. marz 1955 - Sambúi sósíalisma og kapitalisma Framhald af 7. síðu. hefur í för með sér að hernað- artæki haugast upp á báða Jbóga. En þegar safnazt hafi fyrir geysilegar birgðir víg- búnaðartækja, þá hafi það stöðugt í för með sér þá 4iættu að styrjöld brjótist út. Sambúð þjóða sé ógerlegt að hyggja á pólitík er reiði sig á „kraft aflsins“ heldur á gagnkvæmum skilningi. Til þessa sé fyrst og fremst nauð- synlegt að eðlileg verzlunar- samskipti haldist milli þjóða til gagnkvæms hags fyrir báða aðila. Til þessa sé nauð- synlegt að ein þjóð hafi ekki í frammi hótanir gegn ann- arri. Til þessa sé nauðsynlegt að komið sé vitinu fyrir þá sem ógna mannkyni með kjarnorkusprengju. Þetta myndi bæta sambúð þjóðanna. Sovétríkin fyrir sitt leyti kappkosta stöðugt að efla málefna- og viðskiptasambönd við önnur lönd til þess að þessi sambönd eflist og breyt- ist í vinsamleg samskipti. Sov- étríkin eiga ekki nein deilu- máí við Bandaríkin. Sovézk alþýða kappkostar að halda vináttu við bandarísku þjóð- ina. Ef bandaríska stjórnin ætlast til einhvers af Sovét- ríkjunum, þá má hún vita að með því að beita ógnunum og hótunum nær hún engum ár- angri. Ógnanir eru ekki til neins því að Sovétríkin hafa aldrei látið undan og munu ekki láta undan fyrir ógnun- um. Ef bandaríska stjórnin ætlar sér að fá eitthvað frá Sovétríkjunum, þá fær hún það einungis á grundvelli eðli- legra samskipta, á grundvelli eðlilegra viðskipta. Hann, Krúsjoff, sé þeirrar skoðunar að þau öfl séu til, að heilbrigð skynsemi sé þess megnug að bæta sambúð okk- ar. Hvað snerti hann sjálfan þá muni hann stuðla að eðli- legri sambúð, að eðlilegum og auknum verzlunarviðskipt- um milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Kingsbury Smith segir að bandarískir stjórnmálaleiðtog- ar telji sig hafa gert til- raun til að ná gagnkvæmum skilningi við Sovétríkin, með- an þeir höfðu aðstöðu sem þeir álitu veikari, en fundu ekki leið til þess. Verið getur að þetta hafi vakið þá skoð- un að eigi nokkur von að vera til þess að ná samkomulagi við Sovétríkin þá verði Vest- urveldin fyrst að ná aðstöðu sem bandarískir leiðtogar geta álitið jafnræðisaðstöðu eða hérumbil aflsjafnvægi. Banda- ríkin afvopnuðust hratt að loknu stríðinu. Jafnframt gaf vitneskja, er bandarískir stjórnmálaleiðtogar höfðu fengið, þeim ástæðu til að ætla að Sovétríkin héldu ekki sama afvopnunarhraða. Hearst bendir á að Banda- ríkjamenn hafi sýnt góðan vilja meðan á styrjöldinni stóð, má til dæmis taka láns- og leigulögin og einnig tilboð þeirra til Sovétríkjanna og alþýðulýðveldanna að færa sér i nyt kosti Marshall-áætlunar- innar. Kingsbury Smith segir enn- fremur að bandarískir leið- togar hafi samkvæmt hans skoðun enga löngun til þess að neyða vilja sínum upp á Sovétríkin né kúga nokkum hlut upp á þau. Þeir óski öllu fremur friðar og vináttu við Sovétríkin. Hearst bætir við að hvorki í bandarísku stjórnarskránni né í verkum mikilla leiðtoga og hugsuða bandarísku þjóð- arinnar sé neitt líkt kenn- ingu Marx og Leníns um það að tvö þjóðfélagskerfi séu ó- samrýmanleg, annað þeirra hljóti að líða undir lok. Þetta er eitt þeirra vandamála sem valda Bandaríkjamönnum á- hyggjum þar sem þeir álíta að fyrirætlanir Sovétríkjanna hafi um langan tíma miðast við þessa kenningu. N. S. Krúsjoff bendir á að aflsmunur og veikleikaað- staða séu að sjálfsögðu mis- munandi hlutir. Sovézk alþýða- viðurkenni, að hver þjóð hafi rétt til og verði að hugsa um öryggi sitt og setja á stofn þann herafla sem tryggi það öryggi. En þetta er aflsjafn- vægi, sem Kingsbury Smith talaði um. Samt sem áður hafa Churchill og síðan Dulles sett fram kjörorðið um pólitík sem rekin sé „í krafti afls- ins“. En það þýðir að annar aðilinn vill skipa hinum fyrir að sínum vilja, langar til að vera sterkari hinum. Þessari pólitík fylgja margar alvar- legar hættur. Ef annar aðil- inn eflir mátt sinn, þá er hinn neyddur til að gera hið sama, en það leiðir aðeins til þess að andrúmsloftið verður enn meira lævi blandið. Hann, Krúsjoff, telji „pólitík afls- munarins‘“ ranga stefnu, þar sem hún feli í sér þá hættu að ný styrjöld brjótist út. Hvað varði athugasemdir um að Bandaríkin hafi af- vopnazt eftir stríðið en Sov- étríkin ekki, þá vildi hann, Krúsjoff, í fyrsta lagi sýna fram á lað hafi mannfall Bandaríkjamanna í síðasta stríði numið nokkrum tugum þúsunda manna þá hafi Sov- étríkin misst milljónir manna. Hvað táknar þetta ? Þetta táknar það að öll Sovétríkin, allt landið, var hervætt með- an á stríðinu stóð. Eftir stríðslok var allt vopnað her- lið Sovétríkjanna afvopnað. Eftir var skilið einungis lið er óhjákvæmilega nauðsynlegt var til öryggis landinu. Ef gengið er út frá raun- verulegum staðreyndum þá styðja þær ekki fullyrðingu þá sem Hearst hélt hér fram og aðrir vesturlenzkir leiðtogar taka ósjaldan undir að Sovét- ríkin hafi haldið öflugra her- lið en Vesturveldin og að ógnun stafi af herafla þess- um. Sovétríkin hafa ekki komið óvinsamlega fram við banda- menn sína í baráttunni gegn Hitler. Kunnugt er að fyrir fimm árum síðan höfðu Bandaríkin minni herstyrk á að skipa heldur en nú. Ef Sovétríkin hefðu nokkru sinni ætlað sér að ráðast gegn Vest- urveldunum, þá hefðu þau átt að gera það þá samkvæmt sjónarmiði þeirra sem telja að gera beri árás á hinu hag- stæðasta augnabliki. Samt sem áður gerðu Sovétríkin þetta ekki. Hvers vegna? — Vegna þess að Sovétríkin eru friðsamlegt land, vegna þess að sovézk alþýða er andstæð stríði, enda þótt hún muni verja land sitt sé á það ráð- izt, og vafi leikur ekki á því, að sovézk alþýða muni ekki draga af sér til að ráða nið- urlögum árásarseggsins. Þetta segir okkur reynsla sögunnar. Hvað varðar láns- og leigu- lögin þá er ekki hægt að neita því að þau voru okkur þýðingarmikil hjálp í stríðinu. Það væri ekki rétt að neita því. En hann, Krúsjoff, vildi mega minna viðræðumenn sína á að Sovétríkin færðu blóð- ugar fómir fyrir láns- og leigulögin. Ekkert gull, engar vörur geta borgað fyrir þau mannslíf sem sovétþjóðin fórnaði í baráttunni fyrir mál- stað sinn. Fyrrverandi sam- herja sínum í hinni sameigin- legu baráttu gegn Hitlers- Þýzkalandi getur sovézk al- þýða sagt að þau ‘börðust með heiðri og gegn sameig- inlegum óvini og unnu sigur. Um „Marshall-áætlunina“ hefur margt verið sagt. Sov- ézk alþýða taldi og telur að „Marshall-áætlunin" hafi haft pólitískt markmið, að hún hafi sett sér það verkefni að koma á eftirliti með öðrum löndum, undiroka þau, undir yfirskini efnalegrar hjálpar. Þótt þetta hafi ef til vill heppnazt gagnvart Grikklandi, eða hvaða öðm landi sem er, þá hafa Sovétríkin ekki látið af hendi og munu ekki láta af hendi sjálfstæði sitt fyrir baunadisk eða aðrar vörur. Nokkur orð um vandamál friðsamlegrar sambúðar sósí- alistískra ríkja og auðvalds- ríkja. Vandamál friðsamlegr- ar sambúðar er að sjálf- sögðu mjög mikilvægt. Sú staðreynd er öllum ljós að á okkar tímum eru til auðvalds- ríkin England, Bandaríki og önnur auðvaldsríki á aðra hlið, en á hina Sovétríkin, Al- þýðulýðveldið Kína og önn- ur lönd alþýðulýðræðis. Við lifum á einum og sama jarð- arhnettinum, segir N. S. Krú- sjoff, burt þaðan getur hvor- ugur aðilinn flúið. Þið eruð mótsnúnir kommúnisma og sósíalisma, en við erum and- stæðir kapítalisma. Við byggj- um upp og þróum þjóðarbú- skap okkar á grundvelli sósí- alisma. Þið viljið að atvinnu- vegirnir byggist á auðvalds- grundvelli. Við höfum sagt um þetta og segjum: Hafið ykkar hentisemi, en slettið ykkur ekki fram í okkar mál- efni. Það ástand hefur mynd- azt að tvö þjóðfélagskerfi eru til á sama tíma í heiminum. Þið trúið ef til vill að þetta sé svo að guðlegum vilja. Við álítum þetta árangur sögu- legrar þróunar. Þið teljið að auðvaldið sé óhagganlegt, að framtíðin fylgi auðvaldskerf- inu. Við fyrir okkar leyti álít- um að kommúnisminn sé ó- sigranlegur að að framtíðin fylgi þjóðskipulagi kommún- ismans. Þetta eru tvö and- stæð sjónarmið. Hvar er lausn á þessu á- standi? Nokkrir ákafir ofsa- menn sjá lausn í styrjöld. En það er heimskuleg lausn. Sam kvæmir arfi Leníns styðjum við langvarandi, friðsamlega sambúð hinna tveggja þjóð- félagskerfa, þ.e.a.s. við höf- um talið og teljum að þessi tvö kerfi geti lifað saman án árekstra. Ef spurt er hversu langan tima sú sambúð geti varað, þá verður að segja að þetta er háð sögulegum aðstæðum, þróun sögunnar. Samkvæmt skoðun sovétfólks getur ekki ein þjóð neytt upp á aðra rik- iskerfi sínu. Ef bandaríska þjóðin kýs heldur að lifa við auðvaldskerfi, þá látum og vera svo, enginn mun reyna til að fá hana ofan af því. Ég, sem kommúnisti, segir Krús- joff, kýs málstað kommúnista. Viðræðumenn mínir kjósa mál- stað auðvaldssinna, enda eru þeir sjálfir kapítalistar. Engu að síður eigum við saman friðsamlegar viðræður. Fyrst þetta er kleift hér við þetta borð, þá er það engu siður, samkvæmt skoðun hans, Krú- sjoffs, kleift í samskiptum milli tveggja þjóðfélagskerfa — auðvalds og sósíalisma. Hearst bendir á að Sóvét- ríkin og Bandaríkin hafi starfað saman innan Samein- uðu þjóðanna frá upphafi. N. S. Krúsjoff fellst á það og segir ennfremur að við- ræðumenn sínir álíti að sjálf- sögðu að auðvaldið muni bera sigur úr býtum. Sovézk al- þýða álíti að kommúnisminn sigri. Hvenær það gerist veit enginn. Ef rætt er um fram- tíðarþróun Bandaríkjanna, þá sé það undir bandarísku þjóð- inni sjálfri komið, og enginn muni geta leyst þetta vanda- mál fyrir hina bandarísku þjóð. Nikulás n Rússakeisari mun að öllum líkindum hafa álitið tíu árum fyrir október- byltinguna að hásæti hans væri óhagganlegt og myndi standa til eilífðar. En samt sem áður, að þessum tíu ár- um liðnum sá hans ekki fram- ar merki, og vel að merkja, það voru rússneskir bændur og verkamenn sem veltu keis- aranum af stóli, en ekki bandarískir. Hver veit hvern- ig rás viðburðanna verður í öðrum löndum, t.d. í Banda- ríkjunum. I Bandaríkjunum er voldug verklýðsstétt, og fyrr eða síðar mun hún hefja upp rödd sína. En lausn þess vandamáls, hvaða stjórnar- kerfi sigrar í Bandaríkjunum tilheyrir bandarísku þjóðinni og bandarísku þjóðinni einni. Honum, Knisjoff, virðist sem bandarískir stjórnmála- leiðtogar skilji þetta allt á- gætlega, en þeir túlki reglu friðsamlegrar sambúðar á rangan hátt til þess að sveigja Bandaríkjamenn gegn Sovét- ríkjunum og fá þá til að trúa því að Sovétríkin vilji styrj- öld. Þetta er hreinn rógur um Sovétríkin. Sovézka þjóðin styður langvarandi friðsam- lega sambúð hinna tveggja þjóðfélagskerfa. Kingsbury Sinith bendir á að bandarískum iðjuliöldum virðist að bandaríska verka- lýðsstéttin hefji oft upp rödd sína og kref jist hærri launa. Hearst bætir við að verka- menn láti vilja sinn í ljós í hverju verkfalli. N. S. Krúsjoff segir að þetta séu að sjálfsögðu einka- mál bandarísku þjóðarinnar. Kuup - Sala Regnfötin, sem spurt er um, eru fram- leidd aðeins í Vopna. Gúmmifatagerðin VOPNI, Aðalstræti 16. Munið kalda borðið aö Röðli. — RöðuU. Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu I Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. U tvarpsviðgerðir Radió, Veltusundi 1 Sími 80300. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og 16g- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvélaviðgerðir S y 1 g i a. Latifásveg 19, sími 2658. Heimasími: 82035. 1395 Nýja sendibílastöðin Sími 1395 Lj ósmyndastof a Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxl Klapparstíg 30. — Sími 6484. Sendibílastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 Samúðarkort Slysavarnafélags fslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um allt land. í Reykjavík afgreidd í síma 4897. Félagslíf Páskadvöl í Skálafelli Þeir, sem ætla að dvelja í skíðaskála KR í Skálafelli yf- ir páskana, sæki dvalarkort í verzlunina Áhöld, Lauga- vegi 18, kl. 16—18 í dag. Verð fyrir allan tímann er kr. 150,00 + félagsgjald. Skiðadeild KR.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.