Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. ágúst 1955 Sitt tilkomumesta atriðiö í ballettinum. Myndin gefur nokkra hugmynd um stœrð leiksviðsins. Veróna London Moskva Cannes Ein þeirra kvikmynda, sem vöktu hvað mesta athygli á ,, ^vikmyndahátíðinni í Cannes í • ár, var sovézka myndin Rómeó og Júlía. Ilinn frægi ástarharmleik- ur Shakespeares hefur oft verið kvikmyndaður, ein síð- asta myndin var gerð af Bretum og ítölum í samein- ingu, leikstjórinn Visconi í- talskur, leikararnir enskir (bæði aðalhlutverkin voru leikin af óþekktum leikurum : sem aldrei höfðu staðið fyr- ir framan kvikmyndavélina ■ áður), en myndin að öllu . leyti tekin á Italíu, í Verónu, Flórens og Feneyjum. En þessi sovézka kvikmynd er allfrábrugðin öðrum kvik- myndum; um hina ungu elsk- endur í Verönú. Hún er ekki gerð beint ’eftir sjónleik Shakespeares, heldur er hér um að ræða eitt höfuðverk sovézka ballettsins, sem ’ hef- ur verið kyikmyndað. Það er Prokoféff’ áem samið hef- ur tónlistina og þessi leikdans er okkur ekki með öllu ó- kunnugttr, ‘ við höfum haft tækifæri til áð sjá kafla úr honum i sovézku ballettmynd- inni, sem sýnd, var hér í vet- ur sem leið. Það er að sjálfsögðu Gal- ína Úlanóva sem fer með að- alhlutverkið, og ekkert er til myndarinnar sparað. Hún er í agfalitum og er öll tækni , myndarinnar , með afbrigð- um, einkum eru hópatriðin rómuð. Við fáum vonandi að sjá hana áður en langt líður. ■ '9 HEKd r.man ,xirgr<aiv Franskur Cancan Það hafa verið gerðar ótal kvikmyndir um liðna tíma og atburði úr sögunni, enda á kvikmyndin sérstakan töfra- mátt til að sýna okkur þá. Hinsvegar verður því ekki neit- að að það hefur viljað brenna; við að kvikmyndahöfundar hafi lagað til söguna eins og þeim hentaði bezt. Ef um er að ræða ástabrall við hirð keisaranna í Býsans eða afrek riddara krossfara- tímans munu flestir áhorfend- ur eiga erfitt með að gunga úr skugga um, hvort- rétt er sagt frá, enda skiptir það oftast litlu máli. Öðru máli gegnir þegar kvikmyndin er látin ger- ast á nýliðnum tíma, t. d. ,”!seinpi hl.utp^/ði^stu áitjai;. eins' ■ og t. d. mýnd sá sém’her skal] sagt frá, en það er nýjasta' • mynd franska meistarans Jean; . Renoir, „French Cancán“, sáff Jni nifrriígnnH Húm;,yap frjimsýnd á kvik- ■,, myndahátíðinni í Cannes og’l vakti athygli. Enda þótt sumirf , hefðu sitthvað út á hana aðí , setja, þá voru menn yfirleitt sammála um að Renoir hefðij 1 tekizt sérstaklega vel að ná I svip þess tíma sem myndinþ, , gerist á, síðustu áratugum|j | nítjándu aldar í Paríst: j,\<- p 1 Á þeim tima var Montmartref- ,að taka stakkaskiptum, breýt-^ ast úr syeitaþorpi í útjaðri Parísar í borgarhverfi lista- manna' og alþjóðlegra skemmti- , staðg. Gamall kunningi okkar, Jean Gabini leikur veitinga- mann sem tekinn er að ,eld- ast; hann kaupir gamla dans- krá, breytir henni og gefur henni nafnið Moulin Rouge (Rauða myllan), sem átti eftir að verða heimsfrægt. Þar gátu ríkir ferðamenn drukkið lélegt rauðvíh fýrir kampayíh’svérð en um leið horft á dáns.þarin, sem saminn var til að lokka þá inn í mylluna: Cancaninn, sem gefur mynd Renoir nafn. Cancaninn er enn dansaður og er orðinn eins konar vöru- merki fransks skemmtanalífs, ofsalegar fótasveiflur, hvít læri og svört sokkabönd. Cancaninn er franskur þjóðdans að upp- runa, en það voru aðallega Englendingar og Ameríkanar sem sóttust eftir að horfa á hann 11X100110 Röugé, ehda hef- :iir,! Rdrioih ' fcáliáú' mýndina Frehbhí Cancah á ensKu.:,:' •.. ,i.:., :.nj; ■ , rp ■ ; , uj e Þetta er ekki fyrsta kvik- myndin sem gerð hefur verið um Moulin Rouge, margir minnast myndar John Hustori, sem hér. hefur vérið sýnd; um Toulause-Lautrec, og verður sjálfsagt ekki sú síðasta. En þessi mynd Renoir er sögð bera af öllum. Auk Gabins leika í myndinni m. a. Maria Felix og hin undurfagra Frángoise Arnoul. Eigandi Moulin Rouge, Zidler, (Jean Ga- manni“ sinum, Zidler, pegar hun hittir bin), hefur fundið unga fríða stúlku, Nini, jafn glæsilegan ungan mann og pann sem í pvottahúsi (Francoise Arnoul) og gerir réttir henni blómvönd hér við tröppumar hana að dansmey. upp til Montmartre. '■ ' >m hoíninni Eimskip Brúarfoss fór frá Fáskrúðsfirði í gær til Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Neskaupstaðar, Seyðis- fjarðar, Húsavíkur, Akureyrar, .Siglufjarðar, ísafjarðar og Pátreksfjarðar. Dettifoss lest- ar frosinn fisk og síld á norð- urlandshöfnum. Fjailfoss er í Rotterdam. Goðafoss fór frá Siglufirði 6. þm til Gautaborg- sr, Lysekil og Ventspils. Gull- foss er væntanlegur til Reykja- víkur árdegis í dag. Lagarfoss , yar í Keflavík í gær. Reykja- ,fpss fór frá Hamborg 9. þm til London. Selfoss er í Lysekil, Tröllafoss fór frá New York 2. þm til Reykjavíkur. Tungu- foss fór frá Reykjavík 6. þm til New York. Vela fermir síld- srtunnur í Noregi um þessar mundir til norðurlandshafna. Jan Keiken fer frá Hull á morgun til Reykjavíkur. Niels Vinter fermir í Antverpen, Rotterdam og Hull 12.-16. þm. Sambandsskip Hvassafell fór frá Reyðarfirði S.:.þm til Trondheim. Arnarfell fór frá Akureyri 3. þm til New •York. • Jökulfell er væntanlegt íil Reykjavíkur í kvöld. Dísar- fell er á Kópaskeri. Helgafell fór frá Húsavík 7. þm til Kaup- mannahafnar og Finnlands. — Sine Boye losar kol á Aust- fjarðahöfnum. Tom Strömer er á Bíldudal. RHdsskip Hekla er í Kaupmannahöfn. Esja er í Rvík. Herðuþreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið kom til Reykjavík- ur í gærkvöld. Þyrill fór frá Reykjavík í gær suður og aust- ur um land. Sága, millilanda- ’fitigvél Loftleiða,1 'er væntanleg tilj : ‘ Reykjavíkur kl. 9 árdégis í dag- frá New York. Flugvélin fer áleiðis til Staf- angurs, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10:39. Einnig er Edda væntanleg kl. 17:45 í dag frá Stafangri og Ósló; fer áleiðis til New York kl. 19:30. Sólfaxi er væntanlegur til R- víkur kl. 17:45 í kvöld frá Hamborg og Kaupmannahöfn. Gullfaxi fer til Óslóar og Stokkhólms kl. 8:30 í fyrra- málið. Innanlanilsflug í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, ísafjarð- ar, Kópaskers, Sauðárkróks og Vestmannaeyja (2 ferðir). Á XX X NANK9N morgun til Akureyrar (3 ferð- ir), Egilsstaða, Fagurhólsmýr- ar, Flateyrar, Hólmavikur, Hornaf jarðar, Isafj., Kirkjubæj- arklausturs, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. ★ ★ I dag er fimmtudagurinn 11. ágúst. Tiburtius. — 228. dagur ársins. — Hefst 17. viba sumars. — Tungl á síðasta kvartili; í hásuðri kl. 7:21. Ár- degisháflæði kl. 11:31. Síðdeg- isháflæði nokkru eftir miðnætti. 65 ára er í dag Helgi Sigurður Eggertsson verkamaður Fögru- brekku vii Breiðholtsveg. » / ^ Hjónunum Guð- k -3 gj * rúnu og Yngva 7 /jjj ^ Hraunf jörð, ' Heimahvammi Blesugróf, fædd- ist 12 marka sonur sunnudag- inn 7. ágúst. Fjarvistir lækna Grímur Magnússon verður f jar- verandi frá 9. þm til 14. þm. Staðgengill hans er Jóhannes Björnsson. Kristján Sveinsson verður f jar- verandi frá og: með deginum í dag til mánað^nýta.^Staðgeng- ill hans er. Svqijrij)/J’.eíurssQri vii *mV -' f Suinardvöi mæðra, Kaldárseli Undirbúningsnefndin flytur beztu þakkir til allra þeirra sem komu til að skemmta vist- fólkinu. — Nefndin. Gen^isskráning í Kaupgengi sterlingspund ....... 45.55 1 bandarískur dollar .... 16.26 Kanada-dollar ....... 16.50 100 svissneskir frankar .. 373 30 100 gyllini' ........... 429.70 100 danskar kró.nur ...... 235.50 100 sænskar krónur .......314.45 100 nörskar króriur ...... 227.75 100 bélgískir frankar .... 32.65 100 tékkneskar krónur .... 225.72 100 vesturþýzk mörk...... 387.40 1000 franskir frankar .... 46.48 1000 lírur ............... 26.04 Söfnin eru opin N'áttúrugripasafnið kl. 13.30-15 á sunnudögum, 14-15 8 þriðjudögum og fimmtudögum. ÞjóðmlnjasafnlS kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-18 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. hjóðskjalasafnlð á virkum dögum kl. 10-12 og 14-19. Limdsbókasafnið kl. 10-12, 13-19 og 20-22 a!la virka daga nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Listasafn Einars Jónssonar er opið klukkan 13.30 til 15.30 alla daga yfir sumarmánuðina. Æ.F.R. Listi til uppástungu um full- trúa á 14. þing ÆF liggur frammi í skrifstofu ÆFR. — Skrifstofan er opin alla virka daga nema laugardaga kl. 6.30 til 7:30; á laugardögum kl. 3-5. 8.00—9.00 Morgun- útvarp. — 10,10 Veðurfregnir. 12.00 —13.15 Hádegisút- varp. 15.30 Miðdeg- útvarp, — 16.30 Veðurfregnir. 1925 Veðurfregnir. 19 30 Lesin dagskrá næstu viku. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fróttir. 20.30 Dagskránþáttur frá Færeyj- um; IV: Rasmus Effersöe skáld (Edward Mitens ráðheri-a flytur). 20 55 Veðrið í júlí (Páll Bergþórs- son veðurfræðingur). M.20 Tón- leikar: Tónverk eftir Scihubert (plötur): a) FantasLa í C-dúr, op. 159 (Adolf Busch og ÍRudoif Ser- kin lelka). b) Impromtus op. 90 (Edwin Fischer leikur). 21.50 Upplestur: Kvæði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (Ivar Orgland sendikennari les úr þýð- ingum sinum ‘á norsku). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Hver er Gregory?“, sakamáia- saga eftir Francis Durbridge; XIV. (Gunna.r G. Schram stud. jur.). 22.25 Sinfóniskir tónleikar: Sinfóníuhljómsveitin leikur Sin- fóniu nr. 7 i A-dúr eftir Beet- hoven; Olav Kielland stjórnar (Bljóðritg.ð á tónleikum í Þjóð- leikhúsinu 22. aprii s.l.). 23.05 Dagskrárlok. IHAKI ■w 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.