Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 1
VILIIN Fimmtudagur 11. ágiist 1955 — 20. árgangur — 178. tölublað Yaxandi andstada íslendinaca gegn hernámi áhyggjuefni í Washinston Ákveðið hefur verið að reisa flotastöð á íslandi fyrir 3264 mvlljánir kránai9 segir Neir York Times Bandarískir ráðamenn eru áhyggjufullir vegna þess að sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu and- vígur þorri íslendinga er bandaríska hernáminu. Þetta kemur greinilega fram í fréttaskeyti sem New York Tintes, mikilsmetnasta fréttablað Banda- ríkjanna, birti á miðvikudaginn í síðustu viku. Höfundur skeytisins er C. L. Sulzberger, yfirmaður frétta- ritara blaðsins erlendis. Hann hefur að jafnaði aðsetur í París og sendir þetta skeyti þaðan. ★ „Yfirborgaðir, og yfirkynjaðir'' „Það er ekki á margra vit- orði“, segir Sulzberger, „að snurða hefur hlaupið á þráðinn í sambúð Bandarikjanna og tveggja bandamanna þeirra í hópi Norðurlanda, Islands og Noregs. Hvað ísland snertir eru 'aiulkvæðin mjög áþekk víð- kunnri umkvörtun Breta í heimsstyrjöldinni síðari: „Það sem er að ykkur Könum er að þið eruð yfirborgaðir, yfirkynj- aðir og hér yfirfrá“. ★ Ætla að fjölga hernámsliðinu Sulzberger, sem margoft hef- ur sýnt í verki að hann hefur frábærlega góð fréttasambönd á æðstu stöðum i Bandaríkjun- um og alveg sérstaklega við Bandaríkjamenn í yfirherstjórn A-bandalagsins, segir síðan: „Vandamálið á íslandi er að þar eru of margir Bandaríkja- menn og von er á fleirum". Hann skýrir frá því að hingað til hafi verið varið 160 milljónum dollara (2600 milljónum króna) til her- stöðvaframkvæmda á íslandi „og nú á að verja 200 millj- ónum dollara (3264 milljón- um króna) í viðbót til að koma upp stórri flotastöð". Tölurnar sem Sulzberger birt- ir um kostnað hernaðarfram- kvæmdanna hér á landi eru ná- kvæmlega þær sömu og til- gréindar voru í franska blað- inu Combat og Þjóðviljinn skýrði frá á sunnudaginn. ^ Hernámsandstæð- ingum vex fylgi „Bandaríska herstjórnin er nú að reyna að lægja andúðar- öldurnar" sem risið hafa með tslendingum gegn hemáminu, segir hinn bandaríski i'réttarit- ari. Nefnir hann til dæmis að „bandarískum hermönnum er nú bannað að koma til höf- uðborgarinnar Reykjavíkur nema í takmörkuðum hópum“. En heimildarmenn Sulzberger gera sér 1 jóst að „einangrun hersins" hefur ekki borið til- ætlaðan árangur. „Greinilegt er að stjórmnálaflokkum sem eru hliðhollir kommúnistum og andvígir Bandaríkjunum er að vaxa ásmegin", segir hann. Yrði varla end- nýjaður Sulzberger bendir á u''psagn- ar- og endurskoðunarákvæði hernámssamningsins og segir: „Eins og stjórnmálaþróun- in er nú er það vissulega vafa bundið að hægt væri að endurskoða samninginn frá 1951 og fá hann samþykktan á þingi Islands". Hann lætur í ljós von um að „skynsamlegt hernaðardipló- mati geti smátt og smátt breytt óheillaþróuninni (á íslandi). Og það er sannarlega bráð- nauðsynlegt, því að þegar nýja flotastöðin kemur til sögunnar gæti vándamálið orðið enn verra viðfangs". Deilumálið við Noreg, sem rætt er í sömu grein, er ákvörð- un iBandaríkjaþings að helm- ingur af allri kornvöru sem Bandaríkin selja af offram- leiðslubirgðum sínum skuli fluttur með bandarískum skip- um. Norðmenn telja sig ekki Kaupmannahöfn í gær var sett í Kaupmanna- höfn þing fræðimanna og er það kennt við trúarheim- spekinginn '>%%• Sören Kirke- gaard, sem dó fyrir réttri '-Jj öld. Þingið sækja 100 heimspeking- ar frá fjölda landa og öll- um heimsálf- um. Samtíma- mönnum Kierkegaards þótti lítið til hans koma en frægð hans hefur vaxið jafnt og þétt og nú er svo komið að eng- inn annar danskur rithöfundur Samtíma skop- teikning af Iíierkegaard geta keypt korn af Bandaríkj- \ mun víðfrægari að H. C. Ander- unum með þeim skilmála. sen einum undanteknum. Bretar reyna að beizla vetnisorku Brezka kjarnorkumálastjórnin hefur látiö byrja tilraun- ir, sem miöa að því aö beizla orkuna sem leysist úr læö- ingi viö samruna vetnisfrumeinda. Bandaríkj amenn hóta Rhee að yfirgefa S-Kóreu Æðstu menn hers Suöur-Kóreu umhverföust í gær, þeg- ar fregnir bárust til Seul um að í ráði væri aö kalla allt bandarískt herliö heim frá Kóreu. Fréttamenn í Washington fullyrtu i gær að það væri efst í bandarískum ráðamönnum að kalla heim þær tvær herdeildir Bandaríkjamanna sem enn eru í Suður-Kóreu. Strax og þetta fréttist til Seoul gáfu yfirhershöfðingi hers Suður-Kóreu og forseti herráðsins út yfirlýsingu. - Segja þeir að heimkvaðning bandaríska hersins væri svik Á myndinni hér fyrir ofan sjást merktu silfurgripirnir á sýningu Péturs Iloffmanns í Listamannaskálanum. — Margir Reykvík- ingar liafa þar endurheimt týnda gripi sína — sem Pétur Hoff- mann bjargaði undan sjó og 'endanlegri glötun. Sjá frásögn á 3. síðu. (Ljósm. Ljósmyndast. Sig. Guðin.). við Suður-Kórea og sama og að afhenda þá féndum þeirra. Brottför Bandaríkjamanna frá Kóreu yrði hvarvetna skilin þannig að Bandaríkin vildu ekk- ert af landinu skipta sér fram- ar og legðu allt kapp á að blíðka kínverska kommúnista. Suðurkóresku hershöfðingj- arnir segja, að í stað þess að fara á brott eigi Bandaríkja- menn að lýsa vopnahl^ssamn- inginn úr gildi fallinn og hefja hernaðaraðgerðir til að leggja alla Kóreu undir stjórn Syng- mans Rhee. 1 gær héldu stuðningsmenn Rhee áfram umsát um fulltrúa hlutlausu eftirlitsnefndarinnar með framkvæmd vopnahlésins i fimm helztu borgum. Yrði aðeins byggilegt skorkvikindum Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaða- mönnnm í gær * að Bandaríkin mvndu ekki" bregðast iþeirri skyldu sinni að vernda fulltrú- aná í' hlutlausu eftirlitsnefnd- inni. Gerði hann lítið úr þeirri staðhæfingu Syngmans Rhee að Framhald á 8. síðu Möguleikarnir á að beizla vetnisorkuna eru ekki á dag- skrá á kjarnorkuráðstefnu SÞ í Genf. Frá tilraunum Breta var skýrt á blaðamannafundi sem brezka sendinefndin á ráð- stefnunni hélt. Áður en mannsaldur er liðinn Sir John Cockcroft, yfirmað- ur kjarnorkumálastjórnar Bret- lands, hafði orð fyrir þeim fé- lögum. Kvaðst hann telja ó- kleift að spá neinu um, hvenær tækist að leysa þann vanda sem beizlun vetnisorkunnar er sam- fara, en Bretar væra ekki að fást við hann ef þeir teldu ekki von um árangur. Annar úr brezku nefndinni, Sir George Thompson, kvaðst þeirrar skoðunar að takast myndi að beizla vetnisorkuna innan mannsaldurs. Mestu vandkvæðin eru þau að sam- runi vetnisfrumeindanna gerist við svo hátt hitastig að engin þekkt efnablanda þolir það. Kjarnorkurafstöðvar Cockcroft skýrði frá því að á árunum 1960 til 1865 myndu Bretar reisa 12 kjarnorkuknún- ar rafstöðvar. Myndu þær spara fimm milljónir tonna af kolum á ári. Gert er ráð fyrir því að áríð 1970 verði 40% af raforku Breta frá kjarnorkurafstöðvum og sparast þá 40 milljónir tonna af kolum á ári. Um næstu alda- mót er búizt við að rafmagn' frá kjarnorkurafstöðvum i Bret- landi svari til þess sem fengist við brennslu 150 til 200 milljón tonna af kolum. Hætta á ferðum Á fundum kjarnorkuráðstefn- unnar i gær var rætt um þá hættu sem stafað gæti af kjam- orkustöðvum. Bentu vísinda- mennirnir á að svo mikillar varúðar og nákvæmni þyrfti að gæta við rekstur þeirra að varla gæti farið hjá því að slys 1 yrðu einhverntima þótt engin | hafi orðið til þessa. Ef kjarn- ! orkurafstöð færi úr skorðum svo að geislavirk efni yrðu laus mætti búast við að allt líf I eyddist innan tveggja kílómetra geisla í kringum st.öðina. — Stöðvargrunninum sjálfum vrði að loka um margra ára skeið vegna geislaverkunar. Dulles sfryður ran Talsmaður stjórnar Sjang Kaiséks á Taivan lýsti yfir í gær að sovézka olíuskipinu Tuapse, sem herskip Sjangs hertóku við Kinaströnd fyrir ári síðan, yrði alls eltki skilað aftur til réttra cigenda. Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkianna, sagði i gær nð hann teldi Ngo Dinh Diem, för- sætisráðherra í suðurhluta Viei Nam, hafa ful’an rétt til aí neita að framkvæma ákvæð: vóþnahléssamningsins frá fyrra um kosningar í öllu land- inu. Kvaðst Dulles vilja bendá á að Diem hefði neitað að undirrita samninginn úir vopnahlé. Stjórnir Bretlands og Frakklands hafa lagt fasl að Diem að halda vopnahlés- samninginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.