Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 4
! UW 4) _ÞJÓíýVILJINN — Fimmtudagur 11. ágúst 1955 Verður HcsrnMur GuðmundS' son sendiherra í Svíþjóð? í>að hefur að vonum vakið talsverða athygli hversu mjög hefur dregizt að skipa sendi- herra í Svíþjóð. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan Helgi P. Briem, sem áður var sendi- herra í Svíþjóð, var skipaður sendiherra í Vesturþýzkalandi, en enn hefur ekki fengizt nein niðurstaða um arftaka hans. Sagt er að Stefán Jóhann Stefánsson hafi mjög boðið fram hæfileika sína til þessa starfa. Hafi hann bent á verð- leika sína vegna fyrri sam- skipta sinna við Svía (rak- blaðaheildsalan og landhelgis- tilboðið), en jafnframt hafi hann bent Framsóknarflokkn- um, sem skipar sendiherrann, á það að ef hann færi til Sví- þjóðar myndi forstjórastaðan í Brunabótafélagi íslands losna, en Brunabótafélagið heyrir undir Steingrím Steinþórsson. Mun Stefáni Jóhanni hafa orð- ið allmikið 'ágengt um skeið, einkum með þessari síðustu röksemd. En þegar Framsóknarmenn fóru að hugsa þessa hlið máls- ins datt þeim í hug, að það væri annar Alþýðuflokksmað- ur sem hægt væri að losa úr enn mikilvægara embætti: Har- aldur Guðmundsson, forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins. Tryggingarstofnunin heyrír sem kunnugt er einnig undir Steingrím Steinþórsson, og tryggingarkerfið er sem kunn- ugt er hægt að nota mjög rækilega til pólitískrar und- irróðursstarfsemi, enda hefur það óspart verið gert. Mun Framsóknarmönnum hafa litizt mjög vel á þennan möguleika og hafa þeir því gert Haraldi Guðmundssyni formlegt tilboð um sendiherraembættið. Har- aldur mun ekki enn hafa gefið endanlegt svar, en sagt er að Átta íslenzkir málarar sýna í Vestur-Pýzkalandi Hinn 21. þ.m. veröur opnuö í Mathildenliöhe í Darrn- stadt í Vestur-Þýzkalandi sýning á verkum 8 íslenzkra málara. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•,B■■■»»■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■««■»■■■■■■•■■ Terrazzo- og mnDhúðunarefiii, margar fegundir Mars T raing Conpany, Klapparstíg 20. Sími 7373 ^.^■■■■■■■■■a■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ \ ÞÝZKAB poplm-regnkápur f v teirin ímm í áag _ ! MARKAÐURINN Laugaveg 100 HLUTHðFAFUNDUR 1 veröur í veitingastofu félagsins á Reykjavíkurflug- velli, miðvikudaginn 31. þessa mánaðar, kl. 10 ,ár- degis. DAGSKRÁ: Lagabreytingar. Fundarsókn reyndist ekki fullnægjandi á aöal- fundi til lögmætrar afgreiöslu lagabreytinganna, san þar voru samþykktar einróma, og er því til fundarins boðað. STJÓRN LOFTLEIÐA h.f. '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fyrir rúmum tveimur árum vakti stjóm félagsins Germanía máls á því við dr. E. Thiele, framkvæmdastjóra Deutscher Kunstrat, hvort ekki myndi vera mögulegt að halda íslenzka mál- verkasýningu í Þýzkalandi. Málaleitan þessari var þegar í upphafi vel tekið og þá þegar rætt við þýzka sendiherrann hér, dr. Oppler. Dr. Thiele taldi það þegar í upphafi vænlegast til árangurs að velja til sýningarinnar mál- verk, er bæru greinileg íslenzk einkenni, enda var sýningunni valið heitið: „Menschen und Landschaft in Island” (menn og landslag á íslandi). Hann kynnti sér því þá þegar fyrir rúmum tveimur árum íslenzka myndlist eftir föngum og enn á ný, er hann dvaldi hér aftur í desem- ber sl. Kvað hann Deutscher Kunstrat reiðubúið að ®nnast um sýningu á tilteknum verkum eftir níu íslenzka málara, enda sæi Germanía um allan undir- búning hér á landi, sendingu myndanna og tryggi'ngu. Var málurum þessum boðin þátttaka í sýningúnni með þeim verkum sínum, er dr. Thiele hafði álitið æskilegust, en verkin hafði hann valið í samráði við listamennina sjálfa. Átta þessara málara tjáðu sig fúsa til að taka þátt í sýn- ingunni, og hafa verk þéirra nú fyrir nokkru verið send utan, alls um 50 málverk og ennfrem- ur um 35 vatnslitamyndir og tré- skurðar. Málararnir, sem þátt taka í sýningunni, eru þessir: Ásgrím- ur Jónsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Gunn- laugur Blöndal, Jóhannes S. Kjarval, Jón Engilberts, Jón Stefánsson og Jón Þorleifsson. Sumaraukaferð Ferilaskrifstefuníiar Eíns og undanfarin ár efnir Ferðaskrifstofa ríkisins til j svonefndrar sumaraukaferöar til meginlands Evrópu, þeg- i ar. hausta, tekur hér norður á íslandi. Býðst sendiherrastaða hann fýsi mjög að losna úr pólitísku þrotabúi hér heima í hóglífisstöðu meðal þúbræðra. En eftir að málin hafa snúizt á þennan veg er sagt að fátt sé orðið með þeim félögunum Haraldi og Stefáni Jóhanni. Ekki er vitað hvað ofan á verður ef Haraldur hafnar til- boði Framsóknar, en talið er að Steingrímur Steinþórsson hafi einnig nökkurn hug á sendiherraembætti þessu. Eng- inn heyrir hins, vegar minnzt á fyrri tillögur Framsóknar- floklcsins um fækkun sendi- herra á Norðurlöndum! sendiferðabíll til sölu. Ní VÉL Uppl. á Bifreiðasölurmi Klapparstíg 37 1 þetta sinn verður ferðinni hagað nokkuð á annan hátt en áður, þannig að farið verður einnig til Austurríkis og Lux- emborgar, en það. er nýlunda í ferðum Ferðaskrifstofunnar. Að öðru leyti verður tilhögun ferðarinnar sem hér segir: Lagt verður af stað með flugvél þann 7. september n.k., til Kaupmannahafnar og dvalizt þar tvo og hálfan dag, til þess að skoða borgina og umhverfi hennar. Frá Kaupmannahöfn verður svo ekið um Sjáland, Fjón og Jótland allt suður til Ilamborgar og þar dvalizt í tvo daga og skoðuð borgin, ein mesta útflutningshöfn Evrópu. Frá Hamborg liggur leiðin suð- ur um Lúneborgarheiði, Hann- over, til Kölnar, suður Rínar- dal og til Heidelberg, en þaðan um Wúrzburg og Núrnberg til Múnchen. Eftir eins dags dvöl heldur ferðin áfram til Salzburg í Austurríki og þaðan til Inns- bruck inni í miðjúm austur- rísku Ölpunum. Þaðan verður farið með svifbraut upp í fjöll- in upp í meira en 2000 metra hæð. Héðan verður ekið suður yfir Brennerskarð og um Bolz- ano til Feneyja og dvalizt þar í tvo daga til þess ,að skoða þessa furðuborg, sem stendur á yfir hundrað eyjum og er heimsfræg fyrir lainar glæsilegu hallir, kirkjur og brýr. Frá Feneyjum liggur leiðin norðvestur yfir Pósléttuna um Padua og meðfram Gardavatni til Milanó og þaðan til Lugano óskast til yistheimilisins í Gunnarsholti strax eða viö næstkomandi mánaöamót. Upplýsingaiyum kaup og vinnutíma í Ski’ifstofu ríkisspítalanna, sími 1765. Skrifsíofa ríkisspítalanna ■ ■■.■■■■■■■■■■■■■■■!!■■■■■■■■■■■■ !■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■! í Sviss og dvalizt einn dag £ þessari fögru borg, einni mestu ferðamannamiðstöð þessa mikla ferðamannalands. Síðan verður haldið norður yfir Alpafjöll yfir St. Gotthardsskarð um hrikalegan fjallveg niður að Viervaldstáttersee, fegursta vatni svissnesku Alpanna, dvalizt í Luzern í einn dag og tíminn notaður til þess að fara með tannlijólabraut upp á Pílatusfjallið. Héðan liggur leiöin um Bern, höfuðborg Svisslands, en síðan um Frei- burg til Montreux við austur- enda Genfarvatns og svo með- fram vatninu að norðan til Genfar, aðsetursstaðar Þjóða- bandalagsins og miðstöðvar úraverzlunarinnar svissnesku. Frá Genf verður ekið til Parísar og dvalizt þar í þrjá daga og skoðuð eftir föngum þessi „borg Ijóssins", eins og hún er oft kölluð og það með réttu. Einn- ig verður farið til Versala og skoðaðar hallir Lúðvíks fjórt- ánda. Síðasta daginn á megin- landinu notar ferðafólkið til þess að aka til Luxemborgar í samnefndu landi og komast £ veg fyrir íslenzka fiugvél, sem flytur það heim til Islands dag- inn eftir. Er þá lokið þessari 26 daga. ferð um sjö lönd, og er það von. Ferðaskrifstofu ríkisins, að hún. verði goður sumarauki, sem margir noti sér til þess að bæta sér upp allt sólarleysið og rign- inguna í sumar; TIL LIGGUR LEIÐIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.