Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 10
Ævintyri músanna eftir Huldu á Hamri [(niðurlag) En kötturinn vaknaði við vondan draum og stökk á fætur, og þegar hann opnaði augun fyllt- ust þau samstundis af volgri bláberjasúpu, — annars hefði hann kann- ski séð mýsnar, þegar þær forðuðu sér. Svo rak hann upp hátt vein, og kaupmannsfrúin, sem kom hlaupandi inn í eld- húsið, krossaði sig bæði í bak og fyrir, þegar hún sá eftirlætið sitt svona útleikið. Hún var ekkert að grennslast eft- ir því hver hefði gert þetta, heldur flýtti sér í burtu með köttinn í fanginu og eftir dálitla stund heyrðist bæði vatnsrennsli og kattar- mjálm innan úr baðher- herginu. Það var glatt á hjalla hjá músunum niðri í hol- unni, þær dönsuðu og tístu og léku sér. En upp í eldhúsið þorðu þær ekki aftur, bæði af hræðslu við köttinn, og svo af því að þar var Lína eldabuska að þurka upp af gólfinu með mikl- um hamagangi og látum og bölsótaðist um leið yfir þessum ólukkans ketti, sem ekki væri til annars en óþrifnaðar og leiðinda og öllum til ama nema frúnni. Nú komu músahjónin ’heim með fullan sekk af mat og Skottlöng sagði frá afrekum þeirra syst- kinanna. Músapabbi ávít- aði þau dálítið, en klapp- aði svo á kollinn á öllum litlu mýslunum sínum, og sagði^ð þetta væri nú rösklega gert hjá þeim. En músamamma bað fyrir sér og sagði, að það væri mesta mildi, að þau væru öll lifandi, og tár- felldi ofurlítið um leið eins og við átti. Svo tók öll músafjölskyldan til matar síns, fór svo í rúmið, og eftir nokkrar mínútur sváfu allar mýsnar værum svefni. Framhald af 1. síðu. Þýzkalandi. — í þessum flokki fá einnig viður- kenningu Valdimar I. Jónsson, 13 ára, Austur- veg 10, Selfossi, fyrir frá- sögn af skemmtiferð efsta bekkjar barnaskólans á Selfossi, — Sigrún Er- lendsdóttir, 12 ára, Dals- mynni, Biskupstungum fyrir ferðasögu skóla- barna frá Reykholti að Flúðum, — og Kristín Sigrún Ragnarsdóttir, 11 ára, Vík í Mýrdal, fyrir lýsingu á flugferð frá Skógasandi tii Vest- mannaeyja. í flokki 10 ára höfunda og yngri hlaut Sigurjón Mýrdal, 10 ára, Ketils- Að hlaupa með kartöfluna Þátttakendur skipa sér í röð. Hvér þeirra um sig heldur á tómri fl'Ösku í hægri hendi, en kar- töflu í vinstri hendi. Þeg- ar sá, sem stjómar leikn- um, kallar: Hlaupí setja þeir kartöflurnar á flöskustútana og hlaupa af stað. Sá þeirra, sem fyrstur kemur að marki með kartöfluna á flöskustútnum, hefur unnið. Detti kartaflan á leiðinni, skal hann setja hana aftur á sinn stað og halda áfram. stöðum, Mýrdal, 1. verð- laun fyrir ferðasögu skólabarna úr Dyrhóla- hreppi vestur um sveitir tíl Þingvalla. — 2. og 3. verðlaun fengu Ásdís Egilsdóttir, 8 ára, Hverf- isgötu 102 A í Reykja- vík, fyrir frásögn úr Dalasýslu, — Herdís Oddsdóttir, 10 ára, Eyr- arveg 8 á Akureyri, fyrir ferðalýsingu á skipi frá Akureyri til Reykjavíkur, — og Birgir Már Norð- dahl, 10 ára, Stóru-Reykj- um, Hraungerðishreppi, fyrir lýsingu á Þjórsár- mótinu. ★ í þessu blaði birtist grein Sigurjóns Mýrdals. Samkeppninni lokið Á sögustöðum Framh. af 1. síðu. frægasta söðgustað lands- ins. Við vorum afar heppin með veðrið, var alltaf logn og bliða. Kennari okkar sagði okk- ur allt það helzta úr sögu Þingvalla. Við skoð- uðum alla helztu staði á Þingvöllum, t. d. Lög- berg, Almannagjá og þar sem búðir fornmanna hafa verið. Þvínæst skoð_ uðum við kirkjuna, og er hún afarlítil og hrörleg, enda er hún Hka orðin 96 ára. Svo sáum við grafreiti stórskáljdanna Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktsson- ar. Þá var stanzað við Drekkingarhyl og Pen- ingagjá. — Mér finnst það skrítinn siður að kasta peningum í þessa gjá, ég get ekki séð að þeir komi þar að neinu liði. Finnst mér að ferðafólk ætti heldur að gefa pen- inga til að prýða staðinn. Svo var nú farið að hugsa til heimíerðar. Var stoppað við Sogsfossa og Sogsvirkjunina, en hún er stærsta raforkustöð á landinu; hún á líka með Sá litli 09 kisa Móðirin segir við son sinn, sem heldur í róf- una á klsu: — Þú mátt ekki draga kisu á róf- unni, væni minn. Sá litli: — Ég dreg hana ekki, ég held bara. Það er hún sem er að reyna að draga mig. tímanum að lýsa og hita upp alla bæi á Suður- landsundirlendinu. Við fórum í lyftu og þótti mér það voða gaman. Svo var enn haldið af stað. Var nú stungið upp á því að skreppa upp að Laugarvatni. Skólastjór- inn var ekki heima, svo við gátum ekki skoðað skólana. Við skoðuðum Helga G. Hermundar- dóttir. Textinn, sem þú óskar eftir kom í 20. tbl. Hefur þú ekki séð það blað? Framhaldssagan. Marg- ir ræða um, hvort hafa skuli framhaldssögu í blaðinu eða ekki. Mar- grét Bjarnadóttir, Stöðul- feili, Ámessýslu skrifar: „Mér þótti voðagaman að f ramhaldssögunni, er ekki hægt að hafa aðra framhaldssögu?“ Hún segir einnig frá söfnun sinni: „Ég er að safna pentudúkum, á 49, svo safna ég líka frimerkj- um, ég á 125, ég á líka 50 glansmyndir". Sigur- jón Mýrdal, Ketilsstöðum, segir: „Svo langar mig að bera fram óskir, en þær eru svo: Ég óska, að í blaðinu verði birt framhaldssaga, og að birtir verði dægurlaga- textar'*. Tóta, 12 ára skrifar: „Mig langar, að það verði bráðum aftur margt útivið, t.d. gróður- húsin og laugina heígu, þar sem líkin af Jóni Arasyni og sonum hans voru þvegin uppúr, einn- ig skoðuðum við heitar laugar, sem eru þama rétt hjá vatninu. Svo var nú haldið heim á leið, aðeins stoppað á Selfossi, svo var hald- ið stanzlaust heim, og var klukkan rúmlega 10 er við komum heim. myndasamkeppni, það er svo langt síðan hún var. Framhaldssegan var á- gæt. Og það væri gam- an ef það kæmi önnur bráðlega, helzt huldú- fólks- eða útilegumanna- saga, og helzt með mynd- um“. Þetta verður allt tekið tii athugunar. Framh. á 4. síðu. Pósthólíið Við undirritaðar ósk- um eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur: Arnheiður Ingólfsdótt- ir, (13—15) Fornhaga, Hörgárdal, Eyjafjarðar- sýslu. Gunnfríður Ingólfs- dóttir, (11—13) Fom- haga, Hörgárdal, Eyja- fjarðarsýslu. Sæunn Hjaltadóttir, (13—15) Hafnarstræti 33 Akureyri. Una Hjaltadóttir (9-10 ára) Hafnarstræti 33, Ak- ureyri. Orðsendlngar 10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. ágúst 1955 Aukin og bætt þjónusta við félags- menn og aðra við- skiptavini eru kjörorð okkar Matvörubúð Sendum vörurnar heim strax og pöntun er gerð Q Fálkagötu 18, sími 4861 *■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■••■■■■■■■«■•«■■■■■■•«■■■■ Frá Strojexport SHODH Ljósavélar 5—1200 KW. Hagstœtt verð SHÉÐINN = l■•■■•■■■■•■B■■■■••«■•■••■■■••»•■■■»*•■■»■■■■■■■•••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■«■■■■■■««•■»■•» AÐflLFUNDUR Aðalfundur Verzlunarráðs íslands verður haldinn dagana 7. og 8. september n.k. húsakynnum raðsins, Pósthússtræti 7. Dagskrá samkv. 12. gr. laga V. f. Stjárn Verzlunarráðs íslands. !■■■■■■■■■■ 7> ew Einkaumboð F0SSARh.f. Pósthólf 76 Engin kona þarf framvegis að óttast um útlit sitt. Make up Hylur andlitslýti. — Gefur hríf- andi og jafnan litarhátt. !■■*■••••••••■•■»••••■•••»■■••••••■■■■•■■■•••••■•••■■»■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■••■■■■, ■•■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■•■•■■■•■■■, Tilboð óskast i Chevrolet fólksbiireið smíðaár 1953 Bifreiöin verður til aýnis í Essoportinu við Hafn- arstræti fimmtudaginn 11. ágúst frá kl. 4—7. Tilboðum sé skilað til ráðuneytisins fyrir kl. 12 föstudaginn 12. þ.m. Fjármálaráðuneytið. s E ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■Bi !■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>' Söluskattur * m m Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 2. ársfjórð- . | img 1955, sem féll í gjalddaga 15. júlí s.l. hafi skatt- . | urinn. ekki veocið greiddur í síðasta lagi 15. þ.m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frek- . j ari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi : hafa þá skilað skattinum. Reykjavík, 10. ágúst 1955. I TOLLSTJ ÓRASKRIFSTOFAN, | Amarhvoli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.